Morgunblaðið - 08.08.2012, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 08.08.2012, Blaðsíða 17
Ljósmynd/Bryndís Magnúsdóttir Sá stóri Haukur Böðvarsson hampar hér stærsta urriða sem veiðst hefur á stöng í Veiðivötnum. Fiskurinn var 16,4 pund og 83 cm langur. Morgunblaðið/Styrmir Kári Róbert Þórhallsson lagði í gær upp í hringferð um landið á reiðhjóli til að safna áheitum fyrir Styrkt- arfélag krabbameinssjúkra barna (SKB). Ferðalagið hófst hjá skrif- stofu SKB í Hlíðasmára í Kópavogi og fylgdust félagsmenn og aðrir stuðningsmenn með Róberti halda af stað. Baldvin Sigurðsson, félagi Róberts, fylgir honum eftir á bifreið sem Hjólað til góðs, en svo nefnist átakið, hefur að láni en fjölmörg fyrirtæki hafa styrkt framtakið með ýmsum varningi og búnaði auk þess sem fótboltakappinn Gylfi Sigurðs- son gefur átakinu áritaða Totten- ham-treyju. Áhugasamir geta fylgst með ferð Róberts á facebooksíðu ferðarinnar, www.facebook.com/1332km. Hægt er að styrkja átakið með símtali eða sms-skilaboðum; 1.000 krónur í 903-3001 og 3.000 krónur í 903-3003. Hjólar til góðs um landið  Safnar áheitum fyrir krabbameinssjúk börn í hringferð FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 2012 Góð brauð - betri heilsa Handverk í 18 ár Dalvegi 4 - 201 Kópavogur Hamraborg 14 - 200 Kópavogur Opnunartími Dalvegi: Mánudaga til föstudaga frá 6:00 til 18:00 laugardaga frá 6:00 til 17:00 sunnudaga frá 7:00 til 17:00 HAMRABORG 10, KÓPAVOGI – SÍMI: 554 3200 – OPIÐ: VIRKA DAGA: 10-18, LAUGARDAGA: LOKAÐ MIKIÐ ÚRVAL AF UMGJÖRÐUM SJÓNMÆLINGAR– LINSUMÁTANIR TRAU ST OG G ÓÐ ÞJÓN USTA Í YFIR 15 ÁR T I L B O Ð GLERAUGU FRÁ 19.900,- DAGLINSUR FRÁ 2.500,- PAKKINN Fimmtudaginn 9. ágúst kl. 22.00 stendur Samstarfshópur um frið fyrir árlegri kertafleytingu við Minjasafnstjörnina á Akureyri til að minnast fórnarlamba kjarn- orkusprenginganna í Japan 1945. Ávarp flytur Þórarinn Hjartarson, formaður Samtaka hernaðar- andstæðinga á Norðurlandi. „Sam- starfshópur um frið hvetur fólk til að sýna hug sinn í verki og fjöl- menna,“ segir í tilkynningu. Kertafleyting UÍA, í samstarfi við ferðaþjónustu- fyrirtækið Austurför og með stuðn- ingi Fljótsdalshéraðs og Fljótsdals- hrepps, stendur fyrir hjólreiðakeppninni Tour de Orm- urinn sunnudaginn 12. ágúst næst- komandi. Boðið verður upp á 68 og 103 kílómetra leiðir. Keppendur verða ræstir úr Hall- ormsstaðaskógi klukkan 9:00 að morgni og hjólað verður þaðan út í Egilsstaði, norður yfir Fljót, upp Fellin og inn í Fljótsdal. Þar velja menn um lengri eða styttri hring en endamarkið verður í Hallorms- staðaskógi. Styttri leiðin, 68 km hringur, verður bæði í boði fyrir ein- staklinga eða lið. Hörkutólahringurinn, sem er 103 kílómetrar, er aðeins fyrir ein- staklinga. Nánari upplýsingar veitir skrif- stofa UÍA eða í gegnum tölvupóst uia@uia.is Hægt er að fylgjast með helstu fréttum af keppninni á Facebook-síðu hennar. Hjólreiðakeppnin Tour de Ormurinn Hinn árlegi sögudagur á Sturlungaslóð í Skagafirði verður laugardaginn 11. ágúst nk. Í ár verður Björn Vig- fússon, sögukennari í MA, með fyrirlestur um Guðmund góða biskup í Hóladómkirkju og Laufey Guðmundsdóttir syngur. Dagskráin er í samvinnu við Hólahátíð sem er sama dag. Afþreying fyrir börn verður á sama tíma. Bú- ið er að setja upp söguskilti við Víðines í Hjaltadal sem verður kynnt til sögunnar af Sigríði Sigurðardóttur, safnstjóra í Glaumbæ, eftir dagskrána í kirkjunni. Um kvöldið verður Ásbirningablót haldið í gestamóttöku til- vonandi Kakalaskála, sem Sigurður Hansen er að smíða í Kringlumýri. Þar koma fram Björg Baldursdóttir, Kristín Halla Bergs- dóttir, Agnar Gunnarsson, Jói í Stapa, Siggi á Ökrum og Sigurður Hansen ásamt fleiru góðu fólki, segir í tilkynningu. Hótel Varmahlíð sér um veit- ingarnar. Sögudagur á Sturlungaslóð í Skagafirði Hóladómkirkja Hið árlega borgarskákmót fer fram þriðjudaginn 14. ágúst n.k., og hefst það kl. 16:00. Mótið fer fram venju samkvæmt í Ráðhúsi Reykjavíkur og standa Reykjavíkurfélögin, Taflfélag Reykjavíkur og Taflfélagið Hellir, að mótinu, eins og þau hafa gert síðustu ár. Gera má ráð fyrir að margir af sterkustu skákmönnum þjóð- arinnar taki þátt í því eins og und- anfarin ár. Skákmenn eru hvattir til að skrá sig sem fyrst eftir að opnað verður fyrir skráningu, segir í tilkynningu. Mótið er öllum opið og er þátttaka ókeypis en skráning fer fram á skák.is Borgarskákmótið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.