Morgunblaðið - 20.08.2012, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 20.08.2012, Qupperneq 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. ÁGÚST 2012 ✝ Helga M. Páls-dóttir fæddist í Kollugerði í Glæsibæjarhreppi 4. desember 1923. Hún lést á Lerkihlíð Dval- arheimilinu Hlíð Akureyri 9. ágúst síðastliðinn. Foreldrar henn- ar voru Anna María Kristjáns- dóttir frá Ytra Krossanesi við Akureyri f. 1893, d. 1990 og Páll Benediktsson frá Klúkum í Eyjafirði f. 1885, d. 1961. Systkini Helgu voru 7. Þau eru Fjóla f. 1914, d. 2001, er Gunnhildur f. 1950. Sam- býlismaður hennar er Þor- grímur G. Jörgensson frá Víði- völlum Fremri í Fljótsdal f. 1954. Dætur hennar og fyrr- verandi eiginmanns Helga Más Eggertssonar f. 1951 eru: 1) Helga Margrét f. 1974, eig- inmaður hennar er Ómar Örn Magnússon f. 1974. Börn þeirra eru Katla, Ernir og Heiður. 2) Sara f. 1976, eig- inmaður hennar er Birgir Örn Guðjónsson f. 1976. Börn þeirra eru Karen Eva og Ás- geir Örn. Helga var alla sína starfsævi heimavinnandi hús- móðir. Fyrst að Glerá og síðar í Lönguhlíð 14 en þangað fluttu hún og Ásgeir árið 1968. Frá árinu 2002 bjó hún í Lindasíðu 2. Útför Helgu fer fram frá Glerárkirkju í dag, mánudag 20. ágúst 2012 kl. 13.30. Kristján f. 1918, d. 1995, Baldur f. 1919, d. 1919, Helga f. 1920, d. 1920, Friðjón f. 1925, d. 2007, Egg- ert f. 1927 og Arn- grímur f. 1931, d. 2010. Helga giftist árið 1950 Ásgeiri Oddssyni frá Glerá í Kræklingahlíð f. 1921, d. 2000. For- eldrar hans voru Sigríður Jóns- dóttir frá Tröllatungu í Stein- grímsfirði f. 1889, d. 1958 og Oddur Lýðsson frá Skrið- insenni í Bitrufirði f. 1884, d. 1936. Dóttir Helgu og Ásgeirs Elsku amma mín. Æðrulausri baráttu þinni við krabbameinið er nú lokið og þú hefur fengið hvíldina. Í sorginni er gott að geta gripið í allar góðu minn- ingar mínar um þig allt frá því ég var lítil stelpa. Við systurnar vorum einu ömmubörnin þín og fengum við að eiga ykkur afa út af fyrir okkur. Alltaf gátum við systur treyst á að fá sætan köku- bita þegar við komum í heim- sókn þar sem þú varst afar iðin við bakstur. Mér þótti afskap- lega gott að vera hjá þér og afa og ég var tíður gestur hjá ykkur. Ég sat oft við borðstofuborðið og lagði kapal sem þú hafðir kennt mér og á meðan varst þú að bar- dúsa eitthvað við heimilið, sinna eldamennsku og bakstri, þvo þvott, strauja eða prjóna. Það voru ófáar næturnar sem ég gisti í Lönguhlíðinni og ég man þegar þú söngst stundum fyrir svefninn „Í snörunni fugl- inn sat fastur“. Garðurinn í Lönguhlíð var þér kær og þú hugsaðir svo vel um hann. Mér fannst gott að fá að hjálpa þér og afa að slá garðinn til að létta undir með ykkur og ég tala nú ekki um að taka upp kartöflur með ykkur á haustin. Ótal fleiri minningar koma upp í kollinn sem mér finnst erfitt að setja niður á blað, amma mín. Það verður sérkennileg tilfinning að fara næst til Akureyrar og fá ekki að hitta þig í Lindasíðunni. Ég kveð þig, elsku amma mín, með söknuð í hjarta. Þín dótturdóttir, Sara. Elskuleg amma mín er látin, tæplega 89 ára að aldri. Alla sína ævi var hún hraust og kenndi sér varla meins þar til snemma á síð- asta ári þegar baráttan við ill- skeyttan sjúkdóm tók við. Veik- indum sínum tók hún af einstöku æðruleysi og hlaut hún aðdáun mína fyrir. Amma var alla sína tíð hús- móðir og fór það verk afar vel úr hendi. Garðurinn var hennar líf og yndi og hún naut þess að dunda sér þar og eitt árið hlaut garðurinn viðurkenningu Akur- eyrarbæjar sem ég þykist vita að hún hafi verið afskaplega stolt af. Það hefur líklegast verið erf- itt fyrir hana að skilja við garð- inn sinn þegar hún flutti úr Lönguhlíð upp á sjöttu hæð í Lindasíðu. Óhjákvæmilega rifjast upp minningar bernskunnar á Akur- eyri á þessari stundu. Við systur vorum bara tvær ömmustelpurn- ar og áttum því hug og hjarta ömmu og afa í Lönguhlíðinni. Það var ómetanlegt að eiga ömmu sem hægt var að sækja heim nánast hvenær sem var. Þær voru ófáar stundirnar sem við systur skottuðumst í garð- inum eða kúrðum í ömmu og afa rúmi. Segja má að hjá þeim hafi ver- ið okkar annað heimili. Kökur og snúða var hægt að stóla á að fá þegar komið var við í Lönguhlíð- inni eftir skóla. Kjöt í karríi sem enginn gat leikið eftir. Mjólkur- grautur á laugardögum. Þegar ég flutti að heiman til að stunda nám í Reykjavík sendi amma mér meira að segja uppáhalds- kökuna mína hvenær sem tæki- færi gafst. Mér er sérstaklega minnis- stæður söngurinn hennar ömmu frá því ég var barn en hún var hafsjór af vísum, þulum og söngvum sem hún fór með. Við systur urðum einnig þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að fylgja ömmu okkar og afa á ýmsa vina- fundi í götunni, spilakvöld með systkinum afa, í kartöflugarðana og í berjatínslu. Langömmubörnin hafa svo fengið að njóta þess að kynnast konu af kynslóð sem upplifði ótrúlegar breytingar í þjóðfélag- inu og fyrir það er ég óendanlega þakklát. Fyrir tímann sem hún gaf þeim, ólsen ólsen spilin og allt dekrið. Takk fyrir allt, elsku amma mín. Ég bið þess að þú sért nú sameinuð afa á ný. Helga Margrét. Helga M. Pálsdóttir Gotta mín, þá ert þú farin frá okkur. En minn- ingarnar streyma fram í huga mér. Ég veit það hefur ekki alltaf verið auðvelt hjá þér í líf- inu en svona er það bara stund- um. Ég var svo glöð að hitta þig á spítalanum um daginn. Við gát- um rabbað svolítið saman og ég kvaddi þig að lokum og það reyndist verða í síðasta sinn. Þú sagðir við mig: Aley, við náðum alltaf svo vel saman. Við höfum ekki hist mikið undanfarin ár en sem barn og unglingur var ég mikið hjá þér og með þér, á þeim tíma voruð þið Ingó hluti af fjölskyldunni minni. Ég ólst upp hjá móðurfor- eldrum mínum og þið Ingó bjugguð svo oft í Sólheimunum með okkur. Þér leið vel í Sólheimunum. Ég man þú sagðir við mig eitt sinn að jólin í Sólheimunum hefðu verið engu lík og þau bestu og hátíðlegustu sem þú hefðir upplifað. Þegar ég kynntist þér fyrst varst þú aðeins 15 ára og ég var 7 ára. Ég var eitt sinn hjá ykk- ✝ Aagot Emils-dóttir fæddist í Vestmannaeyjum 2. mars 1945. Hún lést á heimili sínu 27. júní 2012. Útför Aagotar fór fram frá Garðakirkju 11. júlí 2012. ur Ingó fram að jólum þegar afi minn og amma voru með Lands- símanum úti á landi. Þá var ég 10 ára og þegar ég var 14 ára bjó ég hjá ykkur á Hellis- andi þar sem ég vann í matvöru- búðinni sem þið Ingó rákuð. Þú varst mjög ung þegar þetta var og ég man eftir því að ég horfði stundum á þig og dáðist að þér fyrir það hvað þú varst glæsileg og falleg ung kona. Þér var margt til lista lagt. Heimilið þitt var ávallt fallegt og hlýlegt og maturinn góður sem þú eldaðir. Þú hafðir mik- inn húmor og ekki varst þú snobbuð eða með fordóma. Þegar ég eignaðist mitt fyrsta barn komst þú til mín færandi hendi. Þú komst með litlu barnafötin af henni Emelíu þinni sem er ári eldri en Bjarni minn. Mikið var ég þakklát og ég sem átti næstum ekki neitt en hvernig gast þú vitað það, það var auðvitað ekki hægt. Þegar ég hugsa til þín kemur upp í huga mér hlýja og mann- gæska. Ég óska þess innilega að þér líði vel á þeim stað sem þú ert stödd núna. Ég sendi eftirlifandi ættingj- um og vinum Gottu mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Aðalheiður Svana Kjartansdóttir. Aagot Emilsdóttir „Jæja elskurnar, hvað segið þið nú gott?“ Svona heilsaði hún Guðný okkar okkur iðulega. Ekki var gert ráð fyrir öðru en svarið væri jákvætt. Samt var hún alltaf með á hreinu ef eitthvað bjátaði á. Eins og þegar mér bauðst að fara í fjög- urra daga frí til Englands fyrir nokkrum árum sagði Guðný: „Verst þú getur ekki verið leng- ur, eins og þú ert búin að þurfa að takast á við lífið undanfarin ár.“ Svona var Guðný, alltaf með augun opin gagnvart náungan- um. Guðnýju kynntist ég ekki al- mennilega fyrr en tengda- mamma og hún urðu nágrannar 1992 í Einilundinum, sem sumir kalla Ekkjulund! En þær stöllur Guðný Margrét Magnúsdóttir ✝ Guðný Margrétfæddist á Flat- eyri við Önund- arfjörð 27. desem- ber 1928. Hún lést á lyflækningadeild FSA 1. ágúst 2012. Útför Guðnýjar Margrétar fór fram í kyrrþey 14. ágúst 2012. voru saman á graut- arskóla á Blönduósi forðum daga og eft- ir að þær voru báð- ar orðnar ekkjur urðu þær ómissandi hvor fyrir aðra og pössuðu hvor aðra. Um leið og búið var að rúlla upp gard- ínunum var allt í lagi, ef ekki var búið að rúlla upp á ákveðnum tíma var athugað hvort ekki væri allt í lagi. Saman fóru þær í handavinnu eldri borgara í Víðilundi, saman fóru þær í búðir meðan tengdó keyrði enn og eftir að hún hætti að keyra fékk Guðný oft að fljóta með, hvort sem Gunnar eða Jó- hann keyrðu. Þær hefðu allt eins getað verið systur. Guðný hafði yndislega lúmsk- an húmor og náðum við vel sam- an. Hún fylgdist vel með sonum mínum og hikaði aldrei við að hrósa þeim, að veita þeim við- urkenningar við ákveðin tíma- mót. En minnisstæðast er mér laufabrauðsgerðin ár hvert. Við hittumst í Einilundinum og sát- um allan daginn við útskurð og þú áttir aldrei til orð yfir dugnaði okkar og vandvirkni, að ég tali nú ekki um þegar mamma mín, Liesel, kom og skar út með okk- ur. Við sötruðum hér áður fyrr sherry við þessa iðju og vorum nokk afkastamiklar við útskurð- inn, en eftir að við urðum að gefa sötrið upp á bátinn tók bara við skemmtilegra spjall um daginn og veginn, vinnuna, hvernig unga fólkið hefði það nú til dags, helst þó þeir minni máttar og svo framvegis. Elsku Guðný mín, þú vildir ekkert vesen og meira að segja sátu veðurguðir á sér í dag, það var ekki einu sinni hafgola í garðinum. Þú kaust greinilega að fara þegar þú vissir að ég væri ekki með til að gera laufabrauð þetta árið vegna veru minnar í Danmörku. Skrítið fyrir þau hin að gera laufabrauð án okkar. En, gamla mín, ég veit ég tala fyrir munn margra fyrrverandi nem- enda Brekkuskóla þegar ég segi: „Takk fyrir allt og allt.“ Takk fyrir að vera tengdamömmu ómetanlegur förunautur undan- farin ár, takk fyrir strákana mína alla fjóra sem þú hefur allt- af haft auga með. Takk fyrir að hlusta og vera ómetanlegur vin- ur okkar allra. Hvíl í friði kæra vinkona Fyrir hönd Sigrúnar, Gunn- ars, Rúnars, Jóhanns og Odds, Karen Malmquist. Elsku Elín, ég trúi ekki að þú sért farin og á ég eftir að sakna þín svo mikið. Að eignast vinkonu eins og þig var ómetanlegt. Ég á aldrei eft- ir að gleyma þér og öllum minningunum sem ég á um þig. Að fá að fara með þér í Daða- hús í sumar var ómetanlegt. Elín Reynisdóttir ✝ Elín Reyn-isdóttir fæddist 6. apríl 1971 í Reykjavík. Hún andaðist á Land- spítalanum Foss- vogi 8. ágúst 2012. Útför Elínar fór fram frá Fossvogs- kirkju föstudaginn 17. ágúst 2012. Þessi ferð okkar var bara yndisleg í alla staði og naust þú þín svo vel í að teikna, borða góð- an mat og slaka á. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að fara með þér og njóta þess með þér. Elsku Elín, takk fyrir tímann sem ég átti með þér. Þín verður sárt saknað. Elsku Reynir, María, Þurý, Viðar og fjölskylda ég votta ykkur mína dýpstu samúð á þessum erfiðu tímum. Guð veri með ykkur, sterka fjöl- skylda. Elsku Elín mín, ég gæti sagt endalaust af fallegum orðum og talið upp góðar minningar um þig sem ég geymi í hjarta mér en kveð þið hér með þessum orðum: Takk fyrir að leyfa mér að kynnast þér, elsku vinkona mín, og kenna mér að „það væri ekki gaman ef að allir væru eins“. Hvíldu í friði, fallega vin- kona mín. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Þín vinkona, Signý Hrund Svanhildardóttir. Páll Halldór Jóhannesson Ég þakka Guði löngu lið- inn dag sem lét mig eignast þig að ævivin. Og öll þau blóm sem uxu á þinni leið með ilm og fegurð hresstu og glöddu mig. Og birtan sem þú breiddir yfir allt sló bjarma á lífið allt í kringum þig. Svo líða dagar, ár og ævitíð og ýmsum blikum slær á loftin blá. Í sorg og gleði alltaf varstu eins og enginn skuggi féll á þína brá. Svo brast á élið, langt og kólgukalt og krafan mikla um allt sem gjalda má. Og fljótið niðar enn sem áður fyrr og ennþá flúðin strýkur næman streng. Við blæþýtt ljóð, um blóm og sumaryl og bjarta kyrrð – í minningu um þig. (Oddný Kristjánsdóttir.) Takk fyrir allt, guð blessi þig og minningu þína. Þröstur og Karen. ✝ Páll Halldór Jó-hannesson fæddist á Dynjanda í Grunnavíkurhreppi 26. mars 1929. Hann lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Ísa- firði þriðjudaginn 7. ágúst sl. Páll var jarðsung- inn frá Ísafjarð- arkirkju 18. ágúst 2012. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, JÓNA EINARSDÓTTIR, Árskógum 2, áður til heimilis í Jökulgrunni 8, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ föstudaginn 17. ágúst. Fyrir hönd aðstandenda Álfheiður Óladóttir, Skúli Nielsen, Eygló Björg Óladóttir, Kristinn Þorsteinsson, Sigrún Óladóttir, Snorri Þórðarson. Eiginkona mín og móðursystir okkar, GERÐUR HULDA JÓHANNSDÓTTIR HÚSMÆÐRAKENNARI, Barðastöðum 7, Reykjavík, áður Laugarvatni, lést á hjúkrunarheimilinu Eir 13. ágúst. Útför hennar fer fram frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 22. ágúst kl. 15:00. Egill Sigurðsson, Lilja Sigurðardóttir, Guðrún Sigurðardóttir. Morgunblaðið birtir minning- argreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um inn- sendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morgunblaðs- lógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið. Skilafrestur | Sé óskað eftir birt- ingu á útfarardegi þarf greinin að hafa borist á hádegi tveimur virk- um dögum fyrr (á föstudegi ef út- för er á mánudegi eða þriðju- degi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, jafnvel þótt grein hafi borist innan skilafrests. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.