Morgunblaðið - 08.08.2012, Blaðsíða 18
FRÉTTASKÝRING
Hörður Ægisson
hordur@mbl.is
Billjón dala vaxtasvindl Barclays.
Stórfellt peningaþvætti HSBC fyrir
mexíkósk glæpagengi. Og núna ásak-
anir í garð Standard Chartered um
að bankinn hafi um árabil átt í við-
skiptum við íranska banka – þvert á
viðskiptabann bandarískra yfirvalda
– fyrir hundruð milljarða Banda-
ríkjadala. Það verður seint sagt að
þetta hafi verið gott sumar fyrir
breskar fjármálastofnanir.
Gengi hlutabréfa í Standard
Chartered lækkaði mest um 25%
þegar markaðir opnuðu í gærmorgun
eftir að tilkynning hafði borist daginn
áður frá fjármálaeftirlitinu í New
York þar sem bankinn var sakaður
um að hafa leynt fyrir eftirlitsaðilum
um sextíu þúsund fjárhagslegum
millifærslum fyrir íranska viðskipta-
vini að andvirði 250 milljarða dala,
jafnvirði um 30 þúsund milljarða
íslenskra króna. Standard Chartered
er talið hafa hagnast um hundruð
milljónir dala á viðskiptunum sem
eru sögð hafa staðið yfir í áratug.
Vísbendingar eru um að Standard
Chartered hafi ekki aðeins fram-
kvæmt ólöglegar millifærslur fyrir
íranska viðskiptavini bankans, held-
ur hafi sambærilegar færslur einnig
átt sér stað fyrir önnur lönd sem
Bandaríkin hafa lagt á viðskipta-
bann, meðal annars Líbýu, Myanmar
og Súdan. Fram kemur í yfirlýsingu
fjármálaeftirlitsins að með gjörðum
sínum hafi breski bankinn gert
„bandarískt fjármálakerfi berskjald-
að gagnvart hryðjuverkahópum,
vopnasölum, eiturlyfjasmyglurum og
spilltum stjórnvöldum“.
Bankinn gæti átt á hættu að missa
bankaleyfi sitt á Wall Street, að því
er segir í frétt Financial Times. Verði
slíkt reyndin yrði það meiri háttar
áfall fyrir Standard Chartered – og í
raun gera honum ókleift að starfa á
bandarískum bankamarkaði. Stjórn-
endur bankans neituðu hins vegar í
gær ásökunum bandarískra yfirvalda
og segja að þær gefi ekki rétta mynd
af staðreyndum málsins. Í tilkynn-
ingu til kauphallarinnar í Hong Kong
segist bankinn hafa lagt fram gögn
sem leiði í ljós að hann hafi gert sitt
ýtrasta til að fara eftir bandarískum
lögum og reglum. Þær millifærslur,
sem snúi að Íran og hafi brotið gegn
viðskiptabanni Bandaríkjanna, nemi
aðeins 14 milljónum dala.
Fjármálaeftirlit New York ríkis
hefur aftur á móti gögn undir hönd-
um sem eiga að sýna að stjórnendur
Standard Chartered hafi fyllilega
gert sér grein fyrir því að viðskipti
bankans við Íran hafi að öllum lík-
indum verið í trássi við viðskiptabann
bandarískra stjórnvalda. Einn af
yfirmönnum bankans í Bandaríkjun-
um sendi „örvæntingarfullt“ boð, að
því er segir í yfirlýsingu frá fjármála-
eftirlitinu, til London þess efnis að
áframhaldandi viðskipti við Íran
gætu „hugsanlega þýtt gríðarlegan
álitshnekki fyrir bankann“ og jafnvel
leitt til kæru vegna „glæpsamlegs
athæfis“.
„Þið hel.... Bandaríkjamenn“
Ef marka má svarið sem barst til
baka frá einum æðsta stjórnenda
bankans í London þá gaf hann lítið
fyrir slíkar viðvaranir. „Þið hel....
Bandaríkjamenn. Hverjir þykist þið
vera að segja okkur, öðrum þjóðum
heimsins, að við eigum ekki að eiga í
viðskiptum við Írana?“ Að sögn fjár-
málaeftirlits New York ríkis þykja
þessi ummæli sýna augljósa fyrirlitn-
ingu á bandarískum reglum sem
gilda um bankastarfsemi.
Bankinn hefur aðeins eina viku til
stefnu – en þá þarf hann að mæta fyr-
ir fjármálaeftirlitið og gera grein fyr-
ir máli sínu – til að færa rök fyrir því
af hverju bankinn ætti ekki að missa
annars vegar bankaleyfi sitt á Wall
Street og hins vegar réttindi til að
stunda greiðslumiðlun í Bandaríkj-
unum. Ef bankanum yrði óheimilt að
sinna greiðslumiðlun í bandaríska
bankakerfinu er ljóst að það yrði um-
talsverður fjárhagslegur skellur fyr-
ir félagið; sumir greinendur telja að
tekjur Standard Chartered myndu í
kjölfarið dragast saman um 30-40%.
„Ef bankinn missir leyfið til að
sinna greiðslumiðlun í Bandaríkja-
dölum, þá getur hann ekki verið
heildsölubanki í Asíu. Og ef þú missir
það leyfi, þá geturðu að sama skapi
ekki verið viðskiptabanki,“ hefur
Financial Times eftir Chirantan
Sakaður um 250 milljarða
dala viðskipti við Íran
Gengi bréfa í Standard Chartered lækkuðu um 16% Gæti misst bankaleyfið
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 2012
Forsíðumerkingar
Kjölmiðamerkingar
V/Reykjalund - Mosfellsbæ - Sími 562 8500 - www.mulalundur.is
Múlalundur - fyrir betri framtíð
Fjallalamb á framandi máta
Grillað fillet á spjóti, marinerað í hvítlauk,
ólífuolíu, tímian & dijon sinnepi, borið fram á
salatbeði með hægelduðum rauðlauk, ristuðum
sveppum, bakaðri kartöflu & hvítlauks dressingu
2.690 kr.
Hálendis
spjótNÝTT
Grillhúsið Tryggvagötu og Sprengisandi,
sími: 5275000, grillhusid@grillhusid.is, www.grillhusid.is
STUTTAR FRÉTTIR
● Fjórða ársfjórðunginn í röð skreppur
efnahagur Ítalíu saman, því Hagstofa
Ítalíu (Istat) greindi frá því í gær, að
hagkerfið hefði skroppið saman um
0,7% á öðrum ársfjórðungi þessa árs.
Samkvæmt fréttavef BBC undir-
strikar þessi samdráttur á Ítalíu það að
kreppan heldur áfram að dýpka þar í
landi, á sama tíma og ítölsk stjórnvöld
grípa til æ harðari efnahagsaðgerða
sem hafa neikvæð áhrif á framleiðni í
landinu og draga úr eyðslu almennings.
Samdrátturinn á Ítalíu á fyrsta árs-
fjórðungi var 0,8%.
Samdráttur á Ítalíu
!"# $% " &'( )* '$*
+,-.,/
+/0.11
++2.22
+2./+3
+2.240
+0.0/+
+,,.00
+.4342
+/+.-/
+10.15
+,-.40
+/0.2
+,-.31
+2./0+
,-.-+5
+0./33
+,3.++
+.41-1
+/+.5,
+10./0
,-0.+-//
+,-./5
+//.35
+,-.52
+2.2,2
,-.-04
+0.//4
+,3.14
+.4112
+/,.+5
+1/.,/
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
Standard Chartered hefur fram til
þessa tekist að sigla óskaddaður í
gegnum þann ólgusjó sem ríkt hefur
á fjármálamörkuðum. Í Lex-dálki Fin-
ancial Times, sem birtist 1. ágúst
síðastliðinn, var bankinn meðal ann-
ars sagður góð fjárfesting fyrir þá
sem sæktust eftir „góðum, en leið-
inlegum banka“.
En það er stundum sagt að vika sé
langur tími í pólitík – og hið sama
virðist eiga við í bankaheiminum.
Markaðsverðmæti bankans lækkaði
um tæp fimmtung í gær eftir ásak-
anir um 250 milljarða dala ólöglegar
millifærslur fyrir útlagaríkið Íran.
„Leiðinlegur, en góður banki“
STANDARD CHARTERED FÆR KUSK Á HVÍTFLIBBANN
AFP
Í kastljósinu Forstjóri bankans, Peter
Sands, er ekki í öfundsverðri stöðu.