Morgunblaðið - 08.08.2012, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 08.08.2012, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 2012 ✝ ÞórhildurRagna Karls- dóttir fæddist í Reykjavík 9. apríl 1920. Hún lést 19. júlí síðastliðinn. Foreldrar henn- ar voru Karl Þor- bergur Þorvalds- son, trésmíðameistari, f. 18.8. 1895, d. 25.7. 1982, og Sig- urveig Magnúsdóttir, húsmóðir, f. 8.11. 1888, d. 11.3. 1969, bæði frá Eyrarbakka. Þórhildur var næstelst af átta systkinum, þau voru Ásdís, f. 5.3. 1919, d. 11.10. 1940, Karlotta, f. 15.8. 1921, d. 8.12. 1987, Magnea Gróa, f. 5.7. 1923, d. 24.12. 2008, Guðlaug, f. 13.7. 1924, d. 2.4. 1975, Óskar, f. 16.10. 1925, d. 19.3. 1926, Þor- valdur Óskar, f. 25.1. 1930, d. 9.2. 2009, og Magnús, f. 14.11. 1931, d. 27.7. 2008. Þórhildur giftist 15.9. 1951 Þor- steini Sigurðssyni, f. 22.11. 1926, d. 27.5. 2011. Börn Þórhildar og Þor- steins eru: 1) Karl Þorsteinsson, f. 31.1. 1952, kvæntur Margréti Geirrúnu Kristjánsdóttur, f. 9.3. 1957. Börn þeirra eru Þórhildur Ragna, f. 31.10. 1977, og á hún Karl Leó Sigurþórsson, f. 1.11.1997, Kristján Magnús, f. 10.4. 1980, og Guðbjörg Hulda, f. 26.5. 1990. 2) Guðbjörg Þor- steinsdóttir, f. 1.9. 1954, gift Halldóri Bjarnasyni, f. 17.4. 1947. Sonur Guðbjargar Þor- steinn Örn Andrésson, f. 22.3. 1970, börn hans eru Andri Snær, f. 28.2. 1994, Sindri Snær, f. 28.2. 1994, og Bjarki Snær, f. 21.2. 1998. Sonur Guð- bjargar og Halldórs Snorri, f. 4.11. 1974, dóttir hans er Gréta Guðný, f. 17.11. 1993. 3) Baldur Þorsteinsson, f. 30.12. 1960, kvæntur Guðbjörgu Lindu Udengaard, f. 31.7. 1966. Börn þeirra eru Elín Anna, f. 16.10. 1988, og Þórður Hans, f. 15.1. 1992. Þórhildur ólst upp og bjó alla sína tíð í Reykjavík. Þórhildur og Þorsteinn bjuggu á Hjarð- arhaga 26 frá 1956, síðasta árið bjó Þórhildur á hjúkrunarheim- ilinu Sóltúni og naut frábærrar umönnunar starfsfólks heimilis- ins. Þórhildur vann við versl- unarstörf áður en hún giftist Þorsteini og var síðan heima- vinnandi húsmóðir. Útför Þórhildar fer fram frá Dómkirkjunni í dag, 8. ágúst 2012, og hefst athöfnin kl. 15. Ég sá tengdamóður mína Þór- hildi Rögnu Karlsdóttir í fyrsta skipti með svuntu við eldavélina á Hjarðarhaganum, þetta var al- geng sjón þegar komið var í heim- sókn, enda þau hjón höfðingjar heim að sækja, ekki við annað komandi en að þiggja kaffi og með því, þó kíkt væri inn í augnablik. Í augum Þórhildar var ég ekki draumatengdasonurinn til að byrja með, en það breyttist fljótt eftir stutt kynni og urðum við bestu vinir. Margs er að minnast á nærri 40 ára samferð, t.d. bygging sum- arbústaðar í Munaðarnesi, þar var sama sagan, varla vinnufriður fyrir mat og kaffi, en upp fór ho- siló og áttum við margar góðar stundir saman þar. Þórhildur var mikil hannyrðakona og þær voru ófáar lopapeysurnar sem hún prjónaði á mig í gegnum árin, var búin að koma sér upp sérstakri uppskrift sem passaði á mig, henni var ekki skemmt þegar ég kallaði prjónaskapinn menningar- snauða iðju. Orðaforði hennar var ótrúlegur og hafði ég oft á orði að rétt væri að gefa út orðabók tengda- mömmu, til að orðin sem ég hafði aldrei heyrt áður gleymdust ekki. Alla tíð reyndust Þórhildur og Þorsteinn mér mjög vel og þótti mér vænt um að geta endurgoldið þeim það að litlu leyti. Sérstak- lega þótti mér vænt um þau skipti sem Þórhildur gisti hjá okkur hjónum eftir að Þorsteinn lést á síðasta ári. Góðrar konu er sárt saknað. Halldór. Fyrsta sinn sem ég sá hve rík- ur ég var af „stórum“ frænkum var seinni part vetrar 1935, þegar ég á öðru árinu kom frá Dan- mörku og sá fegurð föðurlands míns í fyrsta sinn. Það var gadd- ur, en samt hlýtt á Bergstaða- stræti 61. Toledo var enn ekki komið í framhúsið, en þar var önnur verslun, en uppi á lofti hafði Kalli frændi smíðað íbúð handa foreldrum sínum, afa og ömmu, og það virtist þá vera miðdepill fjölskyldunnar. Þar fékk ég að sofa í rúminu hjá afa og ömmu, en stóru stelpurnar komu oft við, sumar bæði á leið í skólann og seinna um daginn. Þar var Ásdís elst, svo kom Ragga, Karlotta, Stella og Lauga, og svo strák- arnir, Valdi og Maggi. Það var því með mikilli til- hlökkun sem ég hjálpaði pabba og mömmu þremur árum síðar að pakka dótinu niður til þess að komast heim til Íslands. Hér átti ég gott frændfólk og nú ætlaði ég mér að læra íslenska tungu. Með lagni hafði frændfólkið reynt að ná „baunanum“ úr mér og gera mig að Íslendingi. Það var því gott að koma á Bergstaðastræti 61. Eitt sinn opnuðust stofudyrnar upp á gátt og ég sá rétt aðeins þögult rúmið og sorgarblæ á heimilinu. Það var Ásdís, rúmlega tvítug, sem varð berklunum að bráð. Við strákarnir vorum þá of litlir til þess að kveðja hana í Dómkirkjunni. Nú var Ragga orð- in elst systkinanna, en það var þá orðið sérstaklega Maggi bróðir sem í hálfgerðri stríðni kallaði hana Röggu. Það var eins og hún fengi lánaðan sjö tommu nagla hjá pabba sínum til að slá því föstu: „Ég heiti sko ekki Ragga, ég heiti Þórhildur. Amma okkar hét fullu nafni Ragnhildur, en Þórhildur var líka nafn krónprinsessunnar, sem aldrei varð drottning Íslands. Nú var Þórhildur frænka orðin fullorðin og gælunafnið átti að hverfa, enda kynntist hún bráðum myndarlegum kennara, Þorsteini, og hér myndaðist glæsilegt heim- ili með börnunum, Kalla, Guð- björgu og Baldri. Það má sjá greinilegan ættarsvip hjá ýmsum börnum og barnabörnum. Nú höf- um við kvatt öll hin systkinin, en Þórhildur, sem lengi var elst, lifði lengst af þeim öllum. Í dag fá börnin líka að vera með í Dóm- kirkjunni til þess að kveðja góða íslenska konu. Við Ída þökkum Þórhildi og fjölskyldu hennar fyrir ætíð hlýj- ar móttökur og gestrisni þegar einhvern úr fjölskyldu okkar bar að garði. Blessuð sé minning Þórhildar frænku. Jóhann M. Þorvaldsson frændi. Þórhildur Ragna Karlsdóttir Hið austurríska man, hið íðilfagra fljóð, Mar- grét, er gengin til móts við sinn ektamann í 59 ár. Hratt flýgur stund, ég hitti hana síðast þeg- ar ástkær Kristján Sveinsson var jarðsunginn fyrir tæpu ári síðan. Ég á með þeim heið- urshjónum, dætrum þeirra og barnabörnum yndislegar minn- ingar. Kynni okkar hófust fyrir tæpum 34 árum er ég auglýsti eftir heimilishjálp og réð Önnu Lísu yngri dóttur þeirra til þess að annast frumburð minn í Kiel í Þýskalandi. Anna Lísa stóð sig með stakri prýði og leigðum við hjá guðfræðipró- fessor og konu hans. Þau bjuggu í stóru einbýlishúsi í Kiel. Um jólin kom æskuvin- kona Önnu Lísu í heimsókn og barnsfaðir minn. Í janúarmán- uði var ég í prófum svo ákveðið var að þau færu öll á undan til Íslands og hefðu ungbarnið með sér. Anna Lísa var áfram hjá okkur Herði að gæta Heru. Margrét hjálpaði dyggilega við umönnun Ágústu Heru og Kristján Sveinsson einnig sem sótti hana iðulega heim í leigu- bifreið sinni. Æ síðan hefur verið mikil vinátta milli fjölskyldna okkar og öll börnin mín fimm að tölu voru þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast Margréti, Kristjáni, Margrét Sveins- dóttir Zúber ✝ MargrétSveinsdóttir, fædd Margarete Zúber, fæddist í Kliening, Lavanttal í Austurríki 5. júlí 1927. Útför Margrétar fór fram frá Graf- arvogskirkju 1. ágúst 2012. dætrum þeirra og barnabörnum. Son- ur minn heitinn var góður vinur Krist- jáns, sonar Lónýj- ar. Heba Margrét dóttir mín er skírð í höfuðið á Mar- gréti, þeirri heiðurskonu sem nú er gengin á vit feðranna. Hún var hvers manns hug- ljúfi, og til fyrirmyndar á öllum sviðum, gáfuð og göfuglynd og ávallt sérlega vel til höfð. Myndarbragur var á heimili hennar hvar sem þau bjuggu. Margrét gætti Heru oft eftir að Önnu Lísu bauðst betur launuð vinna og ég hafði lokið námi í Kiel og hér heima og farin að starfa m.a. sem flugfreyja. Margrét var ávallt boðin og bú- in að gæta Heru og síðar Hebu Margrétar. Eftir að þau eign- uðust barnabörn á svipuðu reki, styrktist vinskapur okkar enn frekar. Ég lærði margt af Mar- gréti, enda til fyrirmyndar á öllum sviðum. Lýsandi dæmi um verksvit og vandvirkni í hví- vetna, er til að mynda þegar við Heba heimsóttum hana í fallega einbýlishúsið þeirra Kristjáns í Fannafoldina. Margrét var að baka er okkur bar óvænt að garði og ekki hveitikorn á eld- húsbekknum að sjá. Sama hvert var litið, heimilið var ávallt tipp topp eins og Margrét. Þær Heba, Aníta og Anna eru allar skírðar í höfuðið á Margréti. Sonur minn heitinn, Guðmund- ur Ísar og Kristján sonur Ló- nýjar voru góðir vinir. Hann hlakkaði ávallt mikið til að hitta Kristján. Ég á skemmtileg myndbönd og ljósmyndir úr af- mælisveislum þar sem þeir eru að leik og glæsilegar mæðg- urnar, Anna Lísa, Guðbjörg Lóní og Margrét prýða einnig myndböndin og ljósmyndirnar. Yndislega fjölskylda, það var gæfuspor á lífsleið okkar barna minna og stórfjölskyldu að kynnast ykkur og foreldrum ykkar þeim göfuglyndu og sam- hentu hjónum. Þau eiga stóran þátt í að mér tókst að ljúka námi á tilskyldum tíma og starfa sem flugfreyja. Stuðn- ingur ykkar hefur verið ómet- anlegur. Ótal minningar sækja á hugann og allar jafn fallegar og ljúfar. Við börnin mín og stórfjölskylda vottum okkar dýpstu samúð. Guðbjörg Gróa Guðmundsdóttir. Ég vil nota tækifærið til að minnast ykkar beggja, elsku Margrét og Kristján. Þið voruð eins og amma mín og afi. Mér leið alltaf svo vel hjá ykkur, þið áttuð yndislegt heimili og voruð alltaf svo góð við mig. Ég man eftir því að koma til ykkar í Kópavoginn þar sem ég fékk að horfa á Tomma og Jenna, leika með dúkkulísur og borða uppáhaldsréttinn minn sem var gnocchi-pasta með kjötsósu. Ég man líka eftir bað- sápum í bandi sem litu út eins og persónurnar úr Andrésblöð- unum og eftir því að fá Sanasól á morgnana. Heimilið var alltaf svo hreint og fínt, alveg eins og bílarnir hans Kristjáns. Einu sinni villtumst við Heba með strætó og Kristján kom á leigu- bílnum að sækja okkur ein- hvers staðar í Mosfellsbæ eftir að það var búið að hringja á lögregluna og allar leigubíla- stöðvar bæjarins til að leita að okkur, mig minnir að ég hafi bara verið í kringum sex ára þá. Þótt ég hafi ekki hitt ykkur jafnoft og áður hef ég alltaf hugsað til ykkar og mun áfram gera það. Takk fyrir allt elsku Margrét og Kristján. Mikið þykir mér vænt um tímann sem við áttum saman en leitt að hafa ekki náð að kveðja ykkur í eigin persónu en ég kveð ykkur nú með miklum söknuði og mörgum fallegum minningum. Ykkar Ágústa Hera. Sendum frítt hvert á land sem er Helluhrauni 12 • Hafnarfjörður • 544 5100 • www.granithusid.is ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, DROPLAUG HELLAND, Vogatungu 13, Kópavogi, lést að heimili sínu mánudaginn 6. ágúst. Birgit Helland, Hreinn Frímannsson, Arndís Inga Helland, Óskar Þormóðsson, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HEIDI JAEGER GRÖNDAL, lést í faðmi fjöskyldunnar á hjúkrunar- heimilinu Eir sunnudaginn 22. júlí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Fjölskyldan færir starfsfólki Eirar alúðarþakkir fyrir frábæra umönnun. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Jón Gröndal og Dorothea Emilsdóttir. Einar Gröndal og Guðrún Guðmundsdóttir. ✝ Ástkær eiginmaður, faðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR SIGMAR PÁLSSON, Fjarðargötu 19, Hafnarfirði, lést að Hrafnistu, Hafnarfirði, laugardaginn 4. ágúst. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 14. ágúst kl. 13.00. Elísabet Jónsson, Lovísa Guðmundsdóttir, Odd Suhr, Guðmundur R. Guðmundsson, Hrafnhildur Ingibergsdóttir, Stefán Páll Guðmundsson, Sólrún Ragnarsdóttir, Berglind Ósk Guðmundsdóttir, Oddur Þór Þorkelsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Maðurinn minn, fósturfaðir, afi og vinur, ROLF INGE LARSEN, Sólheimum 23, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi fimmtudaginn 2. ágúst. Útför hans fer fram frá Áskirkju föstudaginn 10. ágúst kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Minningarsjóð líknardeildar Landspítalans í Kópavogi, sími 543 1159. Birna Þórisdóttir, Sigurður Örn Einarsson, Arnar Þór Sigurðsson, Hulda Þórsdóttir. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ÓLAFÍA JÓNÍNA GÍSLADÓTTIR, Vallarbraut 10, Reykjanesbæ, lést á Garðvangi sunnudaginn 5. ágúst. Útför hennar fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju föstudaginn 17. ágúst kl. 13.00. Hákon Þorvaldsson, Birgir Vilhjálmsson, Ólafía Sigríður Friðriksdóttir, Hildur Guðrún Hákonardóttir, Hákon Matthíasson, Hilmar Hákonarson, Þórunn Guðmundsdóttir, barnabörn og langömmubörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, AUÐBJÖRG DÍANA ÁRNADÓTTIR, Heiðarlundi 18, Garðabæ, lést á heimili sínu þriðjudaginn 31. júlí. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju föstudaginn 10. ágúst kl. 13.00 Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á hjúkrunarfræðinga Karitas og krabbameinsdeild 11E, Landspítala. Jón Hermannsson, Árni Jónsson, Sólveig Pálsdóttir, Hermann Þór Jónsson, Harald Schmitt, Díana, Ólafur Páll og Íris.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.