Kjarninn - 21.08.2014, Síða 55

Kjarninn - 21.08.2014, Síða 55
03/05 pistiLL man að nokkrir áhorfendur grétu þegar henni lauk og gamall maður í áhorfendasalnum hrópaði á ungu leikarana: Hvað vitið þið? Mér skildist að þessi gamli maður hefði verið í útrým- ingarbúðum, þar af leiðandi gæti enginn í salnum sett sig í spor hans. En ég efast samt ekki um að ungu leikararnir hafi vitað óþægilega mikið um ofsafengið ofbeldið sem býr í manneskjunni. Veruleiki samlanda okkar Ég hrökk upp úr þessum vangaveltum þegar á að giska tíu ára stelpa hjólaði yfir minnisskjöldinn um jafnaldra sína. Foreldrar hennar fylgdu hlæjandi á eftir henni svo ég flýtti mér að labba áfram. Þegar heim kom las ég að Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og helsti tengiliður Íslendinga við fólkið í Palestínu, hefði misst kæran vin í sprengingu. Jafnframt las ég stutt viðtal við íslenskan skurðhjúkrunarfræðing, konu sem er stödd í Palestínu að reyna eftir fremsta megni að bjarga börnum með lífshættulega áverka. Hún sagði frá þriggja ára stúlku með brotna kjálka og þriggja ára dreng sem hefði misst fótinn og minntist líka á börnin sem dóu áður en þau náðu á skurðarborðið. Barnamorðin eru ekki fjarlægari veruleiki en svo að samlandar okkar upplifa sársaukann með íbúum Palestínu. ránfugl í rússlandi Þar sem manneskjan býr lúrir geggjunin ávallt handan við hornið og þess vegna má aldrei gleyma vægi sannrar fréttamennsku. Vinur Sveins Rúnars, Ali Abu Afrash, lést ásamt fleirum, m.a. blaðamanni frá AP, þegar hann reyndi að aftengja sprengju ásamt fjölmiðlahópi sem var að afla upplýs- inga um sprengjur Ísraelsmanna. Ali Abu starfaði fyrir Doha Center for Media Freedom og aðstoðaði norræna fréttamenn við að afla upplýsinga. Menn á borð við hann fórna lífi sínu til að uppfræða umheiminn, vanir því að auðvaldsmenguð heimspressan telji það heimsfrétt þegar fjögur börn frá Ísrael

x

Kjarninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.