Morgunblaðið - 14.06.2012, Side 24

Morgunblaðið - 14.06.2012, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2012 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Forystumennríkisstjórn-arinnar halda því fram að öllum sé sama um hvernig þingið hagi sínum störfum. Stein- grímur J. Sigfússon hélt því fram í þingræðu að íslenskur almenningur beindi allri at- hygli sinni að fótbolta og leiddi löggjafarþingið hjá sér af þeim ástæðum. Ekki er endilega víst að þetta sé rétt hjá formanni VG frekar en annað. En sé svo þá er stór þáttur í hinni lýðræð- islegu tryggingu á bak og burt. Löggjafarþing skal halda í heyranda hljóði. Þingfundi má ekki halda á bak við luktar dyr. Það er meginregla í lýð- ræðisþjóðfélagi. Ef þing- störfum er hagað þannig, af hálfu þeirra sem mestu ráða um þau á hverjum tíma, að al- menningur kjósi að leiða þau hjá sér er það ígildi þess að mikilvæg mál séu afgreidd á lokuðum fundum. Hvar stend- ur hin lýðræðislega krafa þá? Önnur meginregla er sú að sérhvert mál fái þá umræðu sem þingsköp leyfa, en þing- sköpum hefur á undanförnum árum verið breytt í því skyni að takmarka umræður um mál nokkuð. Að þeim breytingum hafa allir þingflokkar komið og ekki hafa allar þær breytingar verið til bóta. Þrátt fyrir þær breytingar er enn finnanlegt ákvæði í þingsköpum um að hægt sé að leggja til að þingið samþykki að binda enda á tilteknar um- ræður. Slíku ákvæði hefur ekki verið beitt. En nú er því veifað í hótunarskyni af fáeinum þingmönnum stjórnarliðsins og ekki hinum merkustu í þeim röðum. Fróðlegt verður að fylgjast með því hvort þeim óvenjulegu hótunum verði fylgt eftir. Þá yrði sett for- dæmi sem ekki væri mikið ómerkilegra en landsdóms- ákæran gegn Geir H. Haarde. Það leiðir hugann að því, að enn hefur þingið ekki tekið til um- fjöllunar að setja á laggirnar þing- nefnd til að skoða og eftir atvikum undirbúa kæru samkvæmt lög- um um ráðherraábyrgð á hendur þeim sem forystu höfðu í Icesavemálum og hinu dæmalausa stjórnsýsluklúðri varðandi sparisjóði og fjárfest- ingarfélög í tíð núverandi rík- isstjórnar. Er málið sem snýr að Sparisjóðnum í Keflavík þar hvað alvarlegast. Vera má að einhverjum þyki það vera í takt við lög um ráð- herraábyrgð að hefja ekki slík- an undirbúning fyrr en í upp- hafi næsta kjörtímabils. En ekki er þó endilega nauðsyn- legt að bíða þeirra kaflaskila. Það má ekki gleyma því að fjölmargir stuðningsmenn nú- verandi ríkisstjórnar lýstu því yfir opinberlega að Geir H. Haarde ætti að vera þakklátur fyrir að fá að verjast ásök- unum þingmeirihlutans fyrir Landsdómi. Eins og bent hefur verið á eru bæði fyrrnefnd mál lögfræðilega miklu upplagðari en málið var sem höfðað var gagnvart Geir. Enda var ásök- unum gegn honum, að einu formsatriði undanskildu, sópað út af borðinu af 15 landsdóms- dómurum og tæpur meirihluti náðist um að sakfella vegna formsatriðisins. Úr henni var að auki dregið með yfirlýs- ingum dómsins og ákvörðun hans um sakarkostnað. Þau mál sem áður voru nefnd og sjálfsagt er að láta athuga með hliðsjón af lögum um ráðherraábyrgð, m.a. vegna þess fordæmis sem gefið var, snúast ekki um forms- atriði heldur um augljós og al- varleg afglöp af hálfu ráð- herra. Sumum stjórnarþing- mönnum hlýtur að þykja eðlilegt að gefa ráðherrunum sem í hlut eiga tækifæri til að „sanna sakleysi sitt“ eins og þeir orðuðu það í tilviki Geirs H. Haarde. Núverandi stjórn- arforysta leikur virð- ingu þingsins illa} Mikilvæg álitaefni Af sérstakriumræðu umstöðu evr- unnar og áhrif evru- vandans á þróun Evrópusamstarfsins sem fram fór á Alþingi í fyrradag má draga þá ályktun að þing- menn geri sér almennt grein fyrir því að Evrópusambandið er að breytast. Þeir virðast ennfremur gera sér grein fyrir að þessi breyting er í átt að auknum sam- runa með tilheyr- andi skerðingu á fullveldi aðildarríkj- anna. Þó að einstaka þingmanni líði vel við þá tilhugsun að Ísland færi þessa leið er augljóst að fæstir þeirra vilja að Ísland gerist aðili að sambandsríki Evrópu. Og landsmenn vilja það alls ekki. Hvað þarf til svo að þingið sjái að sér og dragi umsóknina til baka? Þingmenn við- urkenna að ESB er að gjörbreytast} Breytir breytingin engu? N ú hlaupa ungir karlmenn af hinum ýmsu þjóðernum á knattspyrnuvellinum og vilja verða Evrópumeistarar með liði sínu. Það er nóg úrval og nokkur vandi að velja sér lið til að halda með. Auðveldasta leiðin, en jafnframt sú aumleg- asta, er að ákveða fyrirfram með hverjum maður ætli að halda. Þannig heldur stór hluti þjóðarinnar með Englendingum, alveg sama hversu ömurlegan fótbolta liðið spilar. Við sem tökum knattspyrnu alvarlega getum ekki valið okkur lið á þennan hátt heldur horfum á nokkra leiki og tökum síðan upp- lýsta ákvörðun samkvæmt getu liðanna og sjarma leikmanna. Sú sem þetta ritar hefur ákveðið að halda með Rússum – og Úkra- ínumönnum til vara. Þessi stuðningur getur þó breyst þegar líða tekur á keppni. Það er engin ástæða til að sýna rétttrúnað í stuðningi við knattspyrnulið. Ef menn standa sig ekki þá lýkur stuðningi við þá. Þannig er það líka í knattspyrnuleiknum sjálfum samanber örlög rúss- neska leikmannsins sem skaut sjö sinnum að marki and- stæðingsins án þess að skora. Gerum ekki lítið úr þeim manni, hann var iðinn og reyndi stöðugt að gera sitt – en honum mistókst alltaf. Enda kippti þjálfarinn honum loks af leikvelli. Þarna var skólabókardæmi um það að ef maður er í vinnu þá er ekki nóg að reyna, maður verður að geta eitthvað, annars vísar yfirmaðurinn manni á dyr og setur annan í verkið. Þegar maður horfir á EM árið 2012 þá hvarflar að manni að karlkyninu sé að hnigna. Hér áður fyrr sást í bringuhár þegar leikmenn fóru úr skyrtunni. Nú sést ekki stingandi strá. Handleggir of margra leikmanna eru svo útbí- aðir í húðflúri. Það bendir til að leikmenn séu ekki menntaðir í andanum. Þá má finna hugg- un í því að horfa á eldri karlmenn á vellinum, sem eru þjálfararnir. Þjálfari Svía lítur út eins og gáfaður háskólakennari og þjálfari Ítala er svo áberandi glæsilega klæddur að freistandi er að ætla að hann sé af aðalsættum. Þjálfari Rússa er svo eins og vænta má þumbaralegur maður sem myndi aldrei fá sér húðflúr. Allt bendir til þess að vandasamt verði að koma auga á flottustu lærin á EM þetta árið. Stuttbuxurnar hafa síkkað svo mjög að erfitt er að koma auga á þrekleg læri. Helst gerist það þegar leikmenn meiðast eftir spark andstæðingsins og liggja grenjandi á vellinum. Ekkert er viðbjóðslegra en karl- maður sem grætur, sagði Nóbelsskáldið okkar, mjög réttilega, en þá er bót í máli að þegar karlmenn á EM meiðast á læri þá sýna þeir meidda svæðið. Á þeim stundum horfir maður faglegum gagnrýnendaaugum á viðkomandi læri. Stundum er lærið fremur væskilslegt, en einstaka sinnum stenst það prófið og er svo patt- aralegt að það er leikmanninum til mikils sóma. Læri skipta yfirleitt ekki máli í hinu daglega amstri, en fyrir áhorfanda á knattspyrnuleik sem gerir fagurfræðilegar kröfur gegna þau lykilhlutverki. kolbrun@mbl.is Kolbrún Bergþórsdóttir Pistill Falin læri STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Kristján Jónsson kjon@mbl.is V æntingar um að „arab- íska vorið“ hafi í för með sér lýðræði og frelsi fara dvínandi, þess í stað sjá menn vaxandi ósætti og ólgu í umræddum löndum. Búið er að fresta kosningum í Líbíu, ofbeldis- fullir íslamistar standa nú fyrir blóð- ugum óeirðum í Túnis og lýðræðið í Egyptalandi er afar brothætt. Hryðjuverk halda áfram í Írak og Jemen en mest athygli beinist að Sýrlandi. Grimmdin í átökunum þar er skelfileg, að sögn fulltrúa Samein- uðu þjóðanna, börn gerð að mann- legum skjöldum og þeim misþyrmt á margvíslegan hátt. En hvers vegna er ekki gripið inn eins og gert var í Líbíu? Rússar og Kínverjar munu beita neitunar- valdi sínu í öryggisráði SÞ gegn öll- um hernaðaraðgerðum. Ráðamenn beggja ríkja vilja endurheimta gamla skipulagið sem hunsað var í Líbíu og þar áður Írak: að stjórnvöld hafi fullt leyfi til að traðka á eigin þegnum án afskipta annarra þjóða. Fyrir um áratug var gerð sam- þykkt hjá SÞ sem opnaði fyrir hern- aðarinngrip gegn sjálfstæðum ríkj- um þegar brotin væru þar harkalega mannréttindi og jafnvel hætta á þjóð- armorði. En eftir sem áður þarf að samþykkja slíka íhlutun í öryggis- ráðinu. Assad verði látinn víkja Bandaríkjamenn hafa lagt áherslu á að Bashar al-Assad víki af forsetastóli í Sýrlandi. En sumir benda á að þrátt fyrir allt njóti forset- inn mikils stuðnings meðal ýmissa sýrlenskra hópa sem óttast að harð- stjórn ofstækis-íslamista geti orðið enn verri. Andrew Green, sem eitt sinn var sendiherra Breta í Damask- us, segir að stefna Bandaríkja- stjórnar sé vanhugsuð, rangt sé að persónugera þannig vandann. Assad sé aðeins fulltrúi valdaklíkunnar sem ráði í landinu og vafasamt að hann sé valdamestur. Ef hann víki muni ann- ar koma í stað hans og síst betri. Assad er úr minnihlutaflokki alavíta, sem margir sjía- og súnní- múslímar líta niður á. Ekki er hægt að útiloka að ef raunverulegt borg- arastríð hefst og landið klofnar muni alavítar reyna að stofna sjálfstætt ríki á strandsvæðum þar sem þeir eru í meirihluta. En Green og fleiri segja að alavítar muni aldrei gefa völdin eftir með friðsamlegum hætti. Fawas Gerges, sem er Líbani að uppruna og stýrir nú Mið-Austur- landadeild LSE-háskólans í London, segir að átökin séu farin að minna á aðdragandann að 15 ára borgara- stríði í Líbanon sem lauk upp úr 1990. Hættan á að baráttan gegn Assad breytist í grimmdarlega bar- áttu ólíkra trúarfylkinga og þjóð- arbrota vaxi stöðugt. „Fjöldamorðin hafa þau áhrif að spennan eykst enn, grannar neyðast til að snúast gegn grönnum,“ er haft eftir Gerges í Wall Street Journal. Nýjustu fregnir um að alræmd- ar hrottasveitir Assad, sabiha, séu farnar að reka úr bæjum alavíta fólk úr röðum annarra fylkinga geti þýtt að þær fari algerlega sínu fram, segir Gerges. Þær hlýði ekki lengur skip- unum stjórnvalda. Margir spyrja hvers vegna Rússar haldi áfram hlífiskildi yfir Assad. En þeir líta á þessi mál í stærra samhengi og vilja fylgja eftir því áfalli sem Bandaríkin urðu fyrir þegar Mubarak var steypt í Egypta- landi. Pútín og hans menn hafa litlar áhyggjur af voðaverkum hermanna og vígasveita Assads. Þannig illvirki séu fremur venja en undantekning í Mið-Austurlöndum. En ef Assad tolli á stólnum verði þeir búnir að tryggja enn betur áhrif sín í landinu. „Arabíska vorið“ gæti kafnað í blóði AFP Reiðir Sýrlenskir stjórnarandstæðingar með skopmynd sem sýnir Vladímír Pútín Rússlandsforseta aðstoða Assad við að tortíma þjóðinni. Sýrland Tyrkland Sádi-Arabía Jórdanía Ísrael Kýpur Írak Egyptal. Líbanon Damaskus Hamah Homs Houla Rússar hafa lengi átt mikilla fjárhagslegra og pólitískra hagsmuna að gæta í Sýrlandi. Jafnframt er Assad Sýrlands- forseti aðalbandamaður sjíta- ríkis Írana en Rússar hafa enn meiri hagsmuna að gæta vegna fjárfestinga þar. Ráðamenn í Te- heran sjá að ef Assad fellur gæti Íran einangrast mjög í Mið- Austurlöndum. Valdhafar Ír- ana órólegir ERFIÐ STAÐA ASSADS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.