Morgunblaðið - 08.08.2012, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 08.08.2012, Blaðsíða 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 2012 Bíólistinn 3.-5. ágúst 2012 Nr. Var síðast Vikur á listaKvikmynd The Dark Knight Rises Intouchables Ísöld 4: Heimsálfuhopp Ted Madagascar 3 Amazing Spider-Man Killer Joe Magic Mike Dream House Impy’s Wonderand 1 2 3 4 5 6 Ný 7 8 11 2 8 4 4 8 6 1 4 5 13 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Hin marglofaða The Dark Knight Rises heldur toppsæti listans milli vikna en í henni segir af Leður- blökumanninum sem þarf að kljást við ill öfl í Gotham-borg. Myndin er sú síðasta í þríleik leikstjórans Christophers Nolans um millj- arðamæringinn Bruce Wayne sem hefur það að aukastarfi að berja á glæpamönnum og hefur hún hlotið almennt lof gagnrýnenda. Franska kvikmyndin Intouchables heldur áfram sigurgöngu sinni hér á landi og nema miðasölutekjur af henni nú 44,3 milljónum króna. Virðist ekkert lát ætla að verða á áhuga Ís- lendinga fyrir þeirri ágætu kvikmynd. Bíóaðsókn helgarinnar Blakan heldur sínu Myrkrariddarinn Leðurblökumaðurinn er ekkert lamb að leika sér við. Hann þarf að kljást við óþokkann Bane í The Dark Knight Rises. Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Jónas Sigurðsson efndi til tónleika- raðar í júlí sl. vegna væntanlegrar sólóplötu sinnar, Þar sem himinn ber við haf. Jónas hélt 18 tónleika dagana 7.-26. júlí, í félagsheimilinu Fjarðarborg á Borgarfirði Eystri og bætti þeim 19. við á tónlistarhátíð- inni Bræðslunni. Spurður að því hvort hann hafi sett tónleika- Íslandsmet með þessu maraþoni segist Jónas ekki vita það. „Það hef- ur enginn sem ég hef talað við vitað um samsvarandi maraþon,“ segir Jónas og bætir því við að hann sé ekki yfirlýsingaglaður. Hann viti þó að þetta hafi ekki verið gert oft. „Ég er s.s. að koma með nýja plötu í haust og ætla að spila svolítið mikið til að fylgja henni eftir. Mig langaði svo að þroskast sem tónlist- armaður, sem flytjandi á sviði. Einir tónleikar eru á við tíu æfingar og ég tala nú ekki um þegar maður setur sig í einhverjar aðstæður þar sem maður keyrir sig algerlega út. Það var svona það sem ég hugsaði, mig langaði að fara á Borgarfjörð því ég á vini þar og margir af mínum minnisstæðari tónleikum hafa verið haldnir þar. Þegar ég hef verið með nýtt efni hef ég komið fyrst með það á Bræðslunni,“ segir Jónas um ástæður maraþonsins. „Þegar ég var að hugsa þetta sá ég fyrir mér að ég yrði með þrjá til fjóra gesti.“ 3.166 gestir - En þeir urðu töluvert fleiri, fóru upp í 400 þegar mest var, ekki satt? „Já, fóru upp í 400 mest. Það er al- veg troðfullt hús,“ svarar Jónas. Heildartala gesta hafi orðið 3.166 sem sé langt umfram væntingar. Jónas segist hafa lagt upp með það á tónleikunum að vinna út frá eigin tónlist og hann hafi langað að flytja lög sem hann almennt flytti ekki á tónleikum. „Ég fékk gesti á hverju kvöldi og eini ramminn þar var að þeir myndu flytja eigið, frum- samið efni. Svo fórum við að fá ljóð- skáld, það datt allt í einu inn, ljóð- skáld á hverju kvöldi sem fluttu eigin ljóð. Tónlistarmennirnir sem þá voru komnir á svið impróvíseruðu við ljóðin í spunaflutningi. Það heppnaðist alveg fáránlega vel, fólk var svakalega ánægt og ljóðskáldin blómstruðu,“ segir Jónas kíminn. Spurður að því hvort hann hafi kom- ist að einhverju nýju um sjálfan sig sem tónlistarmann með þessu mara- þoni segir Jónas það hafa verið lær- dómsríkast að finna fyrir töfrunum sem orðið hafi til þegar hann sleppti tökunum og treysti augnablikinu. Lúðrasveit og eldri borgarar Plötuna væntanlegu vinnur Jónas m.a. með Lúðrasveit Þorlákshafnar og sönghópi eldri borgara þar í bæ, Tónum og trixi. „Þetta er æðislega skemmtilegt. Ég er með ákveðinn kjarna sem ég vinn með og þar fer fremstur Stefán Örn (Gunn- laugsson). Ég vinn mjög náið með honum og hann er pródúser að öllu sem ég geri,“ segir Jónas um plöt- una. Þá leiki einnig á henni liðsmenn úr hljómsveitinni Ritvélar framtíð- arinnar sem Jónas vann með sína síðustu plötu, Allt er eitthvað. Og hvernig plata skyldi þetta svo vera? Jónas segist vinna með stóra lúðrasveit og því verði allt miklu stærra og epískara en áður. Þá hafi hann langað að fara úr „band-grúvi“ og yfir í meiri elektróník. „Mig lang- aði að gera plötu sem gæti verið soundtrack við Blade Runner, ég veit ekki alveg hvort hún stendur undir því,“ segir Jónas hlæjandi að lokum. Platan kemur út í október. Lærdómsríkt og þrosk- andi tónleikamaraþon  Jónas Sigurðsson hélt 19 tónleika á þremur vikum Töfrar Jónas Sigurðsson á einum af átján tónleikum sínum í Fjarðarborg á Borgarfirði eystri. Hann segir eina tónleika jafnast á við tíu æfingar. EGILSHÖLL VIP 12 12 12 12 12 L L 16 L L L ÁLFABAKKA KRINGLUNNI L 12 12 DARK KNIGHT RISES kl. 4:30-5:30-6-8-9-10 -10:20 2D DARK KNIGHT RISES VIP kl. 6 - 10 2D MAGIC MIKE kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 2D DREAMHOUSE kl. 8 2D MADAGASCAR 3 ísl.Tali kl. 3:40 - 5:50 2D MADAGASCAR 3 ísl.Tali kl. 3:40 3D UNDRALAND IBBA ísl.Tali kl. 3:40 2D DARK KNIGHT RISES kl. 5:30-6-9-10 2D MAGIC MIKE kl. 8 - 10:20 2D MADAGASCAR 3 ísl.Tali kl. 5:50 2D 12 12 16 AKUREYRI Dark Knight Rises kl. 7 - 10:20 2D LOL kl. 6 2D Dream House kl. 8 - 10:20 2D 16 KEFLAVÍK 12 12 TOTAL RECALL kl. 8 2D THE DARK KNIGHT RISES kl. 10:30 2D DREAMHOUSE kl. 8 - 10 2D TOTAL RECALL kl. 5:20 - 8 - 10:40 2D DARK KNIGHT RISES kl. 3 - 5:50 - 6:10 - 8 - 9:20 - 10 - 11:10 2D TED kl. 7:30 2D MADAGASCAR 3 ísl.Tali kl. 3:20 - 5 2D ÍSÖLD 4 ísl.Tali kl. 3 - 3:50 2D VINNAN Á KVÖLDIN HEFUR ALDREI VERIÐ JAFN SKEMMTILEG! STÆRSTA MYND ÁRSINS 45. 000 GESTIR Á 2 VIKUM  KVIKMYNDIR.IS  HOLLYWOOD REPORTER  SÉÐ OG HEYRT  MBL TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á Sunnuhlíð 12, Akureyri, sími 462 1415 www.tonabudin.is Síðumúla 20, Reykjavík, sími 591 5340 www.hljodfaerahusid.is Fullkomin netverslun með hljóðfæri og hljóðbúnað Nýr og glæsilegur vefur www.hljodfaerahusid.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.