SunnudagsMogginn - 12.08.2012, Síða 11

SunnudagsMogginn - 12.08.2012, Síða 11
12. ágúst 2012 11 7:30 Vekjaraklukkan hringir og ég vippa mér fram úr. Ef það er grátt yfir þá kúri ég kannski í fjórar eða fimm mínútur áður en ég horfist í augu við daginn. Dætur mínar eru í sumarfríi úr skól- anum svo ég get leyft mér þann lúxus að vakna hálftíma síðar en ég er vön. En brátt kemur haust- ið og regnið og bíótíðin með og þá er það bara harkan sjö núll núll. 8:03 Sú yngsta er komin á fætur og gægist á mig þar sem ég stend í eldhúsinu með aðra höndina á sleifinni og hina á lyklaborðinu. Grauturinn má vitaskuld ekki bíða, en ekki heldur tölvupósturinn sem mér barst um nóttina úr fjarlægu tímabelti. Fyrr en varir erum við orðin fimm við morgun- verðarborðið og tölvan fær að hvíla sig í augna- blik. 9:00 Ég kem inn á skrifstofu í Tjarnargötunni. Þar er hamagangurinn þegar hafinn, starfsfólkið er í símtölum hingað og þangað um heiminn, fingur lemja lyklaborð og maður heyrir bók- staflega tölvupóstinn strjúkast við eyrað á leiðinni yfir hafið. Það þarf að bóka kvikmyndir og heyra í Iceland Express upp á að bóka flug fyrir gestina; það þarf að raða niður dagskránni, ganga frá samningum, horfa á og hafa skoðun á innsendum myndum, slá inn í reiknivélina … Eins gott að hafa hér í vinnu yfir 20 manna teymi, og oft er fjör því starfsfólkið auk starfsnema og sjálfboðaliða kemur alls staðar að úr heiminum en hér starfa m.a. Finnar, Þjóðverjar, Frakkar, Spánverjar og Ung- verjar í sátt og samlyndi við Íslendingana. Ég dæli mér indælis Illy-kaffi í einn bolla og held áfram að höggva úr tölvupóstsfjallinu sem bíður mín. 11:00 „App“ er víst það sem unga fólkið kallar lítil forrit í snjallsímana. Við erum að þróa svoleið- is fyrir hátíðina í haust með Símanum svo hingað eru komnir grafískir hönnuðir og forritarar með hundrað hugmyndir sem þarf að greiða úr. Mikið er nú tæknin undursamleg! 12:17 Ég skýst út og fæ mér að borða á Dill í Norræna húsinu. Ég hitti gamla vinkonu og við erum sammála um að Reykjavík sé afskaplega fal- leg frá þessu sjónarhorni. 13:00 Fundur með fólkinu hjá Center Hotels. Við tyllum okkur upp á Panorama-barinn og ég leyfi mér að speisa út í nokkrar sekúndur og dást að útsýninu yfir Faxaflóann og Hörpu. Ég hálf- öfunda gestina okkar yfir því að fá að gista hér og punkta hjá mér á spássíuna að kannski sé hér vísir að afmælisgjöf handa eiginmanninum. 14:50 Það bankar einn gulklæddur frá DHL varfærnislega á hurðina hjá mér og réttir mér ein- tak af þýskri mynd sem við höfum verið að bíða eftir. Þessi fer kannski heim með gullna lundann? 17:33 Ljósið logar enn í nokkrum herbergjum hér á Tjarnargötunni. Ég kveð þá sem eftir eru og reyni að hreinsa hugann meðan ég geng heim- leiðis gegnum Kvosina og eftir Vesturgötunni. 18:40 Kvöldmatur! Sambýlismaðurinn búinn að búa út lasagne sem konurnar fjórar á heimilinu eru sammála um að sé undursamlegt. 21:08 Við erum búin að ganga frá og það er að komast ró á liðið svo ég bregð mér inn í stofu og smelli þessari þýsku í tækið. Ótrúlegt hvað þeir eru flinkir, Þjóðverjarnir. Ég sogast alveg inn í frásögnina: Það steðjar ógn að gullfallegu og skógi vöxnu sjávarþorpi norðarlega í Tyrk- landi því að ríkisstjórnin ákvað að setja niður stærsta ruslahaug landsins rétt fyrir ofan byggð- ina. Hvílík endemis steypa! Aldrei hefði ég heyrt af þessu nema það væri fyrir þessa frábæru mynd. 22:00 Ég rétt næ seinni fréttum á RÚV. Maður verður nú að fylgjast með. 23:40 Þar sem ég er að fara í gegnum listann yfir staðfestar myndir man ég skyndilega eftir bréfi til ráðuneytisins sem er enn óritað. Ég ákveð að senda nokkrar hugmyndir á samstarfsfólkið áður en ég gleymi því aftur. Eftir að ég ýti á „send“ tek ég eftir því að það er allt dottið í dúna- logn. Ég kíki fram og sé að sambýlingurinn er sofnaður með nefið ofan í bók. Hann rumskar þegar ég ýti aðeins við honum og við búum okkur undir háttinn. Dagur í lífi Hrannar Marinósdóttur, stjórnanda RIFF Hrönn Marinósdóttir leyfði sér að speisa út í nokkrar sekúndur og dást að útsýninu yfir Faxaflóann og Hörpu. Morgunblaðið/Kristinn Hálföfundar gestina Sú gamla og gráa kenn-ing, að máttur sé rétturog ráði jafnan úrslitum,birtist í ýmsum mynd- um. Til dæmis sagði bandaríski kvikmyndaleikstjórinn Robert Altman eitt sinn: „Hvað er sér- trúarsöfnuður? Of fámennur hópur til að teljast minni- hlutahópur.“ Á meðan gyðingar höfðu ekki eigið ríki, var hið forna mál þeirra, hebreska, „móðurmál án föðurlands“, eins og Aðalbjörg Sigurðardóttir komst að orði. Þegar gyðingar stofnuðu ríki, ákváðu þeir að nota þar hebr- esku, en gengu fram hjá jiddísku, sem margir gyðingar í Mið- og Austur-Evrópu höfðu talað, en hún er blendingur úr þýsku, hebresku og arameísku. Þá sagði bandaríski málfræðingurinn Max Weinreich af nokkurri beiskju á jiddísku: „A shprakh iz a diyalekt mit an armey un a flot.“ (Tungu- mál er mállýska, sem styðst við her og flota.) Nú er jiddískan nær dauð, og ólíkt latínunni, sem einnig er dauð, á hún engin af- kvæmi. Íslenska er enn lifandi mál, þótt hún styðjist hvorki við her né flota. Tilveruréttur hennar hvílir ekki á mætti okkar, heldur í senn á vilja okkar til að halda uppi sjálfstæðu tungumáli og við- urkenningu grannþjóðanna á sérstöðu okkar. Þeirrar við- urkenningar njóta til dæmis ekki Kúrdar, sem eru sérstök þjóð með sérstakt tungumál, en ekkert ríki, enda dreifast þeir um fjallahéruð Tyrklands, Írans og Íraks. Íslendingar eiga sér ekki góðs von í heimi, sem stjórnast af lög- máli franska greifans Bussy- Rabutins: „Comme vous savez, Dieu est d’ordinaire pour les gros escadrons contre les petits.“ (Eins og þér vitið, er Guð jafnan hliðhollur fjölmennum her- sveitum gegn fámennum.) Er þetta ekki lögmál ríkisins? Íslendingar verða heldur að treysta hinum orðsnjalla heim- spekingi Voltaire: „Dieu n’est pas pour les gros bataillons, mais pour ceux qui tirent le mieux.“ (Guð er ekki hliðhollur fjöl- mennustu hersveitunum, heldur bestu skyttunum.) Er þetta ekki lögmál markaðarins? Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Móðurmál án föðurlands Sólskálar -sælureitur innan seilingar Hentar mjög vel íslenskri veðráttu Við höfum framleitt viðhaldsfría glugga og hurðir í 28 ár Nánari upplýsingar á www.solskalar.is Frábært skjól gegn vindi og regni Yfir 40 litir í boði! Smiðsbúð 10 • 210 Garðabær • Sími: 554 4300 • Fax: 564 1187

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.