SunnudagsMogginn - 12.08.2012, Blaðsíða 18
18 12. ágúst 2012
þeir félagar á útvarpsstöðinni
Kananum, sem var útvarp
bandaríska hersins á Keflavík-
urflugvelli, en þá því afbrigði
sem Björgvin kallar kántrírokk.
„Þegar við stofnuðum Brimkló
vorum við mikið að hlusta á
bönd eins og New Riders of the
Purple Sage og Birds, Crosby
Stills og Nash, Neil Young og Bob
Dylan, á West Coast-kántrírokk.
Áhrifin voru einna mest frá
Gram Parsons og við fórum því í
rokkdeildina, vorum svo hrifnir
af spiliríinu og fannst textarnir
svo góðir og laglínurnar. Það var
líka mikið raddað í söngnum og
þess vegna finnst mér svo gaman
að heyra í hljómsveitum eins og
Árstíðum í dag sem er að taka
þessi rödduðu lög og líka margar
nýjar bandarískar og breskar
hljómsveitir. Það var enginn að
spila þannig músík hér heima og
mörgum fannst kántrímúsík
hálfhallærisleg, sveitatónlist með
þann stimpil að hún væri ofsa-
lega streit. Við vorum því fyrsta
kántrírokksveitin,“ segir Björg-
vin. Þegar ég nefni það að það sé
önnur hver hljómsveit að spila
kántrí í dag, til að mynda Helgi
Björns og Reiðmenn vindanna,
Klaufar og fleiri kántrísveitir,
segir Björgvin: „Núna þykir
þetta hip og við viljum eiga eitt-
hvað í því.“
Gekk vel frá byrjun
Eins og getið er spilaði Brimkló
fyrst opinberlega í nóvember
1972, en Björgvin segir að fyrstu
árin hafi þeir byrjað hvert ball á
tónleikum; „fyrri hlutinn á
hverju balli var alltaf unplugged
tónleikar og svo var sett í sam-
band og ballið byrjaði“. Á efnis-
skránni voru erlend lög eftir hina
og þessa, en þeir fóru líka fljót-
lega að semja eigin lög á kántríl-
ínunni og þeir ákváðu líka strax
að hafa texta á íslensku. „Ég var
að klambra saman lögum en
Addi var duglegri og Hannes Jón
var líka duglegur. Þetta gekk vel
hjá okkur frá byrjun og við vor-
um að spila á fullu út 1972 og
1973, en 1974 var ég farinn að tala
við Hljómana og fór með þeim út
til Massachusetts að taka upp
plötuna Hljómar 74 og í fram-
haldi af því fór ég í Change og
með þeim til Bretlands.“ Hannes
Jón leysti Björgvin af í söngnum
en sagði síðan skilið við sveitina
og Jónas R. Jónsson kom í hans
stað og einnig gekk Pétur Pét-
ursson píanóleikari til liðs við
sveitina.
Síðsumars 1975 var ákveðið að
taka upp stóra plötu, en þeir
Jónas, Sigurjón og Pétur hættu í
sveitinni. Bjarki Tryggvason
bassaleikari gekk þá í Brimkló og
einnig Guðmundur Benedikts-
son, píanóleikari og söngvari, og
Þórður Árnason og í kjölfarið var
nafninu breytt í Mexíkó.
Brimklóarævintýrinu var þó ekki
lokið því 1976 byrjuðu Arnar,
Ragnar og Hannes Jón á upp-
tökum á plötu sem koma átti út
undir Brimklóarnafninu. Rúnar
Júlíusson ætlaði að gefa plötuna
út og beitti sér fyrir því að Björg-
vin sneri aftur til landsins til að
syngja inn á þá plötu, en hann
var þá í Bretlandi að elta heims-
frægðina með Change. Björgvin
sló til og söng sjö lög á plötunni
Rock ’n’ roll, öll mín bestu ár
sem kom út þá um sumarið. Vin-
sældir plötunnar urðu svo til
þess að sveitin var endurvakin:
„Þá byrjaði þetta að rúlla fyrir
alvöru,“ eins og Björgvin orðar
það.
Hrikalega kommersíal
Þegar ég spyr Björgvin um það
hvort vinsældir Brimklóar hafi
komið honum á óvart svarar
hann neitandi: „Það kom mér
ekkert á óvart því þetta var svo
hrikalega kommersíal.“ Líklega
hafði eitthvað segja í því sam-
bandi að sveitin bauð upp á tón-
list sem fáir voru að spila og eins
að sungið var á íslensku, en á
þeim tíma var alsiða að syngja á
ensku, enda litu flestar hljóm-
sveitir á Ísland sem stökkpall og
sungu á ensku. „Við vorum ekki
með neina svakalega meik-
drauma, vorum að byrja að
stofna fjölskyldur og vildum vera
heima á Íslandi. Við höfðum líka
gaman af að spila, nóg að gera,
fórum ferðir um landið ár eftir ár
og fetuðum í fótspor Ragga
Bjarna og Óla Gauks: Brimkló á
faraldsfæti með Halla og Ladda,
Úllen dúllen doff og svo fram-
vegis. Við seldum inn á skemmt-
anir og svo dansleiki og spil-
uðum á Vellinum. Það var aldrei
neitt „Nú skulum við meika
það“, við vorum eiginlega búnir
að því, við meikuðum það svo
hrikalega í Ævintýri, fengum al-
veg yfirmeik.“
Platan Undir nálinni kom út
1977 og svo komið á vegferð
sveitarinnar að liðsmenn áttu
helming laganna. Um haustið
hættu Hannes Jón og Sigurjón,
en í þeirra stað komu Haraldur
Þorsteinsson bassaleikari og Pét-
ur Hjaltested hljómborðsleikari.
Vorið 1978 hætti Pétur, en Guð-
mundur Benediktsson, söngvari,
gítar- og píanóleikari, kom í
hans stað. Þannig skipuð var
sveitin á þriðju breiðskífunni,
Eitt lag enn sem kom út 1978, en
þá hafði heldur hallað á kántríið,
nú var meira popp í boði. Sum-
arið 1979 var fjórða skífan tekin
upp, Sannar dægurvísur, og á
henni áttu sveitarmenn sjö lög af
ellefu.
Enn mannabreytingar
Enn urðu mannabreytingar
1980, því þá sagði Guðmundur
Benediktsson skilið við félaga
sína, en í hans stað komu Ragn-
hildur Gísladóttir, sem söngkona
og píanóleikari, Magnús Kjart-
ansson, sem söngvari og hljóm-
borðsleikari, og Kristinn Svav-
arsson saxófónleikari. Svo
fjölskipuð var sveitin kölluð 80,
en Ragnhildur entist í sveitinni
út árið að hún hætti til að stofna
Grýlurnar. Brimkló gaf svo út
plötuna Glímt við þjóðveginn
vorið 1981.
Það getur verið streð að vera í
vinsælli hljómsveit, sem sannast
kannski að einhverju leyti á tíð-
um mannaskiptum, enda kalla
vinsældirnar á mikla vinnu, sí-
felld ferðalög um landið, eins og
Björgvin nefnir, og það eru
sjaldnast lúxusferðir. Hann segir
þó að þegar hann lítur til baka,
skoðar áttunda og níunda ára-
tuginn með Brimkló, sitji það
helst eftir hvað þetta hafi verið
skemmtilegur tími, æðislega
gaman eins og hann orðar það, og
bætir við að Brimkló hafi verið
mjög gott band: „Þegar við vor-
um komnir á siglingu þá vorum
við góðir og við eigum upptökur
sem sanna það.
Tíu til fimmtán ára útgerð
Þetta var útgerð í tíu til fimmtán
ár og við hefðum eflaust getað
haldið áfram miklu lengur ef við
hefðum viljað það, en það var
mikið að gera annað en Brimkló,“
segir Björgvin og vísar þar til þess
að í lok ársins 1981 ákváðu þeir
félagar að taka sér langt frí og
jafnvel að eilífu, eða svo héldu
margir í það minnsta. „Við vor-
um svo uppteknir, Addi hafði
nóg að gera við að reka fyrirtæki
pabba síns, ég var á fullu með
minn sólóferil og mikið að gera
hjá HLH-flokknum og svo má
telja. Það var svo mikið að gera
hjá okkur að Brimkló var farin að
sitja á hakanum svo við tókum
langa pásu.“
Langa pásan entist í fimmtán
ár, því sveitin kom ekki saman að
nýju fyrr en sumarið 1996 og
starfaði reyndar fram á sumar
það ár að aftur var lagst í dvala.
2003 ræsti Björgvin svo mann-
skapinn út að nýju til að spila á
Kántríhátíð Hallbjarnar Hjart-
arsonar á Skagaströnd, en auk
hans voru í sveitinni Arnar,
Ragnar, Guðmundur, Haraldur,
Þórir Baldursson og Magnús Ein-
arsson. Það hljóp svo mikið stuð í
mannskapinn að menn sönkuðu
að sér lögum á nýja plötu og 2004
kom út platan Smásögur. Sveitin
spilaði síðan nokkuð reglulega
næstu tvö árin, en tók svo aftur
spilahlé haustið 2005 sem stend-
ur enn þótt þeir félagar hafi kom-
ið saman aftur í 60 ára afmæl-
istónleikaröð Björgvins á síðasta
ári.
Aldrei verið í meira stuði
Björgvin segir að það hafi verið
mjög skemmtilegt að koma sam-
an núna til að taka upp nýtt lag
fyrir afmælisútgáfuna, æðislega
gaman reyndar. „Okkur langaði
að vera með eitt nýtt lag með í
pakkanum og þegar við fórum að
taka það upp kviknaði smáfiðr-
1973: Brimklóar-
félagar uppáklæddir
við tökur á sjón-
varpsþættinum Jó-
reykur úr vestri.
Lífið er litríkt
Heildsöludreifing: ACT ehf, Dalvegi 16b, 201 Kópavogi, sími 577 2150
60 ára reynsla á Íslandi
Fæst í eftirfarandi verslunum:
Húsasmiðjunni
ELKO
Byggt og Búið
Geisla Vestmannaeyjum