SunnudagsMogginn - 12.08.2012, Blaðsíða 20

SunnudagsMogginn - 12.08.2012, Blaðsíða 20
20 12. ágúst 2012 Þegar í ljós kom að Ól-ympíuleikarnir árið2012 yrðu haldnir íLondon þá veltu því sjálfsagt margir fyrir sér hvernig mótshaldið myndi ganga upp í slíkri stórborg, sem má kannski illa við frekari mannfjölda og meiri umferð, jafnvel þó svo að borgarbúar hafi tvívegis áður verið gestgjafar Ólympíu- leikanna. London er fyrsta borg- in til þess að halda leikana þrí- vegis. Fyrst árið 1908 og aftur 1948. London nálgast mótshaldið með öðrum hætti nú en árið 1948. Þá var ekkert byggt sér- staklega vegna leikanna og Wembley var notaður sem Ól- ympíuleikvangur. Auk þess var ekkert ólympíuþorp búið til fyr- ir keppendur. Ástæðan fyrir þessu öllu var auðvitað sú að Bretar voru enn að jafna sig eftir síðari heimsstyrjöldina. Nú horfir þetta öðruvísi við. Nýr leikvangur var byggður fyrir leikana þar sem frjálsar íþróttir fara fram auk setningar- og lokahátíðar. Allskyns leikvangar og íþróttahallir voru auk þess byggðar fyrir hinar ýmsu grein- ar. Samkvæmt mínum upplýs- ingum verður sumt þeirra ein- faldlega rifið og annað minnkað þegar veislunni lýkur. Til dæmis tekur sundhöllin liðlega 17 þús- und áhorfendur. Hluti hennar verður fjarlægður að leikunum loknum og sundhöllin mun taka um 3 þúsund áhorfendur til frambúðar. Íbúðir í þorpinu á markað Ólympíuþorpið er svo auðvitað kapítuli út af fyrir sig. Undirrit- aður fékk að spígspora þar í um það bil þrjá klukkutíma í boði ís- lensku ólympíunefndarinnar eftir þrjár vopnaleitir. Var þetta daginn áður en leikarnir voru formlega settir. Þar er búið að reisa fleiri, fleiri blokkir þar sem íþróttafólkið dvelur. Mér var leyft að skyggnast aðeins um í íbúð hjá íslenskum keppendum. Í henni dvöldu sex keppendur ef ég man rétt og tveir saman í hverju herbergi. Mig rámar í eitthvað svipað fyrirkomulag á vistarverum þegar ég fór í skóla- ferðalag til Benidorm en á þeim tíma var verið að halda Ólymp- íuleika í Atlanta. Eftir því sem ég best veit fara þessar íbúðir á markað að leik- unum loknum. Útlitið á þorpinu var svolítið austur-evrópskt að mér fannst þar sem blokkirnar voru hver annarri líkari. Nóg framboð af íbúðum ætti því að vera í austurhluta borgarinnar á næstunni ef af verður og ýmsar íþróttabyggingar í næsta nágrenni. Rútuferðir fjölmiðlafólks Samgöngurnar voru nokkuð sem margir áttu erfitt með að sjá fyrir sér að fengju farsæla lausn. Í London er auðvitað fyrirtaks lestarkerfi neðanjarðar en álagið á það kerfi er nú að ég hygg alveg nægilegt án þess að fimm hundruð þúsund áhorfendur á Ólympíuleikum bætist við dag- lega. Fjölmiðlafólkið er mikið á ferðinni til og frá ólympíu- svæðinu og ekki síður á milli keppnisstaða. Sérstakar rútur hafa verið notaðar til þess að ferja fjölmiðlafólk og sjálf- boðaliða. Heilmikið kerfi hefur verið sett upp vegna þessa. Ef ég og Golli ljósmyndari er- um báðir taldir með þá telst mér til að tæplega tuttugu þúsund manns starfi í kringum fjölmiðla á leikunum. Þar af eru að ég held fimm þúsund í kringum NBC- sjónvarpsstöðina sem sér um að koma viðburðinum til Norður- Ameríku. Rúturnar hafa sér- akreinar í borginni til að komast leiðar sinnar og þeim tekst að fara nokkuð hratt yfir. Sá þáttur hefur gengið betur en ég átti von á. Því er þó ekki að neita að oft á tíðum er ansi þröngt á götum stórborgarinnar og ég hef tví- vegis verið í rútu sem hefur tekið spegil af bíl við hliðina í öllum látunum. Í öðru tilfellinu var um sendiferðabíl að ræða en í hinu tilfellinu BMW. Hann var reynd- ar merktur Ólympíuleikunum en á ólympíusvæðinu er allt morandi í slíkum bifreiðum í tengslum við leikana. Þessar sérakreinar hafa nú örugglega haft nokkurt rask í för með sér fyrir hinn hefðbundna borg- arbúa sem er á ferðinni í bifreið. Þessi samgöngumáti hefur ekki gengið áfallalaust fyrir sig og hefur að minnsta kosti kostað eitt mannslíf. Ein rútan skall á reiðhjólamanni sem beið bana rétt fyrir utan ólympíusvæðið. Miðað við hversu glannalega fólk fer um á reiðhjólum í borginni þá er ég reyndar ekki undrandi á því að hér og þar verði slys. Þá er ég auðvitað ekki að gefa í skyn að banaslysið hafi verið þeim látna að kenna. Ég þekki ekki málavexti þess harmleiks. Vingjarnlegir sjálfboðaliðar Ekki verður hjá því komist að minnast á sjálfboðaliðana sem skipta tugum þúsunda. Þar hefur Bretunum tekist alveg sérlega vel Brotnir speglar en óbrotin Ólympíuleikarnir Kristján Jónsson kris@mbl.is Úr Ólympíugarðinum í London. Morgunblaðið/Golli

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.