Morgunblaðið - 24.07.2012, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 24.07.2012, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 2012 Skemmtilegt að skafa! ENNFLEIRIVINNINGAR! NÝR MIÐ I! BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Vegagerðin telur langlíklegast að Vestfjarðavegur verði lagður um Gufudalssveit um göng um Hjalla- háls, á nýjum stað yfir Ódrjúgsháls og síðan fyrir Djúpafjörð og yfir Gufu- fjörð. Þetta virðist valkostur Vega- gerðarinnar, samkvæmt drögum að tillögu að matsáætlun sem kynnt hef- ur verið, þótt ekki sé skýrar að orði kveðið um ágæti leiðarinnar. Rætt er um að þetta sé ódýrasta leiðin sem til greina komi en um leið lýst ákveðnum efasemdum um umferðaröryggi í jarðgöngum. Tvær aðrar leiðir verða kannaðar í fyrirhuguðu umhverfis- mati. Vegurinn frá Bjarkarlundi að Skálanesi er helsti farartálminn í tengingu íbúa á sunnanverðum Vest- fjörðum við vegakerfi landsins. Deilur hafa verið um leiðir í nokkur ár. Heimamenn hafa lagt áherslu á að fá veg um láglendið. Vegagerðin taldi best að fara svokallaða B-leið sem þverar Gufufjörð og Djúpafjörð og liggur um Teigsskóg í Þorskafirði. Gert er ráð fyrir þessari leið í aðal- skipulagi Reykhólahrepps. Úrskurði umhverfisráðherra sem heimilaði þá leið var hnekkt fyrir dómstólum og telur Vegagerðin fullreynt að fá heim- ild til að leggja veginn þar um. Því hafnar hún þeim kosti í nýju mati þótt aðrir kostir séu 2,4 til 3 milljörðum kr. dýrari. Þorskafjörður öruggastur Leiðirnar þrjár sem skoðaðar verða í umhverfismatinu, að tillögu Vegagerðarinnar, eru kallaðar D1, H og I. Leiðir D1 og H gera ráð fyrir jarðgöngum um Hjallaháls. H sneiðir að auki hjá Ódrjúgshálsi með því að fara út með Djúpafirði austanverðum. Leið I kom inn í umræðuna á síð- asta ári sem valkostur við B-leið um Teigsskóg. Hún liggur um Þorska- fjörð austanverðan og á brú yfir á Hallsteinsnes og sneiðir þannig hjá birkiskóginum umdeilda. Vegagerðin telur I-leiðina besta af þessum þrem með tilliti til umferð- aröryggis og greiðfærni. Bent er á að umferðarhraði sé minnkaður í jarð- göngum, umferðaröryggi umdeilan- legt og öryggiskröfur sívaxandi. Leiðin styttist um 20 km við það að fara jarðgöngin á D-leið og talið er að kostnaður verði rúmir 9 milljarðar. Er það 3,7 milljörðum meira en D- leiðin án jarðganga sem raunar kem- ur ekki lengur til álita. Hin jarðgangaleiðin styttir leiðina um 22 km en er milljarði dýrari. I- leiðin um Þorskafjörð styttir leiðina svipað, kostar 9,7 milljarða og er heldur dýrari en jarðgangaleiðin á D1. Kostnaður er því lykillinn að því að Vegagerðin hallar sér að D1-leið- inni. Jarðgangaleið höfð númer 1  Jarðgöng um Hjallaháls og nýr vegur yfir Ódrjúgsháls er fyrsti valkostur Vegagerðarinnar við mat á leiðum í Gufudalssveit  Láglendisleið um austanverðan Þorskafjörð talin betri en heldur dýrari kostur Vestfjarðavegur um Gufudalssveit Grunnkort/Loftmyndir ehf. Kollafjörður Gufufjörður Djú pif jör ðu r Þo rsk afj örð ur Þo rs ka fjö rð ur Be ru fjö rð ur Skálanesfjall Teigsk ólar Hja llah áls Hlíðarháls Rekjanesfjall Laugalands hraun Djúpadalsfjall Brekkufjall Gufudalssveit B æ jarnesfjall Skógarháls Grónes- hyrna Staðardalur Leið I 19,9 km Leið B1 20,0 km Leið D1 21,7 km Jarðgögn Leið D1 3,5 km Jarðgöng Leið H 3,9 km Leið H 19,7 km Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Hálsar Vegurinn niður Ódrjúgsháls er með kröppum beygjum og upp úr botni Djúpafjarðar liggur leiðin upp á næsta fjallveg, Hjallaháls. Vegagerðin hafnar svokallaðri D-leið sem byggist á lagfær- ingum á veginum um Hjallaháls og Ódrjúgsháls. Stjórnvöld töldu þetta nærtækasta kost- inn eftir að B-leiðin strandaði í Teigsskógi. D-leiðinni er nú hafnað vegna aukinna krafna til stofn- vega sem ekki er hægt að upp- fylla á núverandi vegsvæði á Hjallahálsi nema með miklum breytingum og áhrifum á um- hverfið, auk andstöðu sveit- arstjórnar Reykhólahrepps. Þá hafnar Vegagerðin A-leið sem liggur á stórri brú og fyll- ingu utarlega yfir Þorskafjörð. Það er gert vegna mikils um- framkostnaðar miðað við aðrar leiðir. Drög að tillögu um mats- áætlun eru kynnt á vef Vega- gerðarinnar. Almenningur getur gert athugasemdir við áætl- unina til 7. ágúst næstkom- andi. Ekki hægt að uppfylla kröfur HÁLSALEIÐINNI HAFNAÐ Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Patreksfjörður Leiðin styttist um 20 km með nýjum vegi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir aslaug@mbl.is „Þetta snýst um það að til þess að ferðast á milli landa þarftu að hafa skilríki og það þarf að liggja fyrir hver þú ert. Bæði til þess að komast í flug eða um borð í ferjur þarf að hafa einhver skilríki,“ segir Kristín Völ- undardóttir, forstjóri Útlendinga- stofnunar. Síðastliðinn fimmtudag voru tveir flóttamenn gripnir þegar þeir reyndu að komast um borð í Brúar- foss sem var á leið til Bandaríkjanna. „Ef þig langar að fara til Banda- ríkjanna eða Kanada og hefur ekki tilskilin gögn þá vilja stjórnvöld þar ekki fá þig og því erfitt fyrir þig að komast þangað. Hinsvegar ef hæl- isleitandi upplýsir okkur um að hann vilji fara þá reynum við að flýta mál- inu svo hann fái að fara. Hann ræður hinsvegar ekki hvert hann fer, ann- aðhvort fer hann til þess ríkis sem hann kom frá ef það ríki samþykkir það, eða fer hann til síns heima- lands.“ Ef þeir flóttamenn og hælisleit- endur eru með skilríki eða áritun sem leyfa þér að fara til Bandaríkj- anna er ekkert sem stoppar þá. Það voru hinsvegar þeir flóttamenn sem gripnir voru í síð- ustu viku ekki með. „Þá vantar alla áritun, flestir hælisleitendur eru skilríkjalaus- ir þegar þeir sækja um. Þeir hafa flestir komið á fölsuðum skil- ríkjum eða sínum eigin og eyðilagt þau við komuna til landsins.“ Veruleg fjölgun Það sem af er ári hafa 56 einstak- lingar sótt um hæli. Í fyrra voru 76 hælisleitendur yfir allt árið og árið 2010 voru þeir 51. „Þetta stefnir í verulega fjölgun á hælisleitendum næstu árin. Ég geri ráð fyrir því að það verði áfram aukning þar til við komumst í 200 til 300 umsóknir á ári, það er það jafn- vægi sem ég held að við munum ná. Það skiptir síðan miklu máli hver stefna stjórnvalda er í reglum um hælisleitendur. Fólk sækir í staði þar sem er mild löggjöf og auðveld- ara er að fá hæli en annarsstaðar. Þónokkuð af þessum 56 manna hóp hefur verið tekið á Keflavíkurflug- velli, þá var fólkið að millilenda á Ís- landi á leið sinni vestur um haf og komst ekki lengra,“ segir Kristín. Fáir viljugir til að vera hér „Þeir sem hafa verið teknir ítrek- að við Sundahöfn nýverið eru í þess- um 56 manna hópi sem hafa sótt um hæli hér á þessu ári. Það er því ekki hægt að segja að allir þeir 56 sem hafa sótt um hæli séu viljugir til að vera hér. Annað mál er hinsvegar hvort þau hafa hug á að vera hér áfram eða ekki, þetta er að breytast og það er fleira fólk að koma hingað í þeim til- gangi að koma hingað og vera. Það er þó enn minnihluti af þeim sem koma.“ Margir hælisleitendur reyna að flýja með skipum og hafa átta mál komið upp hjá Eimskip síðan í maí. Tveim tókst að laumast af landi brott með skipi í fyrra. Minnihluti hælisleitenda vill vera hér á landi  Fólki sem sækir um hæli hér á landi fer ört fjölgandi Kristín Völundardóttir Skannaðu kóðann til að sjá viðtal við Kristínu Völund- ardóttur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.