SunnudagsMogginn - 12.08.2012, Síða 47
12. ágúst 2012 47
Nýverið hélt Vigdís Finn-bogadóttir til Þrándheims,gamla Niðaróss, í Noregi þarsem hún var heiðursgestur á
Olavsfestdagene sem fór fram dagana 28.
júlí til 5. ágúst en þar minnast Norðmenn
árlega Ólafs helga. Á setningarathöfn
Olavsfestdagene flutti Vigdís meðal ann-
ars kveðju frá Íslandi en segja má að til-
efnið hafi verið einkar hátíðlegt þar sem
Olavsfestdagene voru nú haldnir í fimm-
tugasta sinn. Einnig flutti Vigdís tvo fyr-
irlestra ásamt Knut Ødegård, skáldi og
rithöfundi, og Lars Roar Langslet, fyrr-
um menntamálaráðherra Noregs og rit-
höfundi, í tilefni af útgáfu nýrrar bókar
sem Knut Ødegegård og Lars Roar Lang-
slet hafa skrifað um Ólaf helga en Vigdís
ritaði innganginn að þeirri bók.
„Í heila viku er stöðugt eitthvað um
að vera. Það er haldin mikil opnunar-
hátíð þar sem fjöldi manna safnast saman
við merku miðaldadómkirkjuna sem er
sú næststærsta í Norður-Evrópu, og allt-
af dettur manni í hug á þessum slóðum:
Skyldi ekki Snorri Sturluson hafa séð
hana í byggingu? Þar er stórt svið framan
við erkibiskupsgarðinn þar sem flutt var
tónlist, haldnar ræður og fluttar kveðjur
en þar bar ég fram kveðju okkar frá Ís-
landi,“ segir Vigdís. „Það er skemmtilegt
að dagskrárliðir voru fyrir alla aldurs-
hópa. Á opnunarhátíðinni var til dæmis
flutt flott trommutónlist, og glæsileg nú-
tímahljómsveit steig á sviðið sem popp-
aði allt upp, svo að við vorum öll á
staðnum komin á ið. En svo var einnig að
sjálfsögðu mjög fín klassísk tónlist,“ seg-
ir Vigdís.
Helgisaga Ólafs dýrlings
Ólafur helgi Haraldsson Noregskóngur
var tekinn í dýrlingatölu þann 3. ágúst
árið 1031 og var saga Ólafs helga skrifuð af
Snorra Sturlusyni. „Í kveðju minni
minntist ég auðvitað Snorra en vináttan
mjög fallegt að sjá á þeim upplausn-
artímum sem við lifum, þar sem styrj-
aldir, friðleysi í heiminum, fjármálahrun
og kreppur einkenna samtímann,“ segir
Vigdís. Pílagrímsgangan hafi einnig verið
áhugaverð í ljósi áherslu á fjölmenningu
sem er ríkjandi í þjóðarumræðu í Noregi.
„Við erum af svo mismunandi þjóð-
ernum á jörðinni og margt fólk sem hef-
ur leitað skjóls í Noregi og sótt um at-
hvarf þar.“
Aðspurð hvort umræður um árásirnar
í Noregi hafi átt sér stað á hátíðinni segir
Vigdís lítið sem ekkert hafa verið um
þær. En engu að síður bætir hún við að
fortíðin eigi sér mikið erindi við nú-
tímann. „Þeir eru mjög sérstakir Norð-
menn af því er snertir varðveislu,“ segir
Vigdís og nefnir ýmis dæmi. „Þeir hafa
varðveitt miðaldadómkirkjuna á glæsi-
legan hátt og einnig tengslin við okkur á
Íslandi. Þau eru alls staðar mjög sterk á
þessu svæði. Þeir gera sér grein fyrir því
að þeir ættu ekki þessa miðaldasögu ef
Íslendingar hefðu ekki ritað hana.
Á þessum slóðum verður maður
fulltrúi handritanna.“
Enn eitt dæmið um virðingu fyrir for-
tíðinni er úr jarðgangaframkvæmdum
Norðmanna. „Það stóðu þrjú hús ofan á
þeim stað þar sem þeir ætluðu að byggja
jarðgöng. Þeir fluttu húsin í rólegheitum
og komu þeim fyrir annars staðar,
bora nú jarðgöngin, og hafa svo gert
áætlanir um að húsin eigi að fara aftur á
sinn stað þegar framkvæmdunum er
lokið. Þeir gæta þess mjög vel að gleyma
ekki minningunum.“
„Þetta er nákvæmlega það sem mér
liggur nú sem fyrr mjög á hjarta. Það má
aldrei gleyma fortíðinni. Ég á setningu
um þetta sem ég er ekki alveg viss um
hvaðan ég hef: „Þjóð sem gleymir fortíð
sinni getur ekki átt sér sterka framtíðar-
mynd. Við verðum alltaf að byggja á því
sem á undan er gengið.“
roða í kinnunum og hár og neglur vaxið
eins og hann hafi aldrei dáið. „Mér finnst
þetta hrífandi helgisaga,“ segir Vigdís.
„Trúin á dýrlinginn heilagan Ólaf varð
mikil í Noregi og hún breiddist út til Sví-
þjóðar og Danmerkur og það eru einnig
margar kirkjur á Íslandi helgaðar heil-
ögum Ólafi. En við Íslendingar eign-
uðumst brátt okkar eigin dýrling, Þorlák
helga, og þar af leiðandi varð dýrkun á
Ólafi helga ekki eins mikil hérlendis og
hún er í Noregi eða Færeyjum.“
Sérstakir af því er snertir varðveislu
Til minningar um Ólaf helga eru enn
farnar pílagrímsgöngur eftir endilöngum
Noregi.
Hún segir merkilegt að pílagrímum
fari fjölgandi með hverju ári og í ár hafi
verið óvenjumargir pílagrímar. „Píla-
grímarnir þegja sem mest á göngunni þar
sem hún er helguð hugleiðslu. Þetta er
milli Íslands og Noregs á þessum slóðum
er alveg einstök. Norðmenn gera sér að
sjálfsögðu grein fyrir því að lítið mundum
við vita ef Snorri hefði ekki skrifað Ólafs
sögu helga,“ segir Vigdís. Ólafur Haralds-
son varð helgur maður fyrir þær sakir að
hann kristnaði Noreg og í kjölfarið af því
er talið að Noregur hafi orðið eitt ríki.
Nú er liðið 981 ár frá því að Ólafur
Haraldsson féll í Stiklastaðarorrustu og
enn er helgi hans mikil í Noregi en hann
verður ekki aðeins dýrlingur fyrir það að
hafa kristnað Noreg heldur fyrst og
fremst vegna þess að menn telja að hann
hafi verið píslarvottur og í kjölfar þess er
farið að heita á Ólaf helga.
Í Ólafssögu helga segir Snorri frá því að
rúmu ári eftir að lík hans hafi verið grafið
upp hafi yndislegur ferskur ilmur stigið
upp úr kistunni þegar hún var opnuð. Þá
segir sagan að andlit Ólafs hafi verið eins
og það var daginn sem hann féll, með
„Mér finnst þetta hrífandi helgisaga,“ segir Vigdís Finnbogadóttir um Ólaf helga en hún var nýverið stödd sem heiðursgestur á Olavsfestdagene í Þrándheimi gamla Niðarósi í Noregi.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
„Fortíðinni má ekki gleyma“
Vigdís Finnbogadóttir var heiðursgestur á
Olavsfesdagene í Noregi. Hún segir Íslendinga
geta lært fjölmargt af nágrannaþjóð sinni.
Lára Hilmarsdóttir larah@mbl.is
Vigdís Finnbogadóttir heiðursgestur Olavsfestdagene ásamt Randi Wenche Haugen, fram-
kvæmdastjóra hátíðarinnar, og Per Ivar Maudal formanni stjórnar hátíðarinnar og fleirum.
Ljósmynd/Kjetil Strand