Morgunblaðið - 14.06.2012, Síða 26

Morgunblaðið - 14.06.2012, Síða 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2012 Listaverkefnið Ferskir vindar í Garði eru í fullum gangi í Garðinum, suður með sjó. Það er í annað sinn sem þetta metnaðarfulla verkefni er haldið, en að þessu sinni eru 40 erlendir listamenn þátttakendur auk fjölda íslenskra sem koma og eru með til lengri og skemmri tíma. Verkefnið stendur yfir frá 20. maí sl. og lýkur 24. júní nk. Sýningar listamanna hefj- ast 16. júní nk. og standa yfir út sumarið. Þetta er í annað sinn sem Ferskir vindar eru haldnir og telja verður að verkefnið sé með alstærstu listaverkefnum á land- inu þrátt fyrir að í Garði búi að- eins um 1500 manns. Það var því töluvert átak að koma því af stað í desember 2010 og fá íbúa í Garði til að trúa því að við værum nógu öflugt samfélag til að takast á hendur jafn stórt verkefni. Halda úti í 4-6 vikur á fimmta tug erlendra listamanna í fæði og húsnæði og vera þeim innan handar með að- föng og efni til að vinna að list sinni. Á Sólseturshátíð Garðmanna sumarið 2010 afhjúpaði hr. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, lista- verkið „Í faðmi vindanna“ eftir Mireyu Samper og Víði Árnason, upphafsfólkið að Ferskum vindum í Garði. Listaverkið var gjöf þeirra til íbúa í Garði og tákn þess hvað listin og samfélagið væru samofin. Fjöldi Garðmanna hlýddi á forseta sinn þegar hann ræddi um listina, mannlífið og þann metnað sem Garðmenn ætluðu að sýna landsmönnum með því að bjóða stórum hópi erlendra og ís- lenskra listamann í Garðinn til að vinna að list sinni í samstarfi við skólabörn, listafólk í bænum og bæjarbúa almennt. Verða vett- vangur listviðburðar á alþjólegum mælikvarða. Það var eftirtektarvert hvernig forsetinn blés í glæður vonar og stolts bæjarbúa yfir þeim metnaði sem samfélagið ætlaði að sýna með því að ráðast í Ferska vinda í Garði. Með þekkingu sinni á sögu Garðsins og Suðurnesja fléttaði hann saman lífsbaráttu fólksins í Garðinum, atvinnuháttum fyrr og nú ásamt nýrri sýn á mikilvægi Ferskra vinda fyrir trú samfélags- ins í Garði á eigin getu. Það má með sanni segja að forsetinn hafi blásið lífi í verkefnið og hann hreif íbúa Garðs með sér eins og sannur leiðtogi sem gerir gæfumuninn þegar mest á reynir. Eftirleik- urinn varð auðveldari fyrir okkur sem vorum að vinna trú fólksins á því sem við vorum að undirbúa. Forsetahjónin hafa sýnt Fersk- um vindum í Garði stuðning í verki og greitt götu þess þegar eftir hefur verið leitað. For- setafrúin, Dorrit Mousaieff, er verndari verkefnisins og hefur sem slík tekið þátt í undirbúningi verkefnisins og fylgst með af at- hygli og komið á samböndum sem skipt hafa verkefnið máli. Forseti og forsetafrú, sem þannig hafa tekið í árarnar með fólkinu í Garði sem virkir þátttakendur í verkefni þess og blásið okkur í brjóst trú á eigin getu, eru mikilvægur þáttur í starfi forsetaembættisins sem skiptir samfélagið allt máli. Ferskir vindar í Garði og forsetahjónin Eftir Ásmund Friðriksson » Ferskir vindar í Garði eru með al- stærstu listaverkefnum á landinu þrátt fyrir að í Garði búi aðeins um 1500 manns. Ásmundur Friðriksson Höfundur er fv. bæjarstjóri i Garði. Í Morgunblaðinu þann 9. júní sl. birtist yfirlýsing frá um- hverfisráðuneytinu vegna bréfs, sem ég skrifaði ráðuneytinu þann 6. þ.m. þar sem ég taldi mér bæði rétt og skylt að benda á brotalamir í vinnubrögðum ráðu- neytisins og Um- hverfisstofnunar við nýjar reglur um verklegt skotpróf hreindýraveiðimanna. Þrætubók í lögfræði er ekki aðalatriðið. Það er engu að síður ljóst, að lagaheim- ildin, sem ráðuneytið vísar til, var sett í lög 1994 og felur því ekki í sér heimild til að setja reglugerð á grundvelli laga, sem sett voru sjö árum seinna, árið 2011. Það er a.m.k. vægast sagt mjög vafasamt. Þá vil ég benda á, að gamla heim- ildin frá 1994 var veitt ráðuneyt- inu. Nú er það Umhverfisstofnun en ekki ráðuneytið, sem setur seint og um síðir þessar umdeildu reglur með blessun (?) ráðuneyt- isins. Er þetta löglegt? Er þetta siðlegt? Ég læt mér nægja að vísa til þess, sem kom fram í bréfi mínu til ráðuneytisins 6. júní. Þá er í Morgunblaðinu haft eftir formanni Skotveiðifélags Íslands, að skotpróf auki veiðisiðferði. Er þetta rétt haft eftir? Ég skil ekki, hvað skotpróf hefur með veiðisið- ferði að gera. Skotpróf sannar í besta falli hæfni manns til að skjóta í mark. Skotpróf sannar lít- ið um hæfni til að veiða með skot- vopni, það sannar ekkert um veiði- siðferði manns. Veiðisiðferði og hæfni til að skjóta á lifandi bráð verður ekki bætt með fleiri lagaboðum né flóknum og illskiljanlegum reglu- gerðum. Ég er sannfærður um, að slíkt dregur úr veiðisiðferði, hafi það einhver áhrif. Leiðsögumaður með hrein- dýraveiðum á að meta hæfileika og siðferði veiðimanns í hverju tilfelli. Hann á að fylgja veiðimanni á veiðislóð, finna dýr fyrir hann og fylgja honum þangað, sem hann kemst í skotfæri. Hann á að vera til taks og fylgjast með veiðimann- inum, þegar hann skýtur og vera tilbúinn að fella dýrið, ef veiði- manni mistekst og særir dýrið. Það er veiðisiðferði. Þannig kynnist góður leið- sögumaður veiðimanninum, sið- ferði hans og hæfni. Leið- sögumaður tekur síðan ákvörðun um, hvort hann telur veiðimanninn uppfylla þær kröfur, sem gera verður. Ef veiðimað- urinn uppfyllir ekki þær kröfur, er það mat leiðsögumannsins, hvort hann fylgir oftar þeim veiðimanni. Það er veiðisiðferði. Leiðsögumaður, sem hefur fylgt sama veiðimanninum 2-3svar sinnum, jafn- vel 10-20 sinnum, hef- ur ekkert gagn af niðurstöðum skotprófs. Veiðimaður á sjálfur að eiga a.m.k. eitt löglegt vopn til hrein- dýraveiða. Það er veiðisiðferði. Hann á að þekkja það vel. Hann á að þekkja hæfni sína til að skjóta með því. Ekkert er eðlilegra en veiðimaður eigi 2 vopn og hafi þau bæði með sér til veiða. Margt get- ur komið upp á, sem gerir þetta nauðsynlegt, og þá er „löggilding“ á einu vopni fyrir hverja veiðiferð gagnslaus. Veiðimaður umgengst vopn sín mikið, handleikur þau mikið, hirðir þau og hreinsar og fer oft til að reyna þau og hæfni sína. Það er veiðisiðferði. Guðfaðir minn í meðferð skot- vopna, hreindýraveiðum o.fl., Þor- steinn S. Thorarensen, sem allt vissi um skotvopn, innprentaði mér þetta. Hann sagði við mig: „Undirbúningur tekur ár“, þegar hann (haustið 1962) bauð mér að koma með sér á hreindýraveiðar haustið 1963. Þetta var svolítið ýkt hjá honum, en ekki fjarri lagi. Við fórum ótal ferðir upp í Leirdal til að æfa okkur áður en við héldum til veiða í ágúst 1963. Við tókum ekki próf. Ég læt þetta nægja að sinni. Ég skrifa þetta í þeirri von, að ein- hver taki mark á veiðimanni, sem hefur farið 30 sinnum til hrein- dýraveiðaveiða síðan 1963 og fellt nánast öll sín dýr með einu skoti, án þess að taka próf. Starfsmenn ráðuneytisins og Umhverfisstofn- unar taka ekki mark á mér. Hreindýraveiði, skotpróf og siðferði Eftir Axel Kristjánsson Axel Kristjánsson » Skotpróf sannar lítið um hæfni til að veiða með skotvopni, það sannar ekkert um veiði- siðferði manns. Höfundur er lögmaður og fyrrverandi hreindýraveiðimaður. - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is Bréf til blaðsins Það virðist gæta nokkurs misskiln- ings í umræðum um launakjör Þóru Arnórsdóttur, hætti hún störfum sem forseti eftir fjögra, átta eða tólf ára setu á forsetastóli. Hið sanna er að hún fengi 6 mánaða biðlaun eftir að hún lyki störfum og venjuleg eft- irlaun, þegar eftirlaunaaldri væri náð. Þetta er í samræmi við lög, sem sett voru 2009. Sá misskilningur er og uppi að hún ætli að taka sér langt fæðingarorlof. Hið sanna er að hún mun taka við embætti 1. ágúst og sinna því á hefðbundinn hátt. Ég lít svo á að nú sé eðlilegt að kjósa konu til forseta eftir að karl- maður hefur sinnt því embætti í 16 ár. Í þessu landi býr fólk af báðum kynjum og hérlendis er jafnrétti í hávegum haft. Ég hef verið búsett í Þýskalandi um áratuga skeið og mér er mjög í minni opinber heimsókn Vigdísar Finnbogadóttur til Þýska- lands árið 1987. Til þess var tekið í þýskum fjölmiðlum hve Vigdís væri glæsilegur fulltrúi íslensku þjóð- arinnar. Nú stendur okkur Íslend- ingum til boða að fá annan slíkan fulltrúa þar sem Þóra Arnórsdóttir er. Hún er greind kona með mikla útgeislun, vel menntuð og hefur góða reynslu í að koma fram á op- inberum vettvangi og á auðvelt með að ræða við fólk. Sem forseti verður hún landi og þjóð til sóma. VILBORG AUÐUR ÍSLEIFSDÓTTIR BICKEL, sagnfræðingur. Misskilningi eytt Frá Vilborgu Auði Ísleifsdóttur Bickel Ársalir fasteignamiðlun og fyrirtækjasala Ef þú vilt selja, leigja eða kaupa fasteign eða selja eða kaupa fyrirtæki í rekstri, hafðu samband. Ársalir FASTEIGNAMIÐLUN Engjateigi 5, 105 Rvk 533 4200 Ársalir ehf fasteignamiðlun 533 4200 og 892 0667 arsalir@arsalir.is Engjateigi 5, 105 Rvk Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali Úrval af rómantískum vörum fyrir bústaðinn og heimilið Dalvegi 16a - Rauðu múrsteinshúsunum, 201 Kópavogi S. 517 7727 - nora.is - Opið: mán-fös 12:30 - 18:00

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.