Helgafell - 01.04.1943, Side 8

Helgafell - 01.04.1943, Side 8
146 HELGAFELL Af úthlutunarskrá nefndarinnar má sjá, að 10 skáldum og rithöfundum, sem allir höfðu notið höfundalauna samkvæmt 18. grein fjárlaga fyrir tilkomu menntamála- ráðs, nema þeir Jóhannes úr Kötlum, Gunn- ar Gunnarsson og Tómas Guðmundsson, var skipað í tvo launaflokka með 3600 og 3000 króna Iaunum, og völdust í þessa tvo hópa þeir höfundar, sem nefndin taldi, að fyrstir ætti að koma til greina, þegar al- þingi leiðrétti undanfarin mistöksin,áþann hátt að tryggja mikilhæfum listamönnum Iaun samkvæmt 18. grein að nýju. Marka- línan að neðan var dregin hér af þeirri nærgætni við alþingi, að í þessa tvo flokka voru ekki valdir aðrir en þeir, sem brtt. höfðu komið fram um á síðasta þingi, að settir yrðu á 18. grein, frá einstökum þing- mönnum úr öllum stjórnmálaflokkum í sameiningu. Hér fór nefndin þó auðvitað fyrst og fremst eftir verðleikum höfundanna að sínum dómi, en einnig var nokkur hliðsjón höfð af ytri aðstæðum og Iíkum fyrir fram- haldsstarfi. Tilgangur nefndarinnar var sá, eins og hún taldi nöfn og upphæðir sýna svo ljóslega, að ekki væri þörf frekari greinargerðar, að þessir flokkar yrðu taldir I. og II. launaflokkur, og skyldi valið í þá vera alþingi til leiðbein- ingar um höfunda á 18. gr. síðar. Hins vegar takmörkuðust upphæðirnar sjálfar auðvit- að af þeim skorðum, sem heildarfjárveit- ingin setti í þetta sinn. Frá þessari meginreglu um úthlutun til þeirra höfunda, sem fremst eða framarlega stóðu að dómi nefndarinnar, var gerð sú undantekning, að Halldór Kiljan Lax- ness var látinn halda óskertum þeim 5000 króna launum, er hann hafði verið sviptur síðustu þrjú árin, eftir að hafa notið þeirra samkvæmt ákvörðun alþingis um langt skeið. Eins og kunnugt er, hafði H. K. L. farið á mis við öll höfundarlaun úr rík- issjóði árin 1940, 1941 og 1942, að vísu fyrir þau sjálfskaparvíti að hafna lítilfjör- legum Iausastyrkjum, sem menntamálaráð úthlutaði honum í augljósu óvirðingarskyni tvö fyrstu árin. Um þessa framkomu hinn- ar opinberu menntamálaforustu gagnvart einum allra mikilhæfasta rithöfundi þjóð- arinnar, hafði „Iistamannadeilan“, sem nú var unninn í nokkur bráðabirgðasigur, ver- ið háð að miklu leyti. Frumkvöðull lienn- ar, fyrrverandi formaður menntamála- ráðs, hafði marglýst yfir því um H. K. L., öllum öðrum fremur, að hann væri ein- göngu látinn gjalda skoðana sinna með sviptingu höfundarlauna og áþekkum ráð- stöfunum gagnvart honum af hálfu ríkis- valdsins. Úthlutunarnefnd Rithöfundafélagsins brá ekki út af reglu sinni til þess að sæma Halldór Kiljan Laxness neinni ágætiseink- unn, sem Gunnar Gunnarsson ætti síður skilið að hennar dómi. Ákvörðun nefndar- innar um höfundarlaun H. K. L. í þetta sinn bar og ber að skilja sem eindregin og eftirminnileg mótmæli hennar fyrir hönd Rithöfundafélags íslands gegn alkunnasta og illræmdasta dæminu hér á landi um misbeitingu fjárveitingarvaldsins gagnvart skoðanafrelsi rithöfunda og listamanna. Þessi tilgangur nefndarinnar mundi naumast hafa verið rengdur að ráði, þótt efalaust hefði hann sætt gagnrýni, ef ekki hefði fljótlega orðið heyrinkunn ein áhrifa- mikil undantekning um tilætlaðan skilning á honum innan Rithöfundafélagsins sjáifs, vafalítið vegna þess að nefndin hafði ekki gætt þeirrar varúðar í tæka tíð, að gera Gunnari Gunnarssyni ljósa grein fyrir sjónarmiðum sínum. Þó að nefndin þykist ekki þurfa að afsaka sig að öðru leyti vegna þeirrar úthlutunar og hafi verið lát- in ámælislaus af félagi sínu fyrir hana, leyfi ég mér að fullvissa Gunnar Gunnars- son um það, að Rithöfundafélagið allt, að nefndinni meðtalinni, harmar brottför hans, af djúpri einlægni, en æðrulaust, eins og miklum missi hæfir, og væntir þess, að þrátt fyrir allt megi honum vera sú vissa hugþekkari en hin nýju og óvæntu vinahót þeirra, sem „hinum andanum“ þjóna. Um úthlutun hinna lægri upphæða skal ekki fjölyrt. Nefndin gerði sér far um það, venju fremur, að greiða götu hinna efni- legustu yngstu rithöfunda og lét sér sæma að fara liér sem annars staðar eftir eigin sannfæringu um mat á hæfileikum og að- stæðum. Þó voru þessar úrbætur bæði færri og fátæklegri en skyldi, og nokkrir höfundar, eldri og yngri, sem nefndin hefði talið sér vegsauka að veita aukin eða allra fyrstu skáldalaun, urðu að fara slíks á mis að þessu sinni. Ég vil ekki skiljast við þetta mál án þess að víkja lítið eitt að þeim aðdróttunum, að nefndin hafi beitt hlutdrægni af stjórn-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.