Morgunblaðið - 08.08.2012, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 08.08.2012, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 2012 ✝ Margrét Ólafs-dóttir fæddist í Reykjavík 14. maí 1950. Hún lést á líknardeild Land- spítalans í Kópa- vogi hinn 29. júlí síðastliðinn. Foreldrar Mar- grétar voru Ólafur Hafsteinn Sig- urjónsson, f. 31. ágúst 1919 í Reykjavík, d. 15. desember 1981, og Kristín Magnúsdóttir, f. 12. apríl 1909 í Reykjavík, d. 9. október 1998. Margrét átti eina systur, Jó- hönnu Ólafsdóttur, f. 24. nóvember 1947, dóttir henn- ar er Emilía Krist- ín Rigensborg. Sonur Mar- grétar og Þórðar Einarssonar er Ólafur Þórðarson kerfisfræðingur f. 27. júlí 1969, eig- inkona hans er Sólveig Krist- björg Vagnsdóttir hjúkr- unarfræðingur, f. 29. ágúst 1971, synir þeirra eru Arnar, f. 1995, Elmar, f. 1997, og Hlynur, f. 2010. Margrét var gift Pétri Ragnarssyni, f. 7. mars 1948, börn þeirra eru: 1) Ragnar Pétursson matreiðslumaður, f. 6. júlí 1979, dóttir hans er Ylfa Nótt, f. 1999, barnsmóðir Ragnars er Alda Karen Svav- arsdóttir. 2) Hlín Pétursdóttir ráðgjafi, f. 13. ágúst 1982, sambýlismaður hennar er Guðjón Rafnsson nemi, f. 26. nóvember 1979, sonur þeirra er Jakob, f. 2009, fyrir á Guð- jón soninn Orra Hrafn, f. 2001. Margrét starfaði nær óslitið á Morgunblaðinu alla sína starfsævi. Útför Margrétar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, miðvikudaginn 8. ágúst 2012, og hefst athöfnin klukkan 13. Í dag kveðjum við Margréti Ólafsdóttur, ástríka móður, um- hyggjusama tengdamóður, elsk- andi ömmu, traustan vin, mömmu. Hún var kjarkmikil hetja, klett- ur í hafi, taugin sem tengdi fólk saman. Hún var glaðvær og glett- in, prinsessa, dís og drottning. Hún var naut. Mamma hélt mjög góðu sam- bandi við sínar fjölmörgu góðu vinkonur og vini, hún ræktaði sambandið við stórfjölskylduna, hún naut þess einnig að sitja ein með prjónana og átti alltaf stund fyrir fjölskylduna sína. Hvar hún fann tíma er ráðgáta en augljóst er okkur sem þekktum hana hvers vegna svo margir sóttu í samvistir við mömmu. Hún var náttúruunnandi sem naut þess að ferðast um landið með skemmtilegu fólki og ekki spillti fyrir ef fólkið hafði sögu að segja. Borgarfjörður átti sérstak- an sess í hjarta hennar og lagði hún mikla áherslu á að heimsækja þar skyldmenni og njóta náttúru. Mamma komst í kynni við golf- íþróttina sem sameinaði hjá henni áhuga á útivist og góðum fé- lagsskap. Hún var ömmubörnum sínum ákaflega kær enda skemmtileg amma sem vildi hafa líf í kringum sig, vildi gera með þeim skemmti- lega hluti, hluti sem bæði hún og þau gátu notið. Tengdabörnum sínum hefur hún ætíð reynst vel og hafa þau getað leitað til hennar og treyst á í einu og öllu. Mér sjálfum var hún svo miklu meira en móðir. Veikindi mömmu hafa reynt mjög á bæði fjölskyldu og vini en kjarkur hennar og æðruleysi gagnvart sjúkdómnum ættu að vera okkur öllum innblástur. Það hefur verið ótrúleg lífsreynsla að fylgja henni eftir þennan tíma og við sem það höfum gert höfum vonandi öll dregið af því einhvern lærdóm. Nú kemur það í hlut okkar barnanna hennar að halda á lofti minningunni, halda að börnum okkar myndinni af ömmu sem veitt hefur svo mörgum gleði með sínu lífi. Elsku mamma, takk fyrir mig. Harmur, sorg, söknuður grátur, gnístran tanna. Ferðalok, fögnuður hvíl í friði mamma. Ólafur Þórðarson. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Ég veit þú heldur áfram í hönd- ina á mér elskan mín. Þín Hlín. Elsku Magga, það eru forrétt- indi að hafa fengið að kynnast þér elsku Magga mín; hjartahlýrri, skemmtilegri og yndislegri konu er erfitt að finna. Það var alltaf skemmtilegt að koma á Norður- vanginn þegar við Óli minn vorum að kynnast. Þinn hnyttni húmor og lífsgleði skein í gegn. Árin liðu áfram með skemmti- legum stundum, ömmugullin þín fæddust og þá sást vel hversu yndisleg amma þú varst. Ömm- ustrákarnir minnast bíóferða, leikhúsferða og ekki síst jólaballa hjá Morgunblaðinu og skemmti- legu ömmu Möggu sem kom öll- um til að hlæja, sumarbústaða- ferðir, Spánarferðin okkar, prjónaskapurinn og svo margt fleira. Vinsæl kona með eindæm- um varstu sem sést á risavöxnum vinkonuhópi. Það eru þung skref sem við fjölskyldan tökum í dag elsku Magga mín. Ég passa strákana þína fjóra elskan mín og minning þín lifir í hjörtum okkar, alltaf. Þín tengdadóttir, Sólveig Vagnsdóttir. Það óumflýjanlega í lífinu er dauðinn. Sumir hræðast hann en aðrir eru tilbúnir þegar kallið kemur, saddir lífdaga. Svo er líka fólk í blóma lífsins sem án nokk- urs fyrirvara fær illvígan sjúkdóm sem það verður að kljást við, lifa með og berjast við þar til yfir lýk- ur. Mín góða vinkona, Margrét Ólafsdóttir, fékk fyrir tæpum 3 árum síðan staðfestingu á að hún væri með krabbamein á háu stigi. „Þýðir þetta dauðadómur?“ spurði hún, eins og allir sem fá úr- skurð um svo alvarlegt mein. Hvenær sá dómur fellur veit eng- inn en með reisn, sjálfstjórn og æðruleysi gekk Margrét í gegn- um andstreymið. Frá fyrsta degi greiningar ákvað hún að njóta lífsins, forgangsraða og njóta gleðinnar á meðan þrekið var til staðar. „Hvað skyldi ég fá mikinn tíma Stína mín?“ spurði hún og enginn gat svarað. En Margrét fékk í reynd ótrúlegan tíma, tímann sem hún þurfti, tíma fyrir gleðistundir sem hún átti ekki von á og svo líka tíma sem var miskunnarlaus í dauðastríði bæði fyrir hana sjálfa og hennar ástvini. Síðustu mánuði háði hún baráttuna við endalokin hér á jörðu á Líknardeild Land- spítalans í Fossvogi. Þar var hún umvafin frábæru fagfólki við heimilislegar aðstæður þar sem allt er gert til að létta fólki síðustu lífdagana. Það er mildi að eiga slíka vin að, en enn meiri mildi er að vita að nú er Magga mín búin að fá lausn frá erfiðinu og komin á stað friðsældar og hvíldar. Margrét var glæsileg kona. Hún gat glatt alla með glaðværð sinni og góðri nærveru. Hún hafði lifandi kímnigáfu fyrir flestu í líf- inu og bjó yfir smitandi frásagn- argáfu. Margréti tókst enda að hrífa alla sem kynntust henni. Margrét á þrjú góð og vel gerð börn sem öll hafa komist vel til manns enda var vinkonan hreykin og stolt af sínu fólki sem hélt þétt saman. Fjölskyldustundir og hefðir voru Margréti ómetanlegar og gjöfult að fylgjast með hversu vel þau stóðu saman í gegnum súrt og sætt. Þegar sjúkdómurinn var sem verstur varð Margréti stundum um megn að halda í hefðirnar, en öll gátu þau ein- hvern veginn látið aðstæður á vettvangi ganga upp, öllum til gleði. Að eiga svona góða fjöl- skyldu, frændfólk og fjöldann all- an af vinum sem þóttu vænt um Margréti og heimsóttu hana reglulega til hinstu stundar segir allt um hversu hrífandi mann- eskja hún var. Ég átti því mikla láni að fagna að fá að njóta samvista við Mar- gréti um árabil. Við ræktuðum vináttuna með fjölskyldum okkar, vinum og vinnufélögum á Morg- unblaðinu til margra ára. Í seinni tíð bjuggum við báðar við breytt- ar aðstæður sem gaf okkur færi á ýmsum nýjum uppákomum. Við gerðum ótal margt skemmtilegt saman, ferðuðumst saman innan lands sem utan og deildum frí- stundum saman í góðra vina hópi. Magga var einstök og ég mun sakna hennar afar sárt. Elsku Óli, Ragnar, Hlín, tengdabörn og barnabörn Mar- grétar. Þið eigið minningar um góða og mannbætandi mömmu, tengdamömmu og frábæra ömmu sem mun ylja ykkur um alla fram- tíð. Það hjálpar svo mjög að eiga minningarnar og kærleikann til að halda áfram að lifa lífinu, og verða sátt við dauðann þótt það sé svo ólýsanlega sárt. Jóhönnu systur Margrétar og öðrum ætt- ingjum sendi ég einnig innilegar samúðarkveðjur. Takk fyrir alla ómetanlegu samveruna í þessu lífi elsku vin- kona. Eigðu góða heimkomu á næsta tilverusviði. Minning þín lifir. Kristín Andrewsdóttir. Það var gæfuspor þegar ég 12 ára gömul steig upp í rútuna á Lækjartorgi á leið heim í sveitina mína eftir stutta dvöl í höfuðborg- inni. Aftur komin á heimavöll; þekkti Gulla bílstjóra, komin með sæti við gluggann og naut fram- andi rútulyktarinnar. Betra gat það ekki verið. En svo tók rútan að fyllast af fólki og ég var beðin um að færa mig úr mínu glugga- sæti yfir í gangasæti hjá ókunnugri stelpu. Ekki byrjaði það vel! Ég og stelpan tókum þó fljótlega tal saman og spjölluðum það sem eftir var leiðarinnar. Hún reyndist vera á leið til ættingja í Örnólfsdal í Borgarfirði, í fyrsta skiptið ein á ferð, ókunnug sveit- inni og óörugg þrátt fyrir skrif- legar leiðbeiningar um hvar hún ætti að fara út. Þarna gat ég orðið Möggu að liði. Þegar leiðir skildu gaf hún mér mynd af sér, sem var fyrsta myndin sem ég eignaðist og varð- veitti ég hana vandlega í veskinu mínu. Það er ævintýri líkast en ári síðar endurtók sig sama sagan og þá dró ég upp myndina og sýndi henni. Þar með var rútuferðum okkar Möggu þó ekki lokið. Í þriðja skiptið lentum við stöllurn- ar aftur saman hlið við hlið í rútu á leið upp í Borgarfjörð þá orðnar 16 ára gamlar. Í þetta skiptið var hún á leiðinni í sumarvinnu á garðyrkjustöð, sem reyndist vera við hliðina á heimilinu mínu. Upp frá þessum degi höfum við Magga verið órjúfanlegar vinkon- ur og gengið saman í gegnum gleði og sorg. Þær eru ekki ófáar ferðirnar sem við höfum farið í saman síðan bæði innanlands og utan. Skemmtilegri vin er ekki hægt að hugsa sér en Möggu Ólafs með hennar dásamlegu sýn á tilveruna, glettin og spaugsöm, trygg og raunsæ. Magga hefur verið mér eins og besta systir í þau 50 ár sem við höfum verið samferða. Þakklæti mitt er mikið og söknuðurinn sár. Langar mig að kveðja með upphafserindum úr ljóðinu Systurminning eftir Jóhannes úr Kötlum Gott er ein með guði að vaka, Gráta hljótt og minnast þín Þegar annar ylur dvín,– Seiða annað líf til baka Og láta huggast, systir mín Þögul bæn í brjósti falin biður guð að hlusta á sig, Komdu sæl, – nú sé ég þig. Við skulum halda heim í dalinn Hjartans systir, – leiddu mig. Ennþá blærinn ástarþýði Andar sálu þinni frá, Ennþá heyri ég hjartað slá: Enn mig styrki í innra stríði. Augun djúp og göfug brá Elsku Óli, Ragnar og Hlín, fjöl- skyldur og vinir. Mínar dýpstu samúðarkveðjur. Varðveitum góðar minningar. Dóróthea Magnúsdóttir. (Dóra vinkona.) Það besta sem lífið gefur eru góðir vinir og samferðamenn. Á kveðjustundu Margrétar Ólafs- dóttur leitar hugurinn yfir farinn veg og það sem kemur upp í hug- ann er hlátur og gleði yfir stóru og smáu. Magga vinkona var heillandi persónuleiki, hún var vel gefin, falleg og skemmtileg. Ekk- ert var svo dapurt eða leiðinlegt að ekki væri hægt að búa til úr því brandara, jafnvel í erfiðum veik- indum sínum gat Magga séð eitt- hvað spaugilegt við aðstæður sín- ar. Hún elskaði lífið og hvar sem hún kom gustaði af henni kímni og kæti. Ég á dásamlegar minningar um Lilju og Möggu, en þær bæði unnu saman og eyddu frístundum sínum saman allt frá ungdóms- árnunum. Þær deildu húmor sem fáar manneskjur upplifa, skotin gengu á milli þeirra og stundum var eins og ég væri í leikhúsi að fylgjast með vel sömdum farsa þegar vinkonurnar skutluðu á milli sín óborganlega kómískum athugasemdum án þess að hugsa sig um eða reka í vörðurnar. Í rúmlega fjörutíu ár hef ég fengið að njóta ánægjulegra sam- verustunda með nöfnu minni, ég átti því láni að fagna að eignast vinkonur fyrir lífstíð á Moggan- um, þar á meðal var Ása Steinunn Sverrisdóttir sem var kær vin- kona Möggu en hún lést 3. ágúst 1984, síðan þá hefur Ása lifað í minningunni og sama verður með Möggu, hún á eftir að vera með okkur sem eftir lifum um ókomin ár. Ef það er líf eftir þetta líf og ef ástvinir hittast aftur, þá bíður Ása Steinunn með opinn faðminn og tekur nú á móti æskuvinkonu sinni. Með sorg í hjarta kveð ég ein- staka heiðursmanneskju og þakka henni samfylgdina. Börnum hennar og fjölskyldu sendi ég innilegar samúðarkveðj- ur. Guð blessi minningu Mar- grétar Ólafsdóttur. Margrét Kjartansdóttir. Við vorum svo heppnar að kynnast Margéti Ólafsdóttir þeg- ar við unnum saman á Morgun- blaðinu. Með okkur tókst mjög góður vinskapur sem hélst alla tíð. Hennar verður sárt saknað en minningin um hana mun lifa með okkur alltaf. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (Vald. Briem) Elsku Óli, Ragnar, Hlín, Sól- veig, Guðjón og barnabörn, missir ykkar er mikill. Megi góður Guð veita ykkur stuðning á erfiðri stund. Anna Vignir, María Guðnadóttir og Ragna Magnúsdóttir. Einn af heitari dögum sumars- ins var að kveldi kominn og þann- ig var það með Möggu mína, það hafði líka kvöldað í hennar lífi. Lítil maríuerla skoppaði fyrir ut- an gluggann þar sem við sátum saman fjórir gamlir vinir, stans- aði, horfði inn eins og boðberi. Þótt komið sé að því að setja punkt aftan við þann kafla í lífinu er spannar vináttu okkar Möggu er ljúfsárt að fletta til baka og rifja upp. Hún var vinkona sem ávallt var hægt að treysta á. Hún hlustaði, gladdist með manni og reif mann upp þegar depurð kvaddi dyra. Innileiki hennar og lífsgleði voru svo smitandi að alltaf var maður betri og glaðari eftir að hafa verið með henni. Hlátur kemur ekki örsjaldan þar við sögu því einstakur húmor hennar og að sjá spaugilegu hliðarnar á lífinu var hennar einkenni. Og svo það að „enginn hafði lofað okkur rósa- garði“. Við yrðum að rífa upp ill- gresið sjálfar. Eftir svona langa vináttu eru minningarnar dýrmætar. Þó að við byggjum ekki alltaf nálægt hvor annarri þá var það síminn sem bjargaði samskiptunum í þá daga. Og Mogginn fékk oft að splæsa símtali austur fyrir fjall í þau ár er við bjuggum þar, því við töluðum saman nokkrum sinnum í viku. Að horfa til baka þegar við hitt- umst fyrst fullar bjartsýni á lífið með kærustum okkar. En þannig kynntumst við, í gegnum þá. Þeir ekkert lítið flottir. Hár niður á herðar, fúlskeggjaðir, flottir í tauinu og hávaxnir. Að vísu mishávaxnir því um helgar, ef far- ið var út á lífið, brugðu þeir sér í betri skóna, gyllta eða silfraða, þykkbotna háhælaða að hætti poppstjarna þeirra tíma. Stofnuðum heimili. Skiptumst á ráðum. „Á maður að ryksuga oft í viku – straujar þú borðtuskurn- ar?“ Stellin keypt í Hamborg á Klapparstígnum, Arabía skyldi það vera. Magga valdi beis með grænu röndinni, ég þeirri brúnu. Þó að oftar hafi orðið kaflaskil í hennar lífi en mínu tók hún því með aðdáunarverðu æðruleysi. Hún hélt sínu striki og horfði fram á veginn brosandi þótt mað- ur hafi vitað að stundum sæti sársauki í hjartanu. Ég drúpi höfði í þakklæti fyrir órjúfanlega vináttu er ég kveð mína góðu vinkonu. Óli, Ragnar, Hlín og fjölskyld- ur, við Gulli vottum ykkur okkar dýpstu samúð, ykkar er missirinn. Elín Ástráðsdóttir. Magga situr í sjöunda himni með sínu fólki, kímnustu ólík- indatólunum, og brosir til okkar. Litla stúlkan af Kárastígnum, systir Hönnu sem fór í sveit í Örnólfsdal í Borgarfirði, léði Mogganum krafta sína frá sautjánda ári og hafði næstum meiri áhyggjur af vegferð hans en sér og sínum við starfslok. Hún fékk sextíu og tvö ár og nýtti þau vel. Óla eignaðist hún nítján með Tóta, Ragnar og Hlín með Pétri sínum tuttugu og níu og þrjátíu og tveggja ára. Þau eru öll þrælmenntuð og sterkir Gafl- arar. Magga sveik lit og flutti í Hörðukór í bláendann. Skildi ekki í sjálfri sér. Veikindaárin þrjú streymdu þangað nýbakað- ar kökur, nýveiddur lax og vinir. Magga rak menningarmiðstöð nema þegar Heilög þrenning var væntanleg, eins og hún kallaði Heimahlynninguna. Allir vilja mæta fagfólki óþreyttir. Tón- leikar, borgarferðir, búðarferðir, LSH-ferðir, Pétur, fjölskyldan, Stína, Lilja, Dóra, Gaflaravinir og Moggameyjar skutluðust er á móti blés. Laust fyrir aldamót þóttumst við stofna gönguhóp í Nauthóls- vík að frumkvæði Dórotheu hár- greiðslukonu með Helgu lista- konu, Lilju og Möggu af Mogga og mér frá kirkjunni. Hjartarótin alltaf hlýjuð á gamla Nauthól ef á móti blés. Ylfa nýfædd. Vorið 2001 fórum við Magga ásamt Bjarkarsystrum úr Reyk- holtsdal, Reyni manni Möggu elstu og Dóru Eyvindar til Sifnos í Eyjahafi í margar vikur. Við Magga herbergisfélagar, leynd- armál, mikið hlegið, hún kenndi mér sms. Helga, sem eyddi hálfu árinu í að breyta túrkishafinu, himninum, kirkjunum og ljósinu í liti á striga, leiddi okkur um. Allt hefur upphaf, miðju og endi. Sautjánda maí, þegar litrík- ir Norðmenn spranga á Karl Jo- hann, fylgdum við krakkarnir Möggu inn á líknardeild. Þung skref og létt, yndislegt starfsfólk og öryggi. Svo erfitt. Sólrík kvöld við Kópavoginn, myndir skoðað- ar af barnabörnum: Arnar fór alltaf í stígvélin og á eftir ömmu, Elmar meira heimakær, Hlynur svo innskeifur, Ylfa vildi alltaf linsoðið egg lítil, Orri minn svo hlýr, Jakob gefur hillunum bæk- ur. Við í sveitinni undir sjöunda himni segjum takk. Elísabet Berta Bjarnadóttir. Samstarfsárin okkar Möggu á Morgunblaðinu spanna 45 ár og höfum við lifað góða og slæma daga saman, oftast þó skemmti- lega, bæði í vinnu og með fjöl- skyldum okkar. Krabbamein hefur lagt að velli marga af okkar samstarfsmönn- um gegnum árin og nú var það Magga sem lést langt fyrir aldur fram. Hún var falleg, indæl, gam- ansöm og hlý og öllum geðjaðist vel að henni. Hún hafði kímni- gáfu sem varð til þess að hið nei- kvæða var ekki lengur neikvætt í umræðunni, við hlógum stundum bara að öllu saman. Það var árið 1967 sem við byrjuðum að vinna saman á auglýsingadeildinni, en svo fórum við að vinna á öðrum vettvangi. Ekki ætla ég að skrifa langa grein um vinskap okkar og samstarf, þar þyrfti heila bók til að koma aðalatriðunum fyrir. Minningarnar hafa hellst yfir mig undanfarna daga, og mundi ég ótrúlegustu hluti, það var eins og að hverfa aftur í tímann. Ég mun ætíð minnast hennar með hlýhug. Elsku Óli, Ragnar, Hlín og fjölskyldur. Ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Megi Guð styrkja ykkur í sorginni. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. (Kahlil Gibran.) Aðalheiður Jóhannesdóttir Margrét Ólafsdóttir HINSTA KVEÐJA Minning um Möggu. Mér er tregt um orð til að þakka þér hvað þú hefur alla tíð verið mér í munann fram myndir steyma. Hver einasta minning björt og blíð og bros þitt mun fylgja mér alla tíð unz hittumst við aftur heima. (Hugrún) Innilegar samúðarkveðj- ur til fjölskyldu og ástvina. Minning um einstaka konu lifir. Lilja Leifsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.