Morgunblaðið - 14.06.2012, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 14.06.2012, Blaðsíða 36
36 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2012 Ekki þarf að fjölyrða umhæfileika bandaríska tón-listarmannsins, plötu-framleiðandans og of- urtöffarans Jack White. Sá hefur sýnt og sannað um árabil hvers hann er megnugur þegar að þéttu og gríp- andi rokki kemur, m.a. í tvíeykinu The White Stripes. White er magn- aður gítarleikari, situr í 70. sæti tíma- ritsins Rolling Stone yfir bestu gít- arleikara allra tíma og er vel að þeim heiðri kominn. Piltur hefur starfað með mörgum heimskunnum tónlist- armanninum og má þar nefna Jeff Beck, Aliciu Keys, Bob Dylan og Lorettu Lynn. White Stripes stofnaði hann árið 1997 með þáverandi eiginkonu sinni Meg White en það er fyrst núna, árið 2012, sem White sendir frá sér sóló- plötu, Blunderbuss. Og eins og aðdá- endur White, undirritaður þeirra á meðal, gátu séð fyrir bregst honum ekki bogalistin á henni frekar en á öðrum plötum sem hann hefur komið að á ferlinum. Blunderbuss hefur að geyma þrettán lög og er skemmtilega fjöl- breytt. Á henni má finna lög sem minna mjög á smelli White Stripes, hrátt rokk og kántrískotin lög á borð við titillag plötunnar. Það lag sem hvað mest hefur hljómað á öldum ljósvakans er fyrsta smáskífan af plötunni, „Love Int- erruption“, einfaldur og grípandi dúett Whites og söngkonunnar Jon Dolan. Af öðrum ilmandi góðum lögum má svo nefna ábreiðu af lagi Little Willie John, „I’m Shakin“, lag sem ætti að fá hvaða fýlupoka sem er til að skaka skrokk. Ef eitthvað skal að plötunni finna þá er það helst að nokkur lag- anna eru heldur tilþrifalitlar laga- smíðar og hefðu mátt missa sín. Má þar nefna „On and On“, þunglynd- islegt leiðindalag. Á heildina litið er Blunderbuss þó hinn eigulegasti gripur. Hvítur á leik Geisladiskur Jack White - Blunderbuss bbbbn HELGI SNÆR SIGURÐSSON TÓNLIST Jack White Sigyn Jónsdóttir sigyn@mbl.is „Við héldum fyrst að vinirnir væru bara að reyna að vera jákvæðir þegar þeir fengu að heyra eitt og eitt lag en það virðist sem allir séu að taka vel í þetta sama hvort sem það eru metalstrákar eða eldri hús- mæður,“ segir Bassi Ólafsson, trommuleikari og upptökustjóri hljómsveitarinnar Kiriyama Fa- mily sem gaf nýverið út samnefnda breiðskífu. Bassi er ánægður með þær viðtökur sem platan hefur fengið en partískotin tónlist þeirra, sem minnir um margt á stuðtónlist níunda áratugarins, nær greinilega til breiðari hóps en sveitin gerði sér grein fyrir í upphafi. „Það er kannski svona ár síðan við ákváðum að keyra plötu í gang og hætta þessu rugli,“ segir Bassi en það er ekki einungis tónlistin á plötunni sem hefur vakið mikla lukku heldur er myndin sem prýðir plötuumslagið einstaklega skemmtileg. Þar má sjá kviknakta hljómsveitarmeðlimina haldandi á löngu skilti sem hylur það allra heilagasta. „Við vildum hafa umslagið eins og hjá Bítlunum í gamla daga þar sem allir í hljómsveitinni sjást, öll andlitin þekkjast,“ útskýrir Bassi sem fékk í kjölfarið þá hugmynd að hljómsveitin yrði nakin á myndinni, bara í gríni. Mikilvægt væri þó að myndin væri smekkleg og myndi ekki sjokkera fólk. „Ég smíðaði skilti fyrir draslið okkar og setti bleika flúorlýsingu bak við,“ bætir hann við og segir stemninguna hafa verið mjög fyndna meðan á myndatökunni stóð. „Það var svo- lítið furðulegt að vera allir saman á sprellanum en við erum svo góðir vinir að það var bara gaman.“ Leynigestur og ljósasýning Í kvöld heldur Kiriyama- fjölskyldan útgáfutónleika í Þjóð- leikhúskjallaranum sem hefjast kl. 22. „Við spilum ekki naktir á tón- leikum svo gestir þurfa ekki að hafa áhyggjur af því,“ fullyrðir Bassi og lofar miklu fjöri á tónleik- unum. „Við fáum leynigest og verðum með svakalega ljósasýn- ingu, það verður ekkert til spar- að.“ Nekt Meðlimir Kiriyama Family kviknaktir á umslagi breiðskífu sinnar. „Allir saman á sprellanum“  Útgáfutónleikar Kiriyama Family kiriyamafamily.com SÍÐUMÚLI 31 | 108 REYKJAVÍK | SÍMI 414 8400 / 414 8409 | HEXA.IS | HEXA@HEXA.IS SÉRHÆFT FYRIRTÆKI Í STARFSMANNAFATNAÐI ERUM FLUTT AÐ SÍÐUMÚLA 31. LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar MADAGASCAR 3 3D Sýnd kl. 4 - 6 MADAGASCAR 3 2D Sýnd kl. 4 PROMETHEUS 3D Sýnd kl. 7 - 10 SNOWWHITEANDTHEHUNTSMAN Sýnd kl. 7 - 10 THE FIVE YEAR ENGAGEMENT Sýnd kl. 4 - 8 - 10:25 LEITIN AÐ UPPRUNA OKKAR GÆTI LEITT TIL ENDALOKANNA -bara lúxus sími 553 2075Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is HHHH “SCOTT TEKST AÐ SKAPA RAFMAGNAÐA STEMNINGU Í PROMETHEUS” -V.J.V., SVARTHOFDI.IS HHHH -ROGER EBERT MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTABLAÐIÐ SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.ISGLERAUGU SELD SÉR 5% BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS PIRANHA 3DD KL. 8 - 10 16 PROMETHEUS KL. 5.45 - 8 - 10.20 16 SNOW WHITE AND THE... KL. 5.45 12 MADAGASCAR 3D ÍSL.TAL KL. 3.40 - 5.50 L MADAGASCAR 2D ÍSL.TAL KL. 3.40 L PRIANHA 3DD ÓTEXTUÐ KL. 8 - 10 16 PROMETHEUS 3D KL. 5.20 - 8 - 10.30 16 PROMETHEUS 3D LÚXUS KL. 5.20 - 8 - 10.30 16 PROMETHEUS 2D KL. 8 - 10.30 16 MIB 3 3D KL. 5.30 - 8 - 10.30 10 ÞEIR ERU MÆTTIR AFTUR! TVÖFÖLD SPENNA, TVÖFÖLD HRÆÐSLA OG TVÖFALT MEIRA KJÖT Í 3-DD! -V.J.V., SVARTHOFDI.IS- ROGER EBERT COMPANY BÍÓVIÐBURÐUR KL. 8 L PIRANHA 3DD KL. 10.30 16 PROMETHEUS 3D KL. 5.20 - 10.30 16 MOONRISE KINGDOM KL. 5.50 - 8 - 10.10 L MIB 3 3D KL. 5.30 - 10.40 10 GRIMMD: SÖGUR AF EINELTI KL. 5.45 10 AÐEINS EIN SÝNING

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.