Morgunblaðið - 08.08.2012, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 08.08.2012, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 2012 Eldfjallið Tongariro á Nýja- Sjálandi gaus í fyrrinótt eftir að hafa legið í dvala í rúma öld. Fjallið spúði ösku sem raskaði innanlands- flugi, auk þess sem vegir lokuðust. Tongariro er á Norðurey og gaus síðast árið 1897. Eldfjallið var not- að sem fyrirmynd að hinu illa Dómsdagsfjalli í kvikmyndunum um Hringadróttinssögu. Lögreglan sagði að eldgosið hefði hvorki valdið mannskaða né eignatjóni. Askan frá eldfjallinu var í um 20.000 feta hæð, eða 6.100 metra, og aflýsa þurfti tugum ferða í innanlandsflugi. Hún raskaði þó ekki flugi farþegaþotna í milli- landaflugi þar sem þær fljúga yfir 20.000 fetum. Enginn þurfti að flýja heimili sitt en yfirvöld hvöttu fólk til að halda kyrru fyrir heima hjá sér og þétta glugga vegna öskufallsins. Nýja-Sjáland er á flekamótum umhverfis Kyrrahafið sem oft eru kölluð „Eldhringurinn“. Þar eru mörg virk eldfjöll og mikil skjálfta- virkni. Spúði ösku eftir að hafa sofið í rúma öld AFP Öskufall Bóndi gefur hrossum hey á svæði sem þakið var ösku eftir gosið. Tugir manna þurftu að flýja heimili sín eftir miklar rigningar í Buske- rudfylki í sunnanverðum Noregi í fyrrinótt. Miklar skemmdir urðu á húsum og mannvirkjum og víða eyðilögðust vegir. Ekki er vitað til þess að fólk hafi slasast. Vatn flæddi inn í kjallara húsa og er talin hætta á að hús hrynji ef undirstöður þeirra gefa sig. Fólk er varað við að vera á ferðinni á þess- um slóðum og vegir eru víða lok- aðir. Í bænum Mjøndalen flæddi inn á lögreglustöð, íþróttamiðstöð, fjölda verslana og íbúðir. NOREGUR Miklar skemmdir vegna flóða Aukin áfengisneysla í Danmörku hefur orðið til þess að innlögnum á sjúkrahús vegna lifrarsjúkdóma hef- ur fjölgað um 50% á tíu árum. „Það skýtur manni skelk í bringu að sjá þessa tölu,“ hefur danska blaðið JydskeVestkysten eftir Kar- sten Lauritsen, yfirlækni á Háskóla- sjúkrahúsinu í Óðinsvéum. „Þessi mikla fjölgun stafar af því að áfengisdrykkjan er alltaf að aukast.“ Lauritsen segir að skorpulifur sé „lífshættuleg“ og dánarhlutfallið sé hátt meðal þeirra sem fái skjúkdóm- inn, einkum ef þeir halda áfram að drekka áfengi. „Á ári hverju deyja um 2.000 Danir af völdum sjúkdóma sem tengjast áfengisdrykkju.“ Yfirlæknirinn telur að fjölgunin á innlögnum sé þó „aðeins toppurinn á ísjakanum“, að sögn JydskeVest- kysten. „Sagan sýnir að útbreiðsla sjúkdóma, sem tengjast áfengis- drykkju, eykst í réttu hlutfalli við aukna áfengisdrykkju. „Frá árinu 1960 til 1980 jókst áfengisneyslan í Danmörku úr sex lítrum í tíu.“ bogi@mbl.is Innlögnum fjölgaði um 50% á tíu árum  Sífellt fleiri Danir með skorpulifur Rússneskir saksóknarar kröfðust í gær þriggja ára fangelsisdóms yfir þremur konum í pönksveitinni Pussy Riot fyrir mótmæli gegn Vladímír Pútín Rússlandsforseta í dómkirkju rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar í Moskvu. Saksóknararnir sögðu að konurnar hefðu gerst sekar um svo alvarlegan glæp að ekki yrði hjá því komist að einangra þær frá sam- félaginu. Verjendur kvennanna kröfðust þess að þær yrðu sýknaðar. Konurnar voru ákærðar fyrir óspektir vegna trúarhaturs og há- marksrefsingin fyrir slík lögbrot er sjö ára fangelsi. Stuðningsmenn rússnesku rétt- trúnaðarkirkjunnar kröfðust þess í gær að fyrirhugaðir tónleikar banda- rísku söngkonunnar Madonnu í Moskvu og Pétursborg yrðu bann- aðir eftir að hún lét í ljósi stuðning við konurnar og kvaðst vona að þær yrðu látnar lausar. Krefjast þriggja ára dóms yfir Pussy Riot  Vilja tónleikabann á Madonnu AFP Fyrir rétt Lögreglumenn færa eina kvennanna í Pussy Riot í dómhús í Moskvu. Hljómsveitin var ákærð fyrir mótmæli gegn Pútín í kirkju. Thermowave plötuvarmaskiptar Þýsk hágæða vara á hagkvæmu verði  Eimsvalar fyrir sjó og vatn  Olíukælar fyrir sjó og vatn  Í mjólkuriðnað gerilsneiðingu  Fyrir orku iðnaðinn  Glycol lausnir fyrir byggingar og sjávarútveg í breiðu stærðar úrvali Títan–laser soðnir fyrir erfiðar aðstæður svo sem sjó/Ammoníak Kælismiðjan Frost – leiðandi afl í kæliiðnaði www.frost.is – Meira fyrir lesendur PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA : er fyrir klukkan 16 mánudaginn 20.ágúst. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími 5691105 kata@mbl.is Morgunblaðið gefur út sérblað um Heilsu og Lífstíl föstudaginn 24.ágúst. • Ný og spennandi námskeið í heilsuræktarstöðvum. • Hreyfing og líkamsrækt. • Hvað þarf að hafa í ræktina. • CrossFit • Þríþraut. • Reiðhjól. • Skokk og hlaup. • Dans og heilsurækt. • Andleg vellíðan. • Svefn og þreyta. • Skaðsemi reykinga. • Fljótlegar og hollar uppskriftir. • Ásamt fullt af fróðleiksmolum og spennandi efni. SÉRBLAÐ MEÐAL EFNIS: Þetta er tíminn til að huga að heilsu sinni og lífstíl og stefna í nýjar áttir á því sviði. Í blaðinu Heilsa og lífsstíll verður kynnt fullt af þeim möguleikum sem í boði eru fyrir þá sem stefna á heilsuátak og bættan lífsstíl haustið 2012.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.