SunnudagsMogginn - 12.08.2012, Side 29
12. ágúst 2012 29
hafði meiri áhyggjur af þeim veraldlegu hlutum sem mér
fannst ég vera að missa úr höndunum eftir allt streðið
sem það hafði kostað mig að byggja upp.“
Þú misstir veraldlegar eignir, eins og húsið stóra á
Akureyri. Var ekki erfitt að missa það?
„Jú, það var sárt því það hús var gullmoli á fallegasta
útsýnistað sem hægt er að hugsa sér. En svona fór það
nú. Við Guðrún eigum hús á Seltjarnarnesi, sumarbústað
og bílana. Ein af skynsemisákvörðunum sem við hjónin
tókum eftir hrunið var að skipta um umhverfi. Við
ákváðum að búa ekki lengur í húsinu sem var bústaður
okkar þegar kollsteypan varð. Við leigjum því út húsið
okkar á Nesinu og leigjum hús á Elliðavatnssvæðinu. Við
erum sammála um að það hafi verið mjög skynsamlegt
að skipta um umhverfi. Við það varð eins konar umpól-
un í höfðinu og við öðluðumst nýja lífssýn. Margir eiga
verulega bágt eftir hrunið en ég á hús og bíl og heilsan er
eins og best verður á kosið.“
Víkjum aðeins að einkalífinu, það hafa verið nokkr-
ar konur í þínu lífi.
„Ekki mjög margar. Ég átti sömu konuna í 38 ár og
með henni tvö börn sem hafa plumað sig ágætlega í líf-
inu. Svo var önnur kona í átján mánuði. Ég hef verið
með núverandi konu minni í ellefu ár og hún á tvö börn
úr fyrra sambandi sem við höfum alið upp í sameiningu.
Ég er mjög hamingjusamur í einkalífinu. Þegar ég lít yfir
einkalíf mitt get ég sagt að þar hafi á sínum tíma verið
eitt vandamál, manneskja sem var ekki til heilla fyrir
mig og mína.“
Finnst þér þú hafa þroskast mikið með árunum?
„Þegar ég lít til baka get ég sagt að í öllum aðal-
atriðum hafi mér liðið vel. Í gamla daga þegar ég var að
sulla í brennivíni gerði ég einhverja hluti sem ég sá síð-
an eftir. Vissulega setur brennivínsdrykkja mark á lífið.
Sambandið við fyrrverandi eiginkonu mína, sem er
mikil öndvegismanneskja og ég hef ekkert nema gott
um að segja, fór í hund og kött, að hluta til vegna óreglu
minnar. Það tek ég alfarið á mig.“
Drakkstu mikið og illa?
„Ég geri yfirleitt mikið af því sem ég geri. Ég var ekki
túramaður en þegar ég drakk þá drakk ég hraustlega.
Ég hætti tvisvar og drakk ekkert í sex ár á þeim tíma
þegar ég var að stofna Bónus. Svo fór ég að trúa því að
ég væri eini drykkjumaðurinn í heiminum sem hefði
náð fullum tökum á drykkjunni og fór aftur að drekka.
Ég hætti aftur um aldamótin og eftir það hefur aldrei
komið til greina að smakka áfengi. Ég á auðvelt með að
umgangast fólk sem er að drekka en fer þegar fólk byrj-
ar að segja mér sömu söguna í fjórða sinn. Ég er líka það
heppinn að þótt konan mín sé mun yngri en ég þá er
hún kvöldsvæfari en ég og þegar við erum á samkomum
er það hún sem vill fara snemma heim, sem mér finnst
alveg ágætt. Ég myndi ekki endast í sambandi með
mikilli djammkonu. Það væri ekki heillavænlegt til
framtíðar.“
Þú virðist nokkuð ánægður með lífið.
„Ég get ekki annað en verið hamingjusamur. Ég á
góða konu og tvö börn sem hafa plumað sig vel, stjúp-
börn og fimm afabörn. Ég var líka svo lánsamur að fá
heilsuna aftur og síðan hefur mér liðið dásamlega.“
Hvernig var meðferðin?
„Ég var svo heppinn að þola lyfjameðferðina. Undir
lokin fór ég í svokallaða háskammtameðferð sem er ansi
erfið. Ég var í einangrun í tíu sólarhringa og var orðinn
örmagna enda hvorki tangur né tetur eftir að því sem
heitir ónæmiskerfi. Ég fór svo í stofnfrumuskiptingu,
sem er eiginlega eins og mergskipti. Stofnfrumur eru
teknar úr manni, geymdar í frosti og settar aftur inn í
líkamann þegar meðferðinni var lokið.
Í þessu ferli fylltist ég hvað eftir annað aðdáun á því
hversu gott fólk er í heilbrigðisstétt. Þetta fólk sýnir
ótrúlega þolinmæði, oft við mjög slæmar aðstæður. Einu
sinni í mánuði var dælt í mig efnum og í eitt skipti var ég
settur inn í setustofu. Ég skammaðist mín fyrir að liggja
þar vegna þess að í næsta herbergi hafði kona dáið og
aðstandendur hennar þurftu að vera úti á gangi með
prestinum af því að ég var í setustofunni.“
Leituðu aldrei á þig hugsanir um dauðann?
„Auðvitað er eitthvað í undirmeðvitundinni sem ger-
ir að verkum að maður hugsar um dauðann en þær
hugsanir urðu aldrei ofan á. Ég talaði aldrei um það við
nokkurn mann að hugsanlega gæti þetta endað á þann
veg. Konan mín sýndi mikinn dug í þessum veikindum
mínum og umgekkst mig aldrei eins og veikindi mín
væri svo alvarleg að ég ætti að kvíða einhverju. Meðal
annars þess vegna var ég ekki kvíðinn.
Á meðan ég átti í veikindunum var fyrirtækið í erfiðri
baráttu fyrir framtíð sinni og þar hafði ég verulegar
áhyggjur. Kannski hafði ég ekki eins miklar áhyggjur af
veikindunum og annars hefði verið vegna þess að ég
Jóhannes í Iceland: Það hjálpar mér
sennilega einna mest að ég þekki óhemju
marga og að margir hafa átt ánægjuleg
viðskipti við mig í gegnum tíðina.
Morgunblaðið/RAX