Helgafell - 01.04.1943, Page 108

Helgafell - 01.04.1943, Page 108
244 HELGAFELL verkið, sem hann hafi lofaÖ, og vekja móður hennar frá dauðum. Trúin var komin — en það gat enginn komið með hana nema saklaust barnið — og kraftaverkið gerÖist. Hin unga kona reis upp í kistu sinni, — en læknirinn segir: ,,Nú skulu líkskoðunarmennirn- ir verða settir af“, — og tjaldið fellur. Lárus Pálsson hefur stjórnað leikn- um og sett hann á svið. Hefur honum farizt það prýSilega úr hendi, og er það þó vissulega ekki vandalaust verk, því að ýms atriði leiksins eru þess eðl- is, að koma verður þeim sérstaklega vel fyrir á sviði og fara með þau af hinni mestu varúð, svo að þau verði ekki hlægileg og missi við það marks. Heildarsvipur leiksins er og meS ágæt- um og bendir til góðrar stjórnar og ör- uggrar smekkvísi. — Sjálfur fer Lárus með hlutverk Jóhannesar. Er þaS að vísu nokkuð einhæít og tilbreytingar- lítið, en þó má þar engu muna, ef vel á að takast. Leysti Lárus hlutverk þetta ágætlega af hendi, annað veifið með hinu fjarræna augnaráÖi svefngengils- ins en spámannlegum myndugleik og innblæstri hitt veifiÖ og djúpri og hríf- andi innri gleði í síðastaþætti, erkrafta- verkið er að gerast. Rödd Lárusar Páls- sonar er sérkennileg og þægileg, og engan hef ég heyrt betur tala en hann á íslenzku leiksviði. Mikkel Borgen eldra leikur Valur Gíslason. Hann er orðinn svo öruggur leikari, að hann fer aldrei illa með hlut- verk sín, oftast ágætlega og af góðum skilningi. Þó hygg ég, að aldrei hafi leikur hans verið með þeim ágætum sem í þessu hlutverki. Mikkel gamli Borgen verður manni jafnan minnis- stæður. Hann er í höndum Vals allt í senn, stórbrotinn og glæsilegur gamall maður, en þó góSlátlega kýminn ef svo ber undir, — baráttumaður, en þó mildur í hjarta sínu, stoltur, en þó bljúgur í átakanlegri sorg sinni og trú- arefa. Gestur Pálsson fer með hlutverk Mikkels Borgen yngra. — Er það að mörgu leyti erfiðasta hlutverk leiksins. Þó fer Gestur vel með það og af góð- um skilningi sem vænta mátti. Menn bregðast misjafnlega við missi ástvina sinna, og þeir máske verst, sem trú- lausir eru með öllu. — ÞaS verða því aldrei neinar reglur gefnar fyrir því, hvernig sýna eigi á leiksviði tilfinn- ingar þeirra raanna, sem sá harmur slær. Þó get ég ekki varizt þeirri hugs- un, að eitthvað sé það í leik Gests, svip hans, en þó einkum látbragði, sem orki tvímælis. Ingu, konu Mikkels Borgen yngra, leikur ungfrú Arndís Björnsdóttir. Er leikur hennar eins og jafnan endranær yfirlætislaus, markviss og sannur, enda gerir hún aldrei neitt til þess að láta bera á sér á sviðinu, fram yfir það, sem hlutverk hennar gefa tilefni til. En hið sama verður ekki sagt um Harald Björnsson í hlutverki Houens læknis. Haraldur er að vísu þaulvanur leikari, enda ber leikur hans það með sér, en hann virðist gera óþarflega mikið veð- ur út af sjálfum sér í þessu hlutverki, með mikillæti sínu og rápi fram og aft- ur um sviðiÖ. Hins vegar segir hann vel það, sem honum er lagt í munn, ogþess ber að geta, að furðu lítið ber í þessu hlutverki á ýmsum annmörkum, er lýta að jafnaði leik hans. GerviS, sem hann hefur valið sér, er nokkuÖ út í bláinn. Minnir í síðasta þætti einna helzt á Napoleon III. Brynjólfur Jóhannesson fer með hlut- verk séra Bandbulls og ferst honum það ágætlega. Hefur hann þar skapaÖ enn eina af sínum mörgu sérkennilegu og skemmtilegu persónum. Þó er ekki laust viS, að hann ýki nokkuÖ þennan lítilsiglda mann, en ekki getur það tal- izt til lýta. Jón A.Salis fer með hlutverk Péturs skraddara og gerir það afbragÖs-vel. Gervið er ágætlega valiS, og leikurinn allur hnitmiSaður og öruggur. Þyrfti þo ekki nema lítilsháttar mistök til þess
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.