Morgunblaðið - 08.08.2012, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.08.2012, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 8. Á G Ú S T 2 0 1 2  Stofnað 1913  183. tölublað  100. árgangur  LÆRDÓMSRÍKT TÓNLEIKAMARA- ÞON JÓNASAR UPPLIFUN Á ASCOT FIMM KÓNGAR OG FJÓRAR DROTTN- INGAR Í ELDBORG Í ÍSLENSKRI HÖNNUN Á VEÐREIÐUNUM 10 DRAGGKEPPNI ÍSLANDS 3819 TÓNLEIKAR Á 3 VIKUM 41 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Undirbúningsframkvæmdir vegna Vaðlaheiðarganga hófust í gær- morgun. Verktakafyrirtækið G. Hjálmarsson hóf að grafa frá vænt- anlegum gangamunna Eyjafjarðar- megin. Verkið felst í því að gera veg frá göngunum sem fer á brú yf- ir hringveginn. Unnið er að gerð verksamnings við ÍAV og Marti sem áttu lægsta tilboð í gerð Vaðlaheiðarganga. Því er ekki vitað hvenær borun gang- anna hefst. Framkvæmdir við veginn eru til undirbúnings aðalframkvæmdum. Verktakinn hreinsar moldarlag frá gangamunnanum og sprengir til að fá efni í veginn. Aðalverktakinn tekur síðan við og lýkur við gröft frá vinnusvæðinu. G. Hjálmarsson gerir undirstöður undir bráða- birgðabrú sem byggð verður yfir hringveginn. Haukur Jónsson, deildarstjóri hjá Vegagerðinni á Akureyri, segir að gangamunninn sé nálægt hringveg- inum og talsvert yfir honum. Þar sé ekkert pláss til að koma fyrir efn- inu úr göngunum. Því þurfi að aka með það yfir hringveginn. Efnið verður notað í vegagerð og einnig er reiknað með að það nýtist í flug- hlað á Akureyrarflugvelli. Brú hafi verið talin besta lausnin. Þetta er stálbitabrú með timburgólfi. Vél- smiðjan Stálgæði smíðar brúna en brúarvinnuflokkur Vegagerðarinnar mun væntanlega setja hana upp. Framkvæmdir hafnar við Vaðlaheiðargöng  Byrjað að grafa í gær frá væntan- legum gangamunna Eyjafjarðarmegin Ljósmynd/Vegagerðin Upphaf Verktaki byrjaði að grafa frá gangamunnanum í gærmorgun. Ásdís Hjálmsdóttir er á meðal tólf kvenna sem keppa til úrslita í spjótkasti á Ólympíuleikunum í London annað kvöld. Hún setti glæsilegt Íslandsmet í gærmorgun, kastaði 62,77 metra, og varð í áttunda sæti af 42 keppendum í undankeppninni. Ásdís fagnaði að vonum innilega, enda mikið afrek að ná þessum árangri strax í fyrsta kasti á stórmóti. » Íþróttir Glæsilegt kast Ásdísar Morgunblaðið/Golli Baldur Arnarson baldura@mbl.is Erlendar skuldir Orkuveitu Reykja- víkur hafa lækkað um 17,5 milljarða króna síðan í lok mars þegar síðasta árshlutauppgjör var gert vegna gengisstyrkingar krónunnar. Vaxtaberandi skuldir fyrirtækis- ins í erlendri mynt voru 193,6 millj- arðar í lok mars á þessu ári en eru nú 176,1 milljarður samkvæmt áætlun Morgunblaðsins miðað við gengis- þróun síðan í mars. Jafngildir það um 9% lækkun skulda. Erlendu skuldirnar skiptast niður á sex er- lendar myntir og er vægi evru mest. Átta milljarða lækkun í evrum Það er því nærtækt að horfa á breytingar á skuldum OR í evrum. Kaupgengi evru var 168,6 krónur 28. mars sl. en var 147,64 krónur í gær. Með því lækka skuldir OR í evrum úr 64,42 milljörðum niður í 56,42 milljarða eða um átta milljarða. Orkuveitan gerði nýlega samning um endurfjármögnun við erlenda banka og eru gjalddagar framundan upp á ríflega 80 milljarða króna á næstu fjórum árum. Næsta afborgun lækkar Á næsta ári bíða afborganir upp á 25 milljarða króna. Miðað við laus- lega áætlun Morgunblaðsins hefur sú afborgun lækkað um 1.750 millj- ónir vegna gengisstyrkingar frá því í lok maí þegar OR gerði samninga um endurfjármögnun lána í vor. Haraldur Flosi Tryggvason, stjórnarformaður OR, segir gengis- styrkinguna óneitanlega gleðiefni, enda sé gengi krónu einn stærsti óvissuþátturinn í rekstri OR. „Þrátt fyrir tímabundin jákvæð áhrif af sterkara gengi er varhuga- vert að yfirfæra það á afborganir næstu ára enda getur margt gerst í millitíðinni,“ segir Haraldur Flosi sem bindur vonir við að Seðlabank- inn eigi gjaldeyri fyrir afborgunum. MGengisstyrkingin »14 Lækkar lán OR um 17,5 milljarða  Gengisstyrkingin hefur mikil áhrif  25 milljarða afborgun á næsta ári  Nýráðinn for- stjóri Hörpu verður að taka skipulag hennar föstum tökum. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í úttekt sem KPMG vann síð- astliðið vor á rekstri og skipulagi Hörpu fyrir eigendur tónlistarhússins, íslenska ríkið og Reykjavíkurborg. „Forsendur rekstrarins eru í uppnámi. Það er augljós ályktun af þessari skýrslu. Tekjur af ráð- stefnuhaldi hafa ekki gengið eftir. Tekjulíkanið gengur ekki upp. Á útgjaldahliðinni var t.d. gengið út frá lægri fasteignagjöldum,“ segir Hraldur Flosi Tryggvason, stjórn- armaður í Portusi og fleiri félögum Hörpu fyrir hönd Reykjavíkur- borgar. »2 og 22 Forsendur rekstr- arins í uppnámi  Afar stuttu laxveiðitímabili í efri hluta Jökulsár á Dal er að ljúka. Áin var opnuð með laxastiga við Steinboga fyrir helgi og lax var far- inn að veiðast fyrir ofan hindrunina en í gær fylltist Hálslón og áin byrj- aði að gruggast. Hálslón fyllist á mismunandi tíma. Þannig fylltist það rúmum mánuði fyrr í ár en í fyrra. Laxarækt hefur verið stunduð frá því Kárahnjúkavirkjun var byggð og laxveiði verið að aukast í Jöklu og þverám. Þótt áin verði nú mórauð heldur laxveiðin áfram í þverám í neðsta hluta árinnar. Áætlað er að 15-20 laxar hafi veiðst fyrir ofan laxastigann þá örfáu daga sem hægt var að veiða. »4 Örstuttu laxveiði- tímabili að ljúka Jökla Laxastigi við Steinboga. Ljósmynd/Þröstur Elliðason „Við gerum upp í Bandaríkjadal og lungi okkar tekna er í honum. Það er ekki nema lítið hlutfall af okkar lánum í krónum, þannig að hreyfingin á krónu hefur ekki mikil áhrif á okkar rekstur,“ segir Rafnar Lárusson, fram- kvæmdastjóri fjármálasviðs Landsvirkjunar, aðspurður um vægi gengisbreytinga. Álverð hefur lækkað um 7% frá áramótum og segir Rafnar aðspurður að Landsvirkjun hafi eflt varnir sínar gegn verðlækkunum á álverði. Það jafni sveiflur en orkuverðið er að hluta tengt álverðinu hjá fyrirtækinu. Hefur lítil áhrif á Landsvirkjun UPPGJÖRSMYNTIN ER BANDARÍKJADALUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.