Morgunblaðið - 12.09.2012, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.09.2012, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 1 2. S E P T E M B E R 2 0 1 2  Stofnað 1913  213. tölublað  100. árgangur  MÁLAR PRESTA OG KÓRA FYRIR KIRKJUNA SÍNA BENSÍNIÐ HEFUR HÆKKAÐ UM 15 KR. FRÁ JÚLÍ KJÖRINN BESTI KVENNAÞJÁLFARI HEIMS Í HANDBOLTA ÓVISSA Á MÖRKUÐUM 6 ÞÓRIR HERGEIRSSON ÍÞRÓTTIRÍSAK ÓLI 10 Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is „Okkur finnst þessar skattahækkanir vera hrein ögrun við atvinnulífið. Við höfðum búist við því að tryggingagjald myndi lækka í takt við minna atvinnuleysi og minni útgjöld At- vinnuleysistryggingasjóðs. Frá því var gengið þegar við gerðum kjarasamninga. Nú ber svo við að ríkisstjórnin ætlar ekki að lækka trygg- ingagjaldið, hún lækkar atvinnutrygginga- gjaldið en hækkar almennt tryggingagjald. Ein veigamesta forsenda kjarasamninganna er því beinlínis brotin,“ segir Vilhjálmur Egils- son, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs- ins, um fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2013. Hann telur einnig að aðrar skattahækkanir muni verða atvinnulífinu erfiðar. Nefnir hann ferðaþjónustuna sérstaklega og telur að fyr- irhugaðar hækkanir vörugjalda á bílaleigubíla og hækkun virðisaukaskatts á gistinætur muni reynast ferðaþjónustunni þungar. Hann gagn- rýnir jafnframt fyrirhugað skattþrep á laun í fjármálaþjónustu. „Skatturinn er séríslenskt fyrirbæri. Leggja á sérstaka skatta á laun í einni atvinnugrein. Það eru engin rök sem segja að það gildi eitthvað annað um þessa at- vinnugrein en aðrar,“ segir Vilhjálmur. Fyrir skömmu var settur á fót starfshópur sem m.a. á að meta áhrif hækkunar virðisauka- skatts á gistingu. Engu að síður er hækkun virðisaukaskatts boðuð í fjárlagafrumvarpinu. Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Sam- taka ferðaþjónustunnar, hefur enn trú á því að hætt verði við skattahækkunina. „Við höfum þegar sýnt fram á að ríkissjóður muni tapa á þessari hækkun. Ég á bágt með að trúa því að meirihluti þingmanna muni samþykkja þessa hækkun, þegar þeir hafa kynnt sér fyrirliggj- andi gögn.“ MFrumvarp til fjárlaga 2013 »14-16 Stjórnvöld brjóta samninga  Framkvæmdastjóri SA segir boðaða hækkun tryggingagjalds í fjárlagafrumvarpinu brjóta gegn kjarasamningum  Framkvæmdastjóri SF trúir því varla að hækkun skatts á gistingu gangi eftir Morgunblaðið/Golli Þingsetning Oddný G. Harðardóttir fjár- málaráðherra kynnti nýtt frumvarp í gær. Ingvar P. Guðbjörnsson ipg@mbl.is Um 80 björgunarsveitarmenn voru bændum til aðstoðar í Mývatnssveit í gær við að bjarga fé úr fönn, en mörg hundruð fjár voru á kafi í snjó eftir óveðrið í fyrradag. Á sumum bæjum nam fjárskaðinn tugum kinda. Á af- réttum er óvitað um ástand þúsunda fjár, í gærmorgun voru um 12.000 fjár enn uppi á afréttarlöndum en nokkur hluti þeirra náðist til byggða í gær. „Við erum búin að finna sjö dauðar af 90. Við eigum eftir að finna sjö. Það er verið að pota með prikum og leita eins og í snjóflóðum,“ sagði Ingibjörg Björnsdóttir, bóndi á Skútustöðum II í Mývatnssveit. „Við erum búin að fá rosalega góða hjálp í dag frá björg- unarsveitum hérna í sveitinni, frá Ak- ureyri og Ólafsfirði. Það er alveg ótrúlegt að kindurnar komi lifandi. Við erum búin að vera að grafa þær upp lifandi úr þriggja metra djúpum snjó,“ sagði Ingibjörg. Gríðarlegt tjón varð hjá RARIK og Landsneti á raflínum. „Ég held að það séu um 150 staurar ónýtir,“ sagði Pétur Vopni Sigurðsson hjá RARIK á Akureyri. Unnið var í alla nótt að við- gerðum. RARIK á Norðurlandi barst í fyrradag liðsauki frá Suðurlandi og Vesturlandi og menn frá Austurlandi bættust við í gær. Um 50 starfsmenn RARIK eru að störfum á NA-landi við viðgerðir auk vélamanna og björg- unarsveitarmanna. Ráðgert er að raf- magn verði komið á á öllu svæðinu í dag. »4 og 12 Þúsundum fjár enn ósmalað og hundruð hafa drepist Ljósmynd/Guðjón Vésteinsson Fjárleitir Hér er fjöldi björgunarsveitarmanna við leit að lömbum í fönn á Skútustöðum í Mývatnssveit sem mörg voru lifandi á þriggja metra dýpi.  Handtökuskip- un hefur verið gefin út á hendur tæplega tvítug- um karlmanni, sem er grunaður um morðið á ís- lenskum pilti, Kristjáni Hinrik Þórssyni og fé- laga hans John White III á bílastæði fyrir framan verslun í borginni Tulsa í Oklahoma-ríki í Bandaríkj- unum á laugardaginn. Maðurinn heitir Jermaine Jack- son og er 19 ára gamall. Hann var staddur við verslunina QuikTrip aðfaranótt laugardags þegar þá Kristján og White bar þar að. Orða- skipti upphófust á milli Jacksons og White sem enduðu með því að sá fyrrnefndi dró upp byssu og skaut inn í bílinn. Handtökuskipun vegna morðanna í Tulsa í Oklahoma  Tilboð um svartan leigu- bílaakstur koma oft fram á haust- in og eru jafnvel auglýst á veggj- um skóla, strætó- skýla í mið- bænum og víðar, að sögn Ástgeirs Þorsteinssonar, formanns Frama, félags leigubifreiðastjóra. „Þetta er náttúrlega ólöglegt. Þetta er stundað eitthvað því miður og getur verið varasamt fyrir far- þega. Þeir vita ekkert út í hvað þeir eru að fara,“ segir Ástgeir. Hann bætir við að það loði við þá sem aki svart að þeir taki yfirleitt hærra gjald en leigubílstjórar með til- skilin leyfi. »12 Varað við svörtum akstri í borginni Oddný G. Harðardóttir fjármálaráðherra kynnti nýtt fjárlagafrumvarp í gær. Sagði hún þáttaskil eiga sér stað í þróun ríkisfjár- mála og nú væri siglt örugglega upp úr kreppunni. Lagði hún áherslu á að ekki væri gert ráð fyrir miklum skattkerfisbreyt- ingum á næsta ári og þau aðhaldsmarkmið sem sett hefðu verið væru hófleg. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að skatt- tekjur aukist um 29 milljarða. Byggt er á að auknir skattar og tekjur af auðlindum skili sér í ríkissjóð á komandi fjárlagaári. Gert er ráð fyrir hallarekstri upp á 2,8 milljarða króna. omfr@mbl.is Siglt úr kreppunni HALLAREKSTUR 2,8 MILLJARÐAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.