Morgunblaðið - 08.08.2012, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 2012
✝ Guðrún Ólafs-dóttir fæddist í
Reykjavík 21. jan-
úar 1932. Hún lést í
Reykjavík 26. júlí
2012.
Foreldrar henn-
ar voru Ólafur Jó-
hannsson, tré-
smíðameistari frá
Kirkjubóli í Múla-
sveit, f. 15. sept-
ember 1897, d.
1983, og Ingunn Eiríksdóttir,
húsmóðir frá Eyrarbakka, f. 26.
nóvember 1908, d. 1995. Systk-
ini hennar: Svanhildur, f. 1930,
d. 2001. Guðmundur Jóhann, f.
1941.
Eiginmaður Guðrúnar var
Ólafur Helgi Helgason, bifreiða-
stjóri og sjómaður, f. 7. október
1925 í Kollsvík, Rauðasands-
hreppi. Hann lést 21. maí 1986.
Foreldrar hans voru Ásbjörn
Helgi Árnason, f. 13. apríl 1889,
d. 1965, og Sigrún Öss-
urardóttir, f. 6. maí 1898, d. árið
1977.
Guðrún og Ólafur eignuðust
sex börn. 1) Halldór, f. 26. októ-
ber 1952, kvæntur Gyðu Þór-
isdóttur, f. 1959. Börn: a) Guð-
rún Björg, f. 1982, maki Eyþór
Jóhann, f. 13. október 1965, gift-
ur Sigríði Einarsdóttur, f. 1964.
Börn: a) Andrea Diljá, f. 1982,
maki Hafþór Þórarinsson, f.
1976. b) Hrefna, f. 1991. c)
Bragi, f. 1992.
Dúnna, eins og Guðrún var
ávallt kölluð, ólst upp á Óðins-
götunni í Reykjavík og gekk í
Miðbæjarskólann og lauk gagn-
fræðaprófi frá Ingimarsskóla.
Hún starfaði sem ung stúlka í
Haraldarbúð í Reykjavík.
Dúnna giftist Ólafi 24. janúar
1953. Dúnna sinnti húsmóður-
störfum af elju og myndarskap.
Stórt og barnmargt heimili og
margir aufúsugestir komu á
heimili Dúnnu og Óla. Samhliða
húsmóðurstörfum vann Dúnna
árin 1972-1987 við ræstingar hjá
SÍF. Frá árinu 1986 starfaði hún
hjá Bændasamtökum Íslands við
símavörslu þar til hún lét af
störfum árið 2002, sjötug að
aldri. Dúnna og Ólafur bjuggu í
Reykjavík. Þau hófu búskap í
húsi foreldra hennar í Engihlíð
12, þar til þau fluttu í nýbyggða
íbúð sína á Rauðalæk 53. Lengst
af bjuggu þau með börnum sín-
um í Fellsmúla 14 og síðar í
Heiðnabergi 8. Síðustu ár bjó
Dúnna í Lækjasmára 4, Kópa-
vogi.
Guðrún verður jarðsungin frá
Fossvogskirkju í dag, 8. ágúst
2012, og hefst athöfnin kl. 15.
Helgi Úlfarsson, f.
1983. Barn þeirra
er Helga Lilja, f.
2007. b) Ragnheið-
ur, f. 1986. c) Þórir
Ólafur, f. 1990. 2)
Inga, f. 23. janúar
1954, gift Guð-
mundi Jónssyni, f.
1950. Börn: a) Jón,
f. 1980. b) Ívar, f.
1983. c) Ólafur
Helgi, f. 1989. 3)
Sigrún, f. 27. maí 1956, gift Guð-
mundi Inga Ásmundssyni, f.
1955. Börn: a) Ólafur, f. 1984,
maki Vaka Kristín Sigurjóns-
dóttir, f. 1984. b) Margrét, f.
1990, maki Ásbjörn Hagalín
Pétursson, f. 1989. c) Ingi
Steinn, f. 1996. 4) Ómar Örn, f.
17. ágúst 1957, kvæntur Sigur-
björgu Öldu Guðmundsdóttur, f.
1956. Börn: a) Óskar, f. 1985,
maki Guðrún Guðjónsdóttir, f.
1986. b) Ingvar, f. 1989, maki Ið-
unn Arna Björgvinsdóttir, f.
1989. c) Gunnar, f. 1995. 5)
Gunnar, f. 9. október 1962,
kvæntur Brynhildi Ásgeirs-
dóttur, f. 1965. Börn: a) Hrannar
Darri, f. 1993. b) Katrín Inga, f.
2004. c) Pétur Óli, f. 2007. d)
Gunnar Ingi, f. 2008. 6) Ólafur
Það er komið að kveðjustund.
Dúnna tengdamóðir mín lést
nokkuð óvænt hinn 26. júlí sl.
Undanfarna daga hefur hugurinn
reikað til baka um þann tíma sem
við höfum þekkst. Samband okk-
ar var alltaf gott og náið. Við átt-
um margar góðar stundir þar
sem oft var stutt í hlátur og
glens.
Eftir að Dúnna varð ekkja fór
hún á hverju ári með okkur Hall-
dóri vestur í Örlygshöfn. Þar
fannst henni gott að koma og
vera. Ekki var hún síður ánægð
ef hægt var að koma við á Kirkju-
bóli á leiðinni vestur. Ef það var
ekki hægt var ávallt stoppað á
Klettshálsinum og horft út eftir
Kvígindisfirðinum í átt að
Kirkjubóli.
Dúnna hafði gaman af að
ferðast og þurfti ekki mikinn fyr-
irvara á ef henni var boðið í ein-
hverja ferð. Sumarið 2006 fórum
við tvær saman til Kaupmanna-
hafnar til að heimsækja Guðrúnu
og Eyþór. Sú ferð var afar vel
heppnuð og gaf henni mikið.
Kaupmannahöfn var í miklu
uppáhaldi hjá Dúnnu og sagði
hún oft söguna af því þegar hún
fór ung með skipi þangað og
dvaldi hjá Siggu frænku sinni.
Dúnna átti stóran og fríðan
hóp afkomenda. Hún fylgdist
alltaf vel með hvernig gekk hjá
barnabörnunum. Henni var um-
hugað um að bæði börn og barna-
börn næðu sér í menntun sem
þeim gagnaðist og hefðu áhuga á.
Dúnna var sjálfstæð kona.
Hún vildi sjá um sig sjálf, ekki
vera háð öðrum og geta búið í
sinni íbúð sem lengst.
Þrátt fyrir minna þrek og að
minnið væri oft að angra hana
átti hún marga góða daga núna í
sumar. Hún naut sín fram á síð-
asta dag
Minning hennar lifir áfram
meðal okkar um ókomin ár.
Gyða Þórisdóttir.
Þakklæti er það fyrsta sem
kemur upp í hugann þegar ég
minnist tengdamóður minnar.
Hún var heilsteypt kona og trú
sínum góðu gildum. Kona sem
kom á legg sex börnum með já-
kvæðni, iðjusemi og jafnaðar-
geði. Þegar ég hitti hana fyrst
tók á móti mér kona með innilegt
bros og spurði mig hispurslaust
um mína hagi. Brosið mætti mér
alltaf þegar ég hitti hana.
Það var hlutverk Dúnnu að sjá
um heimilið og annast börnin á
uppvaxtarárum þeirra. Það gerði
hún af miklum myndarskap og
alúð. Stórt heimilið var ávallt
snyrtilegt. Þó hún nefndi það
aldrei þá var það einhvern veginn
eðlilegt að ganga vel um í nálægð
hennar. Þannig var hennar hátt-
ur. Bakkelsið aldrei langt undan
og ófáar ömmupönnukökurnar
sem afkomendurnir hafa þegið
hjá henni.
Það var Dúnnu eðlislægt að
vera gefandi fremur en þiggj-
andi. Hún var ævinlega tilbúin til
þess að aðstoða og gera vel við
sína samferðamenn en fannst að
sama skapi alger óþarfi að vel
væri gert við sig. Með tímanum
lærðist mér þó hvernig ég gæti
haft áhrif á hana. Hún var nefni-
lega mjög jákvæð og viljug til að
gera með okkur skemmtilega
hluti eins og að ferðast.
Á vorin stundaði Ólafur veiðar
á grásleppu frá æskustöðvum
sínum í Örlygshöfn og þar komu
þau hjónin sér upp litlu húsi. Þó
húsið hafi fyrst í stað verið tengt
lífsviðurværi fjölskyldunnar og
mikilli vinnu breyttist það síðar í
griðastað fjölskyldunnar. Stað
þar sem gott er að koma á og
njóta einstakrar náttúru Vest-
fjarða. Best var þó að koma þeg-
ar Dúnna var heima því henni
tókst ævinlega að töfra fram
veislu og skapa skemmtilega
stemmingu þótt þröngt væri set-
ið. Sveitungarnir litu við í kaffi og
spjall ef þeir vissu að Dúnna var
á staðnum.
Dúnna hafði yndi af því að
ferðast og er mér sérstaklega
minnisstæð haustferð sem við
fórum með tengdaforeldrunum í
Móseldalinn fyrir mörgum árum.
Að ferðast um þetta svæði á upp-
skerutíma í góðu veðri er í sjálfu
sér einstakt en minnisstæðast er
þó sýn þeirra á mannlífið á svæð-
inu og tenging við sögu þeirra
kynslóðar. Rósemi þeirra hjóna
og einlægur áhugi á því sem fyrir
augun bar var lærdómsríkt fyrir
unga fólkið.
Dúnnu leið afskaplega vel í
hita og sól. Þegar við dvöldum í
Flórida heimsótti hún okkur í
sumarleyfinu sínu. Sundlaugar-
bakkinn var hennar uppáhalds-
staður þar sem krossgátur voru
ráðnar, blöð og bækur lesnar.
Þar leið henni best þó við drægj-
um okkur í hlé. Þegar frumburð-
urinn Ólafur kom heim af leik-
skólanum vék hann vart frá
ömmu sinni sem gætti hans á
sinn einstaka hátt.
Þegar Ólafur tengdafaðir
minn féll frá fór Dúnna að vinna
við símavörslu hjá Bændasam-
tökunum. Þar líkaði henni mjög
vel að vinna og kynntist mörgu
góðu fólki. Með samtökunum fór
hún í nokkrar eftirminnilegar
ferðir um landið sem og erlendis.
Hún hafði stundum orð á því hve
lánsöm hún hefði verið að fá að
vinna á svo góðum vinnustað.
Að leiðarlokum vil ég þakka
tengdamóður minni fyrir sam-
fylgdina að sinni og sérstaklega
þann hlýhug og væntumþykju
sem hún bar til barnanna. Öllum
ættingjum og vinum sendi ég
samúðarkveðjur.
Guðmundur Ingi
Ásmundsson.
Það er með miklum söknuði
sem við kveðjum hana ömmu
okkar í hinsta sinn. Frá því að við
systkinin munum eftir okkur hef-
ur amma skipað stóran sess í lífi
okkar og dýrmætar minningar
um samverustundir með henni
eru ótal margar. Það var alltaf
gaman að kíkja í heimsókn til
hennar ömmu þar sem hún tók
alltaf á móti okkur með bros á
vör í Heiðnaberginu og síðar í
Lækjasmáranum. Þar skemmt-
um við okkur oftar en ekki við að
spila spil, leysa krossgátur eða
spjalla saman um daginn og veg-
inn á milli þess sem við gæddum
okkur á gómsætum pönnukökum
eða öðru góðgæti sem amma töfr-
aði fram fyrir okkur.
Amma hafði gaman af því að
segja frá og höfðum við systkinin
ávallt gaman af því að hlusta á
frásagnir hennar frá gamalli eða
nýliðinni tíð. Dugnaðarforkur var
hún mikill og heilsuhraust og
þótti okkur mikið til koma hinna
löngu göngutúra sem hún brá sér
stundum í, jafnvel á milli bæjar-
hluta. Síðastliðin ár fór þó minnið
að bresta og ellina bar að dyrum.
Amma tókst þó á við það af miklu
æðruleysi og dugnaði og hélt hún
góðri heilsu og lífsgleði til síðasta
dags. Á seinni árum reikaði hug-
ur hennar æ oftar til eldri tíma og
má segja að við höfum kynnst
nýjum hliðum á ömmu og öðlast
kærkomna innsýn í lífshlaup
hennar fyrir okkar tíð.
Síðastliðna daga höfum við
rifjað upp þær fjölmörgu og góðu
samverustundir sem við áttum
saman með ömmu. Þá er okkur
efst í huga öll ferðalögin sem við
fórum saman í, matarboðin hjá
okkur í Dalhúsunum sem og fjöl-
mörg önnur boð innan stórfjöl-
skyldunnar. Það er óhætt að lýsa
ömmu sem einstaklega góðri og
glaðlyndri konu sem þótti vænt
um fólkið í kringum sig. Hún var
ein af þeim manneskjum í lífi
okkar sem var alltaf hægt að
treysta á og stóð skilyrðislaust
við bakið á okkur í öllu því sem
við höfum tekið okkur fyrir hend-
ur. Nú hefur hún amma kvatt
okkur en minningarnar lifa
áfram um ókomna tíð.
Við kveðjum þig kæra amma
með kinnar votar af tárum
á ást þinni enginn vafi
til okkar, við gæfu þá bárum.
Horfin er hönd þín sem leiddi
á hamingju og gleðifundum,
ástúð er sorgunum eyddi
athvarf á reynslustundum.
Margt er í minninga heimi
mun þar ljósið þitt skína,
englar hjá guði þig geymi
við geymum svo minningu þína.
(Höf. ók.)
Við viljum þakka þér elsku
amma fyrir allar þær góðu stund-
ir sem við áttum saman. Hvíl í
friði.
Þín barnabörn,
Ólafur, Margrét og
Ingi Steinn.
Nú sitjum við saman við gamla
eldhúsborðið hennar ömmu og
rifjum upp góðar minningar.
Amma Dúnna hefur alltaf verið
stór hluti af lífi okkar systkin-
anna og við erum svo heppin að
hafa átt margar góðar stundir
með henni. Þessar minningar
hafa hlýjað okkur síðustu daga
þegar við erum að gera okkur
grein fyrir því að hún sé í raun
farin.
Það sem kemur fyrst upp í
hugann eru allar ferðirnar vestur
í Örlygshöfn. Hún var oftar en
ekki búin að baka hveitikökur og
hjónabandssælu sem var ljúft að
gæða sér á í nestisstoppum enda
var leiðin vestur nokkuð löng.
Hún gat frætt okkur um fyrstu
ferðina sína vestur á Kirkjuból
og þegar hún fór fyrst með pabba
okkar lítinn í Örlygshöfn. Við átt-
um oft mjög notalegar stundir
með henni í Dúnnuhúsi þar sem
spilað var fram eftir kvöldi en
hún lagði mikið upp úr því að
kenna okkur ýmis spil.
Við minnumst þess þegar
amma átti heima í Heiðnaberg-
inu en þar var alltaf vel tekið á
móti okkur og sérstaklega var
gaman að gista um helgar hjá
henni. Þá var farið í sundlaugina
hjá Dóru eða í strætóferð niður í
bæ. Amma bakaði bestu pönnu-
kökur í heimi og voru þær vin-
sælar hjá öllum börnunum í fjöl-
skyldunni. Hún var alltaf til í að
taka þátt og fylgdist hún vel með
tómstundum okkar og námi.
Amma var mjög góð kona en
umfram allt skemmtileg og fynd-
in. Við eigum eftir að sakna þess
að fá ömmu í heimsókn og eiga
fleiri stundir með okkur.
Guðrún Björg, Ragnheiður
og Þórir Ólafur.
Nú erum við búin að kveðja
ömmu Dúnnu og segja bless við
hana í síðasta sinn. En við vitum
að hún verður alltaf með okkur,
horfir til okkar frá himnum og
fylgist með okkur.
Amma Dúnna naut þess að
vera með fjölskyldunni sinni og
vildi kynnast barnabörnunum,
vera með þeim og fylgjast með
þeim vaxa og dafna. Hún talaði
alltaf einstaklega jákvætt um
barnabörnin og sá ávallt hið góða
í þeim og með skemmtilegri
glettni varð allt að leik.
Það eru svo margar fallegar
minningar og ófáar stundir sem
við áttum saman. Gönguferð í El-
liðaárdal á nýársmorgun og snjór
yfir öllu, það var gaman að hafa
ömmu með. Amma að lesa fyrir
okkur og dró alla að sér í fangið,
hún kenndi okkur svo vel að
hlusta. Katrín Inga að gista hjá
ömmu, notaleg stund í rólegheit-
um, að lesa, spila á spil eða fara
út og gera eitthvað saman. Góðar
minningar eru frá tímanum sem
Hrannar Darri og pabbi bjuggu
hjá ömmu Dúnnu, alltaf var
Gaurinn spilaður fyrir svefninn
og ófá skiptin sem það var rifjað
upp. Pabbi, mamma, amma, börn
og bíll á ferð í Portúgal, amma
Dúnna naut þess að vera í sól og
hita. Alltaf til staðar og alltaf
boðin og búin að aðstoða… „ef ég
get eitthvað gert“. Þú áttir alltaf
kex í skápnum og bauðst upp á
malt með, það þótti okkur svo
gott.
Bless elsku amma Dúnna, við
söknum þín mikið, og takk fyrir
allt það góða og fallega sem þú
laðaðir fram. Takk fyrir glettn-
ina, takk fyrir hvatningu og að
hjálpa okkur að skilja hvað það er
sem skiptir máli í lífinu.
Hrannar Darri, Katrín Inga,
Pétur Óli og Gunnar Ingi
Gunnarsbörn.
Guðrún Ólafsdóttir
Hún amma er farin, afi sótti
hana einn morguninn. Hún var
farin að bíða eftir því að komast
til hans og nú er biðin á enda.
Ég er ekki í nokkrum vafa um
að nú eldar hún fyrir hann sig-
inn fisk og selspik og grjóna-
graut í eftirrétt. Þau hafa alltaf
átt stóran hluta af hjarta mínu
og ég veit að það var gagn-
kvæmt. „Elsku drengurinn“
sagði amma alltaf með tilfinn-
ingu. Ég var ekki hár í loftinu
þegar ég fór að fara til ömmu og
Anna Guðrún
Halldórsdóttir
✝ Anna GuðrúnHalldórsdóttir
fæddist á Bæ á Sel-
strönd 11. október
1922. Hún lést á
Hrafnistu í Reykja-
vík 26. júní síðast-
liðinn.
Minningarathöfn
um Önnu Guðrúnu
fór fram frá
Drangsneskapellu
28. júlí 2012.
afa í sveit. Sendur
með Strandarút-
unni norður og
stóra Velamoshjólið
mitt bundið framan
á. Strax eftir skóla
norður og suður að
hausti. Nýburstak-
lipptur og í nýjum
gúmmískóm. Eftir
það varð ekki aftur
snúið, flest sumrin
fram á unglingsald-
ur var ég á Burstafelli.
Ég er og verð alltaf Stranda-
maður, það er ömmu og afa að
þakka. Ekki Reykvíkingur eða
Húnvetningur þó að þar sé
heimili mitt. Nei, Strandamaður
og það segi ég með stolti.
Þær eru margar minningarn-
ar. Rifjast upp á stundum sem
þessum. Það var eitt sem aldrei
klikkaði, þegar ég kom norður á
Burstafell, það var alltaf nýbök-
uð brúnterta með bananakremi í
búrinu, jafnvel lagkaka og ný-
bakaðar kleinur. Amma gerði
heimsins bestu kleinur og er
uppskriftin hennar búin að dreif-
ast um allan heim.
Góður var tíminn hjá ömmu
og afa. Þær voru ekki margar
kvaðirnar sem á mig voru settar,
en í fyrstu var ég kúasmali
þorpsbúa og hænsnahirðir
ömmu. Hænur héldu amma og
afi og á sumrin var hænsnakof-
inn færður út á Mýrar og þá var
ég sendur í göngutúr með mat
handa hænunum. Það fannst
mér hin mestu leiðindi að þurfa
að gera, vildi frekar vera á
bryggjunni og veiða kola eða
marhnút. Stráksi fór samt með
fötuna flaksandi, fulla af afgöng-
um fyrir hænurnar. En auðvitað
gerði ég allt fyrir ömmu og sagði
aldrei nei við hana. Hún þurfti
aldrei að byrsta sig.
Skemmtilegur tími var hey-
skapur á Mýrunum. Heyjað var
fyrir nokkrar kindur sem amma
og afi héldu og líka kúna. Og svo
auðvitað líka fyrir hana Golsu
mína. Hugsað til baka sé ég fyrir
mér afa og Frigga að slá með
orfi og ljá. Nálægt þeim tækjum
mátti ég aldrei koma. Það var of
hættulegt. Eitt sinn sagði ég
ömmu að ég hefði skráð mig í
Framsóknarflokkinn, þá sagði
hún: „Elsku drengurinn, það er
allt mér að kenna, ég kenndi þér
að lesa á Tímann.“ Góðir tímar
sem mér þykir mjög vænt um og
munu aldrei gleymast.
Ég hitti ömmu nokkrum dög-
um fyrir andlát hennar og lá vel
á henni. Ég sagði henni að hún
ætti marga afkomendur og að
hún skilaði af sér góðu „búi“
góðra og mannvænlegra barna
sem og fallegra og góðra barna-
barna og barnabarnabarna, það
þótti henni greinilega vænt um
að heyra. Farðu í friði amma
mín og takk fyrir allar góðu
minningarnar. Þær munu aldrei
gleymast.
Höskuldur Birkir
Erlingsson.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem aðstandendur senda
inn. Þar kemur fram hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist,
hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og hvenær útförin fer fram.
Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka
og börn, svo og æviferil. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for-
málanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum.
Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn-
arnöfn sín undir greinunum.
Minningargreinar