Helgafell - 01.04.1943, Qupperneq 82

Helgafell - 01.04.1943, Qupperneq 82
218 DÝRTÍÐ ARMÁLIN fimmta. Stjórnin sat við sinn keip og fékk sitt mál fram, en drátturinn á af- greiðslu málanna stuðlaði að því, að fólki fór að leiðast biðin eftir raunhæf- um aðgerðum gegn dýrtíðinni. Sum blaðanna gleymdu heldur ekki að spyrja, hvenær ,,stóru málin" færu að koma fram á þingi, og ýmsir þingmann- anna spurðu stjórnina eftir þeim utan dagskrár með hinni mestu óþreyju. Meðan þessu fór fram vann stjórnin að undirbúningi dýrtíðarfrumvarpanna. Reglulegt Alþingi átti að koma saman 15. febrúar, svo sem stjórnarskráin mælir fyrir um. Fjárlög ársins 1943 voru enn ekki afgreidd, og engin von var til þess, að hægt yrði að semja og leggja fyrir Alþingi, þegar er það kæmi saman, fjárlagafrumvarp fyrir árið 1944, er væri á viti byggt, meðan dýr- tíðarmálið var óleyst og fjármálahorf- urnar jafn óvissar og þær voru. Þess vegna óskaði stjórnin eftir, að hið reglulega Alþingi kæmi saman síðar á árinu, þó ekki síðar en 1. október, og lagði hún fyrir þingið frumvarp þess efnis 2. febrúar. Meðan allt var í óvissu um, hvort frumvarp þetta hlyti sam- þykki þingsins, þótti óráð að leggja dýrtíðarfrumvörpin fyrir þingið, því að þau mundi daga uppi, ef nýtt þing skyldi koma saman 15. febrúar, enda var stjórnin ekki tilbúin með þau. Um- ræðurnar um frestun samkomudags þingsins sýndu Ijóslega, að meiri hluti þingmanna taldi stjórnina lítils trausts maklega og vildu eigi sleppa neinum völdum við hana. Varð það úr, að reglulegt Alþingi skyldi eigi koma saman síðar en 15. apríl, eða 4 dögum eftir að aukaþinginu væri slitið, og var þessi samþykkt gerð þann 10. febrúar. Dýrtíðarfrumvörpin. Ríkisstjórnin lagði frumvörp sín í dýrtíðarmálunum fyrir þingið þann 22. febrúar og þ. 3. marz. Eitt þeirra fjallaði um aukið eftirlit með skatt- heimtunni. Skyldi landinu skipt í 4 um- dæmi með skattadómara í hverju þeirra og heimilt var að hafa þá 2—3 í Reykja- vík, þar sem þörfin er mest á eftirliti. Annað frumvarp fjallaði um mánað- arlega innheimtu opinberra gjalda. Verður að telja, að hvorttveggja væri til bóta og raunar liður í dýrtíðarráð- stöfunum stjórnarinnar, því að augljóst er, að fé sem menn koma undan með skattsvikum, er oft notað þannig, að það elur á verðbólgu. Á sama hátt vinnur það nokkuð á móti verðbólgu á lausungartímum sem þessum, ef fé það, er hið opinbera tekur með sköttum, er tekið úr umferð jafnóðum eða mánað- arlega. Bæði þessi frumvörp voru svæfð í nefndum, og eru þau úr sögunni. Þriðja frumvarpið var um hinar eig- inlegu dýrtíðarráðstafanir og jafnan nefnt dýrtíðarfrumvarpið. Efni þess var í fyrsta lagi, að niður skyldu falla í- vilnanir í sköttum af varasjóðstillögum hlutafélaga. í öðru lagi var gert ráð fyrir nýjum skatti, viðreisnarskatti, er lagður skyldi á 6000 kr. tekjur skatt- skyldar eða hærri tekjur. Var sá skatt- ur allþungur á því teknabili, þar sem stríðsgróðaskattsins gætir minnst, en skatturinn af lægstu tekjunum skyldi endurgreiddur síðar sem skyldusparn- aður. Þess skal getið, að 6000 kr. mark- ið á við niðurfærðar (,,umreiknaðar“) tekjur, og svarar til dæmis til nálega 19 þús. króna tekna hjá manni með konu og tvö börn á framfæri, og er þá ljóst, að þessi skattur hefði ekki komið hart niður á fjölskyldufeðrum í hinum al- mennu launastéttum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142

x

Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.