Kjarninn - 11.09.2014, Side 59

Kjarninn - 11.09.2014, Side 59
04/06 Karolina fund bæði í textunum og tónlistinni sem hægt var að vinna með í útsetningunum, í flutningnum, leikgerðinni og ljósunum. Ingrid: Þetta er menningarfur sem okkur langar að draga enn frekar fram í dagsljósið og nú í nýjum og ferskum búningi Hjartar Ingva. Hvernig datt ykkur í hug að fara þessa leið, að hópfjármagna verkefnið? Melkorka: Það var í rauninni raunhæfasta leiðin. Við höfum sótt um alls konar styrki en fengið fá já. Karolina Fund er bara alveg frábært fyrirbæri, nýlega fóru heildaráheit í gegnum vefinn yfir 300.000 evrur. Ingrid: Sammála. Og það eru frábærir aðilar sem standa á bak- við það sem eru endalaust tilbúnir að ausa úr reynslubanka sínum. Melkorka: Hugsjónafólk. Nú eruð þið enn í miðju söfnunar- ferlinu, hver sýnist ykkur vera munur- inn á því að fjármagna verkefni með hópfjármögnun og til dæmis að sækja um styrki fyrir því? Ingrid: Þetta er mun meiri vinna. Melkorka: Flest okkar kláruðu nám fyrir svolitlu síðan og þekkjum vel hvernig það er að reyna að búa til verkefni og láta þau verða að veruleika, ef maður stendur utan við ákveðnar stofnanir. Það er meira en að segja það. En Karolina Fund hjálpar með slíkt. Þetta er kannski meiri vinna, eða öðruvísi vinna. Stór hluti vinnunar er í raun markaðssetning sem maður þyrfti líka að vinna ef maður fengi styrk. Svo finnst mér reyndar líka á einhvern hátt skemmtilegra að gera þetta svona. Eins og í okkar tilfelli, þá erum við að safna fyrir

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.