Kjarninn - 11.09.2014, Side 64

Kjarninn - 11.09.2014, Side 64
03/03 Kjaftæði Á endanum fá þessir pungar svo allt sem þeir vilja. Ódýrari Land Cruisera, snjallsjónvörp, Bang & Olufsen- heimabíókerfi, Bosch-höggborvélar og Weber-gasgrill. Þetta er svo fjármagnað á sjálfbæran hátt með því að losa peninga úr tilgangsausu kjaftæði eins og ferðamönnum, grænmeti, atvinnuleysingjum, loftslagssjóði, embætti sérstaks saksóknara og, jú, bókum – en íslenskir karlmenn hafa víst fyrir löngu misst hæfileikann að lesa sér til gagns. Það góða er kannski að skíturinn er nú skjalfestur – hann flýtur svo nærri yfirborðinu að íbúar í Vogum geta ekki einu sinni drukkið grunnvatnið sitt lengur fyrir e.coli-mengun. Þetta skiptir samt ekki öllu máli því að loksins ætlar jörðin að liðast í sundur og gleypa okkur öll ofan í eldhafið – nema Kristján Má sem mun hanga á brúninni fyrir ofan Hel sjálfa með hljóðnema sem er ekki tengdur við neitt og segja okkur fréttir af okkar eigin Ragnarökum með sínum síðasta andardrætti á meðan sjálfslýsandi pólíestervestið brennur fast við hann. Við Reyni vil ég að lokum segja: Þú ert kannski erfiður gaur en þú ert samt flottur kall. Léttir þig um tæp 50 kíló, komst næstum upp á Mont Blanc og sagðir hinum og þessum frethana að fara í rassgat. En þú verður samt að taka þennan hatt og brenna hann. Þú þarft hann ekki. Komdu með okkur í heim sköllóttra og glaðlyndra. Þú hefur ekkert að fela. Og er Hanna Birna í alvörunni ekki ennþá búin að segja af sér? „Sannaði stjórnin það með ráðningu á eldhuganum Hallgrími gamla Thorsteinssyni – sem var reyndar jafnlengi að koma út blaði og það tekur hann að síga ofan í heitt bað.“

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.