Helgafell - 01.04.1943, Qupperneq 133

Helgafell - 01.04.1943, Qupperneq 133
BÓKMENNTIR 269 verður ekki að fullu séð, hver áhrif hernám ,,verndarenglanna“ mun hafa á örlög þjóðar vorrar, er öllu erfiðara að túlka það með listrænu hlutleysi. Ég hygg að enn sé ekki tími kominn til að gera þessu efni skil í skáldskap, og mér finnst Verndarenglar Jóhannesar vera beinlínis sönnun þess. Með hernámi Breta hér á Jandi var íslenzka þjóðin hrifin inn á svið hins heimssögulega drama vorra tíma. Miklabæjarfjölskyldan verður eins konar tákn íslenzku þjóðarinnar á dögum hernámsins, tjáning þeirra örlaga, er smáþjóð- inni eru búin undir hervernd stórveldis. Dóttirin Embla, Fiðrildið, fer í ástandið af fínna taginu og lætur fallerast, yngsti bróðirinn, Máni Mýs- ingur (nafnið er ekki síður furðulegt en persón- an), gerist skáld og kommúnisti, Hákon verður útgerðarmaður og Bretavinur, en Haraldur, Oð- inn eineygði, missir vitið og annað augað á altari lýðræðisins í Spánarstyrjöldinni. S)ík verða afdrif hinnar ungu kynslóðar Miklabæjaróðalsins. En sjálft stendur óðalið umvafið sætri sveita- sælu, — en um það má raunar segja, að sætindi eru hvergi hvumleiðari en í skáldskap. Brynjólf- ur bóndi á Miklabæ og kona hans eru bæði svo dísæt, að maður getur tæplega vorkennt þeim beiskju örlaganna. Enginn, sem til þekkir, mun efast um, að ást Jóhannesar úr Kötlum á ís- lenzku sveitinni sé einjæg og fölskvalaus. En ástin gerir hann blindan, og á sviði hins lausa máls verður tilfinning hans oft bragðdauf dala- og lækjarómantík. Þegar hann segir frá því, er Brynjólfur tekur við búi í Miklabæ, ofhleður hann svo hverja setningu: Hann átti sér frá gamalli tíð litla unnustu í einu fátækasta koti sveitarinnar, og einn heiðbláan vordag, um þær mundir sem fyrsta maríuerlan tyllti sér í hlað- varpann, sótti hann þessa unnustu á tveim rauð- um fákum og flutti heim á óðal sitt. Hún hét Hildur og minnti í þann tíð á sólskin og rós og lilju. — Minna mátti nú gagn gera. Miklabæjarbóndinn er feykilega laus í sniðum °g svipdaufur, þrátt fyrir heiðarlegustu tilraunir frá höfundarins hendi að gera hann ástfólginn lesandanum. En tilraunin tekst ekki. Ekkert af t>ví, sem óðalsbóndinn segir eða gerir, jafn- vel ekki skógrækt hans eða kornyrkja, fær vakið athygli lesandans. Reiði hans og harmur, er Fiðrildið kemur heim til föðurhúsanna, barns- hafandi eftir brezkan liðsforingja, virðast vera meira í nösunum á honum en blóði, þótt hann telji hrösun dóttur sinnar berustu landráð. Hann faer ekki staðizt töfra litla Skotablóðsins, dóttur- sonar síns, enda er höfundurinn þá búinn að taka eftir ,,arnsúgi“ í hreyfingum reifabamsins. Hann losar söguna við þetta efnilega sveinbarn með því að láta geðbilaða bróðurinn, Óðinn ein- eygða, kyrkja það, en móðirin varpar sér í bæj- artjörnina á eftir. Það verður helzt ráðið af sög- unni, að barnsmorðið sé eins konar friðþæging fyrir stefnu Bretlands í Spánarstyrjöjdinni, og virðist mér þá nokkuð langt leitað fanga til að koma íslenzku ástandsbarni yfir í annan og betri heim. Þessi dramatíska ofhleðsla bókarinnar er sízt fallin til þess að auka harmsögulegt gildi hennar. Minnisstæðasta persóna Miklabæjarfjölskyld- unnar er amman Geirlaug, þessi fámælta forn- eskjulega kerling; þar hefur Jóhannes getað lýst konu með næmri tilfinningu, án þess óhemju- skapar, sem svo víða einkennir mannlýsingar hans. Hákoni útgerðarmanni eru einnig gerð góð skil, hið fábrotna og eigingjarna sálarlíf auð- borgarans er túlkað með fáum og skýrum drátt- um í samtali þeirra bræðranna, Hákonar og Mána Mýsings. En sama verður ekki sagt um skáld þetta og kommúnista. Hann er annar aðal- píslarvottur verndarenglanna og hernámsins. Um skáldgáfu hans fá menn harla litlar hugmyndir af sögunni, en höfundurinn hefur hins vegar gert sér allmikið far um að dubba hann til bylt- ingarmanns og kommúnista. Arangur þeirrar vígslu er furðuleg manntegund, sem lítið eykur á hróður byltingarinnar og kommúnismans. Kommúnistinn er að vísu enn hálfgerð boð- flenna í íslenzkum söguskáldskap, enda hefur meðferðin á honum í bókmenntum vorum til þessa verið eftir því. Jafnvel Laxness hefur túlk- að hann með ólund, sem stingur mjög í stúf við listamannsgleði hans, er hann skapar aðrar per- sónur sínar. Og Máni Mýsingur er þannig úr garði gerður, að maður getur hvorki harmað hann né hlegið að honum, — maðurinn er blátt áfram leiðinlegur. Það er dálítið óheppilegt, þar sem hann leikur hið tvíþætta hlutverk þjóðhetj- unnar og alþjóðlegs byltingarmanns. Hann er fremur ruglaður íslenzkur hagyrðingur, sem sér aumur á alþýðunni og langar til þess að verða henni að liði, en er raunar ófær til þess. Þegar hann hefur afhent Ormi Oddssyni dreifibréfa- böggujinn, og verkamaðurinn hleypur niður stig- ann og syngur — auðvitað! — Alþjóðasöng verkalýðsins: Fram þjáðir menn í þúsund lönd- um!!, þá eru hugsanir byltingamannsins á þessa lund: Ekkert þráði hann heitar en geta umbunað þessu fólki hinn ódrepandi góðleik þesa mitt í
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142

x

Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.