SunnudagsMogginn - 12.08.2012, Blaðsíða 2
2 12. ágúst 2012
Við mælum með
Stórtónleikar Moses Hightower
verða haldnir næstkomandi
fimmtudag klukkan 21:00 í
Iðnó. Húsið verður þó opnað
klukkustund áður og mun Ás-
geir Trausti sjá um að hita
mannskapinn upp. Sveitin er
með þessu að fagna annarri
plötu sinni, Annarri Mósebók,
sem kom út fyrir skemmstu.
Aðgangseyrir er litlar 2.000
krónur.
Morgunblaðið/Ernir
Útgáfutónleikar í Iðnó
17 … síðan eru liðin mörg ár
Fertugsafmælis Brimklóar er minnst með viðhafnarútgáfu um þessar
mundir. Björgvin Halldórsson rifjar upp árin með Brimkló.
28 Get ekki annað …
Jóhannes Jónsson kaupmaður lætur engan bilbug á sér finna og hef-
ur opnað nýja matvöruverslun, enda segist hann ekki geta hugsað sér
neitt skemmtilegra en að starfa í matvörugeiranum.
32 Saga slökkviliðsins á vellinum
Eldur: Saga Slökkviliðsins á Keflavíkurflugvelli er komin út.
36 Fann fjölda mynda …
Teresa Smith segir merkilegt að upplifa hvað
minning afa hennar, myndlistarmannsins
W.G. Collingwoods, er sterk hér á landi.
40 Rétturinn til að
elska
Hörð barátta hefur verið háð fyrir mann-
réttindum samkynhneigðra í heiminum.
Um helgina gefst tækifæri til að gleðj-
ast, virða og styðja.
Lesbók
42 Fjölbreytni á djasshátíð
Jazzhátíð Reykjavíkur verður haldin 18. ágúst til 1. september en há-
tíðin er nú haldin í 23. skipti.
47 Fortíðinni má ekki gleyma
Vigdís Finnbogadóttir var heiðursgestur á Olavsfestdagene í Noregi.
Hún segir Íslendinga geta lært fjölmargt af nágrannaþjóð sinni.
24
Efnisyfirlit
Forsíðumyndina tók Eggert Jóhannesson af mæðgunum Phoebe Jenkins og
Sigrúnu Kjartansdóttur.
Umsjón Sunnudagsmoggans: Pétur Blöndal, pebl@mbl.is Umsjón Lesbókar: Árni Matthíasson, arnim@mbl.is, Einar Falur Ingólfsson,
efi@mbl.is Ritstjórn Sunnudagsmoggans: Helgi Snær Sigurðsson, Inga Rún Sigurðardóttir, Kolbrún Bergþórsdóttir, Kristín Heiða Krist-
insdóttir, María Ólafsdóttir, Orri Páll Ormarsson, Signý Gunnarsdóttir, Silja Björk Huldudóttir og Skapti Hallgrímsson
38
Ljósmynd/Pálmi Bjarnason
Augnablikið
Alltaf er verið að keppa við tímann. Þósvo stundum geti verið rólegt í tíðinniþá er alltaf eitthvert langtímamarkmiðsem liggur manni á herðum. Um síð-
ustu helgi var þó heimsóttur staður þar sem vís-
arnir á armbandsúrinu virtust færast hægar en
annars staðar.
Eftir að hafa hangið á rúmlega löglegum hraða á
leiðinni norður var tekið hið heilaga stopp í Stað-
arskála. Þar var margmenni og kliðurinn frá veit-
ingasalnum náði inn á klósett þar sem undirrit-
aður olnbogaði sig áfram í átt að pissuskálinni.
Ljóst var að við vorum frekar sein svo gamli fjöl-
skyldubíllinn fékk að tæta í sig malbikið á leiðinni
að Árskógssandi þar sem ferjan Sævar beið þess að
ferja okkur til Hríseyjar. Við spúsa mín þurftum
nánast að stökkva af landgöngubrúnni og yfir í
ferjuna þar sem skipstjórinn beið okkar yggldur,
slíkur var hamagangurinn.
„Hversu langan tíma tekur að fara út í ey?“
spurði ég hann móður til að rjúfa þögnina sem mér
þótti eilítið óþægileg.
„Svipað langan tíma og það tók þig að koma þér
úr bílnum og út í bát,“ hvæsti maðurinn er hann
rétti mér afritið af farmiðanum. Ég áttaði mig ekki
á því hvort orðunum fylgdi spaug eða alvara svo
ég hló vandræðalega. Skipstjóranum stökk ekki
bros.
Á örskotsstundu vorum við komin yfir Eyja-
fjörðinn og út í Hrísey. Báturinn ældi okkur út,
skipstjórinn slökkti á vélinni og kom sér burt. Eft-
ir stóðum við á bryggjunni eins og yfirgefin af-
kvæmi og hjúfruðum okkur hvort upp að öðru í
köldu logninu. Gamall ljósastaur varpaði á okkur
daufri ljósglætu og þögnin var algjör.
Í fjarska tók að heyrast lágvært urr og í ljós
komu tvær gular glyrnur sem fylgdust með okkur
úr fjarlægð. Um stund velti ég því fyrir mér hvort
við hefðum vakið eyjarskrímslið sem nú ætlaði að
rífa okkur í sig fyrir að raska ró sinni. Í minning-
unni tók ég mér stöðu fyrir framan heitmey mína.
Skrímslið skreið löturhægt í áttina að okkur og
urrið stigmagnaðist. Einhver sat á baki skepnunni
og sigaði henni á okkur. Hríseyingurinn Sigmann
var kominn að sækja okkur og föggur okkar á
reiðskjótanum Ferguson, sem í raun var gamall
traktor.
Okkur var fagnað bróðurlega og tilkynnt að
kaffi biði okkar á náttstaðnum, sem í raun var
skúr sem áður hafði verið brúkaður til harðfisks-
vinnslu. Ekki nóg með það heldur sýndi knapinn
okkur þorsk sem hann hafði veitt skömmu áður,
þetta voru tíðindin í Hrísey það kvöldið. Aftan á
Ferguson var pallur fyrir farþega sem við komum
okkur fyrir á áður en traktorinn lullaði af stað í átt
að náttstaðnum þar sem þorskurinn var flakaður.
Það var eins og að hlaupa á hunangsvegg að
koma loks til eyjarinnar eftir allan þennan þeyt-
ing. Andrúmsloftið var afslappað og svo virtist
sem allt hreyfðist löturhægt í þessari ánægjulegu
tímaleysu.
Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is
Ferguson stóð sig sem skyldi í Hrísey og flutti gesti á milli staða í samræmi við andrúmsloftið, á hraða snigils.
Hríseyjarskrímslið
Fatamarkaður
Í tilefni Gay
Pride munu
nokkrar
manneskjur
efna til fatamarkaðar á
skemmtistaðnum Faktorý. Að
sögn er eitthvað í boði fyrir öll
kyn en á markaðnum má meðal
annars finna föt frá þekktum
hönnuðum á borð við Alexander
McQueen, Peter Jensen og Marc
by Marc Jacobs.
Græni hatturinn
Á föstudag-
inn koma sam-
an tvær efni-
legar
hljómsveitir; Tilbury og Moses
Hightower, og efna til tónleika á
Græna hattinum á Akureyri.
Báðar sveitir gáfu út plötu í
sumar og lög þeirra hafa notið
mikilla vinsælda.
Fáðu þér góða
mjólkurskvettu!
www.ms.is