SunnudagsMogginn - 12.08.2012, Síða 12
12 12. ágúst 2012
Miðvikudagur
Jónína Ben Krepp-
unni er lokið, meiri-
hluti þjóðarinnar
horfði á handbolta í 2
tíma. Ungverjar voru
betri en ömurleg dómgæsla og ég
er með dómarapróf í handbolta. Ar-
on Pálmason er stjarna leiksins að
mínu mati. Takk strákar og þið er-
uð snillingar.
Örn Bárður Jónsson
Vefsíðan mín þar
sem ég birti prédik-
anir, líkræður o.þ.h.
sýndi fyrr í vikunni að
yfir 190.000 flettingar höfðu átt
sér stað. Takk fyrir það!
Árni Snævarr Klak-
inn á morgunn 9.
ágúst – verð til 15.
en svo er það Sánkti
Pétursborg í viku...
Fimmtudagur
Baldur Kristjánsson
Auglysingaposter fyr-
ir #austurfyrirfjall a
leidinni i loftid. Syn-
ingin opnar rumlega
20:00 a Skolavordustig i kvold.
Fésbók
vikunnar flett
Eins og getið er hér til hliðar fór Steve
Jobs, forðum forstjóri Apple, háðuleg-
um orðum um 7" spjaldtölvur, en al-
menningur virðist kæra sig kollóttan
um hrakspár hans því Nexus 7 seldist
upp á nokkrum dögum. Vissulega er
það engin trygging fyrir framtíðar-
vinsældum, en einnig má líta til þess
hve Amazon hefur gengið vel með
sína 7" tölvu, Amazon Kindle Fire, og
einnig hefur Nook frá Barnes & Noble
gengið vel.
Sem stendur er allt sjötommufjörið
vestan hafs og ekki ljóst hvenær
þessar þrjár tölvur, Nexus 7, Kindle
Fire og Nook, verða almennt fáan-
legar í Evrópu. Sennilega kemur
Kindle Fire reyndar seint eða aldrei
því sú græja er svo tengd streym-
isþjónustu Amazon á kvikmyndum og
tónlist og óljóst hvað Barnes & Noble
mun gera með sína spjaldtölvu, Nook
tablet.
Nexus 7 fékkst um tíma í Bretlandi
og seldist upp á mettíma. Þar kostaði
16 GB útgáfan sem nemur um 37.000
kr., en á meðan hún var fáanleg vest-
an hafs kostaði hún um 30.000 kr.
Sjötommufjör
Hvenær birtist
Nexus 7 í Evrópu?
Þótt nafn Google sé jafnan
nefnt í sömu andrá og Nexus 7
sér taívanska fyrirtækið Asus
um að framleiða græjuna. Nex-
us 7 er 19,8x12x1 sm að
stærð og vegur 340 grömm.
Hægt er að fá tækið með 8 eða
16 GB minni, en vinnsluminni
er 1 GB. 16 GB-gerðin seldist
upp samdægurs og 8 GB-
gerðin í framhaldi af því.
Steve Jobs sálugi sagði að
ekkert vit væri í 7" skjám, en á
Nexus 7 er þó 7 1280x800 díla
skjár með baklýsingu. Upp-
lausn á tommu er 216 dílar, en
til samanburðar þá er 264 díla
upplausn á tommu á nýja iPad-
inum (Retina-skjár). Glerið er
hert Corning-gler.
Framan á tækinu er 1,2 millj-
ón díla myndavél, en engin
myndavél á bakinu. GPS er
innbyggt og einnig hreyfisk-
ynjari, jafnvægisskynjari og
segulsviðsskynjari. Raf-
hlaðan á að duga í allt að níu
tíma bíómyndagláp, tíu tíma
netvafstur eða tíu tíma lest-
ur. Biðtími er 300 tímar. Ör-
gjörvinn er fjögurra kjarna
Tegra 3. Stýrikerfið Android
4,1 Jelly Bean.
Tækið notar WiFi, ekkert 3G enn sem
komið er í það minnsta, en með því spara
menn náttúrlega rafnmagn, þótt nota-
gildið sé eðlilega minna. Blátönn er inn-
byggð, Micro USB-tengi, hljóðnemi og
tengi fyrir heyrnartól. Nexus 7 styður það
sem kallast Android Bean eða NFC, en
hægt er að miðla gögnum milli slíkra
tækja með því að láta þau snertast.
Google tekur slaginn
Hingað til hefur enginn skákað Apple og iPad á spjaldtölvumarkaði, en þar
hitnar brátt í kolunum; Microsoft sendir frá sér slíka tölvu í haust og Google
hristi heldur en ekki upp í mönnum með Nexus 7 fyrir stuttu.
Græjur
Árni Matthíasson
arnim@mbl.is