Morgunblaðið - 08.08.2012, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 08.08.2012, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 2012 Stundum er sagt að líf manna skiptist í tímabil eða kafla. Á fal- legum degi í maímánuði árið 1967 urðu slík skil í lífi mínu þegar ég steig upp í rútu í miðbæ Reykja- víkur með Díu frænku minni og keyrði að mér fannst í óratíma austur í Fljótshlíð. Día sem hafði sofið mest alla leiðina austur rankaði við sér svona eins og hún fyndi á sér að núna væri rútan komin að Núpi og steig út við brúsapallinn. Við röltum síðan upp traðirnar í logninu og sól- skininu að bænum og inn í and- dyrið. Þar tók á móti okkur alveg einstaklega viðkunnanleg kona sem bauð okkur velkomin og í einni svipan setti upp kaffi og dró fram kökur og brauð. Þarna hafði ég hitt húsfreyjuna á bænum, hana Önnu, konu Péturs bónda, og ég man hvað mér fannst strax þægilegt að umgangast þessa vingjarnlegu konu. Árin liðu og ég dvaldi hjá þeim hjónum mörg sumur í sveit og alltaf var jafn gott að koma í sveitina og dvelj- ast í lengri eða skemmri tíma á ✝ Anna Guðjóns-dóttir fæddist á Sámsstöðum í Fljótshlíð 9. júní 1922. Hún lést á krabbameinsdeild Landspítalans í Reykjavík 23. júlí 2012. Útför Önnu fór fram frá Fossvogs- kirkju 1. ágúst 2012. bænum, þar sem ég fann skjól í stormi lífsins. Anna var ótrúleg kona. Aldrei nokkurn tíma féll henni verk úr hendi. Öll verk voru unnin hratt, fumlaust og án átaka. Sama var uppi á teningnum þegar hún keyrði bíl, sama hvort það voru holur, beygjur eða beinn vegur, annaðhvort var bíllinn stopp eða á 80 kílómetra hraða. Óbilandi minni hafði hún og vissi upp á hár hvar allir hlutir stórir sem smáir voru á bænum. Á Núpi var alltaf líf og fjör og óendanleg vinna við heimilið og almenn bústörf. Anna var fjör- kálfur með mildan hlátur og ferskan húmor og var ávallt til í að sjá spaugilegu hliðina á lífinu og tilverunni. Anna var náttúru- barn og ég man eftir þegar hún sagði mér frá því að stundum fyndist henni grasið vita af henni þegar hún gekk á því. Að ala upp sjö börn ásamt öllum þeim börn- um sem fengu að vera í sveit á Núpi án þess nokkurn tíma að segja eitt einasta styggðaryrði er afrek út af fyrir sig en sýnir best hvern mann þessi góða kona hafði að geyma. Það var í raun al- veg ótrúleg heppni að ég skyldi hafa fengið að kynnast þessari einstöku konu sem að mörgu leyti kom mér í móður stað á þessum viðkvæmu æskuárum. Ég mun sakna Önnu. Erlendur Birgisson. Anna Guðjónsdóttir Elsku Didda. Heldur finnst mér þú hafa fengið stuttan spuna- þráð til að spinna úr, ekki orðin sextug. Einhvern veginn virkaðir þú þannig á mann að maður hugsaði ekki um dauðann heldur hvernig þú yrðir á elliheimili komandi öllum í gott skap. Þau voru litrík og skemmtileg árin okkar á Vallá. Ég með Stínu og Geir og þú með Jóa og síðan fæddist Gústi litli. Sjö árum seinna eign- aðist ég Rikku og þú eignaðist Maju sama ár. Þú hélst áfram og Katrín Hansen ✝ Katrín Hansenfæddist á Grænlandi 12. maí 1953. Hún lést á heimili sínu 23. júlí 2012. Útför Katrínar fór fram frá Foss- vogskirkju 2. ágúst 2012. eignaðist Kötu og Grétu. Margt var brallað, við gengum í kvenfélagið, mátt- um ekki líta hvor á aðra á alvarlegum fundum án þess að springa úr hlátri og að fundum loknum vorum við klukku- tíma að ganga heim sem annars var tíu mínútna gangur. Við komumst varla úr sporunum fyrir hláturshrinum. Þú varst kraftmikil og þrifin með afbrigðum og varst eins og stormsveipur um alla íbúðina, stóðst uppi á tveimur stólum til að skipta um ljósaperur og ég óskapaðist yfir uppátækinu. „Uss ég er létt eins og fluga, við lútum sama þyngdarlögmáli flugan og ég.“ Þú varst hnyttin og fljót í tilsvörum. Þetta voru tímar sveitasíma og Kjalarnesið afskekkt. Dag- lega var hringt stutt stutt löng löng og byrjaði samtalið oft á þá leið að þú hélst smá fyrirlestur til þeirra sem lágu á línunni: „Ekki kalla fram í ef við hneykslum ykkur og ekki kjafta frá því sem þið kunnnið að heyra í þessu símtali.“ Stundum nafn- greindir þú fólkið og hvattir það til að leggja á og fá sér kaffipásu því fréttirnar gætu gengið fram af því. „Komdu í kaffi kerling, var að taka eina úr ofninum.“ Þú bakaðir minnst 365 tertur á ári og samt vorum við grannar eins og hrífusköft, brenndum þessu öllu í hlátri og gleði. Það var saumað, prjónað og börnin alltaf hrein og fín, góður og mikill mat- ur á borðum. Stundum rauk úr minni, þú hafðir nú skap sem oft einkennir duglegt fólk. Ég líkti því oft við veðurfarið á Kjalarnesi, það gat verið hvass „andvari“ og svo blíðalogn. Við vorum sammála um að þessi ár okkar á Vallá hefðu verð mikið hláturstímabil. Ekkert stress, Stutt, stutt, löng, löng: „Neyðartilvik, þú færð áfall þegar þú sérð nýjasta uppátæk- ið, skelltu þér í vöðlurnar og þrammaðu yfir.“ Þegar yfir var komið láguð þið hjónin máttlaus af hlátri. Mér var brugðið þegar ég sá eiginmanninn með lambak- rullur sem annars var með nátt- úrulegt slétt hár. Hún hafði ver- ið að prófa permanent á bóndann með þessum árangri. Hann gat ekki farið út úr húsi og eftir smá ráðabrugg var allt hárið rakað af. Alltaf ætluðum við að hittast og hafa gaman, við töluðum sam- an í síma fyrir skömmu, þú í Noregi, ég á Ítalíu, og ákváðum að hafa samband þegar til Ís- lands væri komið. En nú er það orðið um seinan, við getum ekki faðmast eða sagt falleg orð. En góðar minningar ylja. Þú varst rík kona Didda mín, eignaðist fimm yndisleg börn og hóp barnabarna. Varst gift góðum dreng sem líka fór alltof fljótt. Við fjölskyldan söknum ykk- ar, þið voruð gott fólk og skemmtilegt. Megið þið bæði hvíla í friði. Hjördís og fjölskylda, Vallá. Lokið er farsælli lífsgöngu mætrar samferðakonu og mér kært að minnast hennar örfráum orðum. Kynni okkar Öllu eins og hún var alltaf kölluð hófust þegar Aðalheiður Aðalsteinsdóttir Malmquist ✝ Aðalheiður Að-alsteinsdóttir Malmquist fæddist í Skuggahlíð í Norð- fjarðarsveit 16. febrúar 1930. Hún lést á sjúkrahúsinu í Neskaupstað 28. júlí 2012. Útför Aðalheiðar var gerð frá Norðfjarð- arkirkju 3. ágúst 2012. við settum upp leik- ritið Allt fyrir Maríu heima á Reyðarfirði haustið 1959.Við stofnun leikfélagsins þá kom Alla þegar til liðs við okkur og tók svo að sér tvö viða- mikil hlutverk í tveim leikritum og stóð sig þar með stakri prýði. Hún sýndi hin ljómandi leikrænu tilþrif og hafði skýra og vandaða framsögn, beitti rödd sinni þannig að vel féll að efninu, setti sinn ágæta svip á sýningarn- ar. En umfram allt var hún hinn ljúfi og glaði félagi, gamansöm hið besta og vinhlý var öll hennar framkoma, gat jafnframt verið skemmtilega snögg upp á lagið og snillingur í tilsvörum. Þannig varð hún okkur kær vinkona og oft hrókur alls fagnaðar, enda greini- lega vel lesin og fróð um svo marga hluti. Alla flutti svo frá Reyðarfirði ásamt sínum góða eiginmanni, Finni Malmquist. Að henni var sönn eftirsjá í okkar fámenna hópi sem átti þann tilgang helstan að gleðja aðra og þá okkur sjálf um leið. Hin góða greind hennar og athyglisgáfan glögg reyndust far- sælir förunautar, hún var mjög fljót að tileinka sér hlutverkið og kunni tilsvörin nær strax, Þessir eðliskostir komu sér líka bærilega í erilsömu starfi hennar á síman- um en þar var hennar starfsvett- vangur lengi. Þar fór eðlilega af henni einkar gott orð, eljusöm og úrræðagóð. Við Alla vissum alltaf hvort af öðru, heyrðumst og sáumst og þá var gaman að rifja upp löngu liðnar stundir, góðar stundir og skemmtilegar um leið, enda minni hennar afar trútt. Þrátt fyrir slysfarir og veikindi var hún ætíð hress í máli, allt stóð til bóta, ekkert víl né vol, en þó ját- aði hún í síðasta samtali okkar í vetur að hún væri ósköp lasburða og þreytt. Og nú er hennar ágæta æviganga á enda. Einlæg þökk fyrir kynni kær býr mér nú efst í huga á kveðjustund. Þar fór hæfi- leikakona indælla eiginleika. Börnum hennar og aðstandendum öðrum sendum við Hanna kærar samúðarkveðjur. Blessuð sé hug- ljúf minning Aðalheiðar. Helgi Seljan. Þórir Jónsson var fóstursonur ömmu minnar Huldu Á. Stefánsdóttur og afa míns Jóns S. Pálmasonar frá Þingeyrum. Hann og Sigríður Guðmannsdóttir kona hans voru vanalega nefnd í sömu andrá í minni fjölskyldu, Sigga og Tóti og voru meðal styrkustu stoða míns uppvaxtar. Þau reyndust okkur vel alla tíð, voru fólkið sem alltaf var til staðar og ég met meir því lengur sem ég lifi. Sigga og Tóti voru nágrannar fjölskyldu minnar á Miklubraut um tíma og voru systkini mín Anna Salka og Stefán Jón þar tíðir gestir og leikfélagar Jóns Guð- manns sonar þeirra, þó aldur þeirra væri misjafn. Á heimilinu var einnig Stefán Pálmason afa- bróðir minn, sannkallaður afi. Tóti var fulltrúi sinnar kynslóð- ar, rólegur og vinnusamur og far- arskjótar, bílar og hestar áttu hug hans allan. Hann dvaldi í bílskúrn- um á daginn og sinnti hestunum í frístundum. Myndarlegur maður með góða nærveru sem kunni best við sig í vinnufötunum, með hlý- legt augnaráð og hló með hjart- anu. Sigga var glaðleg og fé- lagslynd og hélt myndarlegt heimili. Jólaboðin hjá þeim voru í miklu uppáhaldi, ekki síst hjá syni mínum Nikulási og yngsta bróður Þórir Jónsson ✝ Þórir Jónssonfæddist í Húna- vatnssýslu 18. apríl 1922. Hann lést 14. júlí sl. Útför Þóris fór fram frá Linda- kirkju í Kópavogi þriðjudaginn 24. júlí 2012. mínum Bobba, en þar var rausnarlega veitt, en heitt súkku- laði og ljúffengar kökur fylgdu dýrind- is jólamáltíð með ís í eftirrétt. Minningarnar frá Miklubraut 40 frá barnsaldri innihalda góðan sápuilm frá baðinu, hlýju og hressileika Siggu og mynd af Tóta að stússa í bílskúrn- um. Ég minnist umferðar- hávaðans á næturnar í heimsókn- um mínum til Reykjavíkur sem barn, fyrstu brennunnar sem ég sá í Reykjavík á Klambratúni (Miklatúni), sunnudagsbíltúra í Eden Hveragerði og glaðlegra heimsókna Siggu sem ávallt var hlaðin jólakökum og öðru góðgæti. Síðar dyttaði Tóti að bíldruslunum mínum og það var hann sem benti mér á að það þyrfti að setja olíu og vatn á bílinn. Eitt sinn færðist hann þó undan þegar þurfti að laga vatnskassa í Austin Mini bíl, fyrsta bíl fullorðinsáranna sem var ávallt látinn renna í gang. Ég komst að því síðar að það þyrfti nánast að taka bílinn niður í eindir við þessa framkvæmd og geri mér grein fyrir að ástandið var ekki að skapi bílaáhugamanns. Tóta hrakaði hratt síðasta árið eftir að hann fór á Hrafnistu, það hefur líklega ekki átt við hann að sjá á bak fararskjótum sínum. Fjölskylda mín minnist hans með mikilli hlýju og þökk fyrir að hafa verið til staðar. Ég sendi mínar bestu kveðjur til Jóns Guðmanns, Helenu Margrétar og vina og vandamanna. Hulda S. Jeppesen. Elsku amma Heiða, það var svo gott að koma til þín á Sel- foss. Þú tókst alltaf á móti mér með opnum örmum og ég fann hvað ég var innilega vel- komin, mér fannst ég eiga annað heimili hjá þér. Allt svo rólegt og þú eldaðir uppá- haldsmatinn minn og við spil- uðum þangað til við vorum al- veg búnar á því. Ég og þú eigum helling af minningum, t.d. þegar ég kenndi þér skrið- sund og eftir strangar æfingar náðir þú að synda eina ferð skriðsund á móti tveimur ferð- um af bringusundi. Eftir sund- ferðirnar fórum við í Pylsu- vagninn á Selfossi, þú fékkst þér eina með sinnepi og steikt- um og við horfðum saman yfir Ölfusá. Við vorum líka pennavinir þegar ég var yngri, bréfin sem ég fékk send til baka frá þér voru öll út í fallegum blómum og það var svo spennandi að kíkja í póstkassann og sjá hvort ég hefði fengið bréf. Þú varst alltaf svo góð við mig, þú varst ekki bara amma, þú Aðalheiður Jónasdóttir ✝ AðalheiðurJónasdóttir fæddist í Reykjavík 6. febrúar 1945. Hún lést á líkn- ardeild Landspít- alans í Kópavogi 27. júlí 2012. Útför Aðalheiðar fór fram frá Foss- vogskirkju 3. ágúst 2012. varst líka yndisleg trúnaðarvinkona og besti dönsku- einkakennari í heimi. Ég var svo stressuð að kynna þig fyrir Sævari Erni, kærastanum mínum, en ég vissi samt að þú yrðir glöð fyrir mína hönd. Hugsunin um að þú verðir ekki stödd í brúðkaupinu mínu eða að sjá börnin mín vaxa úr grasi er óbærileg. En innst inni veit ég að þú verður alltaf með mér. Þú ert svo stór hluti af mér og ef ég lendi í vandræðum í lífinu get ég spurt sjálfa mig: „Hvað hefði amma Heiða gert í þess- um aðstæðum?“ og án vafa mun ég finna réttu lausnina. Ég lofa að gleyma aldrei síðustu orð- unum sem þú sagðir við mig. Ég elska þig amma og ég mun aldrei gleyma þér. Þín Kristín Björt. MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Rvk • s. 587 1960 • www.mosaik.is Legsteinar og fylgihlutir Í tilefni af 60 ára starfsafmæli okkar bjóðum við fría uppsetningu á höfuðborgarsvæðinu og fría pökkun á legsteinum sem fara út á land Mikið úrval - Vönduð vinna - Gott verð Marmari Granít Blágrýti Gabbró Líparít ✝ Innilegar þakkir þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför SIGURÐAR SIGURÐSSONAR, Patreksfirði, sem andaðist 23. júní á Heilbrigðisstofn- uninni, Patreksfirði. Ingveldur Hjartardóttir, Hjörtur Sigurðsson, Sigríður Ólafsdóttir, Anna María Sigurðardóttir, Björn Ágúst Jónsson, Rikharð H. Sigurðsson, Sigurður Svanur Sigurðsson og barnabörn. ✝ Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SVANLAUGAR JÓHANNSDÓTTUR, Bólstaðarhlíð 45, Reykjavík, sem andaðist mánudaginn 9. júlí. Þórey Eyþórsdóttir, Gunnar V. Jónsson, Elfa Eyþórsdóttir, Jóhann B. Loftsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýnt hafa okkur samúð og hlýhug vegna fráfalls SIGURÐAR GUNNARSSONAR, fyrrverandi sýslumanns. Orri Sigurðsson, Hróðmar Sigurðsson, Snæbjörg Gunnarsdóttir, Ívar Sigurðsson, Gunnar Hallgrímsson, Guðný Sigurðardóttir, Margrét Gunnarsdóttir, Agnar Jóhannsson, Halla Gunnarsdóttir, Hjálmur Pétursson, Guðrún Pétursdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.