Morgunblaðið - 24.07.2012, Side 10

Morgunblaðið - 24.07.2012, Side 10
10 DAGLEGT LÍFÚtivist og hreyfing MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 2012 Trésmiðja GKS ehf, Funahöfða 19, sími 577 1600, gks@gks.is, gks.is Gæði - Kunnátta - Sveigjanleiki Dreymir þig nýtt eldhús! Hjá þaulvönum starfsmönnum GKS færðu sérsmíðað eldhús og allar innréttingar sem hugurinn girnist. Við bjóðum framúrskarandi þjónustu og gæðasmíði alla leið inn á þitt heimili. Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Hapkido er í grunninnhernaðarlist, bardagalistog sjálfsvörn. Fyrstamarkmið er að verja sjálfan sig, en leiðin sem við notum til þess að verja okkur er þannig að hreyfingarnar eru tígulegar og það er oft stigið til hliðar og snúið þegar tekist er á við andstæðinginn, í stað þess að sparka eða kýla beint,“ segir svartbeltingurinn Sigursteinn Snorrason yfirþjálfari í hapkido á Íslandi, sem er ný kóresk sjálfs- varnarlist hér á landi. „Hapkido er systuríþrott taekwondo og þetta tvennt er að mörgu leyti svipað, all- ar skipanir eru á kóresku og öll högg og spörk eru nánast eins. En þegar kemur að flóknari tækni og meiri sjálfsvörn, þá fer hapkido lengra og einbeitir sér að öndun og hugleiðslu. Eins og taekwondo er stundað í dag þá er það fyrst og fremst bardagaíþrótt og ólympíu- íþrótt, en hapkido er meira bardaga- list,“ segir Sigursteinn og bætir við að um sextíu milljónir í heiminum æfi taekwondo en um fimm milljónir æfa hapkido. „Fólk sem æfir hap- kido er með aðeins öðruvísi hug- arfar en það fólk sem æfir taek- wondo. Í hapkido er mikið um fólk sem hefur áður stundað taekwondo og það sækir í meiri dýpt í listina sjálfa og vill læra hlutina vel.“ Halda meiðslum í lágmarki „Við sem æfum hapkido leggj- um áherslu á að allir séu vinir og viti hvaða afleiðingar það hefur sem við gerum og reynum að halda meiðslum í lágmarki. Þegar við stundum hapkido þá viljum við hreyfa okkur í hringi og halda góð- um samhljóm við alla í kringum okk- ur. Enda eru einkunnarorð hapkido þrjú: hwa, won og yu. Hwan stendur fyrir samhljóm og ef kemur upp ágreiningsmál eða möguleg slags- mál, þá viljum við leysa málin í sam- hljóm og við viljum ekki nota of mik- ið afl. Won stendur fyrir hringhreyfingu, en við reynum að snúa okkur frá árás með því að nota hringhreyfingar í stað þess að sparka beint eða kýla. Yu stendur fyrir mýkt,“ segir Sigursteinn og bætir við að aldurstakmark sé 16 ár í hapkido. Fer reglulega til Kóreu Sigursteinn er nýfluttur heim eftir að hafa búið í Kóreu um tíma þar sem hann vann við að þjálfa ta- ekwondo-nema. „En ég lærði og æfði þar hapkido,“ segir Sigursteinn sem fór fyrst til Kóreu þegar hann var 19 ára, fyrir tuttugu árum síðan. „Þá var ég að æfa taekwondo og að- stæður á Íslandi í þeirri íþrótt voru allt aðrar en þær eru núna. Þá var enginn svartbeltingur hér og ég gat fyrir vikið ekki tekið svart belti. Val- ið stóð um að fara til Noregs í tvær vikur eða til Kóreu. Ég ákvað að taka þetta alla leið og flutti til Kóreu og bjó þar í rúmt ár. Þar æfði ég með landsliðinu og mörgum þekktum háskólaliðum og nú síð- ast var ég að vinna með kepp- endur sem munu keppa á Ólymp- íuleikunum. Ég fer alltaf öðru hverju til Kóreu, allt frá vikuferð- um upp í nokkurra mánaða ferðir, eins og núna síðast,“ segir Sig- ursteinn og bætir við að sá sem kenndi honum taekwondo þegar hann var ungur að byrja að æfa hér heima, hafi notað til þess mjög blandaða tækni. „Hann kenndi í raun mjög mikið af hapkido-tækni, en ég áttaði mig ekki á því fyrr en ég kom til Kóreu. Ég hef alltaf haft meiri áhuga á listrænu hlið- inni í þessari íþrótt.“ Áhersla á heimspeki og íhugun í hapkido Allir eru vinir í hapkido og vita hvaða afleiðingar gjörðir þeirra hafa. Þar er lögð áhersla á samhljóm, hringhreyfingar og mýkt. Hapkido er ný bardagalist hér á landi sem á uppruna sinn í Kóreu og þar er farið dýpra í hlutina en gert er í systuríþróttinni taekwondo. Morgunblaðið/Eggert Þjálfari Sigursteinn leiðbeinir um hvernig krækja skal og halda. Þrenna Stundum geta brögðin verið fögur sjónrænt. Á vefsíðunni með þetta skondna nafn má finna ógrynni upplýsinga um næringarinnihald flests þess matar sem fólk gæti látið sér detta í hug að nefna. Á síðunni er hægt að halda matardagbók og hægt að hafa hana eingöngu fyrir sig eða leyfa öðrum notendum að fylgjast með og skiptast á góðum ráðum. Skrái maður matardagbók á síð- unni er hægt að sjá nákvæmt nær- ingarinnihald fæðunnar og sam- anlagða kaloríuinntöku yfir daginn. Eins hvernig mataræðið skiptist í fitu, prótín og kolvetni. Ef þú vilt forvitnast um hinar ýmsu fæðuteg- undir og athuga hvort þú getir gert enn betur, fá góðar uppskriftir og ráð um hreyfingu þá er fatsecret- .com tilvalin vefsíða. Sniðug fyrir þá sem vilja fylgjast með mataræði sínu og hreyfingu og taka málin í sínar hendur. Vefsíðan www.fatsecret.com Morgunblaðið/Eggert Hollusta Til að fylgjast vel með mataræðinu er sniðugt að halda matardagbók. Sniðugt matarleyndarmál Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Fjallaskokk svokallað verður næst- komandi fimmtudag, 26. júlí, en þá verður gengið/skokkað/hlaupið frá Grund í Vesturhópi yfir Vatnsnes- fjallið og endað ofan í Kirkjuhvammi á Hvammstanga. Þetta er um 12 km leið og hækkun á milli 400-500 metrar. Gangan/skokkið/hlaupið er keppni þar sem gildir að vera fyrstur yfir fjallið, en að sjálfsögðu getur hver og einn gert þetta eftir sínu höfði, keppt við aðra, sjálfan sig eða farið leiðina án þess að vera að keppa yfirleitt. Aðalatriðið er að vera með og hafa ánægju af þessu. Búið er að stika leiðina og inn á vefsíðunni hlaup.is má sjá jpg kort af leiðinni og nálgast allar nánari upplýsingar um þátttöku og skrán- ingu. Endilega… …takið þátt í fjallaskokki Morgunblaðið/Kristinn Fjallaskokk Gengið, skokkað eða hlaupið allt eftir eigin höfði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.