Morgunblaðið - 24.07.2012, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.07.2012, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 2012 Ársalir fasteignamiðlun og fyrirtækjasala Ef þú vilt selja, leigja eða kaupa fasteign eða selja eða kaupa fyrirtæki í rekstri, hafðu samband. Ársalir FASTEIGNAMIÐLUN Engjateigi 5, 105 Rvk 533 4200 Ársalir ehf fasteignamiðlun 533 4200 og 892 0667 arsalir@arsalir.is Engjateigi 5, 105 Rvk Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali Nefkvef, hnerri og kláði í nefi eru helstu einkenni frjókornaofnæmis Nýjung Sinose 100% náttúrulegt efni sem úðað er í nef og kemur af stað öflugum hnerra sem hjálpar til við að hreinsa ofnæmisvaka úr nefi en í leiðinni róar það og ver með áframhaldandi notkun. Sinose er þrívirk blanda sem hreinsar, róar og ver. Hentar einnig þeim sem þjást af stífluðu nefi og nef- og kinnholubólgum. Hentar öllum frá 12 mánaða aldri, á meðgöngu og meðan á brjóstagjöf stendur. Slævir ekki, engin kemísk íblöndunarefni. Ef það virkar ekki, þá má skila því innan 30 daga, munið að geyma kvittunina! Andaðu léttar og njóttu sumarsins með Sinose Fæst í flestum apótekum og heilsubúðum P R E N T U N .IS 30daga ánægjutrygging Frekari upplýsingar www.gengurvel.is Þorsteinn Sch. Thor- steinsson ritar grein í Morgunblaðið þ. 20.7.2012 þar sem hann telur bóluefni vera hina mestu skaðvalda og einnig sakar hann sóttvarnalækni um að halda upplýsingum um alvarlegar aukaverk- anir bólusetninga frá almenningi. Þorsteinn hefur margoft áður birt þessar ásak- anir í fjölmiðlum og þeim iðulega verið hafnað með málefnalegum rök- um af sóttvarnalækni en allt kemur fyrir ekki, enn á ný er komið fram með sömu rangfærslurnar og áður. Innihalda bóluefni eitur? Þorsteinn bendir réttilega á að ýmsar hættur fyrir heilsu manna leynist í umhverfinu en helsta hætt- an að hans mati eru eiturefni sem finnast í bóluefnum eins og alumin- ium phosphate/hydroxide, kvika- silfur, formaldehyde og önnur efni. Máli sínu til stuðnings vitnar hann í ýmsar greinar í viðurkenndum tíma- ritum. Eins og svo oft áður þá vitnar Þorsteinn hins vegar rangt í vís- indagreinar og hans tilvitnanir styðja á engan hátt hans fullyrðingar um skaðsemi bólusetninga. Jafn- framt er það rangt hjá Þorsteini að bóluefni hér á landi innihaldi kvika- silfur. Engin bóluefni hér á landi innihalda kvikasilfurssambönd og önnur efni sem Þorsteinn tiltekur eru í svo litlu magni að þau valda ekki skaða, það hafa fjölmargar rannsóknir sýnt. Þorsteinn gleymir hins vegar að tiltaka eina helstu heil- brigðisógn sem leynist í umhverfinu sem eru sýkingar sem bólusett er gegn. Þessar sýkingar hafa lagt milljónir manna að velli og valdið ör- kuml hjá tugum milljóna einstak- linga. Almennar bólusetningar hafa hins vegar nánast þurrkað út þessar sýkingar hér á landi en því miður hefur það ekki gerst í löndum þar sem bólusetningar eru ekki jafn al- mennar og hér. Árangur og aukaverkanir bóluefna Þorsteinn heldur því fram að sótt- varnalæknir vilji leyna því að bólu- setningar geti valdið aukaverkunum. Þetta er alrangt eins og annað sem fram kemur hjá Þorsteini því sótt- varnalæknir hefur ætíð bent á að bólusetningar geta valdið aukaverk- unum en hins vegar eru alvarlegar aukaverkanir afar sjaldséðar og geta sést hjá u.þ.b. einum einstaklingi af milljón bólusettum. Ávinningur bólu- setninga er hins vegar margfalt meiri en einhverra hluta vegna þá kýs Þorsteinn ekki að nefna það. Þorsteinn heldur því einnig fram að svínainflúensufaraldurinn 2009/2010 hafi verið vægur og ekki þörf á beita bólusetningu til að verjast faraldr- inum. Máli sínu til stuðnings vitnar hann í heilbrigðisráðherra Póllands. Þorsteini hefði verið nær að vitna í ummæli og viðtöl við lækna Lands- spítalans þar sem fram kemur að svínainflúensan var versti inflúensu- faraldur sem geisað hefur hér á síð- ustu árum. Um 200 einstaklingar voru lagðir inn á sjúkrahús, um 20 einstaklingar þurftu á öndunarhjálp að halda til lengri eða skemmri tíma og staðfest dauðsföll sáust hjá tveim- ur einstaklingum. Fullyrða má að al- menn bólusetning í upphafi farald- ursins hafi bjargað fjölda einstak- linga frá alvarlegri sýkingu. Upplýsingar um bólusetningar á Íslandi Þorsteinn ásakar sóttvarnalækni fyrir að veita engar upplýsingar um bólusetningar og bóluefni sem notuð eru hér á landi. Þetta er einnig rangt því sóttvarnalæknir gefur út bækl- inga um bólusetningar hér á landi sem dreift er á heilsugæslustöðvum og nálgast má á heimasíðu Embættis landlæknis (http://www.landlaekn- ir.is/). Einnig hafa upplýsingar um bólusetningar verið sendar í pósti heim til foreldra og ítarlegar upplýs- ingar veittar á heimasíðu Embættis landlæknis um allt sem snertir bólu- setningar þ.á m aukaverkanir. Þar eru hins vegar ekki birtar þær rang- færslur sem Þorsteinn heldur fram og vill að sóttvarnalæknir birti. Íslensk heilbrigðisyfirvöld hafa ætíð leitast við að veita heilbrigðis- þjónustu sem styðst við nýjustu og bestu vísindarannsóknir sem völ er á og fyrirkomulag bólusetninga hér á landi byggir einmitt á bestu fyrir- liggjandi vísindarannsóknum á bólu- efnum og faraldsfræði sýkinga hér á landi. Sóttvarnalæknir mun áfram sem hingað til byggja sínar leiðbein- ingar á gagnreyndum vísindarann- sóknum en ekki órökstuddum full- yrðingum og rangfærslum sem ekki styðjast við neinar vísindarann- sóknir. Frábær árangur bólusetn- inga hér á landi og sú staðreynd að almenn þátttaka í bólusetningum hér á landi er með miklum ágætum er til vitnis um að staðið hefur verið rétt að fyrirkomulagi bólusetninga hér á landi. Rangfærslur um bólu- setningar – endurtekið efni Eftir Harald Briem og Þórólf Guðnason » Sóttvarnalæknir mun áfram sem hingað til byggja sínar leiðbeiningar á gagn- reyndum vísindarann- sóknum en ekki órök- studdum fullyrðingum og rangfærslum sem ekki styðjast við neinar vísindarannsóknir. Haraldur Briem Haraldur Briem er sóttvarnalæknir. Þórólfur Guðnason er yfirlæknir hjá Embætti landlæknis. Þórólfur Guðnason Það þurfti þrjú bréf frá Ríkisendurskoðun til alþingismannsins Árna Johnsen til að fá þingmanninn til að fara að landslögum varðandi skil á bók- haldsgögnum frá svo- nefndu Þorláksbúð- arfélagi. Félagið hefur staðið fyrir kofabygg- ingu við vegg dóm- kirkjunnar í Skálholti og fengið til verksins úr ríkissjóði 9,4 milljónir króna og 3,0 milljónir króna frá Kirkjuráði, en það fé kemur einn- ig frá íslenskum skattþegnum. Samkvæmt lögum um bókhald nr. 145/1994 er Þorláksbúðarfélagið bókhaldsskylt „og skal jafnframt semja ársreikning fyrir hvert reikn- ingsár innan sex mánaða frá lokum þess“. Þessi lög braut félagið. Fyrst skrifaði Ríkisendurskoðun Árna Johnsen alþingismanni (sem kallar sig Þorláksbúðarfélagið) bréf 18. janúar 2012. Ekkert svar. Aftur skrifaði Ríkisendurskoðun þing- manninum 14. febrúar. Enn ekkert svar. Enn skrifaði Ríkisendurskoðun þingmanninum 26. mars og voru þá afrit send forseta Alþingis, fjár- laganefnd og mennta- og menningar- málaráðuneytinu. Allt er þegar þrennt er. Daginn eftir brást þing- maðurinn loks við og sagði að bók- hald hefði „ekki verið fært vegna fjárskorts“ , svo vitnað sé í bréf Rík- isendurskoðunar. Því verður ekki trúað að Ríkisendurskoðun eða Al- þingi samþykki slíkan fyrirslátt sem gott og gilt svar. Þá var þingmað- urinn búinn að fá á þrettándu milljón króna af fé almennings til óþurftar- verksins. Bréf Ríkisendurskoðunar til for- seta Alþingis hefur nú verið birt á vefnum og hlýtur forysta þingsins að bregðast við því. Í bréfinu kemur fram að óendur- skoðaðir ársreikningar hins svo- nefnda Þorláksbúðarfélags fyrir árin 2008, 2009, 2010 og 2911 hafi borist Ríkisendurskoðun 1. júní sl. Þar kemur einnig fram, svo vitnað sé í bréf Ríkisendurskoðunar: „Að sögn stjórnar félagsins á það einnig von á reikningum upp á „nokkrar millj- ónir“ vegna þegar unninna verka“. Varla getur Ríkisendurskoðun tekið þetta sem fullgilt svar um fjárreiður félagsins og ráðstöfun fjármuna al- mennings. Það kemur leikmanni á óvart að Ríkisendurskoðun skuli leggja áherslu á að bókhaldskönnun gefi ekki tilefni til athugasemda. Leikmaður hefði einmitt haldið að þegar skrifa þarf þrjú bréf til að fá forráðamenn Þorláksbúðarfélagsins til að fara að lögum og síðan kemur fram að félagið skuldar „nokkrar milljónir“ sem hvergi koma fram í bókhaldinu að þá gæfi það tilefni til sérstakra athugasemda. Þetta mat Ríkisendurskoðunar kemur á óvart. Í bókhaldi félagsins kemur fram að „aðrir“ styrktu félagið um eina milljón króna árið 2010. Mikið var fjallað um það í fréttum á liðnu sumri er Eimskip styrkti al- þingismanninn Árna Johnsen í undarlegum grjótflutningum til Vestmannaeyja þar sem honum tókst ágætlega að hafa fjölmiðla að fífl- um. Sá sem þetta skrif- ar hefur heimildir fyrir því að Eimskip hafi styrkt byggingu Þor- láksbúðar um eina millj- ón króna. Hvað segja eigendur Eim- skips um það? Kannski voru þeir ekki spurðir. Hjá Eimskip fást þær upplýsingar einar að „það sé stefna Eimskips að gera ekki grein fyrir styrkjum til einstaklinga“. Það var og – en Þorláksbúðarfélagið er ekki einstaklingur. Það kallar sig að minnsta kosti félag. Hvers vegna ætti Eimskip ekki að viðurkenna að hafa styrkt Þorláksbúðarfélagið eða einstaklinginn Árna Johnsen um eina milljón króna? Er hér gömul launhyggja eða alkunn íslensk frændhygli á ferð? Tvívegis hefur Vilhjálmur Bjarna- son lektor í blaðagreinum ( fyrst 30. nóvember og svo 28. apríl 2012) beint 27 spurningum til Þorláksbúð- arfélagsins, Árna Johnsen. Viðbrögð hins þjóðkjörna fulltrúa á Alþingi Ís- lendinga við spurningum Vilhjálms eru: „Ég hef ekkert við Vilhjálm Bjarnason að segja“. (Sjá Mbl. is 4.5. 2012) Almenningi kemur ekkert við hvernig þingmaðurinn ráðstafar fjármunum almennings! Nú hefur sannast það sem fyrr var sagt. Kofinn við kirkjuvegginn er byggður á brotnum reglum og ósannindum. Byggingarleyfi var þá fyrst gefið út þegar kofinn var risinn af grunni. Byggingarleyfið byggðist á deiliskipulagi sem ekki var til og þessvegna er öll þessi framkvæmd lögleysa og með ólíkindum hvernig embættismenn í stjórnsýslunni hafa verið blekktir hver um annan þveran til þess að leyfa kofabyggingu ofan á friðlýstum fornminjum. Það er aðeins ein leið fyrir kirkj- una til að rétta sinn hlut í þessu leið- indamáli og komast frá þessu því með sæmilegum sóma. Hún er að láta flytja kofann á minna áberandi stað í Skálholti. Það þarf að gerast sem fyrst. Lögbrot eiga ekki og mega ekki líðast við kirkjuvegginn í Skálholti. Brýnt er að friða Skál- holtsstað fyrir frekari skemmdar- verkum af þessu tagi í framtíðinni. Allt er þegar þrennt er í Skál- holti – Lögbrot við kirkjuvegginn Eftir Eið Svanberg Guðnason Eiður Svanberg Guðnason »Nú hefur sannast það sem fyrr var sagt. Kofinn við kirkju- vegginn er byggður á brotnum reglum og ósannindum. Höfundur er áhugamaður um velferð Skálholtsstaðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.