Kjarninn - 21.08.2014, Qupperneq 13

Kjarninn - 21.08.2014, Qupperneq 13
02/04 ÞjóðmáL carry trade) sem stunduð voru af kappi hérlendis á árunum fyrir hrun. Umfang hennar, samkvæmt umræðuskjali frá Alþjóðagjaldeyrissjóðinum (AGS) frá því í júlí á þessu ári, er um 322 milljarðar króna. Þessi snjóhengja hefur bráðnað hægt og rólega með fjárfestingaleið Seðlabanka Íslands. Hún gerir eigendum þessara kviku króna kleift að skipta þeim í evrur gegn því að gefa eftir hluta af virði þeirra. Vandamálið við þessa leið er að til að viðskiptin gangi upp þarf mótaðila sem kaupir krónurnar með afslætti. Í janúar síðastliðnum hafði sá fámenni hópur sem nýtt hefur sér þessa leið komið með alls 147 milljarða króna til Íslands og fengið 25 millj- arða króna afslátt á þeim eignum sem hann keypti fyrir þá upphæð. snjóhengja tvö Þær krónur í eigu erlendra aðila sem eru mest í umræðunni eru innlendar eignir þrotabúa föllnu bankanna. Þær nema tæpum 800 milljörðum króna samkvæmt mati AGS. Mjög skiptar skoðanir eru innan stjórnmálanna, og stjórnmálaflokkanna, um hvaða leið eigi að fara við uppgjör þrotabúa föllnu bankanna. Allir eru þó sammála að lausn á þeim sé forsenda þess að hægt sé að rýmka höft. Til einföldunar má segja að tveir skólar séu til í þessu samhengi. Annar vill fara svokallaða gjald- þrotaleið. Í henni felst að þrotabú föllnu bankanna verði keyrð í þrot, dótturfélag Seðlabanka Íslands eða skiptastjóri verði látinn taka yfir eignir þeirra og þær síðan seldar til nýrra eigenda. Afrakstrinum verði skipt á milli kröfuhafa, sem að langstærstu leyti eru alþjóðlegir vogunar- og fjárfestingarsjóðir. Hinn skólinn aðhyllist svokallaða samningaleið. Í henni felst að ná samkomulagi við kröfuhafa gömlu bankanna um lausn sem ógni ekki greiðslujöfnuði Íslands. Það þýðir að kröfuhafarnir þyrftu að gefa eftir góðan hluta af innlendum eignum sínum í slíku samkomulagi eða binda þær hérlendis til mjög langs tíma. „Þær krónur í eigu er- lendra aðila sem eru mest í umræðunni eru innlendar eignir þrota- búa föllnu bankanna. Þær nema tæpum 800 milljörðum króna sam- kvæmt mati AGS.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73

x

Kjarninn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.