SunnudagsMogginn - 12.08.2012, Page 44
44 12. ágúst 2012
Mark Feldstein – Poisoning the Press
bbbbn
Áhugamenn um bandarísk stjórnmál, blaða-
mennsku og bækur eiga Richard Milhouse Nixon
margt að þakka. Ég hef að minnsta kosti eytt
mörgum ánægjulegum klukkustundum í að lesa
bækur um króka og kima Watergatemálsins svo-
nefnda, sem leiddi til þess að Nixon hrökklaðist
úr embætti Bandaríkjaforseta árið 1974. Bókin
Poisoning the Press er alger skyldulesning fyrir
þá sem vilja reyna að öðlast einhvern skilning á
Watergate þótt hún fjalli ekki um það mál beint
heldur um samskipti Nixons og dálkahöfund-
arins og ólíkindatólsins Jacks Andersons. Anderson var, þrátt fyrir
marga galla, einn af brautryðjendum rannsóknarblaðamennskunnar
sem átti sitt blómaskeið á ofanverðri síðustu öld. Raunar má einnig
finna hliðstæður með Anderson og Julian Assange, stofnanda Wiki-
Leaks. Í höndum Feldsteins verða þeir Anderson og Nixon tragí-
kómískar persónur, fórnarlömb eigin dómgreindarbrests og for-
dóma.
Steven Levy – In the Plex bbbnn
Google er merkilegt fyrirtæki sem á örskömmum
tíma breyttist úr sniðugri hugmynd og hugsjón
tveggja háskólanema í einhverja mestu pen-
ingamaskínu heims og sem teygir orðið anga sína
í flesta kima netheima.
Bandaríski blaðamaðurinn Steven Levy hefur nú
skráð einskonar opinbera ævisögu Google en allir
helstu stjórnendur fyrirtækisins, þar á meðal
stofnendurnir Sergey Brin og Larry Page, veittu
Levy viðtöl og upplýsingar. Bókin varpar góðu ljósi á uppbyggingu
Google og hvernig þeir Brin og Page reyna að viðhalda frum-
byggjaandanum í fyrirtækinu, þótt árangurinn sé misgóður.
Val McDermid – The Retribution bbbnn
Margir muna sjálfsagt eftir sjónvarpsþátt-
unum Wire in the Blood um sálfræðinginn
Tony Hill og lögreglukonuna Carol Jordan,
sem RÚV sýndi fyrir nokkrum árum. Þessir
þættir byggðust á bókum eftir skoska rithöf-
undinn Val McDermid, sem fjalla flestar um
baráttu þeirra Hills og Jordan við siðblinda
raðmorðingja og eigin sálarkvalir.
Nýjasta bókin í þessum bókaflokki nefnist The
Retribution. Bókin er býsna spennandi en það
er mikið lagt bæði á aðalpersónurnar í bókinni og lesandann: sumar
morðlýsingarnar eru afar blóðugar og óhugnanlegar og morðinginn
er sérstaklega ógeðfelldur.
Guðm. Sv. Hermannsson gummi@mbl.is
Erlendar bækur
Eymundsson
1. Fifty Shades Darker – E.L.
James
2. Mockingjay – Suzanne Coll-
ins
3. Fifty Shades Freed – E.L.
James
4. Fifty Shades of Grey – E.L.
James
5. Hunger Games – Suzanne
Collins
6. 1Q84 – Haruki Murakami
7. Song of Ice and Fire–
George R.R. Martin
8. Now You See Her – James
Patterson
9. 11.22.63 – Stephen King
10. Pure – Julianna Baggott
New York Times
1. Fifty Shades of Grey – E.L.
James
2. Fifty Shades Darker – E.L.
James
3. Fifty Shades Freed – E.L.
James
4. Gone Girl – Gillian Flynn
5. Where We Belong – Emily
Giffin
6. Friends Forever – Danielle
Steel
7. Black List – Brad Thor
8. Bared to You – Sylvia Day
9. Deep Down – Lee Child
10. Broken Harbor – Tana
French
Waterstones
1. Fifty Shades of Grey – E.L.
James
2. Fifty Shades Darker – E.L.
James
3. Fifty Shades Freed – E.L.
James
4. Bared to You – Sylvia Day
5. The Litigators – John Gris-
ham
6. Death Comes to Pember-
ley – P.D. James
7. The Silent Girl – Tess Ger-
ritsen
8. Private Games – James
Patterson
9. The Thread – Victoria Hi-
slop
10. The Hunger Games – Suz-
anne Collins
Bóksölulisti
Lesbókbækur
Nú þegar augu heimsins hvíla á plán-etunni Mars, eða réttara sagt sérhæfðarmyndavélarnar um borð í fjarstýrðamarsbílnum Curiosity eða Forvitni upp
á íslensku, er ekki úr vegi að velta því fyrir sér
hvenær mannkyninu auðnist að senda menn til
þessarar plánetu sólkerfisins sem er líkust jörð-
inni.
Í bók sinni The Case For Mars, sem fyrst var
gefin út 1996 en svo uppfærð og endurútgefin í
fyrra, færa höfundarnir, geimverkfræðingurinn
Robert Zubrin og ritstjórinn Richard Wagner, fyr-
ir því rök að Bandaríkjamönnum væri það kleift
innan 10 ára og hefði verið það lengi miðað við
núverandi tækniþekkingu. Það eina sem standi í
vegi fyrir því sé skortur á vilja og ómarkviss
stefnumótun Bandarísku geimferðastofnunar-
innar NASA sem sé föst í viðjum skriffinnsku og
stórkallalegra áætlana sem miði helst að því að
halda hinum ýmsu sérhagsmunum í geimiðn-
aðinum góðum.
Fram og aftur til Mars
Bókin er vel uppsett og læsileg jafnvel þótt hún
fjalli töluvert sérhæft um ýmis tæknileg atriði í
áætlun höfundarins um hvernig hægt væri að
senda mannaða ferð til Mars og aftur til baka fyrir
um 30 milljarða bandaríkjadollara á þessu 10 ára
tímabili. Setur hann upp nokkra möguleika en
fjallar að mestu nokkuð nákvæmlega um áætlun
sína sem hann byrjaði að þróa árið 1990 sem bygg-
ist á því að nota þá tækniþekkingu sem Banda-
ríkjamenn hafa búið við síðan tunglferðirnar voru
farnar ásamt því að vinna eldsneyti til heimferð-
arinnar úr lofthjúpnum á Mars. Þannig sé hægt að
spara gífurlegan kostnað með því að nota þær
auðlindir sem eru til staðar á Mars í miklu ríkara
mæli og auðveldar en væri hægt á tunglinu. Sýnir
hann svo fram á í allítarlegu, en stórskemmtilegu
máli hvernig hægt sé að lifa af landinu á Mars við
frekari uppbyggingu bækistöðva á þessari fjórðu
plánetu frá sólu. Er það helsta röksemd hans fyrir
því að við ættum að einbeita okkur að könnun
Mars en ekki t.a.m. endurkomu til tunglsins líkt
og áætlanir NASA hafa löngum byggst á sem næsta
skrefi í geimkönnun mannkyns. Þar sé lofthjúpur
sem veiti ákveðna vörn gegn geislun, þar sé nokk-
urn veginn 24 stunda sólarhringur, þar sé hægt að
rækta fæðu, vinna auðlindir og nýta á annan hátt
landgæðin til uppihalds íbúa og þar sé hægt að fá
svar við stóru spurningunni um hvort líf sé eða
hafi verið að finna utan jarðarinnar. Sé svarið já-
kvætt ætti líf að vera algengt í hinum stóra al-
heimi.
Í lok bókarinnar telur hann upp röksemdir sínar
um af hverju það sé nauðsynlegt fyrir mannkynið
að hefja landkönnun og loks landnám og skapa sér
þannig ný heimkynni á Mars. Talar hann um
möguleikann á að breyta plánetunni þannig að
hún verði á ný vænleg fyrir líf og hægt sé að gera
hana heitari með því að koma af stað gróðurhúsa-
áhrifum þar. En síðan kemur hann með áhuga-
verðar vangaveltur um hvers vegna það sé nauð-
synlegt fyrir frelsi og framþróun hins vestræna
heims að hafa ónumin jaðarsvæði sem gefa tæki-
færi til og ýta undir nýjar lausnir í hvort heldur
tæknilegum eða samfélagslegum málum. Hann
heldur því í raun fram að það sé forsenda fyrir því
að samfélög okkar verði ekki sífellt niðurnjörvaðri
og þannig hnignun að bráð að við horfum út á við
til frekari vaxtar og útbreiðslu um óravíddir al-
heimsins. En byrja skuli á Mars og ættum við að
feta í fótspor geimjeppans knáa sem allra fyrst að
mati höfundarins.
Geimvagninn Curiosity varpar skugga á eyðilegt landslag á Mars. Hluti úr fyrstu breiðmyndinni í lit frá Curiosity.
Ljósmynd/NASA/JPLCaltech/MSSS
Byrjum á Mars
Í byrjun vikunnar lenti geimvagninn Curiosity á Mars og
mun safna þar upplýsingum og senda til jarðar næstu mán-
uði og jafnvel ár. Ýmsir hafa velt því upp að tímabært sé að
menn komi sér fyrir á plánetunni rauðu.
Höskuldur Marselíusarson höskuldurm@mbl.is