Morgunblaðið - 14.06.2012, Síða 18

Morgunblaðið - 14.06.2012, Síða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2012 Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is „Eitt sinn komu hingað japanskir golfarar og spiluðu í miðnætursól- inni. Sólarlagið var afar fallegt og það dró þá frá golfinu. Við þurftum því að gjöra svo vel og bíða með leik á mótinu á meðan þeir lágu í grasinu og hoppuðu upp á kletta til þess að mynda sólarlagið. Þetta fannst sumum kúnstugt,“ segir Ómar Pétursson formaður Arctic Open nefndarinnar. Arctic Open golfmótið fer fram þann 28. júní á Jaðarsvelli á Akureyri. Mótið verður haldið í 26. sinn og vekur gjarnan mikla hrifn- ingu þeirra sem það sækja enda aðstæður ólíkar því sem flestir eiga að venjast. Leikið er á bjartri sum- arnóttu og ljúka síðustu keppend- urnir leik um hálf þrjú að nóttu til. Að sögn Ómars munu 30-40 út- lendingar koma hingað til lands gagngert til þess að taka þátt í mótinu. Í ár verða 180 þátttakendur í mótinu sem ræst er út í tveimur hópum, klukkan 16 og 21.30. Leikið er í tvo daga og víxlast rástímar eftir dögunum. Á laugardagskvöld- inu er svo hátíðarkvöldverður og verðlaunaafhending. Kvarta ekki undan veðri Erlendu keppendurnir koma frá Bandaríkjunum, Ítalíu, Bretlandi Danmörku og Frakklandi, og hafa þeir flestir frétt af mótinu í gegn- um aðra sem hingað hafa komið. „Orðsporið sem fer af mótinu veg- ur hvað þyngst og undantekn- ingalaust eru þeir sem á mótið mæta mjög ánægðir með móttökurnar,“ segir Ómar. Engar lágmarkskröfur eru gerð- ar til keppenda og geta golfarar af öllum getustigum tekið þátt. Kunnugir segja að völlurinn komi vel undan vetri en aðal- óvissan fylgir veðrinu dagana sem spilað er. „Við höfum rekið okkur á það að útlendingarnir eru ekki að kippa sér upp við það þó veðrið sé leiðinlegt. Þeir vita að það er ým- issa veðra von á Íslandi og hafa aldrei kvartað þó kalt sé í veðri,“ segir Ómar Mikilvægur styrktarsamningur Skipuleggjendur hafa unnið að markaðssetningu á mótinu undan- farin ár og að sögn Ómars er stefnt að því að um helmingur keppenda verði útlendingar áður en langt um líður. Fyrirspurnum frá útlöndum um mótið hefur fjölgað mjög og þakk- ar Ómar samstarfssamningi Sun Mountain í Bandaríkjunum þessa auknu athygli. Sun Mountain er einn stærsti framleiðandi golffatnaðar og golfkerra í heimi. Fyrirtækið er nú einn aðal- styrktaraðili mótsins og auglýsir það í sínu markaðsstarfi. Sun Mountain mun gefa teiggjafir á mótinu, vandaðan og veglegan fatnað. Endurbætur á vellinum Golfvöllurinn að Jaðri er í frá- bæru ástandi og verður betri með hverjum deginum sem líður. Í vet- ur var unnið að breytingum á nokkrum holum vallarins, meðal annars á 4. holu, sem af mörgum er talin fallegasta par þrír hola landsins. Þessar breytingar verða komnar í gagnið nokkru fyrr en ráð var fyrir gert vegna góða veð- ursins sem verið hefur í sumar. Alla tíð hefur verið lagður mikill metnaður í að hafa völlinn í full- komnu ástandi þegar mótið fer fram. Mótsgjaldið er 26.000 kr og er enn hægt að skrá sig í mótið. Miðnæturgolf Á Arctic Open er leikið golf fram á miðja nótt. Þegar bjart er í veðri getur sjónarspilið verið magnað eins og kylfingarnir á meðfylgjandi mynd fengu að kynnast. Mótið fer fram 26. júní og er haldið í 26. sinn. Búist er við 30-40 útlendingum á mótið. Jaðarsvöllur á Akureyri er með besta móti eftir góða tíð að undanförnu. Hættu til að mynda sólarlagið  Arctic Open haldið í 26. sinn  Golf spilað að nóttu til  Útlendingar kvarta ekki undan veðri  Engar lágmarkskröfur gerðar til keppenda  Nýendurbættur Jaðarsvöllur í frábæru ástandi Arctic open var fyrst haldið árið 1986. Í upphafi var einungis keppt í einum flokki, með for- gjöf en frá árinu 1987 hefur ver- ið keppt í tveimur flokkum, með og án forgjafar. Það ár var at- vinnumönnum í fyrsta sinn boð- in þátttaka og mótið um leið gert að alþjóðlegu golfmóti. Ár- ið 2002 var bætt við verðlaun- um fyrir besta árangur í kvenna- og öldungaflokki án forgjafar. Þetta er 36 holu golf þar sem leikið er eftir Stableford punktakerfi. Mótið haldið í 26. sinn ARCTIC OPEN FRÁ 1986 Jón Sigurðsson Blönduósi | Á Heimilisiðnaðarsafn- inu á Blönduósi hefur verið opnuð sýning Írisar Ólafar Sigurjóns- dóttur textíllistakonu á verkum sem unnin eru úr efnisbútum, hekluðum milliverkum, dúllum og dúkum. Að sögn Elínar Sigurðardóttur, forstöðukonu safnsins, þá hefur allt frá því nýja safnhúsið var tekið í notkun árið 2003 verið sett upp ný sérsýning textíllistamanns á hverju vori. Íris Ólöf stundaði textílkenn- aranám í Noregi og framhaldsnám i textílforvörslu í London. Auk þess hefur hún bætt við sig fjölda námskeiða í textílfræðum. Hún hefur unnið sem búningahönnuður og stílisti við leikhús, sjónvarp og kvikmyndir en lengst hefur hún starfað á sviði minjavörslu sem textílforvörður, fyrst á Árbæjar- safni en frá árinu 2002 við minja- safnið á Hvoli á Dalvík. Samhliða starfar Íris sem textílhönnuður og rekur eigin vinnustofu þar sem hún vinnur einkum með ull og silki, perlur og pappír. Fjölmenni var við opnunina og fluttu Íris og eiginmaður hennar, Hjörleifur Hjartarson, nokkur lög fyrir gesti. Kaffi og kleinur voru í boði á eftir sem og ómæld veð- urblíða og frekari tónlistarflutn- ingur. Heimilisiðnaðarsafnið verður op- ið alla daga í sumar til 31. ágúst frá kl. 10 til 17. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Opnunin Íris Ólöf kynnti verk sín af innlifun fyrir gestum safnsins. Bútar úr fortíð  Íris Ólöf Sigurjónsdóttir sýnir á Blönduósi HAMRABORG 10, KÓPAVOGI – SÍMI: 554 3200 – OPIÐ: VIRKA DAGA: 9-18, LAUGARDAGA: 11-14 , MIKIÐ ÚRVAL AF UMGJÖRÐUM SJÓNMÆLINGAR– LINSUMÁTANIR TRAUS T OG GÓ Ð ÞJÓNU STA Í YFIR 1 5 ÁR T I L B O Ð GLERAUGU FRÁ 19.900,- DAGLINSUR FRÁ 2.500,- PAKKINN

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.