Morgunblaðið - 14.06.2012, Side 30

Morgunblaðið - 14.06.2012, Side 30
30 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2012 H allgrímur fæddist í Västerås í Svíþjóð, átti þar heima í eitt ár og síðan í þrjú ár í Uppsölum, en ólst síð- an upp í Vesturbænum í Reykjavík. Hallgrímur var í Melaskóla og Hagaskóla, stundaði nám við Menntaskólann í Reykjavík og lauk þaðan stúdentsprófi 2002 og stundar nú nám í hagfræði við Háskóla Íslands. Hóf sellónámið sex ára Hallgrímur hóf nám við Suzuki- skólann 1988 og stundaði þar nám á selló til 1997, var síðan áfram í einka- tímum hjá Noru Sue Kornblueh selló- leikara og kennara á árunum 1997- 2001. Hann hóf þá nám við Tónlistar- skólann í Reykjavík og stundaði síðan tónlistarnám við Listaháskóla Ís- lands í tvo vetur. Hallgrímur var í unlingavinnunni og vann síðan hjá Reykjavíkurborg, vann við mötuneyti Landspítala Háskólasjúkrahúss á sumrin og var síðan kaffibarþjónn á Kaffitári á ár- unum 2007-2008 og af og til með námi til 2010. Hallgrímur var einn af stofnendum hljómsveitarinnar Malneirophrenia árið 2000 og hefur leikið með hljóm- sveitinni fram til dagsins í dag, ásamt Gunnari Theodór Eggertssyni rithöf- undi sem spilar á píanó og Halli Erni Árnasyni sem leikur á bassa en upp- haflega voru fimm meðlimir í hljóm- sveitinni. Malneirophrenia hefur m.a. verið Hallgrímur J. Jensson sellóleikari 30 ára Í Moskvu Hallgrímur, lengst til hægri, með Árstíðum í Rússlandi þar sem hljómsveitin vakti mikla athygli. Úr klassískum selló- leik í „kammerpönk“ Systkinin Hallgrímur og Laufey, systir hans, en hún lærir á fiðlu í Utrecht. Linda Rún Pétursdóttir, verður 24 ára á morgun og ætlar aðskella sér til Kaupmannahafnar í tilefni dagsins. „Ætli égeigi ekki eftir að kaupa mér mikið af fötum. Svo er aldrei að vita nema ég fái mér einn ískaldan bjór,“ segir Linda, en hún tók þá skyndiákvörðun að panta tvo miða fyrir sig og kærastann til Kaup- mannahafnar. Parið ætlar sér að dvelja þar í 4 daga og á örugglega ekki eftir að sjá eftir því. „Þetta var mjög fyndið, ég sagði kærast- anum ekkert frá þessu og sendi honum svo bara sms og tilkynnti honum að hann væri á leiðinni til útlanda,“ segir Linda hlæjandi, en kærastinn var mjög ánægður með þetta. Linda vinnur við hestatamningar og reiðkennslu í Borgarfirði og útskrifaðist seinasta sumar frá Háskólanum á Hólum. „Ég hef mjög gaman af starfi mínu og elska þetta út í gegn,“ segir Linda, en hest- ar eru hennar helsta áhugamál. Linda hefur ekki bara áhuga á hestum, hún hefur einnig mikinn áhuga á söng og leiklist. „Ég hef lokið grunnstigi í Söngskóla Reykjavíkur og hef verið nemandi á nokkrum leiklistarnám- skeiðum,“ segir Linda, en hún hefur einnig tekið þátt í nokkrum leikritum. „Það gæti vel verið að það yrði að raunveruleika einn daginn,“ segir Linda aðspurð, en sá draumur blundar í henni að fara í leiklistarnám á náinni framtíð. pfe@mbl.is Linda Rún Pétursdóttir verður 24 ára í dag Linda ætlar að skella sér til Kaupmannahafnar í tilefni dagsins. Kom kærastanum rækilega á óvart Hrafnhildur Ming Þórunnardóttir, Sveina Björt Kristbjargardóttir, Arna Sólrún Heimisdóttir, Helena Ýr Stefánsdóttir, Kaja Bo Trotter og Hassa Eiyas Labyad héldu tombólu við Garðatorg í Garðabæ. Þau söfnuðu 17.602 kr. sem þau gáfu Rauða krossi Íslands. Hlutavelta Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Reykjavík Daníel Kári fæddist 30. ágúst. Hann vó 3.265 g og var 51 cm langur. Foreldrar hans eru Sigurbjörg Magnúsdóttir og Stefán Orri Stef- ánsson. Reykjavík Fríða María fæddist 18. ágúst kl. 16.28. Hún vó 3.620 g og var 51,5 cm löng. Foreldrar hennar eru Hrafnhildur Sverrisdóttir og Franc- isco Da Silva Chipa. Nýir borgarar ARMANI D&G STENSTRÖMS BALDESSARINI SCHUMACHER ALEXANDER WANG CAMBIO ROCCO P PEDRO GARCIA PAOLO DA PONTE VOR/ SUMAR 2012 SÆ VAR KARL HVERFISGÖTU 6 • S. 55 1 3 47 0

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.