Morgunblaðið - 08.08.2012, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 2012
„Skógarþrestir byrja að verpa í
apríl, svo þetta er líklegast þriðja
varp þessa pars,“ segir Jóhann Óli
Hilmarsson fuglafræðingur um
myndina af skógarþrastarungunum
sem tekin var í Grímsnesi um
helgina.
„Skógarþrestir verpa tvisvar til
þrisvar á sumrin, eins og margir
spörfuglar. Þeir verpa oftar en
einu sinni, að minnsta kosti þegar
sumarið er gott eins og það er búið
að vera núna.
Þetta varp er þó frekar seint,
skógarþrestir eru stundum með
unga fram í ágúst svo þetta er
þekkt en þetta er samt mjög
seint.“
Jóhann segir skógarþrestina
verpa svona oft því varpið gengur
svo hratt fyrir sig og þeir hafa því
tíma í það yfir sumarið. Egg skóg-
arþrasta eru 12 til 13 daga í
hreiðrinu áður en þau klekjast út.
Þá eru ungarnir þar í um tvær vik-
ur.
„Það er auðvitað mjög gott að
þeir verpi svona oft því þeir eru
mjög skammlífir. Meðallíftími
skógarþrasta er fimm til sjö ár og
því þarf að vera mikil viðkoma hjá
þeim á hverju ári.“
Jóhann Óli telur þó líklegt að
skógarþrastarungarnir lifi þetta af
þótt þeir séu svona seint á ferðinni.
Hann segir mikilvægt að tíðin
haldist góð og þeir fái nóg að éta.
Skógarþrestir gera oftast hreið-
ur sín á jörðinni og þeir hafa orpið
á jörðinni lengst af. „Á síðustu öld
byrjuðu þó nokkrir að verpa í
trjám í görðum. Ungarnir halda oft
að þeir séu á jörðinni og hoppa út
úr hreiðrinu áður en þeir verða
fleygir. Það kemur oft fyrir að
ungarnir detti úr hreiðrunum.
Skógarþrösturinn á eftir að læra
þetta betur,“ segir Jóhann Óli.
„Sumarið er búið að vera mjög
gott og fulgastofnarnir hafa flestir
braggast vel. Sérstaklega hefur
gengið vel hjá fuglum inn til lands-
ins, bæði vatnafuglum og kríum
sem lifa á hornsílum. Þá hefur súl-
an braggast mjög vel, hún étur
makríl og er eini fuglinn sem ræð-
ur við það. Það er hætt við að
makríllinn sé að aféta marga fulga
og að mínu mati má veiða eins
mikið og hægt er af honum.“
Bergljót Þorsteinsdóttir náði
þessari mynd af skógarþrastarung-
unum nálægt sumarbústað sínum í
Grímsnesi um helgina.
Ungarnir eru aðeins eins dags
gamlir þar sem synir hennar höfðu
vaktað hreiðrið og sáu eggin heil
daginn áður. aslaug@mbl.is
Spörfuglar verpa oft tvisvar til þrisvar á sumrin
Skógarþrestir
verpa ennþá
Ljósmynd/Bergljót Þorsteinsdóttir
Skógarþrestir Ungarnir þrír klöktust út í Grímsnesi um helgina og eru lík-
lega þriðja varp parsins. Sumarið hefur verið gott fyrir smáfuglana.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
aslaug@mbl.is
Skemmtiferðaskipið Celebrity
Eclipse kom til hafnar að Skarfa-
bakka um hádegisbilið í gær, en
þetta er í annað skiptið í sumar sem
það kemur til landsins. Skipið er
veglegt í alla staði en það er 300
metrar á lengd og um 122.000
brúttótonn. Skipið hefur vakið mikla
athygli en á því eru hátt í 4.000
manns, þar af 1.200 manna áhöfn.
Þetta er stærsta skemmtiferðar-
skipið sem komið hefur til landsins í
sumar.
Skipið var smíðað í Þýskalandi en
er nú í eigu amerísks fyrirtækis og
sigldi frá Southampton á Englandi.
Ferðin sem nú stendur yfir tekur 14
daga og stoppar það einnig í Noregi.
Skipið er einstaklega glæsilegt en
þar er allt til alls. Það er 14 hæðir og
er þannig byggt að fremst er öll af-
þreying, í miðjunni barir og opið
svæði og síðan fyrir aftan eru allir
veitingastaðirnir.
Það sem skipið hefur framyfir
önnur skip er alvörugras á efsta
dekkinu og er það notað til ýmissa
leikja líkt og minigolfs en þar er
einnig mjög vinsælt að halda útibrúð-
kaup. Einn starfsmaður á skipinu sér
alfarið um að halda grasinu við.
Þá hefur skipið fjöldann allan af
veitingastöðum, stóran hátíðarveit-
ingasal, hádegisverðarsal, grill á úti-
svæðum, franskan og ítalskan veit-
ingastað og nýtískulegan stað þar
sem þú pantar mat með iPad.
Í skipinu er einnig líkamsrækt,
inni- og útisundlaugar og heilsulind
þar sem hægt er að fara í nudd og
ýmsar snyrtimeðferðir. Þar er einnig
hægt að fara í fegrunaraðgerðir og
meðal annars fá bótox. Þá er stór
verslunargata sem er lokuð á meðan
skipið er í höfn en opnuð eftir að
komið er út fyrir landhelgi hvers
lands. Einnig er á skipinu gríð-
arstórt spilavíti ásamt leikhúsi og
kvikmyndahúsi. Þá er bókasafn um
borð og sérstakt Apple-svæði, sem
er bæði búð og afþreyingarherbergi.
Skipið lætur úr höfn í dag klukk-
an 14 en margir farþegar fóru í ferð-
ir í Bláa lónið eða Gullna hringinn.
Mikil umferð var í Reykjavíkurhöfn
í gær því einnig komu tvö minni
skemmtiferðaskip.
Morgunblaðið/Sighvatur Ómar
Gras Celebrity Eclipse er eina skemmtiferðaskipið sem hefur
alvöru gras um borð en á því er gjarnan farið í leiki.
Barir Gríðarlega margir barir eru á skipinu, bæði úti og inni,
með og án tónlist. Barirnir eru allir með sitthvoru sniðinu.
Glæsileiki Skipið er stórt og þar er mikið um að vera alla daga.
Mismunandi leiksýningar eru á hverju kvöldi.
Veitingastaðir Margir mismunandi veitingastaðir eru um
borð og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Skemmtiferðarskip Celebrity Eclipse er 300 metrar og
122.000 brúttótonn. Það tekur 4.000 manns.
Bókasafn Gestir skipsins geta valið úr mörgum bókum og sest
niður í fallegt bókasafn ásamt því að spila spil.
Morgunblaðið/Björn Jóhann
Celebrity Eclipse Skemmtiferðarskipið hefur vakið mikla athygli enda er það flennistórt og glæsilegt.
Alvöru gras og
glæsileiki á
fjórtán hæðum
Stærsta skipið í sumar við bryggju
MMeira á mbl.is