SunnudagsMogginn - 12.08.2012, Síða 40
40 12. ágúst 2012
Lífsstíll
Ég las á dögunum afar áhugaverða grein í
Gay Pride blaðinu. Hún fjallaði um líf og
störf glímukóngsins Guðmundar Stef-
ánssonar. Hafði kappinn sá margt til
brunns að bera og þótti bera af í hinni
karlmannlegu íþrótt (sem þá þótti). Guð-
mundur hafði þó einn „veikleika“. Hann
hreifst nefnilega af einstaklingum af
sama kyni. Nokkuð sem þótti fremur
undarlegt á þessum tíma í okkar litlu
Reykjavík. Var þá „kynvillan“ oftast tal-
inn „kvilli“ sem mætti laga. Guðmundur
var dæmdur til fangelsisvistar fyrir að
„fullnægja hvötum sínum“ en það þótti
til marks um „bata“ hans þegar Guð-
mundur sást snúa ungri stúlku fimlega
um dansgólfið í samkomuhúsi úti á landi.
Gæsalappirnar í upphafi þessarar
greinar eru til marks um breytt viðhorf. Í
dag vitum við vel að enginn „læknast“ af
samkynhneigð. Sama hvað ýmsir öfga-
prestar úti í heima reyna. Eftir því sem
einstaklingsfrelsið hefur aukist erum við
hætt að þurfa að láta alla falla í sama
formið. Við megum elska þann sem við
viljum, giftast þeim sem við viljum og
eignast börn. Það á að vera grundvallar-
réttur hvers einstaklings en leiðin hefur
sannarlega verið þyrnum stráð. Ég er
ekki nógu vel að mér í réttindabaráttu
samkynhneigðra til að fara yfir hana hér.
Eins hef ég aldrei þurft að berjast fyrir
því að mega kyssa kærastann úti á götu
eða velkjast í vafa um að við gætum gift
okkur. Sú er þó enn raunin víða í heim-
inum. Baráttan hefur (að manni virðist
úr fjölmiðlum) víða náð langt en í
mörgum löndum eru víggirðingar
enn til staðar. Nýverið var Gay Pride
haldið í fyrsta sinn í Víetnam en þar er
stutt síðan að litið var á samkynhneigð
sem eins konar „samfélagslegt mein“.
Þar féll einn staurinn til í víggirðingunni
og vonandi halda þeir bara áfram að falla.
Um helgina gefst tækifæri til að sýna
virðingu okkar og stuðning og fagna því
að við þurfum ekki að haldast í hendur
yfir víggirðinguna.
Kærustupar kyssist rómantískum kossi í miðborg Stokkhólms á Gay Pride þar í borg 4. ágúst síðastliðinn.
AFP’
Við megum elska
þann sem við viljum,
giftast þeim sem við
viljum og eignast börn. Það
á að vera grundvallarréttur
hvers einstaklings. Rétturinn til að elska
Lífið og
tilveran
María Ólafsdóttir
maria@mbl.is
Hörð barátta hefur
verið háð fyrir mann-
réttindum samkyn-
hneigðra í heiminum.
Um helgina gefst tæki-
færi til að gleðjast,
virða og styðja.
Alltaf er jafn gaman að hlusta á nýja tónlist. Mér þyk-
ir sérstaklega gaman að tónlist sem er dálítið öðru-
vísi og tekur eyrun jafnvel smátíma að venjast. Síð-
astliðnar vikur hefur nýjasta plata hinnar bandarísku
Fionu Apple, The Idler Wheel, fengið að snúast
nokkra hringi í eyrunum á mér yfir vinnudaginn. Ég
hef hlustað lítillega á söngkonuna áður en ekki jafn
vandlega og nú. Tónlistin á plötunni er með dálítið
tregafullum tóni en þó alls ekki þunglyndisleg. Svo
er nú eitt og eitt hressandi lag inn á milli. Textarnir
eru flottir og röddin hennar Fionu liðast og hringar
sig utan um lögin á notalegan hátt. Tónlistin sjálf er
suðupottur af forvitnilegri súpu úr ýmsum öngum
tónlistarsenunnar. Ég mæli með að prófa þessa
plötu og skella henni í spilarann á dálítið letilegum
rigningardegi þegar þú liggur á sófanum og ætlar að
hreyfa hvorki legg né lið. Ekta plata til að melta svo-
lítið vel í slíka stemningu.
Fiona Apple virðist hér nýstigin upp úr hafinu sem eins konar vatnavera.
Forvitnileg tónlistarsúpa Fionu Apple
Litagleðin er allsráðandi þegar
horft er á indverskar Bollywood-
kvikmyndir. Allt frá fatnaði til
skreytinga og krydds er í sterk-
um litum og fara augun á fullt
við að meðtaka alla þá lita-
dýrð sem fyrir augu ber.
Þetta átti einnig við á
Lakme-tískuvikunni
sem nú er nýaf-
staðin í Mumbai í
Indlandi. Þar var
þar mikið um
dýrðir þegar rúm-
lega 85 hönnuðir
sýndu nýjasta nýtt úr
sinni smiðju og bar
margt fyrir augu.
Innblásturinn var
sóttur í indverska arf-
leifð og klæddust fyr-
irsætur meðal annars
samfestingum sem inn-
blásnir voru af sarí. Þá voru kjólar í
áberandi litum með ýmiss konar
mynstrum í indverskum stíl. Aug-
ljóst þykir eftir tískusýningar vik-
unnar að ungir indverskir hönnuðir
eru nú farnir að taka opnum örmum
því sem hefðbundið er. En gefa þó
klæðnaðinum um leið eigin svip og
einkenni.
Falleg litagleði