SunnudagsMogginn - 12.08.2012, Qupperneq 37
12. ágúst 2012 37
myndinni – afi hefur þar málað föður
minn þrisvar eða fjórum sinnum.“
Lítið þekktur á Englandi í dag
Collingwood var dæmigerður fulltrúi
menntamanna Viktoríutímans; hann lærði
klassísk fræði og myndlist en var ekki ein-
hamur í störfum sínum. Hann skrifaði
fjölda bóka; skáldsögur sem byggjast á
áhuga hans á norrænum mönnum og land-
námi þeirra á Englandi, bækur um listfræði,
ævisögu fagurfræðingsins Jonh Ruskins
sem hann vann með í um þrjá áratugi, og
vandaðar bækur um fornleifarannsóknir,
auk þess sem hann ritstýrði fjölda verka um
hin ýmsu mál. Hér á landi hafa verið gefnar
úr þrjár bækur um Íslandsmyndir Coll-
ingwoods og þær eru mikils metnar hér. En
hver er staða hans í heimalandinu í dag?
„Í dag er hann lítið þekktur á Eng-
landi,“ svarar Teresa. „Hann er einkum
þekktur í Vatnalöndum þar sem hann bjó,
og þá sérstaklega sem fornfræðingur og
fornleifafræðingur.
W.G. Collingwood tók köllun sína sem
málari alvarlega og málverk hans eru í
anda kenninga Ruskins; hann leitar að
kjarna hlutanna. En faðir minn skrifaði í
sjálfsævisögu sinni að W.G. hefði aldrei
notið mikillar velgengni sem málari, og
sem dæmi um það gekk honum illa að
selja myndirnar sem hann málaði á Ís-
landi. Þeir sem keyptu var fólk sem þekkti
verk hans fyrir og fólk sem hafði mikinn
Íslandsáhuga.
Þrátt fyrir að hann héldi áfram að vinna
fyrir sér sem málari færðist áhugi hans
smám saman yfir í fornleifafræðina, en
hann varð afar vandaður og virtur forn-
leifafræðingur,“ segir Teresa um afa sinn,
W.G. Collingwood.
„Það að finna hvað minning
Collingwoods er lifandi hér, og
hvað framlag hans til menning-
arinnar er talið mikils vert,
hreyfði afskaplega mikið við
mér,“ segir sonardóttir lista-
mannsins, Teresa Smith.
Morgunblaðið/Einar Falur
Teresa Smith og séra Þorbjörn Hlynur við altaristöflu afa hennar í kirkjunni á Borg á Mýr-
um. Collingwood málaði þar börn sín og þar á meðal föður Teresu þrisvar eða fjórum sinn-
um.
Ljósmynd/Mike Lea
Kunn ljósmynd af breska listamanninum William Gershom Collingwood á hesti sínum
Flugni í Íslandsferðinni sumarið 1897. Ferðalagið um landið tók um tíu vikur.
National Museum of Iceland
skjalamappa. Í liðnum mánuði eyddi Teresa
nokkrum dögum í skjalasafninu, áður en
hún kom í pílagrímsferðina í fótspor afa
síns hingað til lands. Þá fór hún að skoða
möppuna betur.
„Í möppunni er mikið af skissum frá W.G.
Margar þeirra virðast tengjast kennslu
hans sem prófessor við listaháskólann í
Cardiff og ýmsum fyrirlestrum. En ég sá að
utan á möppuna hefur líka verið skrifað að í
henni séu íslensk gögn. Ég fór að skoða
það betur og fann þá nokkrar vatns-
litamyndir frá Íslandi, gerðar hér á ferðalag-
inu 1897 og þar á meðal er ein af Þingvalla-
myndunum. Í möppunni er einnig bunki af
svarthvítu myndunum sem hann gerði eftir
vatnslitamyndunum fyrir bókina.
Ég taldi þær ekki eða bar þær saman við
bókina en þetta eru margar myndir,“ segir
hún. „Þær eru sjálfsagt flestar þarna.“
– Gætu þetta verið allt að hundrað svart-
hvítar myndir? spyr ég.
„Kannski. Kannski enn fleiri en það. Það
væri stórkostlegt ef þarna væru fundnar
flestar myndanna sem ekki hefur verið vit-
að hvar niður eru komnar,“ segir Teresa.
„Það hefur verið mjög merkilegt að upp-
götva hér á Íslandi og skilja hvað þáttur
W.G. Collingwoods er mikilvægur fyrir Ís-
lendinga, hvað varðar menningararfleifðina
og framlag hans þarna undir lok 19. aldar,
það hefur verið afar falleg reynsla fyrir mig.
En ég er sannfærð um að enn eigi eftir að
uppgötva ýmislegt sem tengist þessari
pílagrímsferð hans hingað árið 1897, og
það þarf að skoða það alvarlega hvar allar
þessar nýuppgötvuðu myndir eiga að vera.
Þær þurfa að vera aðgengilegar komandi
kynslóðum.“
Ein af svarthvítu teikningunum sem Collingwood gerði í svarthvítu fyrir bókina. Myndin
er frá Breiðabólstað í Fljótshlíð.
Þessi vatnslitamynd af Kóngsbakka á Snæfellsnesi er meðal þeirra þekktustu úr ferða-
lagi W.G. Collingwoods sumarið 1897.
Þjóðminjasafn Íslands