Morgunblaðið - 08.08.2012, Blaðsíða 11
Arfleifð Stelpurnar prúðbúnar í íslenskri hönnun, roðið nýtur sín á breskri grundu. Anna Björk, Sigrún Bjarna-
dóttir og Auður Hafstað Ármannsdóttir með drottningasvítuna í bakgrunni á fjölmennum veðreiðum.
Um morguninn keyrir fólk fínu
bílana sína inn á miðjan leikvanginn
sem eru oftar en ekki af gerðinni
Rolls Royce. Tjöldum er slegið upp,
eins konar himni og þar er skálað í
kampavíni og fengið sér snarl. Þegar
drottningin mætir og hennar fylgd-
arlið um tvö leytið hafa allir komið
sér fyrir í stúkunum og bíða eftir að
sjá hana aka inn leikvanginn.
„Um sex leytið þegar veðreið-
arnar eru búnar þá spilar lúðrasveit á
palli og allir syngja saman, um 80
þúsund manns. Þjóðhátíð hvað!“ seg-
ir Anna hlæjandi. Hún sagði að það
sæist ekki mikið vín á fólki þrátt fyrir
að það drykki yfir daginn.
Ströngum reglum þarf að
fylgja um klæðaburð
Ekki þýðir að vera klæddur í
hvað sem er á Ascot veðreiðunum.
Pilsið verður að ná niður á hné, hlýr-
arnir á kjólnum verða að vera að
minnsta kosti tommu breiðir, höf-
uðskrautið á höttunum verður að
vera að lágmarki 10 sentimetrar á
stysta veg. Það verður að vera alvöru
skraut. Karlarnir verða að vera í kjól-
fötum og með pípuhatta. Ákveðnar
reglur gilda um hvenær þeir mega
taka hattinn niður og það er þegar
þeir sitja og borða.
Íslensk hönnun Arfleifðar
úr roði og skinni
Þær Anna Björk, Sigrún
Bjarnadóttir og Auður Hafstað voru
að sjálfsögðu íklæddar íslenskri
hönnun frá Arfleifð. „Ég fór með
saumaklúbbnum mínum í fyrrahaust
á Djúpavog að skoða fötin hjá Ágústu
Margréti Arnardóttur hjá Arfleifð.
Hún hannar úr fiskiroði, hrein-
dýraleðri og fleira. Það barst í tal að
ég ætlaði að fara aftur á Ascot og þá
bauðst hún til að hanna fyrir okkur.
Við vöktum mikla athygli. Ein kona
var mjög hissa á því að það væri eng-
in vond lykt af okkur þrátt fyrir að
vera klæddar í roð.“
Hefur komið sér upp reglu
hvernig eigi að veðja rétt
„Í fyrra veðjaði ég 30 pundum
og vann 11, nú veðjaði ég líka 30 og
vann 50 og kom því út á sléttu. Núna
er ég komin með reglu hvernig ég
veðja þannig að á næsta ári ætti ég
vonandi að koma út í plús. Þetta er
rosalega gaman, ég þekki íslenska
hestinn vel en ekki þessa veð-
hlaupahesta. Maður þykist vera mik-
ill spekingur og horfir á lendarnar og
fæturna á hrossunum. Aðrir velja t.d.
eftir litnum á treyju knapans. Töl-
fræðin hjálpar manni mikið og ég lít
einnig á hana.“
Anna Björk býr og starfar á
Reyðarfirði. Hún vinnur í álverinu
sem ferliseigandi og kappkostar við
að hagræða innan fyrirtækisins. Unn-
ustinn starfar eins og stendur í Nor-
egi en á fimmtudaginn fara þau sam-
an í hattabrúðkaup að breskum sið.
Par Anna Björk Hjaltadóttir og Ben
Cleugh prúðbúin að breskum sið.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 2012
Á Krúsku færðu:
heilsusamlegan mat,
kjúklingarétti, grænmetisrétti,
fersk salöt, heilsudrykki,
súkkulaðiköku,
gæðakaffi frá
Kaffitár og
fallega
stemningu.
Suðurlandsbraut 12 l 108 Reykjavík l S. 557-5880 l kruska@kruska.is l kruska.is
OPIÐ VIRKA DAGA FRÁ 11-20 SENDUM Í FYRIRTÆKI
Næring fyrir líkama og sál
Nestisgerð fyrir börnin getur reynt á
ímyndunaraflið enda geta börnin allt
eins fengið leið á sama nestinu eins
og við. Smekkur barnanna er líka oft
fljótur að breytast en til að matar-
smekkur þeirra verði fjölbreyttur og
heilbrigður er mikilvægt að fá þau til
að smakka sem flest.
Tilvalið er að nota afgang af ein-
hverju sem barninu finnst mjög gott
til að búa til nesti. Kaldur kjúklingur
með grænmeti og sósu getur verið
dæmi um slíkt. Ef barnið er sér-
staklega hrifið af ákveðinni matar-
gerð er tilvalið að brjóta upp vanann
öðru hvoru með þema. Ef mexíkóskur
matur er í uppáhaldi má búa til sam-
lokur úr tortillakökum. Asíska mat-
argerð má einnig nýta sér, sér-
staklega fyrir þau eldri, og gera t.d.
gott salat með satay sósu (hnetu-
sósu). Kaldar núðlur með fullt af
grænmeti og eggjum má líka setja í
nestisboxið. Það er um að gera að
prófa nýjar hugmyndir.
Nesti fyrir börnin
Morgunblaðið/Jim Smart
Núðlur Ágætar sem öðruvísi nesti.
Kjúklingur
og núðlur
» Veðhlaupið er staðsett í bænum
Ascot í Berkshire í Englandi.
» 11. ágúst 1711 fór fyrsta veð-
hlaupið fram að undirlagi Önnu
drottningar. Þá kepptu sjö hestar
og báru 76 kg á bakinu.
» Upp frá því hafa þær nánast ver-
ið haldnar sleitulaust, þó í fyrstu
eingöngu fyrir konungborna en
seinna varð almúganum gert kleift
að horfa á og taka þátt. Þó var
tryggt að enginn samgangur milli
stéttanna ætti sér stað.
» Windsor kastali er stutt frá og
lætur breska konungsfjölskyldan
sig sjaldan vanta.
» Konungsfjölskyldan og fatnaður
þeirra sem eru á Royal Enclusure
svæðinu vekur meiri athygli fjöl-
miðla en sigurvegari veðreiðanna
sjálfra.
» Hlaupahestarnir eru oftast í
eigu fjársterkra aðila og hluta-
félaga.
300 ára
gömul hefð
ROYAL ASCOT VEÐREIÐARNAR
Veðreiðar Sigrún, Auður og Ár-
mann bíða eftir fyrsta hlaupinu.
Svo ku vera að um
einn af hverjum
12 notendum
Facebook sé ekki
til í raun og veru.
Þýðir þetta að 83
milljónir af þeim
955 milljónum
sem nota síðuna
um heim séu ekki
raunverulegir eða
að þeir brjóti not-
endareglur síðunnar.
Telur tvöfaldur notendaaðgangur
4,8% af þessum notendum en aug-
lýsendur sem skrá sig sem ein-
staklinga 2,4%. Er talið að þetta
dragi nokkuð úr aðdráttarafli þess að
auglýsa á síðunni. Sérstaklega þegar
fyrirtæki nýti sér að skýla sér á bak
við notendaskráningu sem ein-
staklingar. Grannt er fylgst með
notkun síðunnar til að sjá hvort slíkir
svikarar leynist innan um. Kemur
þetta fram á vefsíðu Independent.
Tölvur og tækni
Óraunverulegir
notendur
Facebook Ekki
er allt sem sýnist.
Kokkarnir í hinum svokallaða Chef
des Chefs klúbbi koma víða að og
hafa eldað fyrir marga pólitíska
stjórnendur. En til að bera saman
bækur sínar og fá nýjar og frum-
legar hugmyndir hittist hópurinn
einu sinni á ári í einhverri af borg-
um heimsins. Nú í júlí hittust þeir í
París en brugðu sér einnig í sömu
ferð nokkra daga til Berlínar og
hittu þar meðal annars fyrir Angelu
Merkel kanslara Þýskalands.
Bera kokkarnir mikla ábyrgð enda
getur matur haft áhrif á skap fólks
og samningaviðræður þá t.d. gengið
verr eða betur en ella. Á meðal
kokka í hópnum voru Cristeta
Comerford frá Hvíta húsinu, Mark
Flanagan sem eldar fyrir Englands-
drottningu og Hilton Little sem
meðal annars hefur eldað fyrir
Nelson Mandela.
Kokkaþing í París
Elda fyrir leiðtoga heimsins
AFP
Kálhausar Kokkarnir virtust skemmta sér vel á Rungis markaðinum í París.