Morgunblaðið - 08.08.2012, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 2012
Hádegisverðartilboð
Tvíréttað í hádegi frá 1.890,-
Fljót og góð þjónusta
Veitingastaður / verslun
Nethylur 2 • 110 Reykjavík • Sími: 587 2882 • galleryfiskur.is
Fylgstu með Ebbu
útbúa einfalda og
bragðgóða heilsurétti
í mbl sjónvarpi á
hverjum miðvikudegi.
- heilsuréttir
Helgi Bjarnason
Skúli Hansen
Deilur um hver ber ábyrgð á göllum í steypu
nýju íþróttamiðstöðvarinnar á Patreksfirði
eru ekki til lykta leiddar. Dómkvaddir mats-
menn eru að meta ástand hússins.
Ný og glæsileg íþróttamiðstöð, Bratta-
hlíð, var tekin í notkun á Patreksfirði á árinu
2005. Fljótlega komu í ljós gallar í steypu
sundlaugarinnar. Bæjaryfirvöld létu hönnuði,
eftirlitsaðila og byggingarverktaka vita en
deilur urðu um ábyrgð á tjóninu. Meðal ann-
ars vísaði byggingastjórinn, sem er fram-
kvæmdastjóri verktakafyrirtækisins og fram-
leiðandi steypunnar, á eftirlitsmann
bæjarins.
Bæjarstjórn samþykkti samhljóða fyrir
fjórum árum tillögu þáverandi meirihluta
bæjarstjórnar um að fá óháðan aðila til að
taka út undirbúning, hönnun, eftirlit og
framkvæmd við byggingu hússins. Úlfar
Thoroddsen, sem þá var forseti bæjar-
stjórnar, segir að niðurstaða athugunar hafi
leitt í ljós að steypan hafi ekki verið af þeim
styrk sem átti að vera. Þetta hafi verið tækni-
leg athugun og henni vísað til byggingarfull-
trúa til úrvinnslu.
Málið hefur verið til umfjöllunar hjá
Vesturbyggð á undanförnum mánuðum en
ekki sést bókað um það í fundargerðum. Ást-
hildur Sturludóttir bæjarstjóri segir að dóm-
kvaddir matsmenn séu að meta ástand húss-
ins og hvað valdi því að steypan sé að
skemmast. Hún vildi að öðru leyti ekki tjá sig
um það.
Hafa varann á
Framkvæmdir eru hafnar við endurbygg-
ingu á gamla sláturhúsinu á Patreksfirði og
að breyta því í hótel. Samkvæmt upplýsingum
Morgunblaðsins er sérstaklega hugsað til
reynslunnar af sundlauginni við kaup á
steypu til þess sem þar þarf að steypa.
Matsmenn meta steypuskemmdir
Miklar steypuskemmdir komu fram í nýlegri íþróttamiðstöð á Patreksfirði Deilur hafa verið
um ábyrgð á tjóni sveitarfélagsins Málið er nú rekið fyrir Héraðsdómi Vestfjarða
Morgunblaðið/Sigurður Már Jónsson
Skemmdir Sprungur sjást víða á veggjum sundlaugar íþróttamiðstöðvarinnar.
Þeir Páll Scheving, formaður
þjóðhátíðarnefndar ÍBV í Vest-
mannaeyjum, og Tryggvi Már Sæ-
mundsson, framkvæmdastjóri fé-
lagsins,munu ekki gefa kost á sér til
áframhaldandi setu í nefndinni.
Segjast tvímenningarnir efast um
velvild og traust samfélagsins í Vest-
mannaeyjum til að stýra hátíðinni
áfram.
„Hátíðin hefur farið í gegnum
miklar breytingar síðan við tókum
við. Breytingarnar hafa margar
hverjar verið umdeildar en ákvarð-
anir ávallt teknar með hagsmuni há-
tíðarinnar að leiðarljósi. Okkar
ákvörðun að hætta núna er einnig
tekin af þeim ástæðum, við teljum
mikilvægt að nefndin hafi traust og
velvild mikils meirihluta samfélags-
ins.“ segir Tryggvi Már.
Áhrif á samfélagið og ÍBV
Á undanförnum árum hefur
þjóðhátíð stækkað að umfangi og
gestum fjölgað, Tryggvi segir að
hluti bæjarbúa sé ekki sáttur við þá
þróun. „Við höfum talið það stolt
okkar að fleiri vilji heimsækja okkur
og upplifa hátíðina sem við teljum
mjög sérstaka. Ekki má gleyma því
að þetta styrkir ekki bara ÍBV held-
ur alla verslun og þjónustu í bænum.
Íbúafjöldinn hér
rúmlega þrefald-
ast, jafnvel í 4-5
daga. Tekjuflæð-
ið gerir mörgum
verslunar- og
þjónustuaðilum í
bænum kleift að
hafa opið allan
ársins hring og
hefur því áhrif á
þjónustustig við
bæjarbúa.“
Að mati Tryggva þarf ÍBV sem
heldur hátíðina að ræða við sam-
félagið og ákveða í hvaða átt skal
stefna. „En þá þarf að taka með í
reikninginn áhrifin á ÍBV og sam-
félagið allt. Ef ætti að draga úr um-
fangi hátíðarinnar gæti það haft ým-
is áhrif á félagið, t.d. hækkandi
æfingagjöld yngri kynslóðarinnar og
minni tekjur meistaraflokka félags-
ins. Að mínu mati gengur ekki til
lengdar að samfélagið standi ekki á
bak við jafn mikilvæga hátíð og
þjóðhátíð er fyrir bæjarfélagið.“
Tryggvi vill koma á framfæri þökk-
um til allra samstarfsaðila þjóðhátíð-
ar í gegnum tíðina og segir að án
þeirra hefði hún ekki gengið jafn vel
og raun ber vitni.
heimirs@mbl.is
Hætta störfum í
þjóðhátíðarnefnd
Segja skorta á traust samfélagsins
Tryggvi Már
Sæmundsson