Morgunblaðið - 08.08.2012, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.08.2012, Blaðsíða 14
Endurgreiðsluferill lána OR Milljónir 35.000 30.000 25.000 20.000 15.000 10.000 5.000 0 Endurgreiðsluferill 23. 4. 2012 Endurgreiðsluferill með samningum við Dexia og Depfa 20 12 * 20 13 20 14 20 15 20 16 20 17 20 18 20 19 20 20 20 21 20 22 20 23 20 24 20 25 20 26 20 27 20 28 20 29 20 30 20 31 20 32 20 33 20 34 20 35 20 36 20 37 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Haldist gengi krónunnar á því bili sem það er núna mun það hafa um- talsverð áhrif á afborgunarþörf Orkuveitu Reykjavíkur á næsta ári og raunar næstu ár þar á eftir. Samkvæmt nýlegum samningi Orkuveitunnar við bankana Dexia Crédit Local og DePfa Bank hefur afborgun næsta árs lækkað verulega eða úr ríflega 30 milljörðum króna niður í um 25 milljarða króna. Gengi krónu gagnvart fimm af þeim sex erlendu myntum sem Orkuveitan skuldar í, evru, Banda- ríkjadal, pundi, svissneskum franka og japönsku jeni, hefur styrkst um 7,8-8,8% síðan 31. maí miðað við kaupgengi gærdagsins. Skuldir í sænskum krónum hafa lækkað minna eða um 1,5%. Lækkar afborgunina á næsta ári verulega Ekki reyndist unnt að sundur- greina næsta gjalddaga, þ.e. 25 millj- arða, eftir samsetningu í erlendri mynt, þegar fréttin var í vinnslu. Sé hins vegar gengið út frá því að með- alstyrkingin sé um 7% lækkar 25 milljarða afborgun um 1.750 millj- ónir króna, frá því að samningar um endurskipulagn- ingu skulda voru gerðir í maílok, þegar gengið var veikara en í dag. Spurður hvort nýja áætl- unin yfir afborg- anir lána sé ekki farin að líta betur út samfara gengisstyrkingu undanfarinna vikna svarar Haraldur Flosi Tryggvason, stjórnarformaður í OR, því til að gengi næsta árs muni skipta miklu fyrir reksturinn þegar næstu lán verða greidd. Á árunum þar á eftir séu fleiri stórir gjalddagar og þá skipti það fyrirtækið einnig miklu máli að gengið verði ekki jafn- veikt og þegar það var hvað lægst fyrr á þessu ári. Annað atriði sem Orkuveitan horfi til sé að Seðlabanki Íslands eigi nóg af gjaldeyri til að hægt sé að greiða af lánunum. Vaxtakjörin vega þungt Lesa má úr grafinu hér fyrir of- an að afborganir Orkuveitunnar á árunum 2013, 2014, 2015 og 2016 eru ríflega 80 milljarðar króna, svo ljóst má vera að gjaldeyrisþörfin verður talsverð. Þriðja atriðið séu vaxtakjörin sem séu óvenjuhagstæð um þessar mundir. Má í því skyni nefna að í árs- uppgjörinu fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins kemur fram að meðalvextir af 46,864 milljarða króna láni í sviss- neskum frönkum í lok mars sl. hafi verið 0,47% í fyrra, 0,49% af 21,914 milljarða króna láni í japönskum jen- um og 1,81% af 64,426 milljarða króna láni í evrum. 80% tekna í krónum Á móti komi að 80% tekna Orkuveitunnar séu í krónum og því geti tekjur fyrirtækisins aukist sem hlutfall af skuldum samfara því að gjaldskráin haldi í við almennar verðhækkanir og verðbólgu. Í því samhengi megi nefna að um 15 milljarða afborgun árið 2017 muni að óbreyttu vega minna sem hlutfall af efnahagsreikningi þá en í dag, enda geti fyrirtækið hækkað gjaldskrá í takt við verðhækkanir. Haraldur Flosi vill að lokum árétta að varhugavert sé að draga of miklar ályktanir af þeim breytingum sem hafi orðið í þróun gengisins á síðustu mánuðum. Þrátt fyrir að gengið hafi styrkst séu skuldir Orku- veitu Reykjavíkur engu að síður verulegar og geti mögulega hækkað aftur snúist þróunin við. 80 milljarðar í afborganir á næstu fjórum árum  Stjórnarformaður vonar að Seðlabankinn eigi gjaldeyri Haraldur Flosi Tryggvason 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 2012 Sjá sölustaði á istex.is Ný prjónabók LOPI 32 BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Það gefur augaleið að gengisstyrk- ingin kemur Orkuveitu Reykjavíkur til góða. Gengið er einn af stærstu áhættuþáttunum í rekstrinum þessa dagana og gleðiefni að það skuli vera að styrkjast. Skuldir hljóta að lækka hlutfallslega að því marki sem þær eru bundnar í erlendri mynt,“ segir Haraldur Flosi Tryggvason, stjórn- arformaður Orkuveitu Reykjavíkur, um áhrif sterkara gengis á rekstur- inn. Eins og rakið er á kortinu hér til hliðar er gengi evru nú um 20 krón- um sterkara en það var 28. mars. Stærstur hlutinn í evrum Fram kemur í árshlutauppgjöri Orkuveitunnar fyrir fyrsta ársfjórð- ung þessa árs að vaxtaberandi skuld- ir voru þá samtals 235.085 milljónir. Þar af voru eftirstöðvar skulda í evrum 64.426 milljónir króna miðað við stöðuna 31. mars sl. Fyrsta ársfjórðungi lauk þann dag og sé miðað við gengið 28. mars og kaupgengi á vef Seðlabanka Íslands í gær hafa evruskuldir Orkuveitunnar lækkað um rúm átta milljarða kr., eða niður í 56,4 milljarða króna. Skuldir í svissneskum frönkum hafa lækkað næstmest eða úr 46,86 milljörðum niður í 41,19 milljarða eða um 5,68 milljarða króna. Þá koma skuldir í Bandaríkjadöl- um sem hafa lækkað úr 39,87 millj- örðum niður í 37,53 milljarða króna eða um 2,33 milljarða króna. Fjórðu í röðinni eru skuldir í sænskum krónum sem hafa lækkað úr 12,77 milljörðum í 11,92 milljarða eða um 0,845 milljónir króna. Þar á eftir koma skuldir í pundum sem hafa lækkað úr 7,79 milljörðum í 7,21 milljarð króna eða um 580 milljónir. Sjöttu og síðastar í röðinni eru skuldir í japönskum jenum en þær hafa lækkað úr um 21,91 milljarði króna í 21,87 milljarða króna eða um tæpar 49 milljónir króna. Lækkun um 17.500 milljónir Samanlagt gerir þetta um 17,5 milljarða króna en með því lækka vaxtaberandi skuldir úr 235,085 milljörðum niður í 217,6 milljarða króna, miðað við að gengið haldist áfram óbreytt. Aðspurður út í vægi gengisins í rekstrinum bendir Eiríkur Hjálm- arsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur, á að 80% skulda fyrir- tækisins séu í erlendri mynt en lið- lega 20% tekna. Þess vegna sé styrk- ingin OR hagstæð. Gengið hafi áhrif á afborganir og reksturinn í gegnum verð á aðföngum en líka tekjur af orkusölu til stóriðju. Skuldirnar séu það háar að gengisáhrifin á skuld- irnar séu alla jafna talsvert meiri en á einstakar afborganir. Þá komi til fleiri ytri áhrifaþættir á reksturinn þar sem fyrst beri að nefna vaxtastig á alþjóðlegum fjármálamörkuðum, sem hafi verið hagstætt, og síðan ál- verð sem hafi þróast með óhall- kvæmum hætti á undanförnum mán- uðum, en það hefur lækkað um 7% frá áramótum samkvæmt greiningu Arion banka. Ekki hafi komið til um- ræðu að greiða upp lán fyrr. Tiltölu- lega nýbúið sé að semja um flutning gjalddaga af árinu 2013, sem hefði reynst OR mjög þungur. Ekki tilefni til endurskoðunar Síðan aðgerðaáætlun OR var gerð hafi þróun ytri þátta verið fremur óhagstæð. Þrátt fyrir það hafi sparn- aður í rekstrinum náð að vega þar á móti. Ekki sé líklegt að styrking krónunnar á síðustu mánuðum verði til þess að áætlunin verði endurskoð- uð. Gengisstyrkingin góð fyrir OR Kaupgengi evru 170 165 160 155 150 145 140 30. 12. 2011 7. 8. 2012 2. 1. 2012 158,3 1. 2. 2012 161,28 1. 3. 2012 166,52 28. 3. 2012 168,6 30. 4. 2012 165,89 1. 6. 2012 160,9 29. 6. 2012 157,79 3. 8. 2012 147,46Heimild: Seðlabanki Íslands  80% skulda eru í erlendri mynt  Gengi evru var 168,6 krónur í lok mars  Var 147,46 kr. í gær  Lækkun á álverði vegur á móti hagfelldara gengi  Vaxtaberandi skuldir voru 235 milljarðar í mars Skuldir í krónum » Fram kemur í árshluta- uppgjöri fyrir fyrstu þrjá mán- uði þessa árs að Orkuveitan skuldaði 41,46 milljarða króna í íslenskum krónum 31. mars. » Þar af eru 35,6 milljarðar í verðtryggðum lánum og 5,77 ma. í óverðtryggðum lánum. » Þessar skuldir jukust um ríf- lega fjóra milljarða króna frá áramótum til 31. mars sl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.