Morgunblaðið - 08.08.2012, Blaðsíða 39
MENNING 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 2012
MIÐASALAÍHÖRPUOGÁHARPA.IS.MIÐASÖLUSÍMI 5285050.
SAGAUMÁSTIROGHEFND
JÓHANNFRIÐGEIRVALDIMARSSON · AUÐURGUNNARSDÓTTIR
TÓMASTÓMASSON/ANOOSHAHGOLESORKHI
ELSAWAAGE/ALINADUBIK · VIÐARGUNNARSSON
KÓROGHLJÓMSVEITÍSLENSKUÓPERUNNAR · HLJÓMSVEITARSTJÓRI:CAROLI.CRAWFORD
LÝSING:BJÖRNBERGSTEINNGUÐMUNDSSON · BÚNINGAR:ÞÓRUNNMARÍAJÓNSDÓTTIR
LEIKMYND:GRETARREYNISSON·LEIKSTJÓRI:HALLDÓRE.LAXNESS
FRUMSÝNING20.OKTÓBER2012
MIÐASALA HEFST Á MORGUN!
Total Recall
Endurgerð samnefndrar kvik-
myndar frá árinu 1990, framtíð-
arspennumyndar með Arnold
Schwarzenegger í aðalhlutverki. Í
myndinni segir af Douglas Quaid,
verkamanni sem dreymir um að
komast í hið fullkomna frí og leitar
til fyrirtækisins Recall sem býður
upp á ímynduð ævintýri, kemur fyr-
ir minningum um þau í heilabúi við-
skiptavina. Quaid kýs að gerast of-
urnjósnari en þegar að því kemur
að koma fyrir hinum fölsku minn-
ingum fer eitthvað úrskeiðis og
skyndilega er hann eftirlýstur
glæpamaður með lögregluna á hæl-
unum. Mörkin milli raunveruleika
og ímyndunar verða þá með öllu
óljós. Leikstjóri er Len Wiseman og
með aðalhlutverk fara Colin Far-
rell, Bokeem Woodbine og Bryan
Cranston.
Metacritic: 44/100
Chicago Sun-Times: 75/100
Variety: 50/100
Ti timer til paradis
Dönsk kvikmynd eftir leikstjórann
Mads Matthiesen sem hlaut verð-
laun fyrir hana á síðustu Sundance
kvikmyndahátíð, sem besti leik-
stjórinn. Í myndinni segir af Denn-
is, 38 ára kraftajötni í leit að ástinni
en hann býr með móður sinni í út-
hverfi Kaupmannahafnar. Dennis
hefur aldrei átt unnustu og þegar
frændi hans kvænist stúlku frá Taí-
landi ákveður hann að halda til Taí-
lands og leita sér kvonfangs. Denn-
is veit að móðir hans mun taka illa í
leit hans að ástinni og segir henni
að hann ætli að skreppa til Þýska-
lands. Taílandsförin er fyrsta utan-
landsferð Dennis og kemur fjörugt
mannlífið á Pattaya honum í opna
skjöldu. Dennis gengur illa leitin að
kvonfanginu þar til hann hittir Toi,
taílenska konu sem rekur líkams-
ræktarstöð. Með aðalhlutverk í
myndinni fara Kim Kold, David
Winters og Elsebeth Steentof.
Politiken: 3/6
Jyllands-Posten: 3/6
Extra Bladet: 4/6
Bíófrumsýningar
Falskar minningar
og konuleit
Blekkingar Úr Total Recall, Colin
Farrell í afdrifaríkri aðgerð.
Lára Hilmarsdóttir
larah@mbl.is
„Ég sé um raunveruleikann,“ segir
Peter Wintonick einn af dagskrár-
stjórum heimildarkvikmynda á al-
þjóðlegu kvikmyndahátíðinni í
Reykjavík, RIFF sem fer fram þetta
árið 27. september til 7. október.
Wintonick hefur unnið með RIFF á
ýmsan hátt undanfarin þrjú ár.
Wintonick vinnur jafnframt fyrir
IDFA, alþjóðlegu heimildamynda-
hátíðin í Amsterdam sem er ein sú
stærsta sinnar tegundar í heimi, en
auk þess hefur hann framleitt og
leikstýrt fjölda heimildamynda, þar
á meðal heimildarmyndinni Manu-
facturing Consent: Noam Chomsky
and the Media, en sú mynd hefur
hlotið fjölda verðlauna.
Kímnigáfa á hvíta tjaldinu
„Æ fleiri heimildarmyndir eru
framleiddar um allan heim þrátt fyr-
ir efnahagslegar þrengingar og sí-
fellt færri opinbera styrki til
heimildarmynda. Samkvæmt mínum
útreikningum eru um það bil 100.000
heimildarmyndir framleiddar um
allan heim á ári hverju. Mér gefst
tækifæri á að sjá fjölda þeirra
mynda, en sumar líta þó aldrei dags-
ins ljós,“ segir Wintonick.
„Heimildarmyndir eiga það til að
vera niðurdrepandi, en við reynum
að forðast að sýna einungis slíkar
heimildarmyndir á hátíðinni og leit-
um frekar að jákvæðari hliðum.
Stundum sýnum við myndir sem
fjalla um þjáningu en við reynum
líka að koma von og kímnigáfu á
hvíta tjaldið. Slík gildi eru það sem
áhorfendur heimildarmynda sækjast
í auknum mæli eftir,“ segir Winto-
nick.
Aragrúi heimildarmynda berst
Wintonick og teyminu hans á hverju
ári til þátttöku á hátíðinni. „Undan-
farin ár hefur öllum kvikmyndagerð-
armönnum verið opið að senda inn
myndir til þátttöku á hátíðinni.
Við veljum úr bestu myndirnar
sem við teljum hæfa íslenskum
áhorfendum og menningu. Gestir
hátíðarinnar eru margir í yngri
kantinum og vel menntaðir með
skilning á tónlist og það sem ég kalla
stafrænni menningu,“ segir Winto-
nick. Af heimildarmyndunum sem
eru sýndar á hátíðinni hafa yfirleitt
þó nokkrar fjallað um umhverfi-
stengd málefni. Þær myndir segir
Wintonick höfða að miklu leyti til
eldri og menntaðs áhorfendahóps.
Stefnubreyting
Þótt ekki sé komin endanleg dag-
skrá heimildarmynda sem sýndar
verða á hátíðinni í ár gefur Winto-
nick í skyn að húmor muni vera ein-
kenni dagskrárinnar. Tilgangur
heimildarmynda hefur lengi verið
talinn einungis menntun og að reyna
kenna áhorfendanum eitthvað að
sögn Wintonicks. „Ég sé fyrir mér
kennara sem veifar fingrinum og
reynir að segja nemandanum hvað
og hvernig hann eigi að hugsa.“ Í
dag segir hann hlutina hinsvegar
hafa breyst svo um munar. „Heim-
ildargerðamenn beita ýmsum að-
gerðum til þess að draga áhorf-
endann inn í heim myndarinnar, á
þann hátt að hann lætur málefni
myndarinnar sig varða en þó ekki
þannig að það sé niðurdrepandi,“
segir Wintonick. Heimildarmyndir
eiga þess vegna ekki bara að kenna
okkur eitthvað, heldur vekja um-
ræðu, ástríðu og þátttöku. Fyrir þær
sakir segir Wintonick að heimild-
armyndir verði aðgengilegri fyrir
áhorfendur og tíðari dagskrárliður
kvikmyndahúsanna.
Framtíðin er raunveruleikinn
Heimildarmyndir eiga fyrir sér
bjarta framtíð að sögn Wintonick.
„Ég tel að eftir aðeins fimm ár verði
leiknar myndir óþarfar, vegna þess
að við munum fá alla okkar ánægju
frá heimildarmyndum. Heimildar-
myndir snúast ekki lengur bara um
kennslu og áróður, allt það sem gaf
heimildarmyndum slæman orðstír.
Húmor, drama, persónuleikar, sögu-
þræðir og hasar. Þetta er allt til
staðar í heimildarmyndum, a.m.k.
þeim bestu. Þær heilla okkur vegna
þess að við vitum að þær fjalla um al-
vöru fólk, alvöru sögur og alvöru líf.“
Breytt stefna og björt
framtíð heimildarmynda
RIFF Margverðlaunaði heimildargerðarmaðurinn Wintonick sér nú um dag-
skrá heimildarmynda á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík.
Peter Wintonick er dagskrárstjóri heimildarmynda á RIFF
Hin fjölhæfa tónlistarkona Lady
Gaga gerði nýverið ljóst að vænt-
anleg hljómplata hennar mun nefn-
ast ARTPOP. Titillinn er skrifaður
með hástöfum segir Lady Gaga á
Twitter síðu sinni en hann mun vera
skammstöfun fyrir „Artistic Revolu-
tion Through the Potential of Pop“.
Enn er óljóst hvernar hljómplatan
kemur út en Lady Gaga hefur farið
með nokkur lög
af plötunni á tón-
leikum, m.a. lagið
Princess Die. Á
Facebook síðu
Lady Gaga mátti
einnig sjá mynd
af nýlegu húð-
flúri tónlistarkon-
unnar þar sem tit-
ill væntanlegu
hljómplötunnar
er skrifaður á úlnlið Lady Gaga, en
það mun ekki vera í fyrsta skipti
sem Lady Gaga fær sér húðflúr með
titli hljómplötu sinnar.
Ný plata frá
Lady Gaga
Lady Gaga