Morgunblaðið - 14.06.2012, Qupperneq 40
FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 166. DAGUR ÁRSINS 2012
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550
1. 600 þúsund króna klipping
2. Björn réðst á hálfnakinn Svía
3. Vilja bera kennsl á „skógardreng“
4. Lík finnast í plastpokum
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Dagskrá Hróarskelduhátíðarinnar í
Danmörku í ár hefur verið birt og há-
tíðinni lýkur með því að tónlistar-
konan Björk kemur fram á Orange-
sviðinu á miðnætti 8. júlí. Hátíðin
hefst fimmtudaginn 5. júlí.
Björk á Hróars-
kelduhátíðinni
Tónlistarveitan
gogoyoko heldur
tónleika í bak-
garði Hressing-
arskálans í Aust-
urstræti í kvöld kl.
21 til styrktar
Hraunbergi,
skammtímaheim-
ili fyrir unglinga.
Á tónleikunum koma fram Ármann
Ingvi, M-Band, Ljósvaki, Guðrið Hans-
dóttir og Urban Lumber. Frítt inn en
tekið á móti frjálsum framlögum.
Tónleikar á Hressó til
styrktar Hraunbergi
Hin farsæla íslenska hljómsveit Of
Monsters and Men heldur tónleika á
veitinga- og tónleikastaðnum House
of Blues í Chicago 8. ágúst nk.
Hljómsveitin heldur fjölda
tónleika á næstu mán-
uðum, í Evrópu, Ástr-
alíu og Bandaríkj-
unum, m.a. á
hátíðunum Loll-
apalooza í Chi-
cago og Read-
ing í
Bretlandi.
Of Monsters and Men
í House of Blues
Á föstudag og laugardag Norðlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s.
Skýjað með köflum og víða skúrir, einkum síðdegis. Hiti 3 til 16
stig, svalast með austurströndinni, en hlýjast suðvestanlands.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hæg breytileg átt eða hafgola. Bjart með
köflum og stöku skúrir, einkum síðdegis. Hiti 5 til 16 stig, hlýjast
suðvestanlands, en svalast við austurströndina.
VEÐUR
Það var mikið fjör í leikj-
unum í dauðariðlinum svo-
kallaða á Evrópumótinu í
knattspyrnu í gær. Portú-
galar hleyptu spennu í rið-
ilinn með því að leggja
Dani að velli á dramatískan
hátt og Þjóðverjar fóru
ansi langt með að
tryggja sér farseðilinn
í átta liða úrslitin
með því að vinna Hol-
lendinga. »3
Þjóðverjar
standa afar vel
að vígi
Aron Pálmarsson verður að öllum
líkindum fjarri góðu gamni eins
og Guðjón Valur Sigurðsson þegar
íslenska karlalandsliðið í hand-
knattleik mætir Hollendingum í
síðari umspilsleiknum um sæti á
HM í Hollandi á laugardaginn. Ar-
on glímir við meiðsli í nára en
Guðjón á við meiðsli í kálfa að
stríða. »1
Íslendingar án Arons og
Guðjóns Vals í Hollandi
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
„Við erum búnir að afsanna þá
kenningu að þriðji ættliður setji allt
á hausinn,“ segir Birgir Snorrason,
annar eigenda Brauðgerðarinnar
sem fagnaði 100 ára afmæli sínu í
gær.
Birgir og bróðir hans Kjartan
reka Brauðgerðina en hún er í dag-
legu tali nefnd Kristjánsbakarí.
Þeir eru sonarsynir Kristjáns Jóns-
sonar sem stofnaði Brauðgerðina á
Akureyri 12. júní árið 1912. Fyrst
um sinn var Brauðgerðin á heimili
Kristjáns í Strandgötu 41 og stóð
hann að rekstrinum til 1958 þegar
sonur hans Snorri tók við.
Bakarabræður
Bakarabakterían hélst innan fjöl-
skyldunnar og eru allir fjórir synir
Snorra bakaramenntaðir.
Aðspurður segir Birgir iðnvæð-
inguna hafa breytt mestu á þeim
tíma sem fyrirtækið hefur verið í
rekstri. ,,Afi þurfti að loka bak-
aríinu í 11 mánuði árið 1918 því
hann fékk engin kol í ofninn. Þau
voru skömmtuð til húskyndingar á
þessum tíma. Helsta breytingin til
batnaðar varð þegar rafmagnið
kom. Þá var hægt að vinna allt
miklu hraðar með hjálp véla,“ segir
Birgir.
Miklar hagsveiflur hafa sett svip
sinn á rekstur fyrirtækisins á und-
anförnum 100 árum.
„Auðvitað hafa komið upp erfið
tímabil eins og verðbólgutímar og
hrunið. Við höfum hins vegar staðið
þetta af okkur og haldið sömu
kennitölu frá upphafi. Við erum
núna í brekku en við stefnum upp á
við,“ segir Birgir.
Allir svangir sem
komu í heimsókn
Birgir á þrjá bræður, Kristján,
Júlíus og Kjartan. Hann efast ekki
um að sífelld brauðlykt í uppvext-
inum hafi leitt til þess að þeir lærðu
til bakara. ,,Enginn okkar ætlaði
sér að mennta sig til bakara. En svo
fór engu að síður. Við höldum sér-
lega góðar kökuveislur,“ segir Birg-
ir glettinn. „Það var helst mamma
sem var ekki ánægð með brauðlykt-
ina. Allir vinir okkar bræðra urðu
svo svangir þegar þeir komu í heim-
sókn,“ segir Birgir og hlær.
Fjórði ættliðurinn til
Halldór Örn, sonur Kjartans, er
einnig lærður bakari. Fjórði ætt-
liður bakara er því til og ekki úti-
lokað að Brauðgerðin verði áfram
innan fjölskyldunnar eftir að Birgir
og Kjartan láta af störfum. ,,Við er-
um nú enn ungir menn svo það ætti
nú að verða einhver bið á að aðrir
taki við. En allir krakkarnir okkar
Kjartans hafa unnið við Brauðgerð-
ina í sumarvinnu og með skóla,
þannig að þau þekkja þetta öll þótt
Halldór hafi einn lært þetta,“ segir
Birgir að lokum.
100 ár af bakstri í beinan karllegg
Brauðgerðin í
eigu sömu fjöl-
skyldu frá 1912
Birgir og Kjartan reka Brauðgerðina sem hefur verið til í 100 ár. Hún hefur ávallt verið rekin af sömu fjölskyldu.
Kristján Jónsson rak Bakaríið frá
1912 á Strandgötu 41 og Snorri
sonur hans tók svo við árið 1958.
Hinn 10. apríl 1977 var tekin
fyrsta skóflustungan að nýbygg-
ingu Brauðgerðarinnar við Hrísa-
lund á Akureyri. Þangað var starf-
semin flutt rúmu ári síðar og
stækkaði þá húsplássið sem fyrir-
tækið hafði til umráða úr 360 fer-
metrum í 1.800 fermetra. Síðan
hefur þrívegis verið byggt við.
Árið 1989 keyptu Snorri og Birg-
ir hlut bræðra sinna og nokkru
seinna hlut föður síns.
Í árslok 1998 urðu tímamót í
rekstrinum þegar Brauðgerðin
keypti rekstur brauðgerðar KEA en
fyrirtækin höfðu um áratugaskeið
verið stærstu aðilar í þessari iðn-
grein norðanlands. Bakaríið er
næstelsta fyrirtæki landsins sem
hefur verið í eigu sömu fjölskyldu
alla tíð, á eftir Michelsen úrsmið-
um sem stofnað var árið 1909.
Aldarvöxtur Brauðgerðarinnar
NÆSTELSTA FYRIRTÆKIÐ Í EIGU SÖMU FJÖLSKYLDU
Snorri
Kristjánsson
Kristján
Jónsson
„Ég er alveg rosalega ánægð. Þetta
kom mér svakalega á óvart og ég er
alveg í skýjunum,“ sagði
kampakát Sandra María
Jessen, knattspyrnu-
kona úr Þór/KA, við
Morgunblaðið eftir
að hún var kölluð inn
í íslenska landsliðið
í knattspyrnu í
fyrsta inn. Lands-
liðið býr sig und-
ir viðureign við
Ungverja í
undankeppni
Evrópumóts-
ins á Laugardalsvelli á
laugardaginn. »2
Sandra er í sjöunda
himni yfir óvæntu vali