Morgunblaðið - 12.09.2012, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.09.2012, Blaðsíða 20
BAKSVIÐ Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Ríflega tvö þúsund eldri borgarar, 65 ára og eldri, greiddu auðlegðarskatt árið 2011 að upphæð tveir milljarðar króna. Heildarskattheimta auðlegð- arskatts var það ár rúmir sex millj- arðar. Þrjú hundruð og fjörutíu þeirra eldri borgara sem greiddu auðlegðarskatt árið 2011 voru með árstekjur undir einni milljón, samtals greiddu þeir rúmar 430 milljónir í auðlegðarskatt. Þá voru 254 eldri borgarar með fimmtán milljónir eða meira í árstekjur og greiddu þeir um 800 milljónir í auðlegðarskatt í fyrra. Kemur þetta fram í skýrslu vel- ferðarráðherra um stöðu eldri borg- ara. Skýrslan var unnin að beiðni ell- efu þingmanna Sjálfstæðisflokksins og var útbýtt utan þingfundar á mánudagskvöldið. Skipt eftir aldurshópum eru flestir þeirra sem borga auðlegð- arskatt á aldrinum 70 til 74 ára, eða 459 manns sem greiða samanlagt um 524 milljónir. Næstflestir eru í ald- urshópnum 67 til 69 ára, 432 talsins með 466 milljónir. Fæstir eru 85 ára eða eldri, 160 að tölu með tæpar 180 milljónir í auðlegðarskatt í fyrra. Heildartekjur lækka Í skýrslunni kemur fram þróun ráðstöfunartekna eldri borgara, 65 ára og eldri, á árunum 2006 til 2011. Þar sést að fjármagnstekjur eldri borgara hækka mikið milli áranna 2006 og 2007, eða úr 111.451.871 kr. upp í 148.927.063 kr. Skýrist sú hækkun að öllum líkindum af þeim efnahagslegum uppgangi sem var í samfélaginu og þá sérstaklega af miklum hagnaði af sölu hlutabréfa, segir í skýrslunni. Árið 2010 eru heildartekjurnar 130.264.341 kr. og í fyrra eru þær 140.269.952 kr. Í skýrslunni segir að á móti snarpri lækkun fjármagnstekna frá 2008 hafa launatekjur, greiðslur úr lífeyr- issjóðum og bætur almennatrygginga hækkað jafnt og þétt yfir tímabilið sem um ræðir. Allar greiðslur til eldri borgara úr almannatryggingum eru tekjutengdar. Á þessu ári búa 2.486 aldraðir í hjúkrunarrými og 467 í dvalarrými. Búist er við að um 90% aldraðra búi í eigin húsnæði. Um ellefu hundruð eldri borgarar skulda meira en þeir eiga í húsnæði. Húsnæðisskuldir um 24 þúsund eldri borgara eru samtals 87.844.788 kr. og fasteignamat 559.176.929 kr. Margir ganga á eignir sínar Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, segir auðlegðarskattinn ekki vera neitt annað en upptöku eigna. „Til að geta borgað auðlegð- arskattinn verða margir að ganga á eignir sínar því þeir hafa ekki tekjur til þess að greiða hann. Auðlegð- arskattur er lagður á eignir og ef hjón hafa átt sæmilegt einbýlishús á góðum stað á höfuðborgarsvæðinu, sumarbústað og bíl eru eignirnar fljótt komnar upp í hundrað milljónir. Það er óréttlátt að leggja auðlegð- arskatt á eignir fólks sem hefur ekki tekjur til að borga hann, heldur á bara eignir,“ segir Jóna Valgerður. Hún gagnrýnir að skýrslan sé miðuð við 65 ára og eldri því það gefi ekki rétta mynd af stöðu eldri borgara sem eru komnir á líf- eyri. Flestir vinni til 67 ára aldurs, jafnvel sjötugs. „Þetta segir því ekki alla söguna um hvernig lífeyr- isþegar hafa það í dag. Eins og sést í skýrslunni hafa tekjurnar lækkað frá 2008 og það er fyrst og fremst hjá þeim sem eru á lífeyri.“ Greiddu tvo milljarða í auðlegðarskatt 2011 Morgunblaðið/Ernir Í leik og starfi Ríflega tvö þúsund eldri borgarar þessa lands greiddu auðlegðarskatt árið 2011 að upphæð 2.097.342 milljarðar króna. 20 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 2012 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Strætó bs. erfyrirtæki íeigu sjö sveitarfélaga á höf- uðborgarsvæðinu og var stofnað til að auka hag- kvæmni í almenningssam- göngum þessara sveitarfélaga. Þetta opinbera fyrirtæki hefur síðan sótt í sig veðrið og ekur nú landshorna á milli. Haldi fram sem horfir verður þess ef til vill stutt að bíða að sveit- arfélögin á höfuðborgarsvæð- inu bjóði strætisvagnaferðir hringinn um landið. Þessi þróun er sérkennileg, enda alls ekki sjálfsagt að sveitarfélög á höfuðborgar- svæðinu hefji samkeppni um farþegaflutninga meira og minna um allt land. Rekstur strætisvagna í bæjum og borg- um hefur verið niðurgreiddur af sveitarfélögunum og slíkt verið réttlætt með því að nauð- synlegt sé að tryggja að íbú- arnir geti ferðast um sveit- arfélögin. Á höfuðborgar- svæðinu þótti hagkvæmt að slá saman akstri nokkurra sam- liggjandi sveitarfélaga, en því fer fjarri að það feli sjálfkrafa í sér að fyrirtæki þeirra eigi að hefja rekstur almennings- samgangna um allt land. Sveit- arfélög, meðal annarra sum þeirra sem eiga í Strætó bs., hafa áður brennt sig á að fær- ast um of í fang og þurfa að gæta sín á að halda sig við það hlutverk sitt að veita íbúum sínum þjónustu. Ofurkapp sveitarfélaganna hefur ekki aðeins komið fram í fyrrgreindum landvinningum heldur einnig í því að efast má um að fyllsta öryggis sé gætt við þjónustuna. Í yfirlýsingu Strætó bs. sem kölluð er „Hlut- verk, stefna og framtíðarsýn“ er meðal annars fjallað um að gerð- ar séu kröfur um „þægindi og ör- yggi“, en ekki verður séð að þetta hafi verið haft að leiðarljósi þegar ákveð- ið var að leyfa að farþegar væru án öryggisbelta eða jafn- vel að þeir stæðu í vögnunum. Síðan hefur komið í ljós, eins og Morgunblaðið hefur greint frá, að fólk hefur staðið eða jafnvel setið á gólfi vagnanna í langferðum. Svör forstjóra Strætó bs. um þetta hafa ekki verið sannfær- andi. Hann vísar til þess að lög leyfi slíka fólksflutninga en það eitt og sér réttlætir vitaskuld ekki að fyrirtæki sveitarfélag- anna á höfuðborgarsvæðinu nýti sér þá heimild. Þá fullyrðir hann að örugg- ara sé að vera laus í strætis- vagni en í öryggisbelti í einka- bíl og það kann að vera rétt í ákveðnum óhöppum vegna mikils þyngdarmunar þessara bifreiða. Fari strætisvagn út af veginum og velti, jafnvel niður bratta brekku, þá gilda allt önnur lögmál og við slíkar að- stæður væru farþegar í stór- kostlegri hættu. Sveitarfélögin á höfuð- borgarsvæðinu ættu að hafa í huga að í þessu sem öðru er kapp best með forsjá. Kapp- semin kann að verða til þess að menn vilji færa út kvíarnar, en þeir verða líka að hafa í huga hvert hlutverk þeirra er. Enn- fremur er mikilvægt að kappið verði ekki til þess að slegið sé af öryggiskröfum og áhætta tekin með þeim vafasömu rök- um að ríkið hafi ekki bannað hana. Strætó bs. teygir nú anga sína víða um land og tekur óþarfa áhættu} Kapp með forsjá J afnrétti hefur verið í sviðsljósinu á árinu enda hafa tveir ráherrar, annar kona hinn karl, verið hýddir fyrir brot á lögum um jafna stöðu og jafn- an rétt kvenna og karla, eins og þau heita í lagasafni Alþingis. Mér þykir merkilegt að umræða um brot ráðherranna hefur snúist um það öðrum þræði að lögin sem þeir séu að brjóta séu „barn síns tíma“, að það sé tími til að endurskoða þau og endurhugsa. Gekk svo langt að Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmanna- eyjum, hélt því fram á Fésbókarsíðu sinni að lögin brytu „gegn almennum mannréttinda- lögum og stjórnarskránni sem kveði á um að allir skuli njóta jafnréttis án tillits til kynferð- is“. Í umræðu um lögin á sínum tíma orðaði Kol- brún Halldórsdóttir inntak þeirra mjög skil- merkilega: „Þessi lög væru ekki til nema vegna þess að konur hafa borið skarðan hlut frá borði í samskiptum sín- um við karla í gegnum tíðina. Karlmaðurinn er normið í þessu samfélagi en ekki konan.“ Ekki þarf að rýna lengi í tölulegar staðreyndir til að finna þessum orðum Kol- brúnar stað því löngum hefur hallað á konur í íslensku samfélagi. Margir virðast þó ekki átta sig ekki á því það hallar enn: Árið 2009 skipuðu konur 17% stjórnarsæta í 140 stærstu fyrirtækjum landsins, þær eru ekki nema 30% í hópi stjórnenda og embættismanna og 40% kjörinna full- trúa í sveitarstjórnum. Þetta er ekki einhlítur mælikvarði á samfélagslega stöðu kvenna, en býsna góð vísbending og þá ekki síst um það að þótt konum fjölgi í ýmsum störfum er það aðallega í starfsstéttum þar sem þær eru allar á jafnlágum launum, en karlarnir raða sér í stjórnunarstöðurnar á jafnháum launum, eins og Pétur Blöndal orð- aði það við áðurnefndar alþingisumræður og benti á hve lítið launajafnrétti felst í þeirri hög- un. Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum er í stjórnmálaflokki þar sem lítið eru um konur í áhrifastöðum og fer reyndar fækkandi. Hann og fleiri flokksfélagar hans hafa áhyggjur af 65. grein stjórnarskrárinnar, enda segir þar í fyrstu setningu að allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda og hnykkt á með setningunni „[k]onur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna“. Ekki hef ég áður frétt af umhyggju bæjarstjórans fyrir þeim brotum á 65. grein- inni sem birtast í tölfræðinni sem ég nefni hér að framan. Hann hefur ekki, frekar en flestir aðrir karlar í góðum stöðum og embættum, skorið upp herör fyrir því að snúa við þeim kynferðishalla sem blasir við í íslensku samfélagi, þar með talinni bæjarstjórn Vestmannaeyja þar sem sex karlar sitja og ein kona. Elliði Vignisson ætti að gæta að því að hann er sextándi karlinn til að gegna stöðu bæj- arstjóra af þeim sextán sem setið hafa í þeim stóli. Af hverju ætli það sé? Ætli hann dreymi um að verða tíundi karlinn til að verða formaður Sjálfstæðisflokksins af þeim tíu sem vermt hafa þann stól? arnim@mbl.is Árni Matthíasson Pistill Jafnt á botninum STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Stjórnmálaskör-ungarnir Hel- mut Schmidt, fyrr- verandi kanslari Þýskalands, og Valéry Giscard d’Estaing, áður forseti Frakk- lands, hafa löngum verið Evr- ópusambandssinnar. Þeir voru saman í viðtali við Der Spie- gel. Þeir telja báðir líklegt að evran lifi þá báða, en þeir eru 86 ára og 93. En þeir er líka sammála um að myntsamband 17 þjóða sé allt of fjölmennt. Grikkir hefðu aldrei átt að fá að vera með og alls ekki megi bæta við evruþjóðum, nema hugsanlega Póllandi. Bersýnilegt er að enginn hefur sagt þessum vitru höfð- ingjum að fjarlægt land í norðri (sem þeir hafa báðir sótt heim) sé nú umsóknarríki að ESB, þótt rík- isstjórn viðkom- andi þjóðar þykist ekki vera það. Hún sé einvörðungu að skoða ofan í poka, sem enginn í Brussel kannast þó við að sé til. Og það skemmtilega er að þeir sem eru algjörlega sann- færðir um að Íslandi skuli troðið í ESB hvað sem það kostar þykjast sjálfir ætla að kíkja í pokann sem enginn kannast við. Og röksemdin er helst sú að það sé svo þýðing- armikið að kasta krónu og fá evru, mynt, sem getur ekki höndlað 17 þjóða þátttöku og 93 ára stjórnvitringar eru spurðir um hvort líkleg sé til að lifa þá. Umsókn Íslands að ESB er eins og út úr kú.} Evruríkin allt of mörg Auðlegðarskattur er lagður á nettóeign framteljanda, þ.e. all- ar eignir að frádregnum öllum skuldum. Skatturinn er lagður á gjaldárin 2010, 2011, 2012, 2013 og 2014. Við álagningu gjaldárið 2011 var lagður 1,50% auðlegðarskattur á eign ein- hleypings yfir 75.000.000 kr. og 100.000.000 kr. eign hjóna og samskattaðra. Við álagningu gjaldárin 2012, 2013 og 2014 er skatthlutfallið 1,50% af eign á bilinu 75.000.000 kr. – 150.000.000 kr. hjá einhleypum og 100.000.000 kr. – 200.000.000 kr. hjá hjónum og samsköttuðum en 2,0% af eign yfir þessi fjár- hæðamörk. Viðbótarauðlegðarskattur er lagður á skattstofn sem er mismunur á nafnverði og raun- virði hlutabréfa í eigu framteljanda og er 1,25% við álagningu gjaldárið 2011 og 1,5% árið 2012. Lagður á allar eignir AUÐLEGÐARSKATTUR Jóna Valgerður Kristjánsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.