SunnudagsMogginn - 12.08.2012, Síða 39
12. ágúst 2012 39
Kántrísöngvarinn Randy Travis á
ekki sjö dagana sæla þessa dag-
ana. Auk þess að standa í mála-
ferlum gegn fyrrverandi eiginkonu
sinni var hann handtekinn á dög-
unum fyrir ölvunarakstur og
ósæmilega hegðun; í annað sinn
sem það gerist á þessu ári. Að
sögn lögreglunnar í Texas keyrði
Travis niður nokkra vegatálma og
fór í gegnum byggingarsvæði áður en hann endaði ut-
anvegar. Þegar lögreglu bar að garði var hann nakinn
og lét öllum illum látum. Hann hótaði meðal annars
að skjóta lögreglumennina sem voru að störfum.
Hann neitaði að blása í áfengismæli og því var tekin
blóðprufa af honum. Beðið er eftir niðurstöðum.
Drukkinn og nakinn
Lögreglumynd.
Fyrir skömmu kom upp stór-
furðulegt og ógeðfellt sakamál í
Flórída í Bandaríkjunum. Hinn 29
ára Eric Antunes var handtekinn
fyrir vörslu á barnaklámi en meira
átti eftir að koma í ljós. Ásamt
barnakláminu fundu lögreglumenn
ljósmyndir af Antunes í kynferðis-
legum athöfnum með þrífættum
hundi kærustu sinnar. Árið 2011
voru sett ný lög í Flórída sem vörðuðu misnotkun á
dýrum og töldu flestir að Antunes yrði sá fyrsti til að
hljóta refsingu samkvæmt þeim. Annað kom þó á
daginn. Samkvæmt lögunum er það einungis ólög-
mætt ef manneskja veitir dýri munnmök en ekki ef öf-
ugt er farið, eins og var í máli Antunes. Maðurinn fékk
því einungis refsingu fyrir vörslu barnakláms.
Millitegunda munnmök
Óbein tenging.
Nú þegar Ólympíuleikarnir í
Lundúnum standa sem hæst
hljóta margir að velta því fyrir
sér hvar hlaupakonan Merlene
Ottey, sem gerði allt vitlaust hér
um árið, er niðurkomin.
Eins og svo margir af bestu
spretthlaupurum í heimi fæddist
hún í Jamaíka, nánar til tekið í
Hanover. Kempan tók þátt í átta
ólympíuleikum, þeim síðustu
árið 2004 í Aþenu. Hún er sú
frjálsíþróttakona sem hefur tek-
ið þátt í flestum Ólympíuleikum.
Ottey hefur þó ekki alltaf
keppt fyrir hönd Jamaíku. Eftir
að hafa verið sökuð um lyfjamis-
notkun, og að hennar sögn beitt
ósanngjarnri meðferð af hálfu
Ólympíunefndar Jamaíku, ákvað
hún að gerast slóvenskur rík-
isborgari árið 2002. Hún hafði þá
staðið í miklum deilum við landa
sína og aðra sökum Ólympíu-
leikanna í Sydney árið 2000.
Hún náði ekki nógu góðum tíma
til að taka þátt á leikunum það
árið en náði á ótrúlegan hátt að
troða sér í keppnina á kostnað
Petu-Gaye Dowdie sem varð að
sitja eftir heima. Það fór afar illa í
marga. Ottey hafði búið um
nokkurt skeið í Ljubljana þar
sem hún þjálfaði og því lítið mál
fyrir hana að sækja um
ríkisborgararétt. Hún keppti
fyrir hönd Slóveníu á Ólympíu-
leikunum í Aþenu árið 2004 en
vann ekki til verðlauna. Hún var
nálægt því að komast á Ólymp-
íuleikana fyrir fjórum árum og er
enn þann dag í dag að keppa fyr-
ir hönd Slóveníu á ýmsum mót-
um. Hún tók meðal annars þátt á
Evrópumóti í Helsinki í ár, 52 ára
að aldri.
davidmar@mbl.is
Ottey hljóp áður fyrir hönd Jamaíku. Hér er hún í Aþenu árið 1997.
Merlene Ottey?
Hvað varð um...
Hlaupakonan í slóvenska bún-
ingnum í Barcelona árið 2010.
Aðalvél Víkartinds bilaði fyrir hádegi sama dag og skipið strandaði.
Varðskipið Ægir var komið á vettvang rúmlega tveimur klukku-
stundum seinna. Skipstjóri Víkartinds hafnaði hinsvegar margsinnis
ábendingum Landhelgisgæslunnar um að tímabært væri að óska að-
stoðar. Það þótti sæta furðu bæði innan Landhelgisgæslunnar sem og
Eimskips sem hafði skipið á leigu. Skipstjórinn gaf þó eftir að lokum
og Ægir gerði tvær árangurslausar tilraunir til að koma dráttartaug í
skipið. Í seinni tilrauninni varð Ægir fyrir broti með þeim afleið-
ingum að einn skipverja féll fyrir borð og lést.
Víkartindur var um 9.200 tonn að stærð og var nýbyggt þegar það
strandaði. Mengunarslysi var afstýrt en olía lak ekki í teljandi magni
frá skipinu, og sem betur fer tókst að bjarga um 95% þeirrar olíu sem
var um borð eða rúmlega 400 tonnum. 14 mánuðir liðu frá því Vík-
artindur strandaði þar til hreinsunarstarfi og niðurrifi skipsins lauk.
Hreinsunarstarf var gífurlega umfangsmikið en alls þurfti að flytja
um 4.600 tonn af brotajárni úr fjörunni ásamt rúmlega 1.000 tonn-
um af annarskonar úrgangi. Mikil vinna fólst í að ná saman timbri,
pappír og fleiru og koma því á urðunarstað. Einnig fólst gífurleg
vinna í því að tína smærra rusl sem rak á Háfsfjöru. Björgunarsveitir,
íþróttafélög, starfsmannafélög og fleiri hópar tóku m.a. að sér að
ganga um fjöruna og tína smærra rusl sem rekið hafði á land.
Hringrás tók að sér að rífa skipið og þótti það erfitt verkefni. Sand-
urinn í fjörunni torveldaði verkið og válynd veður hjálpuðu ekki til.
Hringrás notaðist við stóra brotvél sem klippti járnið niður og setti
það í gáma sem jarðýta dró síðan að flutningabílum.
Heimir Snær Guðmundsson heimirs@mbl.is
’
Hreins-
unarstarf
var gífurlega
umfangsmikið en
alls þurfti að flytja
um 4.600 tonn af
brotajárni.“
Benóný Ásgrímsson
Jamaíka, sem þeim þótti ólíklegt þar sem hann
var enn svo ungur. Bolt tók sig til og sló lands-
metið aðeins 21 ára gamall og hóf þá að beina at-
hyglinni að 100 metra hlaupinu. Hann hóf strax
að sanka að sér verðlaunum. Ári síðar sló hann
síðan heimsmetið í 100 metra spretthlaupi þegar
hann hljóp þá á 9,72 sekúndum í New York. Hann
bætti síðan heims- og ólympíumetið á Ólympíu-
leikunum í Peking seinna um árið, bæði í 100 og
200 metra hlaupi. Aðeins 21 ára að aldri hafði
hann því sett tvö heimsmet. Afmælissöngurinn
var spilaður í hátölurum leikvangsins er hann
kom í mark í 200 metra hlaupinu þar sem Bolt var
22 ára á miðnætti.
Bolt hefur verið mikið í sviðsljósinu síðan þá og
drepið niður fæti víða. Eins og flestir vel gefnir
menn er hann áhangandi Manchester United og
heimsótti meðal annars æfingasvæði félagsins þar
sem hann spjallaði við Cristiano Ronaldo og Ruud
Van Nistelrooy og gaf þeim góð ráð. Á Ólympíu-
leikunum sem nú standa yfir varði Bolt báða titl-
ana og varð sá fyrsti í sögunni til þess. Hann hefur
verið titlaður sem þjóðhetja í heimalandi sínu
sem fagnar 50 ára sjálfstæðisafmæli sínu undan
Bretum um þessar mundir.
Spretthlauparinn er þekktur fyrir kímni sína en hér kemur hann með hið víðfræga sigurfagn sem hann er þekktur fyrir.
AFP
’
Eins og flestir vel gefnir
menn er hann áhangandi
Manchester United og heim-
sótti meðal annars æfingasvæði
félagsins þar sem hann spjallaði
við Cristiano Ronaldo og Ruud Van
Nistelrooy og gaf þeim góð ráð.
Polarolje
Meiri virkni
Hátt hlutfall Omega 3
fitusýrur
Minn læknir mælir með
Polarolíunni, en þinn ?
Selolía, einstök olía
Gott fyrir:
Maga- og þarmastarfsemi
Hjarta og æðar
Ónæmiskerfið
Kolesterol
Liðina
Polarolían fæst í:
apótekum, Þín verslun Seljabraut,
heilsuhúsum, Fjarðarkaupum,
Fiskbúðinni Trönuhrauni og Melabúð
Nú líka
í hylkjum
Nýtt!