Morgunblaðið - 24.07.2012, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 24.07.2012, Qupperneq 21
UMRÆÐAN 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 2012 Á hringveginum milli Djúpavogs og Horna- fjarðar komust aur- skriður í Þvott- árskriðum í fréttirnar þegar stórir steinar eyðilögðu flutninga- bifreið fyrr á þessu ári. Kæruleysi þingmanna Norðausturkjördæmis sem sjá bara Akureyri og taka Hálendisveginn og Vaðlaheiðargöng fram yfir jarðgöng á suðurfjörðum Austur- lands er til háborinnar skammar. Nógu slæmt er ástandið á þessari leið milli Hornafjarðar og Stöðvarfjarðar án þess að ráðist verði í annað samgöngu- hneykslið sem gæti orðið dýrara en Héð- insfjarðargöngin. Til að rjúfa ein- angrun Fjórðungs- sjúkrahússins í Nes- kaupstað við Eskifjörð, Reyðarfjörð og hluta suðurfjarðanna er mik- ilvægast að útboði Norðfjarðarganga verði flýtt hið snarasta í stað Vaðlaheiðarganga sem ótímabært er að ákveða á undan þarfari verkefnum á Mið-Austur- landi og víðar. Svo hættulegt er ástandið í samgöngumálum suður- fjarðanna að engin spurning er hvort aurskriður muni sópa vegunum í Hvalnes-, Þvottár- og Kambaskrið- um niður í fjörurnar, heldur hvenær. Yfir sumarmánuðina gætu þá Breið- dælingar og Djúpavogsbúar aðeins treyst á Öxi og Breiðdalsheiði sem lokast alla vetrarmánuðina. Allar vonir um snjóleysi og hlýnandi veð- urfar næstu áratugina á þessum ill- viðrasömu svæðum í 400 og 500 m hæð hafa snöggar veðrabreytingar eyðilagt fyrir stuðningsmönnum Ax- arvegar. Loforðin um hindr- unarlausan og öruggan heilsársveg á snjóléttu svæði í 530 m hæð um Öxi hafa snúist upp í pólitíska leiksýn- ingu sem blekkti sveitarstjórnina á Djúpavogi eftir að Skipulagsstofnun neitaði að samþykkja þessa fram- kvæmd. Erfitt er að treysta því að ráð- herra samgöngumála sem hefur deilt hart við Kristján Lárus um Norðfjarðargöng vilji uppfylla óskir Djúpavogsbúa um hindrunarlausan heils- ársveg yfir Öxi. Stuðn- ingsmenn Axarvegar skulu ekki treysta því að auðvelt verði að eiga við talsmenn fjárveit- ingavaldsins sem reyna allt til að forðast kostn- aðinn við snjómokstur á illviðrasömum svæð- um í meira en 500 m hæð. Vonsviknir heimamenn á suður- fjörðunum, Fljótsdals- héraði og Egilsstöðum sem tóku mark á lof- orðum Kristjáns L. Möller, þáverandi sam- gönguráðherra, eftir kosningarnar 2007 um að heilsárvegur yfir Öxi væri í sjónmáli treysta því illa að Vegagerðin bjóði þennan veg út næstu árin. Á meðan nokkrir þingmenn Norðaust- urkjördæmis berjast fyrir því að Alþingi samþykki tillöguna um ríkisábyrgð til að fjár- magna einka- framkvæmdina undir Vaðlaheiði eykst hætt- an á því að önnur þarfari verkefni verði endanlega afskrifuð sem eru Dýrafjarðar-, Lónsheiðar- og Norð- fjarðargöng. Þetta segir þó ekki að stuðningsmenn Axarvegar geti fljót- lega tekið gleði sína á meðan meiri- hluti alþingismanna efast um að hægt sé að fjármagna jarðgöngin undir Vaðlaheiði með 1.000 króna veggjaldi á hvern bíl. Á meðan Vega- gerðin festist í svikamyllu Vaðlaheið- arganga ehf. vakna spurningar um hvort loforðin um hindrunarlausan heilsársveg í 530 m hæð yfir Öxi sem Djúpavogsbúar fengu frá Kristjáni Lárusi vorið 2007 verði svikin. Viðbúið er að önnur verkefni sem eru meira aðkallandi fari líka sömu leið ef innheimta vegtolla á hvern bíl í Vaðlaheiðargöngum lendir á rík- issjóði með skelfilegum afleiðingum. Miklu máli skiptir að ákveðinn verði nýr vegur og tvíbreið brú í botni Berufjarðar. Í viðtölum hafa alltof margir þingmenn Norðaust- urkjördæmis obinberað vanþekk- ingu sína á samgöngumálum Mið- Austurlands þegar þeir fullyrða að óvíst sé hvort hægt verði að ráðast í ódýrari framkvæmdir eins og Norð- fjarðargöng. Þessir ágætu lands- byggðarþingmenn ættu frekar að- kynna sér hvort það sé verjandi að Seyðisfjörður og Norðfjörður verði áfram afskiptir í samgöngulegu til- liti. Allt sem snýr að sannleikanum hefur alltaf farið úrskeiðis hjá stuðn- ingsmönnum Vaðlaheiðarganga þeg- ar þeir gleyma því að á Eyjafjarð- arsvæðinu og í Þingeyjarsýslum eru alltof fáir bílar í umferð til þess að veggjald á hvert ökutæki geti borgað upp 11-12 milljarða króna sam- göngumannvirki. Þeir sem sam- þykktu tillögu Arnbjargar Sveins- dóttur í febrúar 1999 um að næstu jarðgöng yrðu milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar voru í tíð Halldórs Blöndal þáverandi samgöngu- ráðherra miskunnarlaust rakkaðir niður af stuðningsmönnum Héðins- fjarðarganga á Austurlandi og gerðir að óbótamönnum. Sveitarstjórn Djúpavogs blekkt Eftir Guðmund Karl Jónsson »Erfitt er að treysta því að ráðherra samgöngumála sem hefur deilt hart við Krist- ján Lárus um Norðfjarðar- göng vilji upp- fylla óskir Djúpavogsbúa um hindrunar- lausan heils- ársveg yfir Öxi. Guðmundur Karl Jónsson Höfundur er farandverkamaður. Í viðtali í Morg- unblaðinu, 12. júlí síð- astliðinn, sagði ég að laun á Íslandi mæld í alþjóðlegum myntum á föstu verðlagi væru komin aftur um tvo áratugi. Sem dæmi nefndi ég að þess vegna virtist kaffibolli í Kaupmannahöfn vera svo dýr. Sama dag og viðtalið birtist sendu tveir hagfræð- ingar tilkynningu á alla helstu fjöl- miðla landsins þar sem því var hald- ið fram að útreikningar mínir væru rangir því ég tvíteldi verðbólgu, þar sem ég leiðrétti laun fyrir bæði þró- un verðlags og gengis. Í tilkynning- unni létu þeir þess getið að þeir væru hagfræðingar við rannsóknar og spádeild hagfræði og pen- ingastefnusviðs Seðlabanka Íslands. Þessi ásökun hagfræðinganna er algjörlega úr lausu lofti gripin. Þeim virðist hafa yfirsést að til að reikna laun í alþjóðlegum myntum yfir tíma þarf að leiðrétta fyrir þróun verð- lags í alþjóðlegu myntinni. Þetta er þekkt villa í hagfræði og kölluð peningaglýja. Ég skor- aði því á hagfræð- ingana að sýna fram á villur mínar, ellegar draga fullyrðingar sín- ar til baka. Hagfræðingarnir svöruðu með því sem þeir kölluðu „lokasvar“ í Morgunblaðinu 18. júlí. Þar var þó ekkert svar að finna heldur skiptu þeir um um- ræðuefni og fóru að tala um kaup- mátt launa á Íslandi. Útreikningar mínir snéru hins vegar að launum á Íslandi reikn- uðum í alþjóðlegum myntum á föstu verðlagi og standa því enn óhagg- aðir. Ef ég ætlaði hins vegar að ræða um kaupmátt launa þá myndi ég, ólíkt hagfræðingunum tveimur, kjósa að tala um ráðstöfunartekjur heimila sem hafa lækkað mikið und- anfarin ár vegna aukinnar skulda- byrði og hækkandi skatta. Sá sam- anburður mundi einnig sýna að í alþjóðlegum samanburði hafa laun á Íslandi hrunið. Hagfræðingarnir segja í „loka- svari“ sínu að skoðanir þeirra þurfi ekki endilega að endurspegla skoð- anir Seðlabanka Íslands. Hvers vegna gátu þeir þess þá í tilkynn- ingu til fjölmiðla að þeir störfuðu við rannsóknar og spádeild hagfræði og peningastefnusviðs Seðlabanka Ís- lands? Hvers vegna sendu þeir ekki tilkynningu sína í eigin nafni? Og hvernig telja þeir sig geta ákveðið hvort að svar þeirra sé lokasvar eða ekki? Stunda þeir rökræðu eða ein- ræður? Því miður benda greinar þeirra til að þeir treysti fremur á að nafn Seðlabanka Íslands nái að tor- tryggja staðhæfingar mínar en að röksemdir þeirra nái að hrekja þær. Útúrsnúningar um laun á Íslandi Eftir Heiðar Guðjónsson » Þetta er þekkt villa í hagfræði og kölluð peningaglýja. Ég skor- aði því á hagfræðingana að sýna fram á villur mínar, ellegar draga fullyrðingar sínar til baka. Heiðar Guðjónsson Höfundur er hagfræðingur. LINNETSSTÍG 2 | SÍMI: 565-4854 Mánudag - Föstudag 11:00 - 18:00 | Laugardagur 11:00 - 14:00 www.s i ggaog t imo . i s Handsmíðað í Hafnarfirði síðan 1993 Verslunarrými Brautarholt 26-28 | 105 Reykjavík Sími 511 1100 | www.rymi.is | www.riverslun.is Verslunarhillur Verðmerkilistar Gínur Útiskilti Fataslár

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.