SunnudagsMogginn - 12.08.2012, Side 24
24 12. ágúst 2012
Myndir af mannfólki eruþeim hugleiknar, eigi aðsíður kunna þau hvergibetur við sig en úti í nátt-
úrunni, helst fjarri alfaraleið. Þar verja
þau sínum frístundum, meira og minna.
Og alltaf er myndavélin með í för. „Það
eru algjör forréttindi að ferðast um land-
ið, njóta útivistar og taka ljósmyndir,“
segja hjónin Pálmi Bjarnason og Sigrún
Kristjánsdóttir í Mosfellsbæ.
Þau eru heima þetta síðdegi en brenna í
skinninu að komast í næsta ferðalag – á
fjöll – enda sumarfríið gengið í garð.
Vinnan sem Pálmi og Sigrún stunda
dagsdaglega er býsna frábrugðin ferða-
lögunum og ljósmynduninni. Hann
vinnur við tölvur hjá Reiknistofu bank-
anna og hún á innkaupadeild ÁTVR.
Pálmi og Sigrún kynntust fyrir níu ár-
um í gegnum ljósmyndun. Nema hvað?
Þau voru bæði í sama ljósmyndafélaginu
og ári síðar settu þau ásamt þremur öðr-
um á laggirnar ljósmyndahópinn Ljós-
brot sem enn er starfandi.
Fyrsta stóra verkefni Ljósbrots var
samsýning í listasalnum í Kjarna í Mos-
fellsbæ veturinn 2006. „Sýningin fékk
góðar viðtökur og hleypti eiginlega
skriðunni af stað,“ upplýsir Pálmi en
bókaforlagið Steinegg hafði í kjölfarið
samband við hópinn og bauð honum að
gera bók. Kom hún út árið 2008 undir
heitinu „Okkar sýn á Ísland“. Auk Pálma
og Sigrúnar eiga Skúli Þór Magnússon og
Hallsteinn Magnússon myndir í bókinni.
Í tilefni af útgáfunni var efnt til sýningar í
Ráðhúsi Reykjavíkur.
Fjallmenn og aðrir menn
Sigrún og Pálmi segja langþráðan draum
hafa ræst með útgáfunni. „Okkur hafði
lengi langað að gefa út bók án þess að
hafa haft sérstök áform á prjónunum.
Síðan kom þetta bara upp í hendurnar á
okkur. Það var afskaplega ánægjulegt,“
segja þau.
Þau létu ekki þar við sitja. Þegar árið
2008 fóru þau að taka myndir fyrir næstu
bók. „Það var svolítið öðruvísi verkefni. Í
fyrstu bókinni voru bara myndir sem við
áttum til en núna fórum við að mynda
sérstaklega með bók og ákveðið snið í
huga,“ segir Pálmi. Sami hópur stóð að
þessari bók og þeirri fyrstu og kom hún
út í veglegu broti vorið 2010, „Incredible
Iceland“.
Verkefnin eru af ýmsu tagi. Eitt tengist
smalamennsku á Landmannaafrétti en
Sigrún og Pálmi hafa fylgt fjallmönnum
undanfarin fimm ár sér til ómældrar
ánægju. Verkefnið er þrískipt: Í fyrsta
lagi svart/hvítar myndir af fólki, í annan
stað landslagsmyndir og í þriðja lagi
myndir úr daglega lífinu.
Myndir úr þessu verkefni voru sýndar í
Heklusetrinu á Leirubakka á síðasta ári
og í kjölfarið óskaði Anders Hansen stað-
arhaldari eftir sýningu á myndum sem
Sigrún og Pálmi hafa tekið í Veiðivötn-
um. „Við áttum ekki margar myndir
þaðan en létum slag standa, notuðum
megin hluta sumarfrísins í verkefnið og
fylgdumst meðal annars með stang- og
netaveiði bænda eina helgi,“ segir Sigrún
en sú sýning hangir uppi á Heklusetrinu
til 14. október.
Ný bók, „Iceland in Your Pocket“, ell-
egar „Með Ísland í vasanum“, kom út í
vor og er, eins og nafnið gefur til kynna, í
smáu broti. Þetta er fyrsta bókin sem þau
standa ein að. Bókina má fá í bókabúð-
um, fríhöfninni og víðar en Pálmi og Sig-
rún segja hana fyrst og fremst ætlaða út-
lendingum sem vilja kynna sér landið
okkar.
Ísland með öðrum augum
„Þetta eru okkar ær og kýr,“ segja hjónin Pálmi
Bjarnason og Sigrún Kristjánsdóttir sem nýta
hverja frístund til að sinna áhugamálum sínum,
ljósmyndun og ferðalögum, ekki síst um óbyggð-
ir Íslands. Ljósmyndir þeirra getur meðal ann-
ars að líta í nýrri bók, „Iceland in Your Pocket“.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Hjónin, ljósmyndararnir og ferðalangarnir Pálmi Bjarnason og Sigrún Kristjánsdóttir.
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Ljósmynd/Sigrún Kristjánsdóttir
Pytlur í Veiðivötnum.