Morgunblaðið - 08.08.2012, Blaðsíða 10
Íslensk Arfleifð á
Ascot veðreiðum
Konunglegt Drottning Bretlands og Filippus prins koma akandi á hestvagni.
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 2012
The Pioneer Woman er skemmtilegt
blogg hinnar bandarísku Ree sem
lýsir sér á síðunni sem aðframkom-
inni húsmóður á landsbyggðinni. Í
líkingu við stöllurnar í bandarísku
þáttunum Desperate Housewives.
Ree hefur mikinn áhuga á matar-
gerð og hefur gefið út upp-
skriftabækur auk þess að vinna að
matreiðsluþáttum í sjónvarpi. Á vef-
síðunni gefur hún uppskriftir að
ýmsu girnilegu og gefur einnig góð
ráð um matarljósmyndun. Enda
skiptir miklu máli að hafa myndir af
mat góðar þannig að þær skili sem
mestu til lesandans. Á síðunni
bloggar Ree líka á líflegan og
skemmtilegan hátt um daglegt fjöl-
skyldulíf sitt. Auk þess sem hún
setur á síðuna krækjur á ýmsar
áhugaverðar greinar og afþreyingu.
Fjölbreytt vefsíða sem gleðja ætti
bæði augu og bragðlauka.
Vefsíðan www.thepioneerwoman.com
Morgunblaðið/Eggert
Ljúffengt Á vefsíðunni má finna ýmsar uppskriftir að mat og kökum.
Frumkvöðull í sveitinni
Oft þarf eitthvað að gera og dútla á
heimilinu sem vill sitja á hakanum
lengi. Margir vilja skiljanlega frekar
vera úti í sólbaði en taka til í geymsl-
unni á sumrin. Eða finnst alveg næg-
ur tími til að gera hitt eða þetta. Slík-
ar framkvæmdir er þó gott að gera í
litlum skrefum. Byrjaðu á að klára
einn hlut og þér finnst þú strax hafa
komið miklu í framkvæmd. Við þann
næsta verður þú líklegast hrokkin/n í
gírinn og vilt halda áfram að hamast.
Rigningadagar henta mjög vel til
slíkra framkvæmda eða þá að taka til
og vera úti í sólinni til skiptis. Það er
líka ágætis plan.
Endilega…
…dyttið að
heima fyrir
Ljósmynd/Norden.org
Viðhald Málað, snyrt og snurfusað.
Fjórar sýningar verða opnar í dag,
miðvikudaginn 8. ágúst kl. 17, í Ráð-
húsi Reykjavíkur. Sýningarnar eiga
það allar sameiginlegt að fagna
margbreytileikanum og minna á mik-
ilvægi jafnra mannréttinda fyrir alla.
Komum mynd á mannréttindi er
sýning á úrslitamyndum í ljósmynda-
samkeppni mannréttindaskrifstofu
Reykjavíkurborgar. Gestir sýning-
arinnar fá tækifæri til að kjósa um
bestu myndirnar til 10. ágúst kl. 18.
Sýningin verður í Ráðhúsi Reykjavík-
ur til 31. ágúst.
Fram í dagsljósið – fortíð í skjölum
sýnir úrval skjala og útgáfuefnis sem
tengist sögu samkynhneigðra og
annars hinsegin fólks frá fyrri árum,
á spjöldum og í sýningarkössum.
Sýningin er á vegum Borgarskjala-
safns Reykjavíkur og stendur í Ráð-
húsi Reykjavíkur til og með 15. ágúst
en þá flyst sýningin í húsnæði Borg-
arskjalasafns Reykjavíkur að
Tryggvagötu 15, 3. hæð þar sem hún
verður opin út ágústmánuð virka
daga kl. 10 til 16.
Hinsegin dagar í myndum. Bára
Kristinsdóttir og Geir Ragnarsson
sýna skyggnur frá Hinsegin dögum í
áranna rás. Sýningin verður í Ráðhúsi
Reykjavíkur til og með 15. ágúst en
þá flyst sýningin í húsnæði Borgar-
skjalasafns Reykjavíkur að Tryggva-
götu 15, 3. hæð.
Hulstur utan um sál er sýning á
myndum og texta úr teikningabók
sem útskýrir á einfaldan hátt hvernig
börnin verða til. Fjallað er um ástina
og hvernig lífið kviknar, ýmist eftir
langa bið eða þegar síst skyldi – og
stundum með hjálp læknavísindanna.
Höfundur bókarinnar er Hugrún
Hrönn Kristjánsdóttir. Hugrún teikn-
aði jafnframt myndirnar í bókinni
ásamt Unni Valdísi Kristjánsdóttur.
Sýningin verður í Ráðhúsi Reykjavík-
ur til 31. ágúst. Aðgangur er ókeypis
og allir eru velkomnir
Mikilvægi
jafnra
mannréttinda
Morgunblaðið/Eggert
Gay Pride Sýningarnar minna á
mikilvægi mannréttinda fyrir alla.
Sýningar í Ráðhúsi Reykjavíkur
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Þórunn Kristjánsdóttir
thorunn@mbl.is
Þ
etta var mjög skemmti-
legur dagur í alla staði:
drekka kampavín, veðja
á hesta, vera fínn og
horfa á aðra, þá sér-
staklega hattana. Núna voru 80 þús-
und manns saman komin þegar við
vorum en vanalega eru um 50 þús-
und. Drottningin kom akandi inn leik-
vanginn á hestvagni og veifaði, síðan
fór hún inn í stúkuna sína,“ sagði
Anna Björk Hjaltadóttir sem fór á
Ascot veðreiðarnar þann 23. júní síð-
astliðinn ásamt unnusta sínum Ben
Cleugh, tengdaföður sínum, móður,
vinkonu og föður hennar.
Hún fékk sæti á svokölluðu
Royal Enclosure svæði sem er ekki á
færi sauðsvarts bresks almúga. Þar
inni er allt fína og fræga fólkið, betra
útsýni yfir völlinn, flottari veitinga-
staðir, fljótandi kampavín, strangar
reglur um klæðnað og alskyns fínheit.
Tilvonandi tengdafaðir hennar
hefur farið á veðreiðarnar á hverju
ári síðustu áratugina. Ben komst í
klúbbinn Royal Enclosure í gegnum
hann. Fólk þarf að vera meðlimur í
einhvern tíma til að geta boðið gest-
um með sér.
Veðreiðarnar eru allt árið en
þessa tilteknu viku mætir drottningin
á svæðið.
Eins og landsmót
hestamanna og þorrablót
„Þarna eru hestar og tjöld en
samt eru allir í sínu fínasta pússi. Það
má segja að þetta sé eins og landsmót
hestamanna og þorrablót saman í
einu. Það ríkir eins konar útilegu-
stemning nema það er ekki sofið í
tjöldunum,“ segir Anna. Mikil til-
hlökkun ríkir fyrir deginum sem er
alla jafna tekinn snemma.
Reyðfirsk dama hefur tvívegis farið á Royal Ascot veðreiðar, þær fínustu í Bret-
landi: klætt sig upp samkvæmt ströngum staðli hefðarfólks með hatt á höfði, séð
drottninguna og skálað í kampavíni yfir ágætis framgöngu veðhlaupahestanna.
Fínheit Stelpurnar á leiðinni niður rúllustigann í veðreiðahöllinni, mann-
lífið iðandi og flestir með hatta. Verðir gæta þess að allir séu á sínum stað.