Morgunblaðið - 14.06.2012, Page 31

Morgunblaðið - 14.06.2012, Page 31
ÍSLENDINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2012 kennd við tónlist sem hefur verið köll- uð tilraunakennt kammerpönk. Hún hefur leikið mismikið á undanförnum árum, stundum legið í dvala en stund- um tekið tónleikarispur hér á landi og auk þess haldið tónleika á Ítalíu. Hljómsveitin sendi frá sér plötuna M árið 2010. Þá hefur Hallgrímur leikið mikið með hljómsveitinni Árstíðunum, á tónleikum hér á landi, og víða erlendis, s.s. á Norðurlöndunum, tvisvar í Rússlandi, í Tékklandi, Aust- urríki og Búlgaríu. Í sumar mun hljómsveitin fara í tónleikaferð til Tékklands, Austurríkis, Ungverja- lands, Póllands og Slóvakíu og síðan til Þýskalands í haust. Hljómsveitin hefur komið fram í Kastljósi hjá RÚV, í morgunsjón- varpi í Svíþjóð og í Tékklandi og í sjónvarpskvöldþætti í Mosku. Þá fór Hallgrímur í tónleikaferð með Blood- group til New York og með Ólafi Arn- alds til Þýskalands og Svíþjóðar. Hallgrímur lék með Sinfóníu- hljómsveit áhugamanna á árunum 1996-2002, hefur komið fram með fjölda hljómsveita á tónleikum og leikið inn á plötur með ýmsum hljóm- sveitum og listamönnum, en hann lék m.a. undir í íslenska Evróvision laginu árið 2009. Ólst upp við klassíka tónlist En hvernig tónlist hlustar Hall- grímur helst á? „Það er nú margvíslegt. Ég er al- inn upp við klassíska tónlist - barokk, óperur og sinfóníur - en hlustaði hins vegar ekki mikið á nútíma klassík þegar ég var yngri, en það hefur komið í vaxandi mæli með árunum. Sú tónlist sem ég hef verið að leika er hins vegar nær poppi en klassík en ansi fjölbreytileg: Allt frá þjóðlaga- poppi og yfir í framsæknari tilrauna- tónlist. Ég hlusta auðvitað alltaf á klassíska tónlist en eftir námið við Listaháskólann breyttist fókusinn hjá mér þannig að ég hef ekki lengur sama áhugann og áður á því að ná langt á klassíska sviðinu.“ Fjölskylda Kærasta Hallgríms er Ingunn S.U. Kristensen, f. 14.10. 1985, MA-nemi í sálfræði. Systkini Hallgríms: Guðmundur Jökull Jensson, f. 6.2. 1969, d. 15.1. 1987, nemi; Margrét Jensdóttir, f. 6.8. 1973, heila- og taugaskurðlæknir í Stokkhólmi en maður hennar er Kristján Sigurjónsson og eru börn þeirra Auðunn og Silja Védís; Laufey Jensdóttir, f. 25.11. 1985, fiðlunemi í Utrecht í Hollandi. Foreldrar Hallgríms eru Jens Al- bert Guðmundsson, f. 23.2. 1947, kvensjúkdómalæknir í Reykjavík, og k.h., Valgerður Hallgrímsdóttir, f. 28.6. 1949, kennari. Úr frændgarði Hallgríms J. Jenssonar Árni Árnason b. í Látalæti í Landsveit Guðrún Magnúsdóttir húsfr. í Látalæti Valgerður Pétursdóttir frá Ánanaustum Margrét Magnúsdóttir ljósm. Jóhannes Kr. Jóhanness. byggingam. í Rvík. Elísabet Davíðsdóttir húsfr. Hallgrímur J. Jensson Jens Albert Guðmundsson kvensjúkdómalæknir í Rvík. Valgerður Hallgrímsd. kennari í Rvík. Hallgrímur J.J. Jakobsson tónlistarkennari í Rvík. Margrét Árnadóttir húsfr. í Rvík. Aðalheiður I. Jóhannesd. húsfr. í Hafnarf. Guðmundur J. Jensson loftskeytam. og vélstj. í Hafnarf. Jens Albert Guðmunds. búfr. og kaupm.á Þingeyri Magnús Jensson loftskeytam. í Hafnarf. Sævar Magnússon mjólkuriðnaðarverkfr.) Jakob Hallgrímsson organisti og tónlistark. í Rvík. Aðalbjörg Jakobsd. húsfr. á Húsavík Jakob Gíslason orkumálastj. Guðmundur Gíslason læknir Jón Ármann Jakobsson starfsm. SÍS., sonur Jakobs Hálfdanarsonar, stofnanda KÞ Áki Jakobsson alþm. Guðrún Pétursd. húsfr. í Fljótstungu Bergþór Jónss. b. í Fljótstungu Páll Bergþórsson fyrrv. Veðurstofust. Bergþór Pálss. óperusöngv. Sellóleikarinn Hallgrímur mundar sellóið við upptökur í hljóðveri. 90 ára Ásdís E. Ríkarðsdóttir Henning J. Elísbergsson Laufey Guðmundsdóttir Ólöf M. Ríkarðsdóttir 85 ára Anna G. B. Tryggvadóttir Jóna Sveinbjörnsdóttir Sigfríð Hallgrímsdóttir Þorbjörg Valgeirsdóttir 80 ára Anna G. Kristgeirsdóttir Brynja Björnsdóttir Guðjón Emilsson Guðrún Svavarsdóttir Kristín Haraldsdóttir Rebekka Kristjánsdóttir 70 ára Eyjólfur Magnússon Guðríður H. Halldórsdóttir Halldór Snorrason Jóhannes Haraldsson Jón R. Sveinsson Sveinrós Sveinbjarnardóttir 60 ára Anna S. Karlsdóttir Ásgeir Egilsson Guðjón Júlíus Erlendsson Helgi S. Jónsson Jón Gunnar Benediktsson Jón Viðar Þorsteinsson Kristbjörg Sigurðardóttir Kristín G. G. Adolfsdóttir Ragnar Sigurjónsson Sigrún Hilmarsdóttir Svala Norðdahl Tadeusz Mucha Vilhjálmur R. Sigurðsson 50 ára Bryndís Emilsdóttir Elín Hilmarsdóttir Elísabet Soffía Þórðarson Guðrún Georgsdóttir Kristín T. Ragnarsdóttir Ragnar Emilsson Stefán Guðmundsson 40 ára Bjarki Heiðar Beck Brynjarsson Guðbjörg Sólveig Sigurðardóttir Lára Jóna Björnsdóttir María Kristín Óskarsdóttir Nína Sibyl Birgisdóttir Oddgeir Þór Gunnarsson Ólafur Daði Einarsson Sara Guðmundsdóttir Sigríður Örvarsdóttir Sólbjörg Hlöðversdóttir Þórður Ólafur Þórðarson Þórir Svan Árnason 30 ára Anna Grabowska Baldvin Örn Einarsson Hallgrímur Jónas Jensson Heiður Sævarsdóttir Ingibjörg Björnsdóttir Marta Margrét Ö. Rúnarsdóttir Ólafur Jafet Bachmann Rebekka Lea Te Maiharoa Soffía Hauksdóttir Sólmundur Hrafn Raimundsson Stanko Dorovic Tihomir Rumenov Rangelov Þórey F. Guðmundsdóttir Til hamingju með daginn 50 ára Rósa er fædd á Jökuldal og ólst upp á Hallormsstað á Egils- stöðum. Hún er sérfræð- ingur í hjúkrun lungna- sjúklinga og starfar á Landspítalanum. Maki Bjarni Richter, f. 1965, jarðfræðingur, og starfar hjá Ísol. Börn Sigurður Ýmir Richter, f. 1992 og Jón Hákon Richter, f. 1996. Foreldrar Jón Jónsson, f. 1912, d. 1992, frá Setbergi og Guðrún Aðalsteins- dóttir, frá Vaðbrekku f. 1923, d. 1999. Rósa Jónsdóttir 30 ára Ragnar Karl ólst upp í Grafarvogi. Hann lauk BA-prófi í uppeldis- og tómstundafræði, MA- prófi í mannauðsstjórnun frá HÍ og starfar sem ráð- gjafi á Stuðlum. Kona Sigurlaug Hrefna Traustadóttir, f. 1982, fé- lagsráðgjafi og starfar á BUGL, barna- og ung- lingageðdeild. Dóttir Hrafnhildur Ásdís, f. 2011. Foreldrar Jóhann Hallur Jónsson, f. 1952, orgel- smiður og Evlalía Krist- jánsdóttir, f. 1951, bókari. Ragnar Karl Jóhannsson Níels P. Dungal prófessorfæddist 14. júní 1897 á Ísa-firði. Foreldrar hans voru Páll Halldórsson skipstjóri og síðar skólastjóri Stýrimannaskólans í Reykjavík og Þuríður Níelsdóttir. Níels varð stúdent þann 28. júní 1915 í Reykjavík. Hann varð cand. phil. í Kaupmannahöfn árið 1916 og cand. med. í Reykjavík árið 1921. Hann stundaði nám í Þýskalandi, Austurríki og Danmörku. Þann l. október árið 1926 var hann skipaður dósent í sjúkdóma- fræði við Háskóla íslands og pró- fessor við læknadeildina sléttum sex árum síðar. Að auki var hann forstöðumaður Rannsóknarstofu Háskólans, í sjúkdóma- og sýkla- fræði, frá árinu 1926. Árið 1929 framleiddi hann nýtt bóluefni gegn bráðapest. Hann fann sýkilinn sem olli lungnapest í sauðfé árið 1930 og framleiddi bóluefni gegn veikinni sama ár. Hann inn- leiddi einnig nýja meðferð við ormaveiki í sauðfé. Níels sat í manneldisráði frá stofnun þess árið 1939 til æviloka og einnig í læknaráði frá stofnun þess árið 1942, til æviloka. Hann skrifaði allmörg rit og fékk fjöl- margar læknisfræðilegar ritgerðir birtar í erlendum vísindaritum. Níels varð einnig þekktur fyrir að vera mjög andsnúinn spíritisma og átti meðal annars í langvarandi deil- um um spíritisma við séra Svein Víking um miðbik aldarinnar, sem rekja má meðal annars til umdeildr- ar bókar hans, Blekking og þekk- ing, sem kom út 1948. Matthías Johannessen átti stór- gott samtal við Níels árið 1960 þar sem margt bar á góma: „Eruð þér aldrei hræddur við lík?“ “Nei, það er ég ekki. Þegar ég var drengur, var ég alinn upp í spír- itisma og var hræddur við dautt fólk. En þegar ég fór að kryfja, vandist þetta af mér. Ég er ekki hræddur við dauða menn, þeir lif- andi eru miklu hættulegri, það hef- ur mér reynzt.“ Og Matthías spurði enn fremur: „Hefur lík aldrei gripið í handlegg- inn á yður, prófessor Dungal?“ “Nei, ef það gerði það, væri það ekki lík.“ Níels P. Dungal lést 29. október 1965. Merkir Íslendingar Níels P. Dungal 40 ára Sigþrúður fæddist í Reykjavík og ólst þar upp en er búsett í Njarð- vík. Hún starfar sem ráð- gjafi hjá Vinnu- málastofnun Reykjanesbæjar. Maki Lárus Ingi Magn- ússon, f. 1968, sjálf- stæður atvinnurekandi. Börn Lilja Björg, f. 1991, Aron Gauti, 1992, Sig- urður Þór, f. 1998, Magn- ús Orri, f. 2006 og Krist- jana Ása, f. 2009. Foreldrar Sigurður Jörg- ensson, f. 1931 og Sigrún Gissurardóttir, f. 1937. Sigþrúður Sigurðardóttir TRAUST ÞJÓNUSTA Í 20 ÁR Við gerum þér verðtilboð – þetta er ódýrara en þú heldur, – jafnvel ódýrara en að sjá um sláttinn sjálf/ur Sími: 554 1989 www.gardlist.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.