Morgunblaðið - 08.08.2012, Blaðsíða 9
Urriðavatn er eitt af stærstu vötn-
um á Héraði, það stendur við sam-
nefndan bæ og er allt að 10 metra
djúpt. Vatnið er nokkra kílómetra
norðan við Fellabæ. Eiríkur Ein-
arsson lögreglumaður hefur und-
anfarin þrjú ár synt yfir vatnið
endilangt og nýlega slógust fjórir
aðrir í hópinn.
Þrír urðu þó að hætta vegna þess
að þeir fengu krampa eða voru
orðnir of kaldir, bátur fylgdi sund-
mönnunum og skriðu þeir upp í
hann. Eiríkur og bróðir hans, Elm-
ar Logi, komust á leiðarenda. Eirík-
ur hefur stundað nokkuð sjósund
og tekið þátt í Viðeyjarsundi. Eirík-
ur er 32 ára, Elmar 31.
„Mér datt einhvern tíma í hug að
synda yfir Urriðavatn, ég átti
heima hér og ólst hérna upp,“ segri
Eiríkur. „Þetta sund er sennilega
2,6 til þrír kílómetrar. Yfirborðshit-
inn á vatninu var um sextán gráður
en eitthvað kaldara þar sem það
var dýpra. Við smurðum okkur með
feiti undir höndunum og á hnakk-
anum, aðallega til að forðast nún-
ingssár. Læknir sagði okkur að það
væri skynsamlegt að smyrja sig líka
aftan á hálsinum, það drægi dálítið
úr varmatapi.“ Eiríkur sagði að
þeir bræðurnir hefðu ekki flýtt sér
um of, þeir hefðu verið um klukku-
tíma og fimmtíu mínútur á sundi.
kjon@mbl.is
Ljósmynd/Pétur Heimisson
Syntu yfir endilangt
Urriðavatn í þriðja sinn
Bræður Kapparnir Eiríkur (t.h.) og Elmar Logi eftir Urriðavatnssund.
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 2012
Árin segja sitt1979-2012
BISTRO
Laugarásvegi 1 | 104 Reykjavík | Sími: 553 1620 | laugaas.is
50% afsláttur
Engjateigur 5
Sími 581 2141
www.hjahrafnhildi.is
•
•
•
Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16
Vertu
vinurokkará
facebook
Bæjarlind 6, sími 554 7030
Eddufelli 2, sími 557 1730
www.rita.is Ríta tískuverslun
Og enn lækkum
við verðið á
útsölufatnaði
60% afsláttur
Verð áður: Verð nú:
Kjóll 16.500 kr. 6.600 kr.
Pils 12.900 kr. 5.160 kr.
Bolur 10.900 kr. 4.360 kr.
Bolur 5.900 kr. 2.360 kr.
Jakki 8.900 kr. 3.560 kr.
Buxur 12.990 kr. 3.900 kr.
Allur útsölubuxur
á 3.900 kr.
Gerið góð kaup.
Laugavegi 63 • S: 551 4422
STÓRÚTSALA
NÚ ER TÆKIFÆRIÐ, ALLT AÐ
70% AFSLÁTTUR
SUMARKÁPUR – SPARIDRESS
GALLAFATNAÐUR – BOLIR OG M.FL.
Þú velur
og draumasófinn þinn er klár
GERÐ (yfir 90 mismunandi útfærslur)
STÆRÐ (engin takmörk)
ÁKLÆÐI (yfir 2000 tegundir)
Sófinn þinn útfærður eftir þínum óskum
H Ú S G Ö G N
Patti verslun | Dugguvogi 2, 104 Reykjavík
Sími: 557 9510 | Vefsíða: www.patti.is
Verslun okkar er opin:
Virka daga kl. 9-18
Laugardaga lokað
Sunnudaga lokað
BaselTorino
Verð áður 319.800 kr
Río 3+Tunga
Aðeins 223.900 kr
*Takmarkað magn
BonnLyon
Reynisfjara var áfram lokuð í gær
vegna töku bandarísku stórmyndar-
innar um örkina hans Nóa, með Rus-
sell Crowe í aðalhlutverki. Fjaran
við Reynisdranga og hinir svörtu
sandar sem teygja sig að Dyrhólaey
eru fræg fyrir dulúðuga fegurð sína
og ættu því að skáka hvaða Holly-
woodleikmynd sem er, þótt ekki sé
um sérlega „biblíulegt“ landslag að
ræða.
Það viðraði vel fyrir kvikmynda-
töku í Reynisfjöru í gær. Svæðinu er
lokað fyrir almennri umferð, sem
kann að virðast óheppilegt á þessum
hápunkti ferðamannatímans, en er
gert í fullu samráði við landeigendur
og sveitarstjórn í Vík. Reynisfjara er
afar vinsæll áfangastaður ferða-
manna enda mikilfenglegt útsýni yf-
ir bæði stuðlabergið í Reynisfjalli og
Reynisdranga úti fyrir ströndinni.
Ferðamenn verða næstu daga að
láta sér nægja útsýnið að austan-
verðu. Ráðgert er að tökur á Nóa
standi fram í lok ágúst. Til stóð að
mynda í Reynisfjöru í tvo eða þrjá
daga en samkvæmt heimildum
mbl.is kemur til greina að tökuliðið
haldi sig áfram á Suðurlandi og
myndi við Hafursey á Mýrdalssandi.
una@mbl.is
Viðraði vel til
myndatöku
Örkin hans Nóa við Reynisdranga
Örkin Tökulið myndarinnar í
Reynisfjöru í gær.
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson